Morgunblaðið - 22.09.1962, Page 5
< Laugardagur 22. sept. 1962
MORGIJIVBIAÐIÐ
5
í SÍÐASTLIÐINNI viku voru
afhent prófskírteini þeim, er
lulku sveinsprófi í húsasmíði
frá ISnskólanum hér í Reykja
vilk á síðastliðnu vori. Út-
skrifuðust um 30 sveinar og
hlaut einn þeirra hæ’Stu eink-
unn, sem tekin hefur verið við
skólann í þeirri grein. Br það
Björn Traustason frá Hörigs-
hóli í Vestur-Húnavatnssýslu
og hlaut hann ágætis einkunn-
ina 9,25.
Blaðamaður Mbl. óskaði
Birni til hamingju með prófið
í fyrradag og ræddi við hann
stundarkorn.
— Hvert var prófstykkið
þitt, Björn?
— Það var hluti af eldhús-
innréttingu, tveir skápar með
hurðum ag fimm Skúffur á
milli þeirra. Ég lét það af
hendi í eldlhús norður í Grund
í Húnavatnssýslu.
— Hver var meistari þinn?
— Hann heitir Guðbjörn
Guðimundsson Glaðheimum
20, og ég byrjaði hjá honum
í júní 1958.
— Hafðir þú smíðað eitt-
hvað áður?
— Já, ég lærði smíði í
Reyikjanesskóla við ísafjarð-
ardjúp, þar sem ég var í 1. og
2. beklk gagnfræðasikóla. Á
vorprófi 2. bekkjar fékk ég
10 í smíði, og veturinn eftir
vann ég fyrir mér með því að
kenna smíði við skólann.
— Reykjanesskóli er mjöig
góður skóli, sagði Björn. og
ekki sízt fyrir þá, sem ætla
íbúð
Til leigu er 3ja herb. íbúð
90 ferm. rishæð í Háloga-
landshverfi. Tilboð send-
ist afgr. Mbl., merkt:
Fyrirframgreiðsla - 3386“
fyrir þriðjudag.
Systkini
óska eftir 2ja—3ja herb.
ibúð. Uppl. í sima 23572.
Björn Traustason með sveins bréfið.
Reykjavíkur að þessu sinni.
Þá hef ég með búskapnum í
sumar unnið dálítið að heima-
vistarbyggingu við Reylkjæ
nesskóla og þangað er ég að
fara núna seinna í dag. Þessi
Hluut hæstu einkunn, sem
fengizt hefur í húsusmíði
að halda áfram iðnnámi. í
smíði er aðaláherzlan löigð á
að læra að brýna verkfærin
og kenna að beita þeim rétt,
en það er auðvitað fyrsta skil-
yrðið til þess, að menn geti
síðar smíðað eitthvað.
— Hvað starfar þú núna?
— Ég tók við búi af föður
mínum á Hörgshóli síðastlið-
ið vor, og þar ætla ég að vera
næstu 2 til 3 árin. Síðustu dag
ana hef ég verið í göngum og
réttum fyrir norðan og ég
kom bara í snögga ferð til
heimavistarbygging er byggð
á vegum Guðbjörns, meistara
míns. Hún er 300 fermetrar
að stærð og var byrjað á henni
fyrir rúmum 3 mánuðum, og
hefur hún gengið sérlega vel.
Er ætlunin, að hún verði til-
búin til notlcunar 15. október
næstkomandi.
— Líkar þér vel að geta
stundað búskapinn og iðnina
jöfnum höndum?
— Já, það gefur góða fjöl-
breytni. Annars gerði ég þetta
fyrst og fremst til þess að
aðstoða föður minn, sem er
orðinn heilsulítill, og hjálpa
foreldrum mínum með syst-
kinin.
Áttu mörg systkini?
Já, við erunx 9 talsins, og
ég er elztur.
— Hverjir eru foreldrar
þínir.
— Faðir minn heitir Trausti
SigurjónssLn og móðir mín Sig
ríður Sigfúsdóttir.
— Hvað hyggstu gera, þeg
ar þú hættir búskap.
