Morgunblaðið - 22.09.1962, Qupperneq 8
8 MORGTJWJtT Ani& Lau'gardagur 22. sept. 1962
Hugleiðingar um fands-
mót hestamanna
eftir Jdn Pálsson
FYRSTA landsmót hestamanna
var haldið á Þingvöllum sumar-
ið 1950. Það var haldið á Leir-
unum innan Þjóðgarðsins, síðan
hafa verið haldin tvö hesta-
mannamót á Þingvöllum, 1958
og nú síðast 1962, bæði við
Skógarhóla utan Þjóðgarðsgirð-
ingar. Auk þess var haldið
landsmót á Þveráreyrum í Eyja-
firði 1954.
Astæða var að ætla að fyrsta
mótið bæri með sér frumbýlings
snið, þar sem slíkt mót hafði
aldrei verið haldið áður, en þau
mót sem síðar hafa verið haldin,
væru mun betur undirbúin og
skipulögð. Því miður er þessu
■•ekki þannig farið. Fyrsta mótið
var lang bezt undirbúið og fór
bezt fram. Yfir því var reisn,
sem síðari mótin hafa lifað á en
ekki náð.
Fjórðungsmótið, sem haldið
var að Hellu á Rangárvöllum
sumarið 1961, var mjög vel
undirbúið og fór hið bezta fram.
Var það til mikils sóma fyrir þá
er að því stóðu.
Það var fyrirfram vitað, að
þetta landsmót myndi verða fjöl-
sótt, bæði af hrossum og fólki
og hefði mótið þó eflaust orðið
mun fjölsóttara af fólki, ef veð-
ur hefði verið gott, en rigningin
mótsdagana — laugardag og
sunnudag — gerði það að verk-
um að færra fólk kom á bílum
en ella hefði orðið. Þrátt fyrir
leiðindaveður mótsdagana var
mikið fjölmenni þó saman kom-
ið.
Öll fyrirgreiðsla var í lakasta
lagi. Þeir aðstoðarmenn, sem
-•ráðnir voru af mótsstjórninni,
voru það ógreinilega merktir að
þeir fundust ekki. Þeir, sem
þurftu að fá einhverjar leiðbein-
ingar fengu þær því ónógar eða
engar.
Eðilegt hefði verið að hvert
hestamannafélag hefði fengið á-
kveðið svæði til þess að tjalda á
og hefðu félögin þá getað tekið
inn fyrir sín mörk nágranna og
góðvini, sem þeir vildu hafa
innan sinna marka. Almenning-
ur hefði síðan fengið sérstakt
tjaldsvæði. Vegna þessa skipu-
lagsleysis, sem á þessu var,
reyndist mjög erfitt að finna
menn, jafnvel þó mikið lægi við.
Matsala og önnur veitinga-
þjónusta var á mjög frumstæðu
stigi, enda ekkert fyrir það gert
r af stjórnendum mótsins.
Salerni og aðstaða til hrein-
lætis var langt fyrir neðan það
sem sómasamlegt má teljast og
hægt er að bjóða hreinlátu
fólki.
Hrossavarzla og hrossahagar
voru lélegir og mjög erfitt að
finna hross í þeim stóra hópi
sem í girðingunni (almenningn-
um) var.
Eðlilegt og jafnvel sjálfsagt
hefði verið að skipta þessum
almenningi í að minnsta kosti
fimm hólf, eitt fyrir Skaftafells-
og Rangárvallasýslu, annað fyr-
ir Árnessýslu, þriðja fyrir
Reykjavík og Hafnarfjörð,
fjórða fyrir Kjalarnes, Akranes,
Borgarfjörð og Dali og fimmta
fyrir Norðurland. Auk þessa
hefði þurft að hafa hólf fyrir
sýningarhross, sem og var, og
gróið, gott hólf fyrir hross, sem
voru mjög langt að komin. Það
var mótsstjórninni til lítils
sóma að láta hross Þorsteins af
Reyðarfirði og Péturs á Egils-
stöðum — hross sem komin
voru um langan veg og áttu
langan veg til síns heima að
móti loknu — í sveltigirðingu.
Um dóma á hrossum má lengi
deila. Á fyrsta mótinu 1950 fékk
hvert sýningarhross sinn dóm,
sem var skráður á spjald, sund-
urliðaður fyrir hvert eintakt at-
riði, sem hrossið var dæmt fyr-
ir, og festir á það eftir að hross-
unum var raðað upp eftir þeim
einkunnum sem þau höfðu hlot-
ið. —
Sýningargestir gátu því mun
betur kynnt sér niðurstöður
dóma heldur en nú, þar sem að-
eins dómsniðurstöður eru lesn-
ar upp i belg og biðu án þess
að nokkur geti fylgzt með því
að nokkru gagni. Á mótinu 1950
urðu dómararnir að svara til
saka ef á þá var deilt, nú er
viðhafður feluleikur þannig að
enginn fær neinn botn í því eft-
ir hvaða reglum dæmt er eða
upp úr hverju dómararnir
leggja mest.
