Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 2
2
MOKGUN RLAÐ1Ð
Sunnudagur 23. sept. 1962
Félagatala Dags-
brúnar f jarri lagi
Kommúnisfar í minni hluta meðal verkamanna
- í BYRJUN heimsstyrjalflarinnar
síðari eða fyrir hartnær aldar-
fjórðungi voru meðlimir Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar um
það bil 2000 að tölu. Frá þeim
tíma hefur íbúafjöldinn á félags-
svæði Dagsbrúnar aukizt um 42
þúsund eða mun meira en tvö-
faldazt, en s'.o undarlega bregður
við, að kjörskrá Dagsbrúnar
sýnir ekki meiri aukningu en um
5—600 manns. Þetta fær ekki stað
izt.
Á vegum Reykjavíkurborgar
einnar vinna um 1000 manns á
Dagsbrúnartaxta um þessar
mundir. Hjá Eimskip vinna iðu-
leg 4—500 verkamenn. Hjá þess-
um tveimur vinnuveitendum er
því meira en helmingur af þeim
fjölda verkamanna, sem á skrá
eru hjá Dagsbrún, þegar gengið
er til kosninga.
Við þeta bætist svo sá mikli
fjöldi verkamanna, sem vinnur
við hinar umfangsmiklu bygg-
ingaframkvæmdir í Reykjavík og
nágrenni og skipta þeir mörgum
hundruðum. Þá má telja verka-
menn í frystihúsum og fiskiðju-
verum og hjá Togaraafgreiðsl-
unni, verkamenn í Áburðarverk-
smiðjunni, útkeyrslumenn, pakk-
húsmenn og bifreiðarstjórar hjá
öllum heildsölum, verksmiðjum
og iðnfyrirtækjum borgarinnar,
afgreiðslumenn og starfsmenn á
benzínstöðvum og smurstöðvum,
starfsmenn fisksala, aðstoðar-
menn í vélsmiðjum og á verk-
stæðum, vélgæzlumenn, og svona
mætti lengi telja.
Þótt hér séu aðeins nefndir
nokkrir starfshópar verkamanna,
er augljóst, að meðlimatala Dags-
brúnar er /jarri nokkru lagi og
í engu samræmi við íbúafjölda
Reykjavíkur og skiptingu borgar-
^búa í atvinnugreinar. Hvað veld-
ur þessu?
Ekki svo einfalt
Fyrir nokkrum dögum skýrði
Þjóðviljinn sjónarmið Dagsbrún-
ar-kommúnisf.a um þetta efni.
Þeir segja einfaldlega, að þeir
banni engum manni, sem á því
eigi rétt, að ganga í Dagsbrún og
telja þannig málið afgreitt af
sinni hálfu. En svo einfalt er það
nú ekki.
Það er í fyrsta lagi spurning,
hversu auðvelt það er fyrir þá,
sem ekki eru í náðinni hjá komm
Svíarnir létust
, af skotsárum
Leopoldville, Kongó
22. sept. AP.
LÁTINN er í Katanga sænski
flugmaðurina R. Colmgren, sem
slasaðist lifshættulega, er flug-
vél SÞ var skotin náður yfir
N-Katanga. Ljóst er, að hann hef
ur látizt af skotsárum eins og
landi hans Per Olav Solvestad,
sem fórst með flugvélinni.
únistum að komast í Dagsbrún.
Dómasafn Eéiagsdóms gæti m. a.
upplýst um það, hvaða leið sum-
ir andstæðingar kommúnista hafa
orðið að fara til þess að komast
í félagið.
Það er í öðru lagi einkennilegt
viðhorf hjá stéttarfélagi að láta
sig einu giicía, hvort menn séu
í því eða ekki og gera ekki
nokkurn skapaðan hlut til þess
að fá þá, sem þar eiga að vera,
til að gerast meðlimir.
