Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐ19
Sunnudagur 23. sept. 196?
.....m - • --»-r rii
DAGSTIIND
ÞANN 15. júní 1961 efndi
Walter Ulbricht til blaða-
mannafundar í Austur Berlín.
Á þessum funði var lögð fyrir
hann eftirfarandi spurning:
„Leggið þér þann skilning í
stofnun „fríborgar“ í Berlín
að ríkislandamæri verði sett
við Brandenborgarhliðið? Og
eruð þér reiðubúnir að mæta
afleiðingum þessa?“ Ulbricht
svaraði blaðamanninum: „Mér
skilst á spurningu yðar að í
Vestur-Í'yzkalandi séu menn,
sem æskja þess að við notum
byggingaverkamenn Alþýðu-
lýðveldisins til þess að byggja
múr á landamærunum.
Mér er ekki kunnugt um
neinar slíkar fyrirætlanir.
Byggingaverkamenn lands
okkar e/u fyrst og fremst
önnum kafnir við að byggja
íbúðarhús og vinnukraftur
þeirra cr nýttur til hins
ýtrasta í þeim efnurn. Enginn
hefur látið sér til hugar koma
að byggja múr . .
Tæpum tveim mánuðum
eftir þessa yfirlýsingu Ul-
brichts hófu A-þýzkir verka-
menn undir lögreglueftirliti að
byggja skrímslið, sem nú
hlykkjást um miðja Berlínar-
borg, krynt gaddavír, og skil-
ur að ástvini og samlanda.
Múrinn er sjón, sem aldrei
gleymist og raunar enginn
trúir, fyrr en hann lítur hann
eigin augurn.
Mér varð hugsað til áður-
nefndra orða kommúnistafor-
ingjans er ég stóð í Bernauer
Strasse íyrir nokkru og virti
fyrir mér hið sanna andlit
„sæluríkis" hans, uppmúraðg
glugga og gaddavírskransa. í
sumum gluggunum höfðu
tveir eða þrír múrsteinar verið
fjarlægðir þannig að lítið gat
myndaðist. Þar fyrir innan
situr „Aiþýðulögreglan“ eða
Vopo-menn Ulbrichts og
skýtur á allt kvikt, sem reynir
að flýja sæluna vestur fyrir.
Með skömmu millibili standa
minnisvarðar með sorgarkröns
um við húsveggina, þar sem
fólk hefur stokkið út um
glugga og beðið bana. Blóma-
körfur eða vasar standa við
þá flesta! Berlínarbúar gleyma
ekki sínum dauðu.
Svanirnir ekki óhultir lengur
Á leiðinni frá miðborg
V-Berlínar að múrnum sagði
leiðsögumaðurinn mér frá
ýmsum furðulegum aðferðum,
sem fólk hefur beitt til þess að
flýja „sæluríkið“, um skolp-
ræsi, nsðanjarðargöng, notað
stóra bíla til þess að ryðjast
í gegnum múrinn o. s. frv.
Hjón nokkur komust þannig
yfir skurð á mörkum borgar-
hlutanna að þau gerðu sér
líkön af svönum úr vír og
pappa og syntu með þau á
höfðinu yfir til Vestur-Berlín-
ar og frelsisins. Skyttur Ul-
brichts grunaði ekkert fyrr en
hjónin komu upp úr vatninu
vestan megin, en þá hófu þær
skothríð, en sem betur fer án
árangurs. Eftir þennan atburð
eru Vopomenn mjög tortryggn
ir gagnvart svönum á skurð-
unum og hafa skotið um 50
fugla á mörkum borgarhlut-
anna. Skynlausar skepnur eru
ekki heldur óhultar fyrir
ógnarríki herra Ulbrichts.
Umferðin ekki áhyggjuefni
Frá Beinauer Strasse héld-
um við til Potsdamer Platz
og Brandenborgarhliðsins.
Potsdamer Platz, sem- fyrir
stríð var eitt mesta umferðar-
torg Beriínar, er nú einskis
mannsland, skreytt skriðdreka
vörnum gerðum úr járnbraut-
arteinum, sem logsoðnir hafa
verið saman, og gaddavírsgirð
ingu á aðra mannhæð fyrir
innan sjálfan múrinn. Og til
þess að þessi eyðimörk Pan-
kow njóti sín sem bezt eru
Vopomenn á rápi innan víg-
girðinganna með vélbyssur
um öxl. Hér skal enginn lif-
andi út.
Brandenborgarhliðið, þekkt-
asta kenmleiti Berlínar, má
muna sinn fífil fegurri. Uppi á
hliðinu trónar fáni A-þýzkra
kommúnista í bland með Vopo
mönnum. Uppi á hliðinu eru
þeir vopnaðir stórum speglum
sem þeir nota til þess að end-
urvarpa sólinni í ljósop mynda
véla ferðamanna, sem hyggj-
ast taka myndir áf þessu ein-
staka fyrirbrigði í veraldar-
sögunni. Á milli súlnanna, í
3—400 metra fjarlægð, getur
maður séð einn og einn bíl
tínast framhjá á Unter den
Linden. Umferðin er sennilega
það eina, sem kommúnistar í
Þannig lítur Potsdamer Platz út í dag, einskismannslant
skreytt skriðdrekavörnum úr gömlum járnbrautarteinum. Tak
ið eftir „umferðinni“ á götunni í baksýn!
