Morgunblaðið - 16.09.1962, Page 23

Morgunblaðið - 16.09.1962, Page 23
Sunnudagur 16. sept. 1962 M OF CIIIS BT AÐIÐ ^ 23 tíðindi d Kapphlaup De Gaulle og Adenauers við tímann - Kúba og vandi Banda- ríkjamanna - Alsír, land óttans - Fórna Bretar hagsmunum Samveldisins? Þriðja veldið? r Heimsólin De Gaulle. Frakk- Jandsforseta, til V-Þýzkalands kanu að marka tímamót 1 sam- skiptum þjóðanna tveggja. Á tæpum 100 árum hafa Frakkar og Þjóðverjar barizt I þremur Etórstyrjöldum. Ein fyrstu ->rð De Gaulle, eftir komuna til V->ýzkalands, voru: Loks, eftir svo marga bardaga, hafa Fratokar og Þjóðverjar geng ið í bræðralag.** Þessi orð De Gaulle einkenndu heimsókn hans nú, á sama hátt og heimsókn Adenauers, kanzl- ara, til Frakklands, fyrr á þessu eumri, bar öll einkenni þeirrar vináttu, er nú virðist hafa tekizt með þessum tveimur leiðtogum. í yfirlýsingu, sem þeir gáfu út f sameiningu, að loknum einka- viðræðum, sem aðeins stóðu þó í hálfa fimmtu klutokustund, lýstu þeir yfir, að samstæða ríkti liim afstöðuna til Berlínarmáls- Þá sagði þar ennfremur, að „nauðsyniegar ráðstafanir yrðu gerðar til að treysta sem bezt tengslin milU landanna, (þ.e. Frakfcl. og V.-þýzkal.) á sem flestum sviðum." Aðeins var vikið stuttlega að fnikilvsegu máli, Efnahagsbanda laginu og væntanlegri aðild Breta, se— Fratokar virðast hafa etutt meir í orði en verki. Um það sagði f yfirlýsingunni, að vonandi tækist brátt að leysa þann vanda, sem stæði í vegi fyr ir aðild Breta. Hins vegar lét forsetinn meira frá sér heyra um betta mál í ræðu, sem hann hélt og Adenau er lýsti sig síðar samiþykkan. Þar «agði forsetinn, „að fordómar og hugmyndir ákveðinna aðila inn- an Efnahagsbandalagsins og á- hrif, sem gætti frá þeim, er utan við það stæðu, væru skaðsamleg ir sameiningu Evrópu.“ Hins veg ar sagði hann V-Þýzkaland og Frafckland hafa náð fullu sam- fcomulagi um það, á hvaða grund velli slik sameining skuli fara fram og hana verði að fram- kværna án tafar. Erlend blöð hafa mjög gert þessi ummæli og önnur, sem Ad- enauer og De Gaulle hafa látið sér um munn fara um samein- ingu Evrópu, að urotalsefni. Vikuriitið „Newsweek“ segir m.a.: „Þetta þýðir einfaldlega, að Frakkar og V-Þjóðverjar munu fara sfnu fram, ef Bretar og -tuðningsmenn þeirra, Bene- lux-löndin, vilja etoki fallast. á kröfur De Gaulle“. Þar er þvl einnig haldið fram, •em viðar hefur gætt, að aukin samstaða Frakka og Þjóðverja heffi ekki getað gerzt á óheppi- legri tíroa fyrir Maomillan, for- sætisráðh rna Breta. Ákvörðun um aðild Breta að Efnahagsbanda laginu hefur dregizt á langinn og Etjómmálaleg samstaða stórveld anna tveggja á meginlandinu er sízt til þess fallin að afla fylgis við hugmyndina um aðild Breta, 1 Bretlandi sjálfu. Alroenningur í Bretlandi hræð !st, að Fratokar og Þjóðverjar setli sér forystúhlutverk í sam- starfi Evrópurfkj anna og skoð- nnir Breta muni bví verða undir. Hins er að gæta, að valdatíma bil De Gaulle og Adenauers kunna senn að vera á enda. Af- stöðu 1 'irra til þess, hvort þeim tetost að stofna „þriðja veldið", 1 Evrópu, þ.e. stórveldi á borð við Bandaríkin og Rússland, er ef .11 vill bezt lýst með orðum D@ Gaulle, áður en hann lagði í þýzkalandsför'na: „Við berjumst við tímann". Nýtt v'gi