Morgunblaðið - 16.09.1962, Page 13
f Sunnudagur 16. sept. 1962
M O R C U N B L 4 Ð1Ð T
13
„Þar hygg ég
apa hjara“
Mesti skáldsnillingur Norður-
landa á síðari öldum, Henrik
Ibsen, víkur í Pétri Gaut meðal
annars að málstríðinu norska og
líkir nýnorskunni við frum-
tungu c-ða apamál. í eftirmála
við þýðingu sína á þessu höfuð-
verki Ibsens telur Einar Bene-
diktsson eftirfarandi ljóðlínur
eiga að tákna ísland:
„Kæri vin, þess msetti minnast,
marokkanskir runnar finnast;
og þar hygg ég apa hjara,
utan túlks og forsöngvara.
Málið hljómar malebariskt;
mjög vel segi ég yður farist,
færuð þér með feðraandann,
forna út, að styrkja landann".
Einar ségir:
„Þessi kafli sýnir einkar veí,
hve beitt háð Ibsens getur verið,
jafnvel í þeim efnum, sem hann
hefur þó verið fylgjandi, eftir
því sem hann gefur í skyn sjálf-
ur“.
ril • • 1 r 1 f 1
1 vo pusund ara bið
Enn eru ekki liðin nema tæp
' ;
Sveinn Einarsson, verkfræðing ur sýnir Ben-Gurion gufugosið í ölfusdai.
REYKJAVÍKUSBRÉF
Laugard. 15. sept
100 ár frá því að Ibsen lýsti fs-
lendingum sem öpum, er hjörðu
„utan túlks og forsöngvara".
Auðvitað má ekki taka líkingu
hins norska skáldjöfurs bókstaf-
lega, en hún minnir á, að þá
voru íslendingar af flestum
hinna fáu, sem við þá könnuð-
ust, taldir umkomulaus útskerja
lýður, sem talaði úrelta mál-
lýsku. Ástæða er til að minnast
Iþessa nú, þegar sumir tala
svo sem þjóðerni og tunga sé í
voða vegna athæfis núlifandi
kynslóðar. Því fer svo fjarri, að
íslendingum hafi farið aftur, að
þvert á móti hefur vegur þjóð-
ar og tungu aldrei verið meiri
en nú. Arfinum frá fyrri kyn-
slóðum hefur ekki verið glatað
heldur hefur hann verið varð-
veittur og vel ávaxtaður. Heim-
sókn Ben-Gurions, forsætisráð-
herra fsraels, undanfarna daga,
sýnir mat beirra, sem sjálfir
hafa mikið reynt og miklu af-
rekað, á okkar frammistöðu. Við
íslendingar höfum oft átt erfitt,
en raunir okkar eru ekki nema
svipur hjá sjón miðað við þraut-
ir Gyðingaþjóðarinnar. Ben-
Gurion gat þess réttilega, að við
værum stoltir af okkar þúsund
ára Alþingi, en hann sagði, að
nú væru Gyðingar nýbúnir að
endurreisa sitt löggjafarþing eft-
ir að það hefði legið niðri nær
tvö þúsund ár. Áður hafði Ólaf-
ur Thors getið þess einstaka af-
reks Gyðinga, að þeir hafa end-
urlífgað tungu sína, gert hana
að lifandi máli miljóna manna
eftir margra alda dvala. Einn
meðal helztu frumkvöðla þess
þrekvirkis var einmitt Ben-
Gurion.
Eitt af undrum
aldarinnar
Það er eitt af undrum okkar
aldar, að Ben Gurion, sem er
fæddur austur á sléttum Pól-
lands, undir einveldisoki rúss-
nesku zaranna, skuli hafa lán-
azt að safna miklum hluta hinn-
ar dreifðu þjóðar Gyðinga sam-
an á ný og endurreisa ríki
hennar. Að sjálfsögðu hefur
hann ekki verið einn að verki.
