Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. sept. 19
M O R G U N B L 'A Ð l Ð
3
Langaði til þess
að kanna nýja stigu
Á SAUÐÁRKRÓKI munu
vera óvenjulega margir fag-
lærðir iðnaðarmenn starfandi,
ef miðað er við tölu íbúa á
staðnum. Það tekur heldur
ekki langan tíma að ganga um
götur bæjarins og komast að
raun um, að þar eru blómleg
verkstæði flestra iðngreina.
Og ef gengið er næstum því
alla leið niður að sjó utarlega
í bænum, verður fyrir véla-
verkstæði Inga Sveinssonar,
en þangað varð blaðamanni
Mbl. gengið af tilviljun nú
fyrir sköminu, er hann litaðist
um á staðnum.
Fyrir utan vélsmiðju Inga
stendur bátur í smíðum og
reynist Ingi sjálfur vera „um
borð“. Fyrir framan bátinn
stendur vörubíll, grár að lit,
vel málaður, en á að gizka
40 ára gamall.
— Átt þú þennan bíl, er
fyrsta spurning blaðamanns-
ins, er Ingi hefur góðlátlega
tekið kveðju hans.
— Já, og þetta er frægur
bíll, hann hefur þjónað svo
mörgum hlutverkum um dag-
ana. Hann byrjaði áætlunar-
bill milli Borgarness og Akur-
eyrar og síðar var hann póst-
bíll á sömu leið. Einhvern tíma
seinna var hann svo notaður
sem slökkviliðsbíll á Akureyri
og stigabil! hjá Rafveitunni
þar.
— Stigabíll?
■i,- —Já, þegar ég keypti hann,
var á honum 7 metra hár stigi,
sem ég tók auðvitað af, og
síðan nef ég notað bílinn fyrir
verkstæðisbíl.
— Er þetta ekki elzti bíll-
inn hér á Króknum?
— Jú, alveg áreiðanleg,
hann er Ford, model 1929.
— Jæja, ekki eldri, en mik-
ið hlýtur bílaviðgerðarmönn-
unum hér annars að vera hlýtt
til þín.
— Ekki skaltu nú vera of
viss um það. Þegar ég fór með
bílinn í skoðun vorið 1961, en
þá hafði ég nýlega keypt hann,
létu þair sér ekki nægja að
segja, að hann væri ígóðu lagi,
eins og venja er heldur gáfu
þeir honum þann vitniðburð
í skoðunarvottorðið, að hann
væri í „mjög“ góðu lagi. Síð-
an hefur hann líka alltaf verið
í toppstandi.
— Hvað er þetta stór bátur,
sem þú ert að smíða?
— Hann er 17 tonna, 13%
m á lengd og tæpir 3 m á
dýpt.
—- Byggður úr stáli?
— Já, með alúminium yfir-
byggingu.
— Fiskibátur?
— Já, nann verður gerður
út á línu og net, og einnig
ætlum við að setja í hann
kraftblökk og reyna að nota
hana við ufsa- og síldveiðar.
— Hverskonar kerfi verður
í bátnum’
— í hann verður sett há-
þrýstikerfi, sem knýr línuspil,
snurpuspil og kraftblökk. Ég
hygg, að þetta verði fyrsti ís-
lenzki báturinn, sem aðeins
verður n rð háþrýstikerfi einn,
en slíkt kerfi var síðastliðið
Ingl „um borð“ í skipi sínu. Fyrir framan stendur elzti bi'l-
inn á staðnum.
vor sett í færeyskt skip í
Reykjavík.
— Hvað verða margir menn
um borð í bátnum?
— Lúkarinn er ætlaður
fyrir sex menn, og þér er vel-
komið að líta á hann, ef þú
kærir þig um. Hann er nærri
fullgerður.
Boð Inga var auðvitað þeg-
ið með þökkum og kom í ljós,
að lúkarinn er sérlega vist-
legur á að líta. Þar eru 6 kojur,
góðir fataskápar og í einu
horninu verða matföng og
eldatæki. Sagði Ingi, að eldað
yrði á kosangasi.