Flutningar Rússa á hernaðar- sérfræðingum, vopnum og marg víslegum tækjum til Kúbu að undanförnu, hafa valdið ráða- mönnum Bandaríkjanna talsverð um erfiðleikum á undanfömum vikum. Þeirrar stooðunar hefur gætt í allríkum mæli, að Rússar séu í raun og veru að koma sér upp herstöð á Kúbu, er kynni síð ar að verða notuð til árásar á Bandaríkin, Mið- eða S-Amer- íku. Helztu afleiðingar bessara at- bur-a hafa verið taldar: • Sigur fyrir toommúnism- ann í S-Ameríku. • Á Kúbu er hægt að koma upp rússneskri kafbátastöð, er haft getur úrslitabýðingu fyrir siglingar um Panamaskurðinn og ferðir kaupskipa á leið til S- Ameríku. 9 Á Kúbu er hægt að koma upp --töðvum til að fylgjast með geimskotum Bandarikjanna frá Canaveral'höfða, auk bess sem höfðinn liggur aðeins í 400 mílna íjarlægð frá Kúbu og því auðvelt stootmark fyrir toomm- únista. • Öll Bandarikin liggja vel við eldflaugaskotum frá Kúbu, ef til styrjaldar kæmi. Með siðustu aðgerðum Rússa, er Kúba orðinn nýr þáttur í kalda striðinu, á sama hátt og Laos, Berlfn, S-Vietnam, Líban on og eyjarnar á Formósusundi. Viðbrögð Bandaríkjamanna hafa mjög markazt af Monroe- yfirlýsingunni svokölluðu frá ár inu 1823, en þar segir, að sénhver erlendur átroðningur á vestur- hveli jarðar muni af stjórn Banda ríkjanna verða talin ógnun við frið og öryggi landsins. Ef þessi yfirlýsing á að liggja til grundvallar stefnu Bandaríkj manna I málefnum Kúbu, bá þýðir hún, að leggja verði til at- lögu, þar eð Kúba seilist nú til þess að hafa áhrif á stjórnar- háttu I Ameríkuríkjunum. Flestir ráðamenn vestra munu vera á einu máli um, að með sið I ustu ráðstöfunum sínum hafi Rússar brotið gegn þessari yfir lýsingu og því hafa heyrzt radd- ir, jafnvel innan Bandaríkja- þings, sem krefjast þess, að stjórn in grípi þegar til róttækra ráð- sfcafana til að kollvarpa veldi Castros og kommúnista á Kúbu. Aðrir hafa hins vegar bent á, að hæpið sé að leggja Monroe- yfirlýsinguna til grundvallar, þótt hún hafi verið í fullu gildi fyrir rúmri öld. Sérstaklega þykir þó mörgum varhugavert að grípa nú til vopna gegn Kúbu, þótt yfirlýs- ingin. mæli fyrir um íhlutun í slíku tilfelli, sem nú. Þykir þar einkum þungt á metunum, að hér er fyrst og fremst um að ræða nýjar vígstöðvar Tíússa í kalda strlðinu, en ekki hernaðaríhlut un gegn Amerikurikjunum eða beina ógnun um slíkt. Kjnnedy, Bandaríkjaforseti gerði grein fyrir afstöðu stjórn- ar sinnar á blaðamannafundi, er hanr, hélt á fimmtudagskvöld. Þar sagði hann, að ekki væri fcal in ástæða til vopnaðrar íhlutun- ar gegn Kúbu nú. Hins vegar myndi árás frá Kúbu samstund- is svarað. Að baki þessari ákvörðun bandarísku stjórnarinnar býr ná kvæm afchugun. Kennedy, forseti hefur ráðgast við alla helztu sér fræðinga sína í her- og öryggis málum, auk þess, sem varnarmála ráðherrann, Robert NcNamara, og utanríkismálaráðherrann, Dean Rusk, hafa fjallað um mál ið I samráði við hann. Þé hefur Dean Rusk haldið fund með sendiherrum Ameríku ríkjanna í Washington. Þetta var „óformlegur" fundur, þar sem rætt var almennt um afstöðu Bandaríkjanna til Kúbu, í ljósi sðustu abburða. Niðurstaðan var sú, að fæst ríkin telja, að þeim stafi nein sérstök hætta frá Kúbu eins og er. Það mun almennt álit allra þessara