Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 13
I' Sunnudagur 23. sept. 1962
MORGVNBL ÍÐIÐ
13
Ævaforn óvild úr
sögunni
r Gagnkvæm óvdld Frakka og
Þjóðverja hefur verið orsök
fléiri friðslitá og meiri hörm-
unga en í fljótu bragði verði
talin. Eyðing þeirrar óvildar er
því vísbending um betri og frið-
sælli tíma í framtíðinni. Þessar
tvær forystuþjóðir á vestan-
verðu meginlandi Norðurálfu
hafa loks lært af biturri reynslu
og leggja nú stund á samvinnu í
stað sundrungar. Þau umskipti
eru engum einUm manni meira
að þakka en Adenauer kanzlara
Þýzkalands. Þó að hann hefði
ekkert annað afrekað, hefur
hann með þessu unnið til eilífs
þakklætis allra friðelskandi
manna. Sem betur fer mætti
hann frá upphafi skilningi hjá
mörgum ráðamönnum Frakka.
Ber þar fyrstan að telja Robert
Schuman, fyrrverandi utanrík-
isráðherra og forsætisráðherra
Frakklands. De Gaulle hefur
Hlúð að trjáplöntum í Fossvogi.
REYKJAVÍKU3BREF
—Laugard. 22 sept
einnig lagzt á sömu sveif. Heim-
sókn hans til Þýzkalands nú
fyrir skömmu setti innsiglið á
sáttmála hinna tveggja fjand-
þjóða, sem svo lengi höfðu elt
grátt silfur. > -
Einn bregzt illa við
Einmitt þessi friðarför hefur
orðið Krúsjeff og leppum hans
viðs vegar að opinberu fjand-
skaparefni. Áður hafði Krúsjeff
reynt að vingast við þá hvorn í
sínu lagi, Adenauer og de
Gaulle. Nú, þegar þeir hafa stað
fest vináttu sína og þjóða sinna
svo að ekki verður um villzt,
< ætlar hinn sovézki einvaldur af
göflunum að ganga. Hann lætur
birta hverja orðsendinguna eft-
ir aðra til fordæmingar á því
samstarfi, sem frekar en nokk-
uð annað horfir til þess að eyða
ævagamalli úlfúð og ófriði. —
Krúsjeff hefur aúðsjáanlega ætl-
að sér að fylgja hinni fornu
kenningu að deila og drottna.
Þegar sú fyrirætlan er farin út
um þúfur, þá hyggst hann vekja
ugg um, að sættir Frakka og
Þjóðverja tákni nýjan yfirgang
af þeirra hálfu, ekki sízt í garð
nágrannaþjóða Þjóðverja að
austanverðu. De Gaulle er þó
hinn eini af meiriháttar valda-
mönnum vestrænu ríijjanna,
sem ótvírætt hefur lýst yfir, að
úr því, sem komið er, verði
Þjóðverjar að una við - núver-
andi landamæralínu Austur-
Þýzkalands og Póllands. Hinar
góðu móttökur, sem de Gaulle
fékk í Þýzkalandi eru einmitt
því athyglisverðari sem Þjóð-
verjum er þessi yfirlýsing hans
auðvitað í fersku minni. Hitt er
annað mál, að hann hefur tjáð
sig eindregið andsnúinn öllum
frekari ofbeldisfyrirætlunum
Sovétstjórnarinnar gegn þýzku
þjóðinni.
Hemill á Þjóð-
verjum
öheilindi kommúnista í áróðri
þeirra gegn samvinnu vestur-
veldanna lýsir sér m. a. í því
er þeir segja, að Efnahagsbanda
lag Evrópu verði til þess að
skapa nýtt Stór-Þýzkaland, þ.e.
tryggja yfirráð Þjóðverja yfir
þátttökuríkjunum. Ljóst er, að
yfirráð einnar þjóðar í samtök-
um fleiri eru því líklegri sem
samtökin ná til færri. Þá nýtur
afl hins sterkasta sín bezt. Þeg-
ar samtökin verða víðtækari,
fleiri öflugir aðilar eigast við,
eru því minni líkur til þess, að
einn geti ráðið meiru en honum
ber. Af þeim sökum hljóta þeir,
sem óttast of mikil ráð Þjóð-
verja að fagna því að Bretland
bætist í hópinn. En það er ekki
uggurinn við afl Þjóðverja, sem
fær kommúnistum kvíða, heldur
sameining lýðræðisþjóðanna,
svo að ekki verður framar geng-
ið að sjálfstæði hverrar þeirrar
um sig dauðu, eins og kommún-
istar hafa ásett sér.
