Morgunblaðið - 22.09.1962, Page 10
MORGl WBT .4ÐID
Laugardagur 22. sept. 1962
Þriggja binda verk um ísl.
bókmenntir í fornðld
kemur út hjá A.B.
NÚ er bóksölu- og bókaút-
giáíutíminn að nálgast, og
prentarar og bókbindarar önn-
um kafnari en nokkum annan
tím-a ársins. Við gengum því
á fund tveggj a bókaútgefenda
til að fregna hvaða bsekur
þeir væru með í undirbún-
ingi:
★
Alemn nabóka'élagið hefur
þá sérstöðu meðal útgefenda
að gefa út bækur allt árið,
nema í janúarmánuði, sem
sagt 11 mánaðabækur á ári.
Síðan koma aukabækur, 4
bindi af ritum Gunnars G nn
arssmar á þessu ári og ein
gjafabók á jólum. En á veg-
v. v bókaverzlunar Sigfúsar
Eyinundssonar, sem er dóttur-
fyrMæki þess, koma nú nokkr
ar jólabækur.
Á skrifstofu Almenna bóka
félagsins hittum við Baldvin
Tryggvason, framkvæmdastj.,
og Eirik Hrein Finnbogason,
bókmenntaráðunaut.
Við byrjuðum því að spyrja
um októberbækurnar. — Þæi
eru tvær, sagði Baldvin, önn-
ur framlhald af bókaflokkn-
um „Lönd og þjóðir“ og hitt
bókin „Framtíð manns og
heims“ eftir Pierre Rousseau,
prófessor við Sorbonne-háskól
ann. Af „Löndum o.^ þjóðum"
er röðin komin að Bretlandi.
Þá bók skrifar John Osborne,
blaðamaður, en Jón Eyþórs-
son þýðir á íslenzku. Bækurn
ar sem út eru komnar, um
itússland, Frakkland og Italíu
hafa hlotið miklar vinsældir.
Siðan verður haldið áfram,
bókin um Japan og síðar
Mexico koma í vetur og Ind-
land 1963.
„Framtíð manns og heims“
er bók sem dr. Broddi Jóhann
esson flutti nokkra kafla úr í
útvarpið á sl. vetri og þýðir
hann bókina. Hún kemur út
í heild og með kortum og skýr
ingarmyndum.
Aðrar þrjár bækur eru að
koma út hjá okkur í haust.
Er þá fyrst að telja bók-
menntasögu eftir Einar Ól.
Sveinsson, er nefnist „íslenzk
ar bókmenntir í fornöld", og
kemur fyrsta bindið af þrem-
ur út núna. I því er alllang-
ur inngangur og síðan kaflar
um kveðskap íslendinga í
fornöld og um Eddukvæðin.
Þetta er stórt verk og merki-
legasta rit um íslenzkar fom-
bókmenntir sem komið hefur
út. Mér er kunnugt um að
Universitet-forlagið í Osló
hefur sýnt miki in áhuga á að
fá þessa bók til útgáfu. I heild
verður verkið um 500 siður
með mörgum myndum.
Jafnstórt upplag og á
Norðurlöndum
Þá kemur stór og mikilbók
um helztu trúarbrögð 'heims.
Þessi bók kom upphaflega út
á vegum Life og var unnin
af yfir 100 vísindamönnum og
fræðimönnum á svipaðan hátt
og Heimurinn okkar. Bókin
fjallar um 6 helztu trúarbrögð
mannkynsins, Kristindóm,
Gyðingdóm, Múhameðstrú,
Búddadóm, Hindúasið og
kínverska heimspeki. —
Bókin ' er í stóru broti
og í henni um 400 myndir,
helmingur í litum. Mikill
fjöldi myndanna eru eftir-
prentanir af málverkum, svo
bókin er einnig sennilega
mesta safn erlendra lista-
verka, sem gefið hefur verið
út á íslandi. Biskupinn yfir
íslandi, herrr Sigurbjöm Ein
arsson, þýðir bókina. Þessi
bók er gefin út í samvinnu
við hin Norðurlöndin, myndir
prentaðar erlendis, en texti
og bókband unnið hér. Það
má kannski geta þess, að upp
lagið hér hjá okkur er svipað
og í hverju hinna Norður-
landanna. Samkvæmt þeirri
reynslu, er við höfum fengið
í sambandi við „Heimurinn
okkar“, sem er uppseld og
„Frumstæðar þjóðir", sem að-
eins eru eftir 200—300 eintök
af, þá teljum við að við þurf-
um þetta stórt upplag.
Þetta eru nóvemberbækur
og eiginlega jólabækurnar.
En að auki gefum við eins og
venjulega jólabók þeim fé-
lagsmönnum, sem keypt hafa
6 bækur og fleiri á árinu. I
ár kemur út bókin „Galdra-
málin í Tisted" sem er skýrsla
er Árni Magnúss. safnaði. Hún
kom fyrst út um 1700 í Dan-
mörku og vakti geysilega at-
hygli, þar eð hún var það
fyrsta, sem talað var gegn
galdraofsóknum á prenti. —
Þessi bók hefur aldrei komið
út á íslandi. Andrés Björns-
son þýðir. Þetta er gjafabók
og verður hvergi til sölu.
Skálöverk Gunnars
4500 bls.
I október og nóvember koma
svo tvö bindi af skáldverkum
Gunnars Gunnarssonar og eru
þau þá orðin 6 talsins og að-
eins tvö ókomin, sem væntan
lega koma út fyrri hluta
næsta árs. Þá verður lokið út-
gáfu þessa mikla safns, sem
verður í heild um 4500 síður.
I fimmta bindi eru Fóstbræð-
ur og Jörð, og í því sjötta
Kristur, Konungssonur og
Grámann.