Ég hef litið svo á að þessi
landsmót hestamannafélaganna
ættu fyrst og fremst að vera til
þess að efla góðhestaræktina,
en að öðru leyti eru þau að
sjálfsögðu gleðisamkoma allra
sem unna góðum hrossum — þó
finnst mér að naglaboðhlaup
eigi ekki erindi þangað. —
Af þeim hrossahópum sem
dæmdir eru, eru dómar á grað-
hestum lang þýðingarmestir og
þarf því mest til þeirra að
vanda. Mér virtist dómararnir
leggja fullmikið upp úr eldi og
góðri tamningu. Það eru hvort
tveggja góðir kostir, sem auka
verðgildi hestsins, en eru því
miður ekki arfgengir.
Af stóðhestum sem dæmdir
voru með afkvæmum hefði ég
talið að Fengur frá Eiríksstöð-
um, sem er 20 vetra hefði átt að
mæta með meira en einn gæð-
ing til þess að hljóta annað sæti.
Af yngri stóðhestunum kom
mér það dálítið á óvart að sá
hestur, sem var í öðru sæti á
fjórðungsmótinu á Hellu 1961
skyldi nú hljóta fimmtánda
sæti, en tveir folar sem þar
stóðu honum neðar skyldu nú
fara upp fyrir hann, annar í
þriðja sæti.
Það sem mér virðist. nauðsyn-
legast að keppa að í hrossa-
ræktinni er aukið fjör. Miklu
fjöri fylgja alltaf einhverjir
góðir kostir. Þeir hestar sem
mér virtust fjörmestir, Glaður
frá Flatatungu af hestum með
afkvæmum og Hörður frá Kolku
ósi af yngri hestunum, hlutu þó
aðeins fimmtu sætin, hvor í sín-
um flokki.
Á engu landsmóti hafa verið
eins margar glæsilegar ungar
hryssur og nú, þó voru þar
nokkrar 10 vetra hryssur, hvort
þær eiga afkvæmi veit ég ekki,
en til lítils er að verðlauna
hryssur nema þær eigi foröld.
Það var ánægjulegur hópur sem
Gletta Sig. Ólafssonar mætti
með. Gætu einhverjar af þeim
hryssum sem verðlaun hlutu
1950 og síðar á mótum, mætt
með álíka hóp? Full ástæða
væri til þess að hryssur sem
mæta með 3—5 tamin, góð af-
kvæmi fengju há verðlaun en
engin ástæða er að verðlauna
gæðingshryssur sem komnar eru
um tvítugt, hafi þær engin af-
kvæmi af að státa. Það á að
hvetja þá sem eiga góðar hryss-
ur til að leiða þær undir góða
hesta en eiga þær ekki aðeins
sér til stundargamans.
Á þeim tveim mótum, sem
haldin hafa verið að SkógarhóÞ
um, hefur sú nýbreytni verið
upp tekin að hestamannafélögin
hafa riðið fylktu liði, hópreið,
inn á sýningarsvæðið, þetta er
eina atriðið, sem ég tel að sé
framför frá því sem var á mót-
inu á Leirunum 1950. Að þessu
sinni tók mikill fjöldi hesta-
manna þátt í þessari hópreið,
jafnvel þó að margir næðu ekki
að komast með, vegna þess að
þeir fundu ekki eða náðu ekki
hestum sínum úr almennings-
girðingunni nógu tímanlega. —
Þetta er það sýningaratriði sem
sýningargestir hafa hvað mest
yndi af. Tilkomumeira hefði þó
verið ef lúðraflokkur hefði spil-
en lúðraflokkurinn, sem mjög
að undir hófaslög gæðinganna,
jók á glæsileik mótsins 1950
hefur vart sézt eða heyrzt á síð-
ari mótum.
Einhver dómsnefndarmann-
anna lýsti því yfir frá hátalar-
anum að góðhestaeign okkar
væri alltaf að batna. Ég held
hann hefði átt að segja alltaf að
aukast, sem stafar af auknum
áhuga á góðum hestum og hesta-
ferðalögum, en dómur góðhesta-
nefndar var sá, að Stjarni Boga
Eggertssonar, sem á tveim síð-
ustu landsmótum hefur hlotið
fyrsta og annað sæti, skipaði nú
fyrsta sæti. Líklega væri rétt að
enginn hestur væri dæmdur á
landsmóti sem gæðingur nema
tvisvar, fyrst sem unghestur en
síðar sem fullgerður gæðingur.