Neita ívilnun nema
hún sé gagnkvæm
Enn er erfitt að átta sig til
hlýtar á því, sem gerðist á ráð-
stefnu forsætisráðherra brezka
samveldisins. Að vissu marki er
Bretum ekki svo óljúft sem þeir
láta, þótt fulltrúar samveldis-
landanna haldi því fram að þau
kjör, sem Bretum hafi enn ver-
ið boðin til inngöngu í Efna-
hagsbandalagið, séu óaðgengi-
leg. Því fastar sem samveldis-
löndin herða að Bretlandi, því
betri aðstöðu telur það sig fá
með kröfur um hagkvæmari
kjör hjá Efnahagsbandalaginu.
Enginn vafi er þó á, að Bret-
land hefur sætt raunverulegri
gagnrýni á samveldisráðstefn-
unni. Ella hefði Macmillan ekki
sagt, svo sem eftir honum er
haft, að úr sögunni væri það
fyrirkomulag, sem upphaflega
hafi verið ráðgert, að samveld-
islöndin skiptu á efnivörum sín-
um við iðnaðarvörur Breta. —
Hann hélt því fram að í þess
stað efldu samveldislöndin sinn
eigin iðnað og reistu hindranir
gegn innflutningi iðnaðarvarn-
ings frá Bretlandi. Undan þessu
gætu Bretar út af fyrir sig ekki
kvartað ,því að eðlilegt væri að
samveldislöndin vildu tryggja
eigin hag en þá yrðu Bretar
einnig að sjá sjálfum sér far-
borða með því að nýta hinn
stóra sameiginlega markað Efna
hagsbandalagsins. — Macmillan
segir þannig í raun og veru við
sína beztu vini, að þeim tjái ekki
að gera kröfur á hendur öðrum,
ef þeir vilja ekki sjálfir nokk-
uð af mörkum leggja. Hætt er
við að fleiri komist að raun um
þessi sannindi áður en yfir
lýkur.
Heimsókn prófess-
ors Hurwitz
Prófessor Stefan Hurwitz hef-
ur einu sinni áður komið hing-
að til lands, sótti hann þá fund
norrænna sakfræðinga, sem hér
var haldinn. Eftir þá komu sína
hefur Hurwitz ætíð sýnt íslend-
ingum vináttu, m. a. lagt okkur
lið í handritamálinu. Sá liðsauki
var betri en enginn, því að
Stefan Hurwitz hefur lengi ver-
ið einn mest virti vísindamað-
ur í heimalandi sínu. Þegar em-
bætti umboðsmanns þjóðþings-
ins var stofnað í Danmörku,
hlaut prófessor Hurwitz ein-
róma kosningu í það og sátu
kommúnistar þó þá hjá en er að
endurkjöri kom greiddu þeir
honum einnig atkvæði. Slík ein-
róma traustsyfirlýsing er hvar-
vetna fágæt. Hurwitz hefur
sannarlega til hennar unnið, því
að rekstur hans á embætti um-
boðsmannsins er með slíkum á-
gætum, að þess vegna er nú tal—
að um það í ótal mörgum lönd-
um að setja á stofn þvílíkt em-
bætti. Eðlilegt er að einnig við
veltum fyrir okkur, hvort þörf
sé á slíkri stofnun hér. Um það
skal enginn dómur upp kveð-
inn að svo stöddu, en rétt er að
benda á, að sökum smæðar þjóð-
félags okkar er allur embætis-
rekstur almenningi mun ljósari
hér en annars staðar. Misbeit-
ing embættisvalds án almenn-
ingsvitundar og verðskuldaðrar
gagnrýni er því ólíklegri, jafn-
framt því, sem hér mundi reyn-
ast erfitt að finna nokkurn
þann, sem sæmilegur einhugur
ríkti um, til að gegna slíku
starfi.