— Hvernig er annars
reynsla ykkar af því að gefa
út bækur, t. d. um mitt sum-
ar? Það er óvenjulegt fyrh>
komulag á íslandi.
— I sumar komu út hjá
okkur tvær skáldsögur og
Fuglabókin, og gek'k vel með
þær allar. Fuglabókin kom í
Grímur Hreinn Finnbogason og Baldvin Tryggvason.
júnfbyrjun og gekk svo vel
að áhöld eru um hvort hún
endist til jóla. Vetrarbækurn-
ar gengu líka vel, t. d. ævi-
saga Hannesar Þorsteinssonar.
Yfirleitt gefum við ekki út
bækur í janúar, bó var það
reynt einu sinni, þegar „Svo
fcvað Tómas“ kom út, og gekk
það ágætlega.
— En hvaða bækur eru að
fcoma út á vegum Bókaverzl.
Sigfúsar Eymundssonar?
— Þar eru að koma á mark
aðinn fjórar bækur. Fyrst er
að nefna ljóðabók eftir Pál
H. Jónsson ,sem nefnist „Á
17. bekk.“ Þetta er önnur
Ijóðabók Páls og hafa flest
ljóðin ekki komið fyrir al-
mennings sjónir fyrr.
Þá er bók eftir sovézkan
höfund, sem smyglað var út
úr Ráðstjórnarríkjunum, á-
samt fleiri handritum, og gef-
in er út undir höfundarnafn-
inu Abram Tertz. Bókin hef-
ur verið þýtt á flest Vestu --
Bvróputungumál og nefnist
á íslenzku „Réttur er settur".
Þetta er nýtizkuleg skáldsaga,
sem sver sig mjög í ætt við
sögur yngri kynslóðarinnar.
Þýðandi er Jökull Jakobsson.
Önnur þýdd bók er ensk skáld
saga, sem á frummálinu heit-
ir „When the .dssing had to
stop“, en ekki hefur verið gef
ið nafn á íslenzku ennbá. —
Þetta er ástarsaga með ívöfðu
stjórnmálatafli nútámans. —
Hersteinn Pálsson þýðir.
Og fjórða bókin, sem út
kemur á þessu ári, er úrval
úr greinum og ritgerðum Snæ
bjarnar Jónssonar, bóksala,
gefin út í tilefni af 7C ára af-
mæli hans á þessu ári. Finn-
ur Sigmundsson hefur annazt
valið í hana í samráði við
höfundinn.
— Að lökum, tafði prentara
verkfallið útgáfuna hjá ykk-
ur?
— Já, það tafði útgáfuna á
Bretlandsbókinni og Framtíð
manns og heims. Þær áttu að
koma um mánaðamótin, en
tefjast óhjákvæmilega eitt-
hvað.
Nýtt læknatal og lögfræðingatal
i undirbúningi hja Isafold
Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson, forstjóri í
ísafold var á förum til Þýzka-
lands og önnum kafinn við
ýmiss konar útréttingar dag-
inn áður. Þó tókst okkur að
ná stuttu samtali.
— Við í ísafold byrjum að
undirbúa útgáfubækurnar í
janúarmánuðj og auðvitað er
unnið að þeim allt árið. En
það þýðir ekki að gefa út
bækur nema í nokkrar vifcur
fyrir jólin, sagði Pétur. Að-
albókasalan er reyndar þrjá
síðustu mánuði ársins,
kennslubækur í október og
aðrar bækur seint í nóvem-
ber og desember. En betta er
ekki aðeins íslenzkt fyrir-
brigði. Eg las t .d. í ensku
bókmenntatímariti fyrir nokkr
um árum grein, þar sem var
fundið að þessu og sagt að
fyrir nökkrum árum hefðu
jólabækurnar komið sex vik-
um fyrir jól á markaðinn í
Englandi, en nú þremur vik-
um. Og sama þróun er hér.
Við elda Indlands stærsta
jólabókin
Við inntum eftir bví hvaða
bókum væri helzt von á hjá
ísafold á næstunni.
Ein stærsta bókin, sem kem
ur út nú fyrir j ólin verður
„Við elda Indlands“ eftir Sig.
A. Magnússon, blaðamann, en
hann dvaldist í fyrra á Ind-
landi. Þetta er 300 síðna bók
með 40 myndasíðum. Guð-
mundur Daníelsson verður
með eina af sínum samtals-
bókum, viðtöl við fólk á Suð-
urlandi. Nefnist hún „Verka-
menn í Víngarði“ og er nokk-
urs konar framihald af „I húsi
náungans“. Einnig er að koma
nýtt smásagnasafn eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson. Og
Þorbjörn Björnsson frá Geita-
skarði skrifar þætti, sem koma
út í bók er nefnist „Að
kvöldi“. AÆ þýddum bókum
eru vafalaust merkastar bók
eftir Friðlþjóf Nansen, kafli úr
„Fram over Polhavet“, þar
sem. sagt er frá því er þeir
Nansen og Johannssen voru
15 mánuði á ís í Norðurhöf-
um, og einnig finnsk skáld-
saga eftir Evu Jenpeltun, sem
er þekktur kvenrithöfundur í
sínu landi. Bókin heitir „Mær
in gekk á vatninu."
O'f langt yrði að telja upp
allar þær bækur, sem ísafold
er með í undirbúningí en þær
sem eru að koma út í þessum
mánuði, eru: „Studia Cent-
enalia“, minningarrit um
Benedi'kt S. Þórarinsson með
greinum um hann eftir 11
kunna íslenzka og erlenda
fræðimenn. Einnig lítið rit
sem heitir „Varnarræða
Björns Jónssonar ráðherra",
Framhald á bls. 17.