Morgunblaðið - 22.09.1962, Side 13
I<f j_,augardagur 22. sept. 1962
MORGUNBL 4Ð1Ð
13
Landið
okkar
Fréttamaður
Mbl.
Ásg-eir
Ingólfsson,
heimsótti
Vesturland
nýlega.
Hér birtlst
fyrsta grein
hans
úr förinni.
ÞAÐ VAR tekið að skyggja,
eitt kvöldið nýlega, er ég var
á gangi á ísafirði með Jóni
Páli Halldórssyni, sem verið
hefur fréttaritari Morgun-
blaðsins, að hann sagði við
mig: „f>ú ættir að raeða við
Guðbjart Ásgeirsson, þ.e., þú
ættir að reyna að fá viðtai
við hann. Hann er á margan
hátt sérstæður maður, eins
ag þú ke'mst að, ef hann fæst
Aðalbygging „Norðurtangans" á ísafirði. — Allar myndir
híasson, ljósmyndari Mbl. á ísafirði.
þessari grein
Árni Matt-
30 ár á sjónum
og alltaf sjóveikur
Rætt við Guðbjart Ásgeirsson, einn af
stofnendum „Norðurtangans" á Isafirði
til að tala við blaðamann. —
Reyndar veit ég ekki, hvort
hann vill það, en þú ættir
samt að reyna. Hann á ekki
marga sína líka.“
Við gengum rétt suður fyrir
Silfurtorgið og Jón gengur að
húsi, sem er nokkuð komið til
ára sinna. „Bíddu hérna“, seg-
ir hann og hleypur upp tröpp-
urnar. Útidyrnar eru í hálfa
mennt eru kallaðir fréttasnáp-
ar. Hann Jón Páll var að segja
mér, að þú kynnir að eiga
ýmislegt í pokahorninu, sem
er frásagnar vert. Heldurðu
ekki, að þú leyfðir mér að
eiga viðtal við þig?“
f>að kemur örlítið hik á
Guðjart, svo segir hann. „Til
að setja á prent?“
„Já, ætli það ekki.“
„Nei“, segir hann með
semningi. „Ég hef nú frá svo
litlu að segja, svo er minnið
ekki sem best. Nei, ætli það“.
Nú kemur Jón Páll til bjarg
ar: „Er það satt, Guðbjartur,
að þú hafir verið 30 ár á sjón-
um og alltaf verið sjóveikur,
aldrei sjóazt?“
„Já, en svo bilaði maginn og
óg varð að hætta.“
,,Það var þá“, segir Jón
Páll, „sem þú stofnaðir frysti-
húsið?“
„Það var nú hann Hálfdán
í Búð, sem bauð mér að vera
með. Hann átti hugmyndina."
„Nei, aldrei" segir hann.
Ég lít á Guðbjart og ég veit
ekki, hvort hann segir satt.
En kannske á hann sína heilla-
stjörnu, sem hefur leiðbeint
honum í 30 ár, í öllum veðr-
um, á Djúpinu og víðar.
„En sjóveikin hefur alltaf
fylgt þér?“
„Já, ég hélt að ég myndi
sjóast, en það dróst á lang-
inn og eftir 30 ár varð ég að
hætta. Þá var maginn alveg
balaður“.
Eg lít á Jón Pál og ég held,
að okkur hafi báðum dottið
það sama í hug: Aldrei lent í
sjávarháska — ætli það sé
ekki sjávarháski út af fyrir
sig að róa 30 vetrarvertáðir,
dag eftir dag, mánuð eftir
mánuð og ár eftir ár og vera
alltaf sjóveikur. Ekki voru til
sjóveikispillur í þá daga.
„Hvenær fluttirðu til fsa-
fjarðar, Guðbjartur?“
„Það var 1930. Þá fór ég
að róa á eigin bát. Fyrst á
„Guðmundi", það var 8 tonna
bátur, síðan á „Venus“ hann
var stærri, 14 tonn. Ég hélt
áfram að róa næstu 13 árin,
en 1943 hætti ég.“
Þeir, sem koma til fsafjarð-
ar nú, hafa ekki litazt um
lengi, er þeir koma auga á
frystihús myndarlegt hús, sem
ber nafnið „Norðurtangi“. And
spænis því, handan við götuna,
getur að líta annað hús, ekki
ómyndarlegra. Þar er fisk-
móttaka. Nokkru ofar, sömu
megin, er beitingahús, er geng
ur undir nafninu „sjávarút-
vegshúsið. Handan við götuna,
andspænis því og sömu megin
og aðalhúsið, er skrifstofubygg
ing og íbúðarhús. Þessi fjög-
ur hús standa öll við horn og
öll eru í eigu „Norðurtanga".
Stofnandi „Norðurtanga" og
einn af núverandi eigendum
er Guðbjartur Ásgeirsson.
Og Guðtojartur segir okkur
frá því, að brátt verði að
stækka frystigeymsluna, senni
lega strax næsta ár.
„Hvað eruð þið margir eig-
endurnir núna?“
„Við erum 5, þó ekki þeir
sömu og í upphafi. Sumir eru
fallnir frá og aðrir komnir í
þeirra stað.“
„Segðu mér, Guðbjartur, þú
átt syni?“
„Nú lyftist á honum brúnin
og þegar talið beinist ekki leng
ur að honum sjálfum, þá er
eins og hann verði skrafhreif-
ari.