Tíminn óvirðir les-
endur sína
Tíminn sýnist seint ætla að
þreytast á að óvirða lesendur
sína með því að telja þá grunn
hyggnari eða illgjarnari en góðu
hófu gegnir. Sl. fimmtudag seg-
ir þar í blaðinu:
„Náttúran og landið bregðast
viðreisninni gersamlega. í stað
þess að haga sér í samræmi við
stjórnarstefnuna og skammta
fólkinu naumar, verður landið
og miðin gjöfulli en nokkru
sinni áður, og þar með hrundi
„viðreisnarborgin“. Þá var það
sem ráðherrarnir fundu þá skýr
færi, því að landið væri alltof
stórt og gott fyrir þessa smáu
þjóð. Þar lá hundurinn grafinn.“
Menn eru að vísu ýmsu vanir,
þó verður að ætla, að slík skrif
gangi fram af flestum. Eða hverj
um er ætlað að trúa því, að
nokkur ríkisstjórn óttist góðæri
og sé svo hatursfull við þegn-
ana, að hún harmi þegar þeim
vegnar betur en áður? Til forna
tíðkaðist, að konungar voru
teknir af lífi, ef illa, áraði. —
Jafnvel þótt óáran hafi ekki
lengur í för með sér, að vald-
hafarnir séu hengdir eða háls-
höggnir, þá gildir það enn, að
þeim kemur fátt verr enn ill-
æri.
Veldur hver á
heldur
Óáran getur truflað áform
góðra stjórnenda, svo að þeir
fái ekki við neitt ráðið. Með
nokkrum sannindum má samt
segja að fari svo, sýni þeir, að
þeir séu ekki vandanum vaxn-
ir. Miklu fordæmanlegra er þó,
ef stjórnendur ráða ekki við
neitt í góðæri og flýja af hólmi
undan afleiðingum þess. Sú varð
raunin hér á lándi 1958. Það ár
var mesta aflaár, sem þangað til
hafði gengið yfir ísland. Engu
að síður fór svo hinn 4. des., að
vinstri stjórnin gafst upp sök-
um úrræðaleysis og sundrungar,
að sögn sjálfs forsætisráðherr-
ans, Hermanns Jónassonar. Eftir
á segja Framsóknarmenn, að
vandinn hafi svo sem ekki ver-
ið neinn. Því vesalmannlegra
hefði verið að gefast upp að
ástæðulausu. Ásökun um þvílík
an vésaldóm er þó óréttmæt,
því að vegna verðbólguöldunn-
ar, sem risin var fyrir 4. des.
1958, var vandinn þá vissulega
geigvaénlegur, þó að illu árferði
væri ekki um að kenna. Við
þessum vanda tóku núverandi
stjórnarflokkar og þeim er það
til ævarandi lofs, að þrátt fyrir
margháttaða örðugleika í upp
hafi, tókst þeim mun betur en
nokkur hafði fyrirfram þorað
að vona.
kaupa einstakar flíkur eða
minjagripi til að gleðja þá, er •
heima sitja svo sem ferðamanna
hefur löngum verið siður.
Atvinnurekendur láta hið
sama uppi. Þeir segja allan mun
að geta umsvifalaust fengið
nauðsynjar til atvinnurekstrar
síns frá því fyrst að þurfa að
bíða vikur eða n.ánuði eftir
leyfum og síðan að standa í
stöðugu stappi um öflun gjald-
eyris. Þeir urðu þá oft að brjóta
lög með því að panta- vörur
leyfislaust og láta flytja þær til
landsins svo að komizt yrði hjé
stöðvun skipa og annars líf»-
nauðsynlegs . atvinnurekstrar.
Vissulega er það með ólíkind-
um, að noklcur vilji í alvöru
éndurheimta slíkt ófremdar-
ástand.