Þar hafa margir fórnað miklu
til þess að kraftaverkið mætti
gerast. Flestir, sem sezt hafa
að í fsrael, voru raunar alls
lausir þegar þeir komu þang-
að. En ýmsir áttu og eiga enn
annarra betri kosta völ. Þar
eru margir hálærðir og frábær-
lega hæfir menn, sem geta valið
úr stöðum með miklu hærri
launum úti í hinum stóra heimi.
En þeir vita hvers virði það er
fyrir þjóð að eiga sitt eigið land
og slá því af kröfunum til þess
að eiga þátt í kraftaverki sinn-
ar kynslóðar. Ben-Gurion á því
marga samstarfsmenn, en hlut-
ur hans verður ekki minni fyrir
það. Við íslendingar megum vel
gera okkur þess grein, að eitt af
stórmennum aldarinnar hefur
undanfarna daga gist land okk-
ar. Vinarorð hans erú og ekki
innantómt hjal. Það sýndi af-
staða fulltrúa ísraels á landhelg-
isráðstefnunni í Genf 1960. Þá
gengu hagsmunir fslands og
ísraels mjög á misvíxl, en full-
trúar Gyðinga studdu málstað
okkar af ráðum og dáð, svo sem
þeir fremst gátu.
Viðurkeiming
í verki
Sjálfum þykir okkur svo
augljóst, að við séum og hljót-
um að vera sjálfstæð þjóð, að
okkur hættir til að gleyma, hví-
líkt undur það er í augum ann-
arra, að 180 þúsund menn í erf-
iðu landi, geri kröfu til slíks og
hafi heppnast að fá henni
framgengt. Einmitt þess vegna
er það mikils vert fyrir okkur
að fá áhrifamenn úr oðrum
löndum til að heimsækja ísland,
kynnast staðháttum hér og hugs
unarhætti.
Löngun slíkra manna til að
koma hingað er viðurkenning
þeirrar virðingar, sem okkur
hefur tekizt að ávinna okkur.
Fundur dómsmálaráðherra
Norðurlanda hér fyrir skemmstu
er enn eitt dæmi þessa. — Til
slíkra funda er yfirleitt ekki
efnt á íslandi fyrir okkar þrá-
beiðni heldur fyrir eftirgangs-
muni hinna, sem fýsir að kynn-
ast landi og þjóð, sjó með eigin
augum það, sem hér hefur gerzt
og er að gerast. För dómsmála-
ráðherranna hingað var þó eng-
an veginn eingöngu forvitnis-
ferð. Löggjafarsamstarf Norður-
1-anda hefur varað lengur
en nokkuð annað samstarf
þeirra í milli. Með bví hef-
ur tekizt að skapa réttarein-
ingu fimm þjóða, sem stöðugt
þarf að endurnýja og efla. Ný
viðhorf skapast sí og æ, nú síð-
ast vegna fyrirsjáanlegrar að-
ildar sumra Norðurlandanna að
Efnahagsbandalagi Evrópu. —
Þess ber að gæta, að hin nýju
tengsl verði ekki til þess að
rjúfa þau, sem áður voru. Auð-
vitað getur hvert ríkjanna um
sig lifað, þótt eitthvert hinna
slitni úr hópnum. En þau telja
sig hvert um sig verða fátæk-
ari og verr á vegi statt, ef svo
skyldi fara. Þetta á ekki aðeins
við um viðhorf íslands gegn
hinum heldur og þeirra gagn-
vart fslandi. Þau sýna einn-
ig með því viðurkenningu sína
á gildi íslands og þess, sem hér
hefur verið áorkað síðustu ára-
tugina.