— Mig langar til þess að
fara til Svíþjóðar eða Dan-
merkur og læra iðnfræði. Það
myndi taka mig 25 mánuði
en það er ekki alveg ákveðið
ennþá.
— Vissirðu, að þú yrðir
hæstur á prófinu?
— Nei, ég hafði enga hug-
mynd um það og fannst það
alveg útrúlegt. þegar Guð-
mundur Halldórsson formaður
prófnefndar rétti mér skír-
teinið og sagði mér úrslitin.
Gullbrúðkaup áttu í gær hjón-
in Lovísa Sigurðardóttir og
Björn Jósefsson fyrrv. héraðs-
læknir á Húsavíik. Þau eru nú
etödd í Reykjavík, þar sem Lo-
vísa dvelst í Landsspítalanum.
65 ára er í dag Halldór Sig-
urðsson fisksali Melavegi 21.
50 ára er í dag Laufey Ólafs-
dóttir Laufásvegi 6. Hún verður
í dag stödd að heimili sonar síns
að Víðihvammi 21, Kópavogi.
Síðastliðinn sunnudag voru
gefin saman í hjónaband í Dóm-
kirkjunni af séra Óskari J. Þor-
lóíkssyni ungfrú Kristín Anna
Sigurðardóttir (Sigurðar Magnús
eonar fulltrúa) Miðstræti 7 og
Kjartan Reynir Ólafsson stud.
jur. (Ólafs Þorgrímssonar hæsta-
réttarlögmanns) Víðimel 63.
Nýlega hafa verið gefin sam-
en í hjónaband af séra Óskari
J. Þorlákssyni María Frímanns-
dóttir Álfheimum 40 og Bald-
ur Ólafsson gjaldkeri, Háagerði
89. Heimili þeirra verður að
Hvassaleiti 22. Ennfremur ungfrú
Jórunn Sörensen og Jón M.
Björgvinsson skrifstofumaður.
Heimili þeirra verður að Frí-
kirkjuvegi 11 .
Ennfremur Hallfriður Jakobs-
dóttir Goðheimum 11 og Her-
bert Haraldsson stúdent, Ásvalla-
götu 22. Heimili þeirra er að
Ásvallagötu 22.
í dag verða gefin sam,an í
hjónaband í Landakotskirkju
ungfrú Bergljót Sveinsdóttir
Lindarhvammi 11 Kópavogi og
Kjartan Sigurjónsson, organleik-
ari, Baugsvegi 31, Rvk. Heimili
ungu hjónanna verður að Borg-
arholtsbraut 21, Kópavogi.
í dag verða gefin saman í
hjónaband á Akranesi af séra
Jóni M. Guðjónssyni Erla Ein-
arsdóttir Heiðarbraut 61 og Garð
ar Kjartansson.
I dag verða gefin saman í
hjónaband í Neskirkju af séra
Jóni Thorarensen ungfrú Hulda
G. Johansen hárgreiðslukona
(Thulin Johansen fulltrúa)
Skaftahlíð 10 og Steindór I. Ólafs
son starfsmaður Pan American
flugfélagsins, Keflavíkurflug-
velli, (Sveinssonar loftskeyta-
manns) Dunhaga 13. Heimili
þeirra verður að Baldursgötu 12.
Loftleiðir: Laugardag 22. september
er Snorri Sturluson væntanlegur frá
New York kl. 09.00. Fer til Luxem-
borgar kl. 10.30. Kemur til baka
frá Luxemborg kl. 24.00. Fer til New
York kl. 01.30. Snorri Þorfinnsson er
væntanlegur frá New York kl. 11.00.
Fer til Luxemborgar kl. 12.30. Þor-
finnur karlsefni er væntanlegur frá
Hamborg, Kaupmannahöfn og Gauta-
borg kl. 22.00. til New York kl.
23.30.
Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla
er á leið til Rússlands, Askja lestar
á Norðurlandshöfnum.
Jöklar: Drangajökull er á leið til
Ríga, Langjökull er á leið tid New
York, Vatnajökull fór í gær frá
Calais til Amsterdam.