Gráglettni og
gremja Baldurs
Sannleikurinn er og sá, aR
Framsóknarmenn eru nú fyrst
og fremst gramir yfir því, a8
hafa ekki verið með í viðreisn-
arstarfinu. Þessi gremja lýsir
sér vel í orðum Baldurs bónda á
Ófeigsstöðum, oddvita í Köld.u-
kinn og varaformanns Kaupfé-
lags Þingeyinga, er Tímirin hef-
ur eftir honum í viðtali sem
birtist 15. sept. sl. Þar segir
Baldur:
„Ég segi það eitt, verður
Baldri að orði, um núverandi
ríkisstjórn og pólitískar deilur
í landinu, að ég lít svo á að
stjórnarflokkarnir hafi framið
stórkostlegan stjórnmálaglæp,
þegar stjórn var síðast mynduð,
og ég sé enga ástæðu til að fyr-
irgefa, og hann er sá að leitast
ekki við að mynda stjóm á
breiðum grundvelli, þegar höf-
uðviðfangsefni kjörtímabilsins
voru viðreisnaráform þjóðarinn-
ar. Þá var eðlileg og sjálfsögð
ástæða að mynda stjórn á breið-
um grundvelli, og þar átti
bændastéttin að eiga sína fullu
aðild.“
Menn sjá, að Baldur hæðist
kuldalega að skrifum Tímans
Um hin illu áform stjórnarflokk
anna. Eða hvernig getur það ver
ið glæpur að lofa Framsókn ekfci
að vera með, ef ásetningur og
athafnir stjórnarinnar væru
jafn ótútleg og Tíminn vill að
jafnaði vera láta?
Því fer og fjarri, að bænda-
stéttin eigi ekki aðild að nú-
verandi stjórnarsamstarfi. Það
er einungis Framsóknarflokkur-
inn, sem sjálfur' hafði sett sig
úr leik. Hinri glöggskyggni og
kaldhæðni oddviti á ófeigsstöð-
um skilur, hvílíkur ógreiði
Framsókn var með því gerður,
og þótt hann þykist villast á
hver „glæpinn“ framdi, þá getur
hann ekki stillt sig um að láta
uppi vonbrigði sín og gremju.
Viðbrigðin
Hvarvetna þar sem hlýtt er á
tal manna, má heyra dóm al-
mennings um þau viðbrigði, sem
orðið hafa. Húsmæður minnast
t. d. æði oft á þann mun, sem
'er á vöruúrvali áður og nú, þeg-
ar þær geta sjálfar valið og
keypt það, sem þær telja sér
henta. Áður var það mesta á
hugamál allra ,sem út fyrir land
steinana komust að kaupa þar
sem mest, enda komu flestir
heim hlaðnir mismunandi mikl-
um nauðsynjum. Nú segja ferða
langar, að sízt sé hagkvæmara
að gera kaup erlendis en hér,
ingu, að ekki væri von að betur í enda láta flestir sér nægja að
„Fleinn í eigið -
hjarta"
Varaformaður Kaupfélags
Þingeyinga segir raunar fleira,
sem mjög brýtur í bága viðþær
kenningar, sem oftast má lesa I
Tímanum. Blaðamaðurinn spyr
hann:
„Hvað álítur bú, Baldur, að
geti fyrst og fremst orðið bænd-
um til bjargar, eins og nú standa
sakir?"
— Ja, nú er mér vandi á
höndum. Það fyrsta, sem þarf
að gera, kom fram á bændafund-
inum á Laugum, sem gerði ský-
lausar kröfur um hækkað verð
á landbúnaðarvörum og breyt-
ingu á núgildandi lögum á verð-
skráningu landbúnaðarafurða,
og að bændur sætu ekki einir
allra stétta að gerðardómi um
verð á afurðum. í sambandi við
þetta vildi ég þó geta þess, að
þótt ég væri einn í þeim hópi
manna, sem tóku undir kröfur
Laugafundarins með atkvæði
Framh. á bL*. 14.
I