Nýr Iíópavogs-
fundur
Það er íhugunarvert að ein-
mitt um þær mundir, sem aðr-
ar þjóðir sýna margvíslega í
verki viðurkenningu sín á jafn-
ræði íslendinga við bær sjálfar,
þá skuli hópur manna hér leggja
stund á að telja þjóðinni trú
um, að frglsi hennar og jafn-
vel tilvera sé í voða. Enginn
ástæða er til að efast um góðan
hug þessara manna, en hrein-
skilni þeirra og glöggskyggni
virðist ærið ábótavant. Af ein-
hverjum ástæðum þótti þeim
henta að leysa upp samtök sín
um sinn, rétt fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar á sl. vori. Nú
hafa þeir endurvakið þau og
efna um þessa helgi til nýs
Kópavogsfundar. Kópavogsfund-
ur 1662 er tákn mestu niður-
lægingar íslendinga. Ef þeir
menn, sem nú safnast þar sam-
an, fengju vilja sinum fram-
gengt myndi þess skammt að
bíða að svipuð örlög biðu ís-
lands að nýju. Þessir menn
skilja ekki, að þátttaka íslands
í samstarfi frjálsra þjóða er
skilyrði fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar. Jafnvel þó að ekki færi
svo illa, að austrænt einræði
næði hér fótfestu, þá myndi ein-
angrun þjóðarinnar hafa það í
för með sér, að hún réði engu
um þær ákvarðanir, sem aug-
ljóslega geta öllu ráðið um okk-
ar eigin framtíð. Áhrif svo lít-
illar þjóðar sem Islendinga á
athafnir annarra hljóta eðli máls .
ins samkvæmt ætíð að verða
takmörkuð. En ef við reynum
ekki sjálfir að gera okkar til
þess, að eftir okkur og okkar
hagsmunum sé munað, þá er
ekki von að aðrir geri það. —
Sveltur sitjandi kráka en fljúg-
andi fær. Við verðum stöðugt
að vera á verði og gæta þess að
á hagsmuni okkar sé ekki geng-
ið. Nú á dögum verður þessu
ekki náð nema með víðtækri
aðild að alþjóðlegu samstarfi.
Hcimsókn fleiri
góðra vina
Um þessar mundir dveljast hér
fleiri góðir vinir en þeir stjórn-
málamenn, sem áður var að
vikið. Frá því að íslendingar
stofnuðu eigin utanríkisþjón-
ustu höfum við átt marga góða
fulltrúa erlendis. Efasamt er þó,
að nokkur útsendur erindreki
okkar hafi gert landinu meira
gagn í dvalarlandi sinu en Eirík-
ur Juuranto, aðalræðismaður
íslands í Finnlandi, gerði okkur
þar. Eiríkur Juuranto hófst af
sjálfum sér til þess að verða
einn af fremstu kaupsýslumönn-
um í Finnlandi. Það var íslandi
mikið lán, að hann gerðist um-
boðsmaður fslendinga þar. —
Flestir fslendingar, sem til
Finnlands komu, kynntust ó-
þrjótandi dugnaði hans og hjálp-
semi. Hann varð því mörgum
mönnum hér á landi harmdauði,
er hann andaðist langt fyrir
aldur fram fyrir tæpum tveim-
ur árum. Þá söknuðu þeir vin-
ar í stað. En Eiríkur Juuranto
var ekki einn að verki. Kona
hans, frú Aline Juuranto, átti
mikinn hlut bæði að velgengni
hans sjálfs og hinni frábæru at-
orku hans fyrir íslands hönd.
Öllum vinum þeirra hjóna er
það því sannarlega gleðiefni að
frú Aline skuli nú komin í heim-
sókn hingað ásamt elzta syni
sínum og tengdadóttur, en hann
hefur nú tekið við aðalræðis-
mannsstarfinu og yngri bróðir
hans við ræðismannsstarfi ís-
lands í Helsingfors. íslendingar
þykja stundum seinteknir, en
þeir kunna vel að meta vini
sína.
