Morgunblaðið - 16.09.1962, Síða 10
10
MORGl NBL AÐÍl
Sunnudagur 16. sept. 1962
UMkMi
MU
Landið
okkar
ítj
Jl. iUttl ‘
enn 1
grét Bjarnason, heim-
sótti Austurland ný-
lega og hér birtist
fyrsta grein hennar
þaðan.
ÞAÐ var fallegt að l'íta yfir
Breiðdalinn. þegar fréttamað
ur Morgunblaðsins fór þar
um í síðustu viku. Ferðinni
var heitið inn að Gilsárstekk,
þar sem við ætluðum að hitta
að máli Pál Guðmundsson,
hreppstjóra og leita hjá hon-
um frétta úr sveitinni. Þetta
var í ljósaskiptunum, aðeins
tekið að rökkva og fjöllin bar
fagurlega við heiðskíran heim
in. En loftið var kalt. Fram-
undan bifreiðinni flaug rjúpa,
sumarskrúða. Hún flaug
lágt Og sett-
ist svo á veg-
inn, eins og
hana varðaði
hreint ekkert
um bifreiðina
í nánd. Við
horfðum á
rjúpuna lalla
eftir þjóðveg-
inum, en rétt
í því hún átti
að festast á
filmu, flaug hún upp og hvarf
inn í kjarrið.
Þegar við komum að Gilsár-
stekk stóð Páll bóndi í hlað-
varpanum og var að taka sam-
an hey. Hann sagði, að allt
hefði verið hvítt af hélu morg
uninn áður og snjór í fjöll-
um — það er stutt í veturinn,
sagði hann. Eg var með hey
í görðum úti og þeir voru
hvítir í gærmorgun,
— Hefur sumarið verið kalt
hér, spyrjum við — hvernig
hefur heyskapur gengið?
— Treglega svarar Páll,
dálítið áhyggjufullur á svip.
Sumarið var kalt og hárslaga-
legt. Heyskapur hófst í seinna
lagi, svo voru stöðugar úr-
komur frá miðjum ágúst til
5. september, sem tafði mjög
mikið.
Okuleiðin fra Stöðvarfirði til
Breiðdals stytt um 180 km
Leitað frétta hjá
syni hreppstjóra á
Margrét
Páll í garðinum að Gilsárstekk.
— Hvernig er þá útlitið fyr-
ir ykkur bændurna hér í vet-
ur?
— Eg held mér sé óhætt að
segja, að næsti hálfi mánuð-
ur verði að vera sérlega hag-
stæður til þess að heyforði
megi
ur.
teljast sæmilegur í vet-
Skólinn að Staðarborg.
★ ★ ★
Páll og kona hans Hlíf
Magnúsdóttir eru bæði ættuð
úr Breiðdalnum og hafa búið
að Gilsárstekk í hartnær
þrjátíu ár, en faðir Páls, sem
nú er kominn yfir nírætt, og
afi hans, bjuggu þar áður.
Páll sagði okkur að síðustu
árin hefðu fremur fáir hafið
búskap þar í sveit, útgerðin
hefði tekið við flestum ung-
um mönnum þaðan, — en það
styrkir í sjálfu sér búskapinn,
sagði hann, því að margir ung
ir menn, sem afla sér tekna á
sjónum, leggja þser í fram-
kvæmdir og vélakaup á búum
foreldra sinna. Hér hefur frem
ur fjölgað síðustu árin, unga
fólkið vill greinilega vera
kyrrt — þó er helzt að kven-
fólkið fari, eins og svo víða í
sveitum
— Hvað eru hér margir
bæir?
— Um fimmtíu heimili eru
Guðmunds-
Gilsárstekk
í hreppnum, Jarðir í byggð
36, en í hreppnum eru alls bú-
settir rúmlega þrjú hundruð
manns, þar af nálægt hundrað
í þorpinu á Breiðadalsvík. —
Þorpið stendur í Þverhamars-
landi og eru þar skráðar fimm
eða sex jarðir.
— Hvernig eru samgöngur
hér um slóðir?
