Morgunblaðið - 23.09.1962, Qupperneq 20
20
MORGVNBLAÐ1Ð
1962
-K SUNNUDAGSKROSSGÁTA -jc.
Borgarstjðrn kýs neínd til að gera
tillögur um sumarvínnu únglinga
Þing Sambands
ísíenzkra raíveitna
Upplýsirtgar verður aflað í haust um
störf þeirra á þessu sumri
BOKGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum
að tillögu borgarráðs að kjósa 5
manna nefnd til þess að athuga
að gera tillögur um sumarvinnu
unglinga. M.a. er nefndinni fal-
ið að afla upplýsinga meðal ungl
inga um störf þeirra á þessu
sumri í samráði við fiaeðslustjóra
Enn.remur fól borgarstjórn
Æskulýðsráði Reykjavíkur að
kanna sérstaklega tómstunda-
starf unglinga 12 ára og eldri, að
sunr.ri til.
Ungiingavinnuneíndin, sem
leggja skal tir."_,ur sínar fyrir
borgarstjórn fyrir nk. áramót var
(kosin á borgarstjórnarfundinum
í gær. Hlutu þessir menn kosn-
ingu í nefndina: Kristján J. Gunn
arsson, I>órir Kr I>órðarson og
Birgir ísl. Gunnarsson aí lista
Sjálfstæðismanna, Hörður Berg-
mann af lista kommúnista og
Kristján Benediktsson af lista
Framsóknarmanna.
Samþykkt borgarstjórnar hljóð
aði í heild á þessa leið:
Borgarstjórn samþykkir að
kjósa fimm manna nefnd til þess
að atlhuga og £era tillögur um
sumarvinnu unglinga. Hún telur
rétt til leiðbeiningar, að nefnd-
in láti í samráði við fræðslustj.
á hausti komanda af!a upplýs-
inga meðal unglinga, hvernig
h'áttað hafi verið störfum þeirra
á þessu sumri. Nefndin getur
kvatt sér til ráðuneytis starfs-
menn borgarinnar eftir því sem
hún telur nauðsynlegt.
Borgarstjóm felur æskulýðs-
ráði að kanna sérstaklega tóm-
stundastarf unglinga, 12 ára og
eldri, að sumri til.
Nefndin leggi tillögur sinar
fyrir borgarstjórn fyrir nk. ára
mót.“
Birgir fsl. Gunnarsson borgar-
fulltrúi Sj’álfstæðisflokksins gerði
grein fyrir tillögunni, sem sam-
þykkt var í borgarráði sl. þriðju
dag. Er hún flutt vegna tillögu,
sem Kristján Benedi'ktsson
flutti í júni sl. um sama efni, en
gerðar verulegar breytingar á
efni hennar. Um þá könnun sem
samþykktin gerir ráð fyrir, að
fram fari í haust meðal ungl-
inga um störf þeirra á þessu
sumri, tók BÍG sérstaklega fram
að niðurstöður slíkrar könnunar
gætu orðið mjög athyglisverðar
frá þjóðfélagsfræðilegu sjónar-
miði. Einnig greindi hann frá
því, að á sl. sumri hefðu starfað
á vegum Vinnuskóla Reykjavík-
urborgar 377 stúlkur á aldrinum
13—15 ára og 227 piltar á aldrin
um 12—15 ára. Ennfremur hefðu
85 drengir farið í borgarvinnuna
á vegum vinnuskólans og30 dreng
ir sótt sjóvinnunámskeið á veg-
um æskulýðsráðs.
Kristján Benediktsson (F) lýsti
ánægju sinni yfir tillögu
borgarráðs og fagnaði sérstak-
lega hinum góða skilningi þess
á málinu. Sömuleiðis lýsti Ad**a
Bára Sigfúsdóttir yfir ánægju
með tillöguna. Tillagan var sam
þykkt með samihljóða atkvæð-
um allra borgarfulltrúa.
20, ársþing Saihbands íslenzkra
rafveitna var haldið í Keflavík
dagana 23. — 25. ágúst
og lauk um kvöldið, laugardag-
inn 25. ágúst, með samkvæmi í
salarkynnum Rafha í Hafnarfirði
Alls sóttu þingið rúmlega 120
manns, rafveitustjórar og aðrir
fulltrúar rafveitna, svo og kon-
ur þeirra.
Margvísleg málefni rafveitn-
anna voru rædid á þinginu. Má
þar nefna virkjunarmál, stjórn-
unarmál rafveitna, gjaldskrár-
mál og mörg fleiri málefni.
Flutt voru þar og möng ^rindi,
svo sem um virkjunarrannsókn-
ir í Þjórsá, Hvítá og Jökulsá á
Fjöllum á vegum Rafonkumála-
skrifstofunnar. Erindi um stórar
stíflur, er Árni Snævarrr for-
stjóri Almenna byggingafélags-
ins flutti, og erindi, er Jaköb
Guðjohnsen rafmagnsstjóri flutti
um nýja háspennulínu frá Sogi
til Reykjavíkur.
Á fundinum var kjörin stjórn
sambandsins fyrir næsta starfs-
ár. Hana skipa:
Jakob Guðjöhnsen, rafmagns-
stjóri, formaður, Eiríkur Briem,
rafveitustjóri ríkisins, ritari og
varaform., Baldur Steingríims-
son deildarverkfr., gjaldlkeri og
meðstjórnendur: Óskar Eggerts-
son, rafveitustjóri Andaikílsár-
virkjunar og Adolf Björnsson,
rafveitustjóri á Sauðárkróki.
Steingrímur Jónsson, fyrrver-
andi rafmagnsstjóri í Reykjavík
sem verið hefur formaður sam-
bandsins frá stofnun þess, baðst
nú eindregið undan endurkosn-
ingu. Var sú beiðni hans tekin
til greina, en hann hins vegar
kjörinn heiðursformaður sam-
bandsins og hylltur fy.rir ágætt
starf og forustu rafveitnasam-
bandsins á liðnum árum.
Búkarest, 19. sept. NTB.
WALTER ULBRICHT, komm
únistaleiðtoginn a-þýaki,
sagði í dag í ræðu í Búkar-
est, að æskilegt væri að leita
sem fyrst lausnar á Berlínar-
málinu, svo að Vesturveldin
hleyptu ökki af stað þriðju
beimisstyr joldinni.