„Já,“ — og hann lítur upp
á vegginn, þar sem hanga
myndir af ungum mönnum.
Jón Páll brosir við spurning
unni. Fákunnátta mín kemur
í ljós. Tveir synir Guðbjarts,
þeir Ásgeir og Hörður, eru
þekktir sjósóknarar um alla
Vestfirði og reyndar meðal
allra þeirra, sem fylgzt hafa
með síldarfréttum. Bræðurnir,
sem berjast — berjast um síld
armálin.
„Já“, segir Guðbjartur. „f
kvöld var Ásgeir kominn með
um 800 málum meira en Hörð
ur, annars hafa þeir lengst aí
í sumar verið svona 100 mál-
um hvor fyrir ofan anrian, til
skiptis. En nú hefur Ásgeir
breikkað bilið, ég held hann
sé með um 16000 mál. Hann
byrjaði formennsku á 16 tonna
bát 19 ára, núna er hann 34.
Hörður hefur verið skip-
stjóri í 5 ár, hann er 2® ára
gamall.“
Þegar farið er að inna hann
eftir því, hvernig það hafi
borið til, að hann gerðist
frystihússeigandi, þá segir
Guðbjartur:
„Þetta var nú hugmynd
Hálfdáns í Búð. Hann kom
til miín og spurði, hvort ég
vildi vera með í því að reisa
frystihús, bauð mér að gerast
hluthafi. Þrír bættust í hóp-
inn, þeir Guðmundur Jónsson,
Steingrímur Árnason Og Aðal-
steinn Pálsson, og við byggð-
um.
Fyrsta árið tókum við fisk
úr tveimur bátum, 14 tonna,
en svo fór húsið að verða of
lítið og þörf á að stækka. —
Við bættum við, smám saman,
fyrst kom móttökuhúsið, svo
sjávarútvegshúsið, þar er beit-
ingapláss fyrir fjóra báta, og
loks skrifstOfuhúsið.“
„Hvað lögðu margir bátar
upp hjá ykkur í vetur, sem
leið?“
„Fjórir bátar, það
stærsta árið“.
var
Guðbjartur Asgelrsson.
gátt og Jón vindur sér inn
fyrir. Rétt á eftir kemur hann
fram í gættina og kallar á mig.
Síðan kynnir hann okkur.
Guðbjartur er maður á sjötugs
aldri, rólegur og hæglátur í
framkomu, klæddur vinnuföt-
um. Hann býður okkur inn í
stofu: Eg veit ekki hvað þeim
hefur fcirið á milli, meðan ég
beið, og þegar við erum setzt-
ir, þá finnst mér rétt að draga
ekki lengur dul á erindið.
„Eg tilheyri nú þeim hóp
manna“, segi ég, „sem al-
ísinn var brotinn og ég gat
tekið fram pappírinn og farið
að hripa niður,
Guðbjartur er fæddur í
ögursveit 1899, þann 14. apríl.
Þar var hann til 16 ára aldurs.
Eins og títt var um Vestfirð-
inga þess tíma, þá tók sjósókn
við af fiskvinnu í landi, er
hann hafði aldur til. 16 ára
gamall byrjaði hann að róa
með föður sínum og því hélt
hann áfram eftir að fjölskyld-
an fluttist í Hnífsdal. Það var
fyrst þá, að hann fór að sækja
sjóinn á dekkjuðum bát, fram
til þess reri hann á opnum
bátum.
Guðbartur segir okkur frá
bernskuárunum með hægð.
Einhvern veginn finnst mér
hann ekki sverja sig í ætt við
þá, sem hafa hverja hrakn-
ingasöguna á fætur annarri á
reiðum höndum, þegar rætt er
um sjósókn og liðinn tíma.
„Hefurðu nokkurn tíma lent
í sjávarháska?“
Á heimleiðinni segir Jón
Páll mér, að þeir bræður hafi
um langt skeið stjórnað sjó-
mennsku við Djúpið og verið
aflakóngar. Ég hef orð á því
við hann, að það sé sennilega
ekki margar fölskyldur, sem
afla 36.000 mála af síld yfir
sumarið.
Svo segir hann: „Þeir eru
um margt sérstæðir, eigendur
„Norðurtangans“. Þeir eru 5,
eins og Guði>jartur sagði áðan,
Eggert þalldórsson, Baldur
Jónsson, Jón Eggertsson, Guð
mundur Jónsson og Guðbjart-
ur.
Ef þú gengur við í „Norður-
tanganum“ á virkum degi, þá
sérðu Eggert annað hvort við
smíðar eða flökun, Jón að
starfi við frystitækin eða
frystigeymslumar, Guðmund
og Baldur við verkstjórn eða
skrifstofustörf og Guðbjart
við beitingu eða einhver úti-
störf.“
Mér varð hugsað til vinnu-
fatanna, sem Guðbjartur var
í og mér fór að skiljast betur,
hvers vegna nokkur frystihús
á Vestfjörðum skiluðu 112
milljónum í þjóðarbúið í
fyrra.
á. L
Andspænis aðalbyggingunni stendur annað hú s; þar er að finna frystitæki m. a. Auk þess er
„Norðurtanginn" til húsa í tveimur öðrum byg gingum, sem minnzt er á í greininni.