— Hvernig hitið þið bát-
inn upp?
— Með miðstöðvarhitun
s frá aðalvélinni, em verður
Volvo Penta, 100 hesta.
Síðan svndi Ingi blaðamann-
inum fiskilestina, sem hann
sagði, að gæti rúmað allt upp
í 20 tonn af fiski. Þá virtist
stýrishúsið nærri tilbúið, en
eftir var að setja upp ýmis
nauðsynleg tæki er báturinn
verður útbúinn með, svo sem
dýptartæki, fiskileitartæki og
senditæki.
— Hvernig eru aðstæður
hér til bátasmíða?
— Hér er enginn slippur og
okkur vantar tilfinnanlega
dráttarbraut. Báturinn hefur
aðallega verði smíðaður hérna
inni á verkstæðinu, en ég
byrjaði á honum í febrúar í
fyrra, og er hann nú nýkom-
inn út. Það er þó heppilegt,
hvað verkstæðið er nærri sjón
um.
— Ekki er bátasmíði þitt
aðalstarf?
— Nei, nei, hér er einkum
gert við vélar.
■— Hefur þú marga menn
í vinnu?
— Við erum oftast 5, stund
um þó færri.
— Hefur þú smíðað fleiri
stálbáta en þennan?
— Nei, þetta er fyrsta til-
raunin. Og að því, er ég bezt
veit, hefur enginn svona stór
stálbátur verið byggður utan
Reykjavíkur.
— Hvenær ætlarðu að
hleypa hor.um af stokkunum?
— Ég vona, að það geti orð-
ið fyrir mánaðamótin næstu.
— Hefurðu ákveðið, hvað
hann á að heita?
—Nei, ég hef ekki haft
neinn tíma til þess ennþá, ég
geri það bara um leið.
— Af liverju smíðaðir þú
þennan bát?
— Ég gerði það eingöngu
vegna þess, að mig langaði til
þess að kanna nýja stigu.
Frarah. á bls 23
Ingi Sveinsson lengst til hægr i og tveir aðstoðarmenn hans.
Sr. Jon Gíslason:
Enginn var sem hann
12. sunnud. e. trinitatis:
GUÐ ER GUÐ
„l»eir kölluðu þá í annað sinn
á manninn, sem haíði verið blind-
ur, og sögðu við hann: Gef þú
Guði dýrðina. Vér vitum, að mað-
ur þessi er syndari. I*á svaraði
hann: Hvort hann er syndari, veit
ég ekki. Eitt veit ég, að ég, sem
var blindur, er nú sjáandi. I»á
sögðu þeir við hann: Hvað gjörði
hann við þig? Hvernig lauk hann
upp augum þínum? Hann svaraði
þeim: Ég var rétt áðan að segja
yður það, og þér hlustuðuð ekki
á það. Hvers vegna viljið þér nú
heyra það aftur? Ætlið þér lika
að verða lærisveinar hans? Og þeir
atyrtu hann og sögðu: Þú ert læri-
sveinn hans, en vér erum læri-
sveinar Móse. Vér vitum, að Guð
hefur ta«lað við Móse, en um þenn-
an mann vitum vér ekkert. hvað-
an hann er. Maðurinn svaraði og
sagði við þá: Þetta er þó undar-
legt, að þér vitið ekki, hvaðan
hann er, oð hann lauk þó upp aug
um nínum. Vér vitum þó, að Guð
hænheyrir ekki syndara, en ef ein-
hver er guðrækinn og gjörir vilja
hans, þann mann bænheyrir hann.