— Ekki verður nú annað
sagt en þær séu slæmar. Við
erum óánægðir með rekstur
Ríkisskipa. Þótt Esja eða
Hekla hafi hér viðkomu og
leggist að bryggju er næsta
ómögulegt að fá smávörusend
ingar með þeim. Um daginn
þurfti til dæmis einn maður
hér úr byggðinni að fá send
hjóldekk að sunnan. Hann
vinnur hér með vörubifreið
og þarfnaðist þessa hið allra
fyrsta. Esja var að leggja upp
frá Reykjavík hingað, en
hann gat ekki með nokkru
móti fengið dekkin send með
henni. Þetta nær auðvitað
engri átt. — Nú, varðandi sam
göngur á landi þá er áætlunar-
bifreið einu sinni í viku frá
Egilsstöðum til Hornafjarðar,
með viðkomu hér og í sumar
hefur vöruflutningabifreið
komið einu sinni í viku á
Breiðdalsvík, Djúpavog og
Hornafjörð. En nú er Stöðvar
fjarðarvegurinn að opnast og
við væntum mikilla bóta við
það. Þar átti að ljúka ofaní-
burði í dag. Með þessum vegi
styttist ökuleiðin til Stöðv-
arfjarðar úr tæpum 200 km í
tæpa 20 km.
— Hvert sækið þið lækni?
— Til Djúpavogs, hátt í
hundrað kílómetra vegalengd,
sem oft er afar erfið — á
löngum kafla við Berufjörð er
vegurinn nær ófær. En hér
er lítill völlur sem sjúkraflug-
vélar geta lent á, ef viðrar,
og er að því mikil bót.
— Hvernig er skólamálum
háttað hér í sveitinni?
— Á Staðarborg, hér ytra,
er starfræktur heimavistar-
skóli, þar sem börnin skiptast
á um að vera í skólanum, eitt-
hvað nálægt þrjátíu í einu,
að mig minnir.
— Er atvinna sæmileg?
— Já, atvinna er mjög mikil
og vantar raunar fólk. Við er-
um að byggja verbúð og höf-
um ekki getað fengið menn í
það í lengri tíma. Frá Breið-
dalsvík eru gerðir út tveir
stórir vélbátar, ca 74 og 94
lestir, Bragi og Hafnarey og
er verið að byggja upp að-
stöðu til aukinnar útgerðar. í
sumar var hér síldarsöltun í
fyrsta skipti, saltað nokkuð
hátt á annað þúsund tunnur,
og er mikill áhugi á að
byggð verði síldar- og beina-
mjölsverksmiðja til þess að
nýta úrgang, hliðstæð þeirri,
sem reist var á Bakkafirði í
sumar.
— Og nú fer að líða að
réttum, eigið þið langar göng
ur fyrir höndum?
— Nei, ekki aldeilis, hér í
aveitinni eru raunar engar
afréttir og tekur ekki nema
hálfan til einn dag, að smala
fénu, en það má gera ráð fyrir
að slátrun hefjist upp úr 20.
september og þá er smalað
jafnóðum.
Nýr dagur er runninn upp,
þegar við kveðjum Pál og
konu hans og þökkum þeim
frábærar móttökur. — Bónd-
inn ætlar að fara að huga að
heyinu sínu en útlitið er ekki
bjart — ri-gning og þoka til
fjalla.
mbj.
Hafnarey og Bragi i heiniahöfn.
rt i ■—i - i « - ■ * ■ « ***
Soblen saklaus,
segir Isvestia
Moskvu, 13. sept (NTB)
MOSKVUBLAÐIB Izvestia
sagði í dag, að bandaríski
læknirinn Robert Soblen, sem
nýlátinn er í London, væri
saklaus maður. Asakaði blað-
ið stjórnir Bretlands og ísra
els fyrir skammarlega með-
ferð á Soblen.
Soblen væri fórnarlamb
Mcr'arty-laganna, sem enn
væri við lýði í Bandarikjun-
um.
Yfirskattanefnd Kópavogskaupstaðar
Kœrufrestur
Kærur vegna útsvara og þinggjalda í Kópavogskaup
stað álagt 1962 þurfa að berast yfirskattanefndinni
fyrir 1. okt. n.k.
Yfirskattanefnd Kópavogskaupstaðar.
IMokkra menn vazitar
TIL STARFA
í Síldarverksmiðjur ríkisins Raufarhöfn
í 3—4 vikur.
Upplýsingar í síma 6 og 19 á Raufarhöfn.