Sannleikurinn er sá, og þar
erum við komin að kjarna máls-
ins, að það er lífsspursmál fyrir
kommúnista í Dagsbrún og fyrir
kommúnistaflokkinn á íslandi, að
KLUKKAN t í gærmorgun var
hafizt handa um að draga í um-
ferðarkönnuninni. Umslög voru
dregin út stórum bunka, sem lá
á borðum í miðri kennslustofu
vestur í Hagaskóla. Einar B. Páls-
son og 'Þórhallur- Pálsson, fulltrúi
Borgardómaro, dæmdu um gæði
úrlausnanna, og engin lausn
komst áfram, nema hún væri út-
fyllt samkvæmt ströngustu fyrir-
mælum köanunarinnar.
Það var búið að athuga á annað
hundrað spjöld, áður en voru
fundin ellefu, sem vinning skyldu
hljóta. Úr pessum 11 spjöldum
var síðan dreginn vinningshafi
stærsta vinnir.gsins, kr. 5000. Upp
kom spjald jons V. Halldórsson-
ar Laugaveigi 98.
1000 króna vinninga hlutu:
Vesturröst h/f; Heinz Schmidt,
austur-þýzki verzlunarfulltrúinn,
Halldór Garðarson, Olíuverzlun
þeir verkamenn, sem ekki efu
í félaginu haldi áfram að vera
utan þess. Kommúnistar vita vel,
að ef fullgildum Dagsbrúnar-
mönnum fjölgaði um 1500 eða
2000, sem er lágmark þess sem
vera ætti, að þá er veldi þeirra
lokið í félaginu og þar með hrun-
ið öflugasta vígi þeirra í landinu.
Sem stendur eru kosningar í
Dagsbrún skrípamynd af lýðræði.
Þrátt fyrir kosningaúrslit þar, er
það staðreynd, að kommúnistar
eru minnihlutamenn meðal verka
ntanna á saraa hátt og þeir voru
í minnihluta meðal iðnverka-
fólks, þótt þeir hefðu yfirburði
í kosningum, meðan Iðjufólk
stóð utan fé’ags síns.
íslands; Ólafur Benónýsson,
Drápuhlíð 8; Björgvin Eiríksson,
Mávahlíð 33, Elof Ib Wessman,
yfirmatsveinn í Nausti; Eggert
Benónýsson, Njörvasundi 22;
Magnús E. Baldvinsson, úrsmið-
ur; Andreas Stöckl, Vallartröð 7
Kóp.
Arinbjörn Kolbeinsson, for-
maður Félags íslenzkra bifreiða-
eiganda, sem veitti þessi verð-
launin, tilkyunti Jóni Halldórs-
syni um vmninginn niðri í
Seðlabanka þar sem Jón vinnur.
Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur
sýnt þessari könnun mikinn
áhuga, og veitti þessi verðlaun
til þess að undirstrika mikilvægi
þess, að könnunarspjöldin væru
nákvæmlega útfyllt.
Einar B. Pálsson sagði, að sýnt
væri að ónákvæmnin við útfyll-
ingu spjaldanna orsakaði stórum
meiri vinnu, en við var búizt.
Þó yrði fullt gagn af könnuninni,
því aðeins örté spjöld væru ónot-
hæf. Sum þyrfti að vísu að fylla
út að nýju, áður en skýrsluvélar
gætu unrnð úr þeim.
Morgunblaðið hitti Jón V. Hall
dórsson skömmu fyrir hádegi í
Seðlabankanum, og vinnufélagar
hans á fyrstu hæð voru ekki í
vafa um hvers vegna blaðamenn
væru komnir til að hitta Jón á
þriðju hæð.
Jón kvaðst hafa ekið mikið
fyrri daginn, en lítið þann seinni.
Spjaldið hefði verið mjög auð-
velt að fylla út fyrir þá, sem á
annað borð hefðu haft úr.
Þegar við spurðum Jón hvort
hann væri íélagi FÍB, neitaði
hann því, eoda væri hann ekki
lengur bíleigandi.
Verðlaunin verða afhent í
næstu viku.
Kl. 6 í gær var SV-átt mieð suður af Hvarfi dýpkar, hreyf
skúrum um vestanvert landið ist hratt, og mun valda hér SA
Lægðin sem sézt á kortinu átt ag rigningu.
Jón V. Halldórsson hlaut 5000 króna verðlaun frá Félagi
íslenzkra Bifreiðaeiganda.