Frá alda öðli hefur það ekki
heyrzt, að nokkur hafi opnað augu
þess, er var fæddur blindur. Væri
þessi maður ekki frá Guði, þá
gæti hann ekkert gjört. Þeir svör-
uðu og sögðu við hann: Allur ert
þú í syndum fæddur, og þú ætlar
að fara að kenna oss! Og þeir ráku
hann út. — Jesús frétti, að þeir
hefðu rekið hann út, og er hann
fann hann, sagði hann: Trúir þú
á mannssoninn? Hann svaraði og
sagði: Og hver er sá, herra, að ég
I geti trúað á hann? Jesús sagði
I við hann: Þú hefur þegar séð hann
og það er hann. sem við þig talar.
En hann sagði: Ég trúi, herra!
Og hann féll fram fyrir honum.
' Og Jesús sagði: Til dóms er ég
] kominn í þennan heim, til þess að
þeir* sem ekki sjá, verði sjá-
andi, og þeir, sem sjáandi eru,
verði blindir. Þetta heyrðu þeir
af faríseunum, sem hjá honum
voru, og sögðu við hann: Hvort
erum vér þá líka blindir? Jesús
sagði við þá: Ef þér væruð blind-
ir, væri ekki um synd að ræða
hjá yður, en nú segið þér: Vér
erum sjáandi. Synd yðar helzt
við.“
Jóh. 9, 24-36.
I.
Ég hef valið þriðja guðspjall
dagsins til íhugunar í dag, en
öll guðspjöllin segja frá lækn-
ingaundrum Jesú. Enginn var
sem hann. Margir komu til
hans, sumir af löngun til lækn-
ingar, aðrir af forvitni.
Jesús var ætíð fús til að
lækna og líkna. Hann þjáðist
með þjáðum. Þó var hann ekki
kominn í heiminn til að gjöra
það eitt. Hann kom til að frelsa
okkur undan valdi syndarinnar,
■ lækna andans meinin. Hann
kom til að opinbera Guð.
Er hann leit yfir mannfjöld-
ann, horfði hann á hjörtun.
Hann sá marga þjáða líkamleg-
um krankleika. Hinir voru
i færri, sem þráðu náð og misk-
unn Guðs. Hinir líkamlega
sjúku vissu um krankleika sinn
• og leituðu allra ráða til að fá
i bata. En flestir virtust sér ó-
meðvitandi um þörf sína á náð
og kærleika Guðs. Þess vegna
fann Jesús oft fáa í öllum mann-
fjöldanum, sem voru reiðubúnir
að veita orði hans viðtöku.
, Og í mannfjöldanum voru
einnig margir óvinir Jesú. Guð-
, spjallið segir frá því, er óvinir
hans fóru að yfirheyra mann,
sem hann hafði gefið sjónina.
Máttarverk hans lauk þó ekki
upp augum þeirra fyrir dýrð
Guðs. Þvert á móti. Um leið og
hinn blindi varð sjáandi, urðu
hinir sjáandi blindir, blindir á
dýrð Guðs. Vantrúin fyllti
hjörtu þeirra. Þeir sneru baki
við Guði.
Farísearnir þóttust trúa á
Guð í orði, en þeir afneituðu
honum í verki. Þeir þóttust
þjóna Guði í lífi sínu, en öll
kenning þeirra sýnir, að þeir
trúðu í rauninni aðeins á sjálfa
i sig og sitt eigið ágæti. Þótt þeir
t bæru orð Guðs á vörunum,
| voru þeir guðsafneitarar í lífi
sínu og breytni.
Þetta. er undarlegt, en slík
hefur afstaða fjölda manna ver-
ið allt frá upphafi. Fjöldi manna
finnur enga þörf hjá sér á Guði.
Þótt þeir tali um Guð, þá eiga
þeir aðeins við eigin hugmynd-
ir sínar um hann, en alls ekki
þann Guð, sem Jesús Kristur
hefur opinberað okkur. Og það
er næsta lítill munur á þeirri
afstöðu og hreinni guðsafneit-
un, því að hvorttveggja er af-
neitun hins eina sanna Guðs.