ráðamanna, að bótt Rúss ar hafi nú sfcóraukið bæði hern- aðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við Kúbu, bá sé það ekki gert í þeim tilgangi að undirbúa vopnaða árás á Banda- ríkin ,heldur sé hér um að ræða vel hugsaðan leik I refskák kalda stríðsins. Sú stooðun hefur ennfremur komið fram hjá þess- um mönnum, að Krúsjeff sé enn síður líklegur til að hætta á heimsstyrjöld vegna Kúbu en Berlínar. Efnahagsástandið á Kúbu hef- ur versnað mjög, eins og skýrt hefur verið frá. Nýlega varð stjóm Castros að leifca á náðir Rússa til að fá matvæli og aðrar vörur. Því var vel fcekið af Rúss- um, og tilkynnt, að flutningur á þessum vörum til Kúbu vrði tvöfaldaðir frá því, sem var á fyrra ári. Hins vegar berast þær fregnir frá Kúbu, að Rússar leggi hart að Kúbumönnum að reyna að taka upp vinsamlegri samskipfci við Amerrkuríkin, sérstaklega Banda íkin, þar sem landið, legu sinnar vegna, eigi að öðrum toosti enga framtíð fyrir sér. Þetta hafur mörgum fundizt athyglisverðar upplýsingar, e.t.v. þær athyglisverðustu, sem borizt hafa um afstöðu Rússa til Kúbu. Fregnir frá WaShington herma, að lið tætonifræðinga þeirra, sem Rússar hafa þegar sent til Kúb„ telji um 3500 menn. Þessu ber saman við frá- sögn fréttamanns brezka blaðs- ins „Daily Express", sem nýlega var á ferð á Kúbu. Hvað viðvíkur afstöðu sjálfs almennings á Kúbu til hinna er- lendu gesta, þá er bví kannííke bezt lýst með frásögn, sem barst frá einu skandinavisku sendiráð anna í Havanna. Stúlka þaðan var nýlega að gera innkaup í verzlun þar. Fólkið sem var við innkaup i búðinni, hélt hana vera rússneska, réðist að henni og sagði hana vera að stela matnum fra sér. Réðist það síð- an á hana og slapp stúlkan við illan leik, eftir að lögreglan hafði gripið í taumana. Þar, sem lýbræbi skortir Allt er nú með kyrrum kjör- um i Alsír, á yfirborðinu, a.m.k. Samkomulag hefur náðst um frambpðslista til þingkosning- anna, sem fram eiga að fara 20. þ. m. Hins vegar eru flestir þeirra stjórnmálafréttaritara, sem um mál Alsír hafa fjallað að undan- förnu, og fréttamenn, sem dval- izt hafa þar síðustu vikur, á þeirri átooðun, að frekari tíðinda megi vænta um togstreitu stjórn málaforingjanna. Birting fra.iboðslistans virðist benda til þess, að þessar skoðan- ir séu etoki með öllu ógrundað- r. Ben Khedda, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar, er etoki I framiboði. Hins vegar er að finna á listanum nafn Belkacem Krim, foringja Kab- ýlinga. Virðist Ben Bella verða að taka tillit til þess fylgis, sem Krim hefur. Sennilega hefur það þó ekki verið honum ljúft, því að þeir hafa um langan ald- ur verið miklir andstæðingar. Þótt samkomulag það, er náð- ist milli alsírstou herstjóranna og -fcjórnarnefndar Ben Bella, hafi a.m.k. um stundarsakir bundið endi á valdabaráttu fyrir opnum tjöldum, þá er afstaða nokkurra valdamikilla manna litin vafasömum augum. Helztur þeirra er Houari Boumedienne, sem ræður yfir 45.000 manna herliði. Hann er talinn aðdáandi Castros og kín- verskra toommúnista. Hann hef- ur ’jngi verið stuðningsmaður Ben Bella, en svo brá við, að Boumedienne leiddi hjá sér að hafa noktour afskipti af sam- komulagi því, sem áður getur. Þótt Alsir fái nú bing, þá verð ur það með öðrum