Dreffið í umferðar-
könnuninni í ffser
S.L. föstudagsfcivöld var
gamanlei'kur Hún fræmka
mín frumsýnt í Þjóðleikhús-
inu. Þetta er fyrsta frumsýn-
ingin á þessu starfsári hjá
leifchúsum höfuðstaðarins.
Lei'fchúsið var þéttsetið og
var leiknum ágætlega tekið.
Sérstaka hrifningu vakti
Guðbjörg Þorbjarnardóttir í
hlutverki „frænkunnar" og
Stefán Thors 12 ára drengur,
sem fer með stórt hlutverk
í leiknum. Leikurinn verður
sýndur í kvöld og á miðviku-
dag.
Yfrrlýslng til Húsvíkinga
BLAÐINU refir boriz svofelld
yfirlýsing frá sr. Ingimar Ingi-
marssyni á Sauðanesi. -
„Eg hef ákveðið að tafca ekki
veitingu fyrir Húsavíkurpresta-
Frægur
rússneskur
bassasöngvari
RÚSSNESKI bassasöngvarinn
Tijt Kuusik frá Ríkisháskóla-
óperu og ballettleikhúsinu „Est-
onia“ í Tallin kemur til Reykja-
víkur um helgina. Tijt Kuusik
er í hópi fremstu og- þekktustu
söngvara Sovétríkjanna. Hann
mun syngja hér á ýmsum sam-
komum.
kalli þrátt fyrir lðgmæta kosn
ingu sem fram fór 2. sept. si.
Eg harma bað að hafa ekki vetað
ákveðið þetta fyrr, eða áður en
gengið var il kosninga. Eg þakfca
af alhug það traust, sem mér
hefir verið sýnt og fram kom i
kosningaúrslitunum. Vissulega
hefði verið ánægjulegt og eott
að fá að starfa meðal Húsvíkinga
en mér hafa fallið í skaut indælir
bústaðir í minni heimabyggð með
al fólks, sem er orðið mér kært.
Vegna áskorana frá allflestum
innan prestakallsins um að sitja
áfram geri ég það með gleði.
Að gefnu tilefni vil ég taka
fram að enginn utan Sauðaness-
prestakalls hefir revnt aö hafa
áhrif á þessa ákvörðun mína.
Hún er einungis sprottin af löng
unr minni til að starfa enn um
sinn á þeim stöðum, sem mér»
eru kærir og vegna óska sóknar
barna minna eins og að framan
greinir. Ingimar Ingimarsson
■Mz
UMh
Vilja Kínverjar loka
sendiráðum Rússa?
Moskvu, 22. september.
AÐ undanförnu hefur ver-
ið á lofti orðrómur um, að
sambandið milli Rússa og
Kínverja hafi enn stirðnað
til muna. Er haft eftir á-
reiðanlegum heimildum,
að Pekingstjórnin hafi
óskað eftir því við Sovét-
stjórnina, að hún loki
sendiráðsskrifstofum sín-
um í Kína. Er talið, að
Rússar hafi ekki enn svar-
að þeim tilmælum, en
hugsi nú næsta leik. sinn.
Hin opinbera ástæða, er
Kínverjar leggja tii grund-
vallar mun vera sú, að í Kína
séu svo fáir Rússar búsettir,
að ekki sé þörf fyrir sendi-
ráð. Vitað er, að fjöldi rúss-
neskra tæknifræðinga, sem
búsettir voru í Kina um ára-
bil hafa verið kallaðir heim.
Orðrómur þessi hefur feng-
ið góðan byr undir vængi
vegna hins bætta samkomu-
lags Júgóslava og Rússa að
undanförnu — og vegna þess,
að samtímis hafa dagblöðin
í Peking hert á skömmum og
ásökunum í garð Títós, og
annarra endurskoðunarsinna.
— Undir þessar árásir hafa
albönsk blöð tekið. Peking-
stjórnin hefur sendiráð í öll-
um kommúnistaríkjunum í
Austur-Evrópu, en starfsemi
þeirra er langsamlega öflug-
ust í Albaníu.