Nú þegar það þykir ekki
lengur neitt sérstakt, að menn
fljúgi kringum jörðina á nokkr-
um mínútum, og menn eru í al-
vöru farnir að tala um að leggja
undir sig himingeiminn, fyllast..
margir hofmóði. Við höfum les-
ið í blöðum og heyrt í útvarpi
hrokafullar yfirlýsingar manna
um, að þeir hafi afskrifað Guð
á barnsárunum, því að enginn
Guð sé til. Og var það ekki
geimfarinn Gagarín, sem hló
að þeirri barnalegu forheimsk-
an, að þörf væri á að biðja til
Guðs um vernd og varðveizlu?
f dag sjáum við stóra ’nlut*
heims lúta valdi þeirra, sem
hafa afskrifað Jesúm Krist. Heil
heimspekikerfi, sem hafa meiri
eða minni áhrif á líf megin-
þorra allra jarðarbarna, tilbiðja
aðeins orkuna og- efnið. í dag
hlæja milljónir manna að meg-
inatriðum kristinnar trúar og
bera ekki einu sinni lengur &
sér ytra skin guðshræðslunnar.
Og þessir menn halda, að þeir
séu eitthvað frumlegir, hafi
fundið upp eitthvað nýtt og áð-
ur óþekkt. En það er mikill mis-
skilningur. f afstöðu sinni til
Jesú Krists eru þeir I rauninni
aðeins skoðana- og jábræður
faríseanna, sem guðspjöllin
greina frá. Hið nýja í guðleysi
nútímans sér oft aðeins eftir-
líking þess, sem andstæðingar
Jesú á öllum öldum hafa sagt.
^fútímaguðleysinginn er nefni-
lega miklu meira „gamaldags**
en hann sjálfur heldur.
Ef guðsafneitunin hefði á
réttu að standa, væri búið aS
setja Guð frá völdum fyrir
löngu, eins og afdankaðan kon-
ung, sem rekinn hefur verið f
útlegð. Þá væri kominn tími til
að leggja niður kirkju og krist-
indóm, læsa Biblíuna niðri á
kistubotni og hætta að hugsa
um Guð. Þá væri kominn tími
til að reisa að nýju goð á stall,
eins og gjört var í upphafi fs-
landsbyggðar, arftaka ásanna
fornu, hvaða nöfn sem menn
vildu velja þeim í dag.
En það er mikill misskilning-
ur að halda, að tími Guðs sé
liðinn í þessum heimi. Engin
bylting í mannheimi getur sett
Guð frá völdum. Ekkert heiðið
mannlegt hagkerfi getur sett sig
í stað kristinnar trúar. Guð er
Guð, hvað sem mennirnir segja.
Guð er Guð, hvað sem samþykkt
er á mannlegum málþingum.
Tign og vald Guðs er að engu
leyti komið undir manninum
eða ákvörðunum hans. Það var
Guð, sem skapaði manninn, en
ekki maðurinn, sem skapaði
Guð.
Hvers vegna er þá ástandið 1
nútímanum eins og raún ber
vitni? Svarið er ósköp einfalt.
Við stöndum í sömu sporum og
farísearnir í guðspjallinu. Við
erum blind gagnvart Guði,
heyrnarlaus gagnvart boðskap
hans. Enn hafa of fáir tileinkað
sér þá náð, sem Guð vill gefa í
Jesú Kristi. Enn hafa of fáir
skilið gildi þess, að Jesús hefur
frelsað okkur. Jesús þarf að fá
að komast að og vinna krafta-
verk sitt á okkur, ljúka upp
augum okkar, opinbera okkur
dýrð Guðs. Hann þarf að gefa
okkur þá sjón, sem sér dýrð og
mátt Guðs.
Drögum lærdóm af guðspjall-
inu. Leyfum Guði að fá að kom-
ast að í lífi okkar til að vinna
á okkur miskunnarverkið. Hann
getur skapað trúna.
Framhald á bls. 23