hætti, en vestrænar þjóðir eiga að venj- ast. Aðeins einn listi verður I framboði, svo sem fyrirhugað var áður, er fresta varð kosn- ingum. Því er ekki ólíklegt, að þeir andstæðingar, sem Ben Bella á, og ekki gefca látið andúð sina í ljós með sjálfstæðu framboði og andmælum á þingi, verði frekar að reiða sig á mátt vopna og byltingar en vera íundi, ef lýð- ræði væri í heiðri haft í Alsir. Óvissa um aðild Fundur forsætisráðh. brezku samveldislandanna kann að tákna þáttaskil í sögu Samveld- isins og áhrifa hans á framtíð sameinaðrar Evrópu geta orðið enn meiri, en gert hafði verið ráð fyrir. Strax að loknum tveimur fyrstu fundardögum kom í ljós, að afstaða meirihluta þeirra ráð- herra, er ráðstefnuna sitja, var yfirleitt sú, að þeir voru and- vígir aðild Breta með þeim skil- málum, sem boðnir hafa verið. Ljóst þykir, eftir að forsætis- ráðherrarnir hafa flestir lýst afsöðu sinni, að Macmillan for- sætisráðherra og ráðherrum hans séu nú aðeins tvær leiðir færar. Hin fyrri er að halda áfram að vinna að bví að fá komið í kring aðild Breta, án tillits til þess, hvort fulltrúar Efnahags- bandalagsins telja sig geta tekið til greina óskir Samveldisins. Þetta myndi sennilega leiða til upplausnar þess. Síðari leiðin, sem Bretum er fær, er sú, að halda aðildar- beiðni sinni etoki til streitu, en láta það ráða, hvort hægt verður að tryggja hagsmuni Samveldis landanna á þann hátt, sem þau telja óhjákvæmilegt. Erfiðleikar brezku stjórnar- innar eru miklir. Annars vegar að fullnægja kröfum þeirra landa, sem um langan aldur hafa staðið þeim næst og byggt aftoomu sína að miklu levti á viðskiptum við Breta, og hins vegar að reyna að vinna fulltrúa Efnahagsbandalagsins til fylgis við óskir Samveldislandanna, þótt vitað sé, að stærri riki bandalagsins hafa fyrst og f.emst í hyggju efnahagslega einingu Evrópuríkja. Macmillan hefur efnt til fund- ar með ráðherrum sinum, og mun ætlunin að reyna að koma fram með einhverjar bær til- lögur við forsætisráðherrana, sem leitt geti til samstöðu, a.m.k. um sinn, þar til ljóst verð ur um áframhald viðræðnn Breta um aðild við fulltrúa EBE, en bær viðræður hefjast á nýjan leik í Brússel innan tveggja vikna. Bre2Íku sjórninni hefur vegnað illa í þessu máli, þótt þar hafl fyrst og fremst fcomið til utan- aðtoomandi ástæður. Ekki var gert ráð fyrir bví, að Frakkar myndu taka bá afstöðu til ým- issa mála, sérstaklega landbún- aðarmála, sem raun varð á. — Þannig var ekki hægt að fá lögð fram endanleg skilyrði fyrir að- ild Breta í tæka tíð fyrir forsætisráðherrafundinn. Því hef ur hann einnig farið nokkuð á annan veg, en æskilegt hefði verið fyrir brezku stjórnina, þar eð nú er einkum rætt um það, hvot hægt sé að fá framgengt vissum atriðum. Ef allt hefði farið, eins og vonazt var til í upphafi, hefði verið hægt að leggja fastmótaða áætlun fyrir ráðherrana, sem beir hefðu get- að samþykkt eða hafnað. Því má búast við, að enn sé notokuð langt I land með ákvörðun um aðik. Breta að Cfnahagsbanda- laginu, a.m.k., ef gert er ráð fyr- ir þvi, að beir muni hafa samráð um þessi n.ái við Samveldislöud in, að ráðsfcefnunni lokinni De Gaulle var mikið í mun að koma vel fyrir sjónir í Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.