Austur-Berlín þurfa ekki að
hafa áhyggjur af.
Minnismerki hér —
Minnismerki þar
2 — 300 metrum frá Brand:
enborgarhliðinu, V-Berlínar-
megin, stendur stríðsminnis-
merki ftússa, mikið bákn og
þunglamalegt, sem lítt gleður
Hér var Peter Fechter skotinn og látinn liggja blæðandi austan múrsins í nærfellt eina klukku
stund áður en skyttum Ulbrichts þóknaðist að vitja hans. Ýmis félagasamtök í V-Berlín, svo
og vandalaust fólk, hafa komið með blóm á staðinn og blómadyngjan er margir fermetrar að
stærð. — Vopomenn skutu Fecther úr gluggunum á annari hæð hússins á miðri myndinni.
Það er múrað upp í þ»á til hálfs, og á þremur stöðum t.h. má sjá hvar múrsteinar hafa verið
teknir úr hleðslunni. Þar liggur „alþýðulögreglan" á gægjum með vélbyssurnar reiðubúnar.
um síðar tilkynntu Vesturveld
in Rússum að þeir gætu gert
sér eigið gat á múr leppa sinna
nær mirmismerkinu. Urðu
Rússar að láta í minni pok-
ann og íara nú í gegnum múr-
inn við Sandkrug-brúna á
brezka hernámssvæðinu. Fjór-
um dögum fyrir þessa breyt-
ingu höfðu Rússar bætt tveim-
ur jeppum við bílalestina og
þá var þolinmæði Vesturveld-
anna þrovin.
„Checkpoint Charlie“
Frá BrandenborgarhliðinU
og rússneska minnismerkis-
hlunknum lá leiðin að hinum
fræga „Checkpoint Charlie“.
Á leiðinm mættum við Sovét-
sirkusnum, þremur stórum
brynvögnum og fólksbíl með
rússneskum liðsforingjum á
leið til minnismerkisins. Her-
lögregla og Berlínarlögreglan
fór í bak og fyrir lestinni, og
voru Rússarnir heldur brúna-
þungir að sjá. Lestin ók hratt
og hvarf þegar fyrir næsca
horn með miklu sírenuvæli.
Við „Checkpoint Charlie'*
í Friederichstrasse, sem ég
einn af þremur stöðum, þar
sem hægt er að fara í gegnum
múrinn inn í A-Berlín, þ.e.a.s,
ef um út’.endinga er að ræða.
V-Berlínarbúar fá þar ekki
inngöngu, né A-Berlínarbúar
útgöngu. Við „Checkpoint
Charlie" var nokkur mann-
fjöldi, og var svo jafnan þegar
I
Sovétsirkusinn á leiðinni gegnum „Checkpoint Charlie“ í Friedrichstrasse. Rússar stækkuðu
stöðugt lestina þar til þolinmæði Vesturvcldanna var þrotin. (Ljósm. Mbl )
augað. Bretar hafa komið upp
gaddavírgirðingum umhverfis
minnismerkið og hafa þar
varðmenn til þess að forðast
því að reiðir V-Berlínarbúar
geri aðsúg að Rússunum.
Kringum þetta minnismerki
sitt (þeir hafa raunar annað
minnismerki í A-Berlín) settu
Rússar á svið mikinn sirkus,
svo sem kunnugt er. Hafa þeir
heiðursvörð við minnismerkið,
og aka daglega inn í Vestur-
Berlín til að skipta um varð-
menn. Eltir að reiðir V-
Berlínarbúar grýttu strætis-
vagn, sem Rússar notuðu til
þessara hluta, hófu þeir að
nota brynvarða vagna og
dugðu ekki minna en þrír.
Vagnar þessir fóru um „Check
point Charlie“ á bandaríska
hernámssvæðinu, en þaðan
eru 2—3 mílur að minnismerk-
inu. Er undirritaður var
staddur í Berlín fór bryn-
vagnalestin um „Checkpoint
Charlie * og var fylgt þaðan
af bandarískri herlögreglu
og V-Berlínarlögreglunni að
minnismeikinu. Nokkrum dög
undirritaðui sá til. Var þar
mestmegnis um að ræða for-
vitna ferðamenn, og auk þess
V-Berlínarbúa, sem sjálfsagt
trúa ekki enn sínum eigin
augum þótt á annað ár sé lið-
ið síðan múrinn var byggður.
„Ómerkilegur verkamaður**
Um það bil 70—80 metra
frá þessum stað tók ég eftir
mannþyrpingu við múrinn að
vestan. Kom á daginn, að þetta
var staðurinn, sem Peter
Fechter féll í valinn fyrir kúl-
um morðingja Ulbrichts, sem
létu hann liggja bjargarlaus-
an í nær klukkustund og
blæða til ólífis. Sjaldan hefur
meira grimmdarverk verið
unnið fyrir augum heimsins
og morð Fechters. Útför hans
fór fram daginn áður en und-
irritaður var þarna á ferð, og
fengu blaðamenn, sem hugð-
ust vera við útförina, þau svör
hjá A-þýzkum kommúnistum
að við útförina hefðu þeir
ekkert að gera; hér væri „að-
eins verið að jarða „ómerki-
legan verkamann“.