Flugfélag íslands — Millilandaflug:
Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til
08:00 í dag. Væntanleg aftur til Rvík.
kl. 22:40 í kvöld. Flugvélin fer til
Glasgow og Kaupmannahafinar kl.
08:00 í fyrramálið. Millilandaflugvél-
in Hrímfaxi fer til Bergen, Oslo, Kaup
í dag. Væntanleg aftur til Reykja-
mannahafnar og Hamborgar kl. 10:30
víkur kl. 17:20 á morgun.
Innanlandsflug: í dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Sauðárkróks, Skógasands og Vest-
mannaeyja. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils-
staða, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest-
mannaeyja.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla kom til
Amsterdam í morgun, Egja er á Vest-
fjörðum á norðurleið, Herjólfur fer
frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld
til Reykjavíkur, Þyrill fór frá Reykja-
vík í gær til Norðurlandshafna, Skjald
breið er í Reykjavík, Herðubreið fór
frá Reykjavík í gær austur um land
í hringferð.
Eimskipafélag íslands: Brúarfoss fer
frá Reykjavík kl. 12.00 í dag til Dubl-
in og New York, Dettifoss er á leið
til New York, Fjallfoss er í Kotka,
Goðafoss fer frá New York í dag til
Charleston, Gullfoss fer frá Reykja-
vík kl. 15.00 í dag til Leith og Kaup-
mannahafnar, Lagarfoss er á leið til
Reykjavíkur, Reykjafoss er á leið
til Raufarhafnar og Húsavíkur, Sel-
foss fer frá Reykjavík kl. 17.00 í dag
til Rotterdam og Hamborgar, Trölla-
foss er 1 Reykjavík Tungufoss fer
í dag frá Hafnarfirði til Reykjavíkur.
Hafskip: Laxá fór frá Akranesi 20.
þ.m. til Stornewav, Rangá er á leið
Reykjavíkur.
Tvær stúlkur
í föstum stöðum óska eftir
góðri 2—3 herbergja íbúð.
Upplýsingar í sima 37747
eftir kl. 13 á laugardag.
Til sölu:
Westinghouse ísskápur, —
svefnherbergissett, stórt
rúm með springdínu og 2
kommóður. UppL Drápu-
hlíð 36, rishæð.
Unglingsstúlka
óskast í létta vist. Uppl. í
sima 33866.
Vantar
2—3 herbergja íbúð í Mið
bænum. Mikil fyrirfram
greiðsla, ef óskað er. —
Uppl. í síma 10065.
Píanokennsla
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Vesturbraut 6, Hafnar-
firði. — Sími 50190.
Tilboð óskast
í Skoda ’56 sendibifreið
með bilaða vél. Tiliboð
sendist afgr. blaðsins,
merkt: „Skoda — 3382“.
Til sölu
útidyrahurð með karmi
og læsingum. Sími 15308
kl. 17—20.
Flugmaður
óskar eftir 3—4 herb. ,búð
Fyrirframgreiðsla og góð
umgengni. Uppl. í síma
1-49-85 næstu daga.
Ung hjón
óska eftir 1—3 herb. íbúð
frá 1. okt. Uppl. í síma
33920 eftir kl. 2.
Ráðskona óskast
1. október. Lítið heimili.
Öll þægindi. Tilb., merkt:
Október — 3387“ sendist
Mbl. fyrir 26. þ. m.
Verkamenn vaniar
Upplýsingar í síma 36177 og 33443.
Stúlku vantar
til afgreiðslustarfa 1. október.
Sveinsbakarí
Bræðraborgarstíg 1.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
Grensásbakarí
Grensásvegi 26.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Setjarar !
Mann í handsetningu og umbrot,
vantar okkur.
Vikingsprent
Hverfisgötu 78 — Sími 12864.
Skoda 7956
Tilboð óskast í ákeyrðan Skoda Oktavia árgerð 1956,
sem er til sýnis í Vökuportinu. Réttur áskilinn til
að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð merkt „Skoda — 7933“ sendist afg- MbL
fyrir 26. sept.