Fímm mislieppmið
geimskot
Blaðaleysið meðan á prentara
verkfallinu stóð gerði að verk-
um, að sumar harla athygils-
verðar fréttir fóru fram hjá
mönnum. Þar á meðal var sú
skýrsla vísindamanna í Banda-
ríkjunum, að þeir hefðu stað-
reynt að Rússar hefðu á síðustu
misserum gert fimm misheppn-
aðar tilraunir til að senda geim-
för á bauga umhverfis nálægar
reikistjörnur. Nokkrum sinnum
hefur verið frá því skýrt, að
Bandaríkjamenn hafi gert slík-
ar tilraunir, sem farið hafi út
um þúfur. Á slíkt hefur aldrei
verið lögð laununr; heldur hef-
ur blaðamönnum hvaðanæva»»að
verið boðið að horfa á og fylgj-
ast með, hyort sem betur eða
ver tækist til. Þetta hefur orðið
til þess, að sumum hefur þótt
sem Bandaríkjamenn væru sjálf
ir að auglýsa ófarir sínar. Þeir
lifa í opnu þjóðfélagi, sem fólk-
ið sjálft ræður og þar sem stjórn
in fær engu stórvirki áorkað
nema með þess stuðningi. I
Rússlandi er allt öðru vísi að
farið. Launung er lögð á allt
annað en það, sem vel tekst til.
Þar er hátt látið um það sem
heppnast en þagað um hitt. En
vísindin eru nú komin svo langt,
að úr fjarlægri heimsálfu má
fylgjast með því, sem misheppn-
ast, ekki síður en hinu. Sovét-
stjórninni tekst því einungis að
blekkja sitt eigin fólk, ekki þá
sem utan við búa.
Gagnrýni U Thant
Þótt annars efnis sé, þá er
gagnrýni U Thants, aðalfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, eftir að hann kom frá
Rússlandi svipaðs eðlis. Hann
lýsti þá yfir því, að þess væri
ekki að vænta, að meðal al-
mennings í Rússlandi ríkti skiln
ingur á viðleitni Sameinuðu
þjóðanna til lausnar vandamál-
inu í Kongó vegna þess að þar
í landi væri því, sem í þessum
málum gerðist, haldið leyndu
fyrir mönnum. Þeir fengju ekki
að fylgjast með hinni raunveru-
legu atburðarás. Gagnrýni fram
kvæmdastjórans var því eftir-
tektarverðari, sem hann hefur
lagt sig fram um að gera ekki
upp á milli landanna bak við
járntjald og lýðræðisþjóðanna.
Hann telur sjálfan sig hlutlaus-
an í deilum austurs og vesturs
og kemur frá hlutlausu landi.
Á næsta vori verður tekin á-
kvörðun um, hvort hann skuli
endurkjörinn aðalforstjóri heilt
reglulegt kjörtímabil og er tal-
ið, að svo verði naumast, nema
hann njóti stuðnings Rússa. —
Engu að síður gat hann ekki
orða bundizt, heldur lýsti strax
eftir endurkomu sína frá Rúss-
landi áhyggjum sínum út af
fréttafölsuninni þar í landi.
Arnaðist við
útvarpsfréttum
Einhver kynni að færa það til
afsökunar fréttafölsun í Rúss-
landi, að ekki skipti öllu máli,
hverjar hugmyndir almenningur
þar í landi fengi um atburðarás
vegna þess, að hann réði hvort
eð er engu um ályktanir Sovét-
stjórnarinnar. Víst má þetta til
sanns vegar færa um hvert ein-
stakt tilfelli en ærið er slíkt at-
hæfi ískyggilegt til lengdar og
veikleikamerki er það fyrir
hverja ríkisstjórn, sem þannig
telur sig þurfa að fara að. Þótt
í mildara formi sé, þekkjum við
Islendingar þennan hugsunar-
hátt af eigin raun. Ekki er lengra
síðan en í fyrra, að einn af
helztu stjórnmálamönnum þjóð-
arinnar hélt ræðu til þess að
-kvarta yfir því hversu útvarp-
ið flytti mikið af fréttum! Fram
sóknarflokkurinn á megin hluta
fylgis síns því að þakka, að hon-
um hefur í sumum héruöum tek-
ist að einoka blaðakost og vendi-
lega gætt þess að lát.a blöð sin
þegja um aðrar fregnir en þær,
sem flokksbroddunum líkaði að
fólkinu bærist. Ekki er furða,
þótt það væri eimnitt úr þeim
röðum, sem röddin um of mik-
inn fréttaflutning útvarpsins
heyrðizt.
Framhald á bis 14.