Þeir fullgerðir hestar sem enga
viðurkenningu hljóta eiga ekki
erindi oftar en einu sinni á
landsmót. Eitt af hnignunar-
merkjum síðari landsmóta er
það að gæðingunum er ekki
raðað eftir þeirri einkunn sem
þeir fá, dómarnir virðast meira
Sendisveinn óskasl
hálfan eða allan daginn í vetur við stór fyrirtæki
í Reykjavík. Tilboð sendist til Mbl. fyrir 24. þ.m.
merkt: „7915“.
INioregur
Næstu ferðir frá Kristíansand verða sem
hér segir:
M.s. „TUNGUFOSS“ um 8. oktober
M.s. „FJALLFOSS" um 8. nóvember
M.s. „GULLFOSS“ um 5. desember
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
og minna dulbúinn feluleikur.
Mér fannst það áberandi
hversu mikið allar dómnefndirn-
ar lögðu upp úr skeiði. Nú er
það staðreynd að af 10 hrossum,
sem geta skeiðað, er aðeins eitt,
sein skeiðar þannig að yndi sé
að. Aftur á móti virtist mér of
lítið tillit tekið til fagurs höfuð-
burðar og fegurðar 1 reið, þrátt
fyrir samþykkt síðasta lands-
sambandsfundar. Óeðlilega hár
höfuðburður er þó óprýði sem
nauðsynlegt er að hamla gegn
en er allt of algengur. Það er
ljótt að sjá í nasir á því hrossi
sem setið er á.
Ýmis dagblaðanna hafa
hneyklazt á drykkjuskap ungl-
inga, sem var áberandi á þessu
móti. Á því eiga hestamenn enga
sök, heldur þeir sem leyfðu
unglingunum að fara á mótið,
eins ríflega útbúna af vínföng-
um og raun bar vitni. Ég sá
ekki vin á nokkrum hestamanna
ÞYKK ullarefnl og mikið aff
skinnum einkennir haust ogK
vetrartízkuna í París, Tízku-tj
húsið Patou á heiðurinn afE
þessari tvíhnepptu kápu semfj
í fyilsta máta er nýtizkuleg.í
Ermarnar eru víðar og með
„klúnkum“ framan á. — En I
slíkar ermar krefjast sannar- j
lega þess að verið sé í ein- I
hverri hlýrri ermaflík innan
undir.
og 511 framkoma þeirra, bæðl
gagnvart hestum, dómnefndum
og sýningargestum var yfirleitt
til sóma. Klæðaburður hesta-
mannanna var yfirleitt lýtalaus
þó gætti þess ekki sem skyldi
vegna þess hve veðrið var leið-
inlegt.
Vonandi verður hestamanna-
mót haldið að Skógarhólum sum-
arið 1966. 1 von um gott veður
og að allt standi til bóta þá
hlakka ég til þeirrar samkomu.
Ráð til varnar hálku
rædd í borgarstjórn
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gær
að leita umsagnar borgarverk-
fræðings um það, hvaða úrræði
séu tiltæk til þess að draga úr
hálku á götum borgarinnar að
vetrarlagi. Geir Hallgrímsson
borgarstjóri skýrði þó frá því,
að samkvæmt upplýsingum starfs
manna borgarverkfræðings
mundu naumast önnur úrræði
heppilegri en þau, sem hér eru
notuð nú þegar, þ.e. einkum að
bera salt á götur. Óblandað salt
eykux ryðmyndun á málm-
um og getur því valdið
skemmdum á bifreiðum, en til
þess að sporna við þessu hefur
á undanförnum árum verið bland
að hér í saltið efni, sem Banox
nefnist. Er talið af sérfræðing-
um, að það minnki ryðmyndun
um allt að 90%. Efni þetta er að
vísu mjög dýrt, en þó hefur ver-
ið talið hagkvæmara að blanda
því í saltið neldur en bera sand
á göturnar, er hefur það í för
með sér, að holræsi borgarinnar
geta stíflazt. Benti borgarstjóri á,
að saltburður á götur með þesu
efni íblönduðu tíðkaðist um all-
an heim og væri talið eina
örugga ráðið til varnar hálku á
götum.
Alfreð Gíslason (K) kvað að
vísu ekki önnur ráð þekkt til
varnar hálkunni en þau að bera
salt, sand eða ösku á göturnar.
Gerði hann þó að tillögu sinni,
að borgarverkfræðingi yrði falð
að leita „annarra úrrræða". —r
Lagði borgarstjóri til, að tillögu
AG yrði vísað til umsagnar boig-
ai'verkfræðings.