Morgunblaðið - 26.09.1962, Page 3

Morgunblaðið - 26.09.1962, Page 3
Miðvikudagur 26. sept. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 3 hverfa í GÆR rifu bæjarhreinsun- armenn gamla húsið á Smiðju stíg 5. Þetta var á sínum tima merkilegt hús. Helmingur ’þess var byggður árið 1850 af snikkurunuip Eyjólfi Þor- varðssyni og Einari Jónssyni, en árið 1861 eignaðist Smáth það. Hann lét bygigja suðurendann árið 1866. Eftir Boga eignaðist Pétur Péturs- son, lögregluþjónn og bæjar- gjaldkeri húsið og bjó þar. Fyrirrennarar hans í bæjar- gjaldikerastarfinu böfðu flest- ir verið kaupmenn, sem höfðu afgreiðslu bæjarreikninga í verzlunum sínum. En nú flu'tti Pétur skrifstofuna í stofu í. Þetta er suðurendinn á svokölluðu Eyjólfs-hús.’ við Smiðjustíg, en þeim megin hafði Dalhoff húsi sínu og voru því þar gullsmíðaverkstæði eftir síðustu aldámót. Cömlu húsin ! Elzta bæjarskrifstofan rifin I fyrstu sjálfstæðu skrifstofur í bæjarins á árunum 1887 og fram undir aldamót. Þaðan flutti bæjarskrifstofan á Lauf ásveg 5. í nýrri endanum á húsinu var til húsa einn fremsti gullsmiður bæjarins, Dalhoff, sem margir gamlir Reykvíkingar muna eftir. Þessar upplýsingar fékk blaðið í gær hjá Lárusi Sig- urbjörnssyni. Þar eð hann ■ ■Ss ; Reitt til höggs molar Jtianu vissi að húsið var byggt í tvennu lagi, lagði hann á ráð- in um að lyfta af því þakinu í tvennu lagi. Ekki verður þó hægt að reisa húsið í Árbæ, vegna þess að veggir í því eru alveg ónýtir, en þakið verður hagnýtt a.m.k. í vetur yfir timburstafla þar upp frá. En þetta er skarsúðarþak, sem gæti komið að góðum notum seinna á annað hús. Stórvirkar aðfarir í gær var einnig verið að rífa annað gamalt hús í bæn- um, gamla Blöndalsfjósið við Haga. Við það voru notaðar aðrar og stórvirkari aðferðir, þar eð krani braut það niður með nokkrum höggum. Ljósmyndari blaðsins var þar viðstaddur og tók þessar myndir af högginu sem reið húsinu að fullu. Á þeirri fyrstu er kúlunni sveiflað, þeirri næstu lendir hún á veggnum, sem hrynur, eins og sézt á þriðju myndinni. ■ Jsl. samtíöarmenn" æviskrá 5000 Islendinga UM 5 þúsund manns muniu á næstunni fá bréf með spurninga- lista ujn helztu æviatriði og starfsferil á ævinni. Bréfin eru frá nýrri útgáfu „Samtíðarmenn" og verið er með spurningunum að safna efni í nýtt og stórt ísl. ritverk sem ber nafnið „íslenzkir samtíðarmenn“. Að útgáfunmi „Samtíðarmenn“ standa Gunnar Einarsson í Leiftri og Oliver Steinn í Hafnjarfirði. Þeir félagar skýrðu málið fyrir blaðamönnum í gær og var þar einnig mætt ritnefnd ritsins en hana skipa sr. Jón Guðnason frv. skjalavörður, Haraldur Péturs- son safnahúsvörður og Pétur Haraldsson prentari. Sr. Jón skýrði svo frá að rit- nefndin hefði valið flesta opin- bera starfsmenn, athafna, for- ystumenn og trúnaðarmenn fyr- irtækja er stærri eru, forvígis- menn í félagsmálum. rithöfunda, listamenn o. fl. frægt fólk meðaí skemmtikrafta og á fleiri svið- um. Alls hefur ritnefndin nöfn nær 5000 manna og vonast eftir svari þeirra við spurningalistanum inn an hálfs mánaðar. Nefndin mun síðar samræma svörin og búa til prentunar. Allt ritið er byggt á samtíðar- mönnum. Ritið er ráðgert 1 tveim bindum og að hið fyrra komi út s. h. 1963 og hið síðara f. h. 1964. Verður þetta hið mik- ilvægasta upplýsingarit og án efa vinsælt mjög. v Fulbrightstoinunin auglýsir styrlsi MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna hér á iandi, Fulbright-stofn- unin, auglýsir eftir umsóknum um náms- og íerðastyrki handa ís lenzkum háskólaborgurum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við banda ríska háskóla á skólaárinu 1963— 1964. Umsækjendur um styrki þessa verða að veva íslenzkir ríkisborg arar og hafa lokið háskólaprófi, annaðhvort hér á landi eða ann- arsstaðar utan Bandaríkjanna. Þeir sem ekki eru eldri en 35 ára að aldri verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveit- ingar. Nauðsynlegt er að um- sækjendur hafi mjög gott vald á enskri tungu. í þetta skipti verður ekki mögu legt að taka á móti umsóknum um styrki til framhaldsnáms í læknisfræði. Þeir sem hins vegar kunna sjálfir að hafa komizt að við nám vestan hafs í þessum eða öðrum fræðum, geta síðan sótt um sérstaka ferðastyrki, sem stofnunin mun auglýsa í aprílmán uði næsta áf. Umsóknir um námsstyrki þessa skulu hafa borizt Menntastofnun Bandaríkj anna, pósthólf 1059, Reykjavík, fyrir 20. október n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást á skrifstofu stofnunarinnar, Kirkju torgi 6. STAKSTEIIVAR Léleg verkalýðsf©i usta Ekki er ofsögum sagt af því, hve lélega forustu heildarsam- tök launþega hafa haft að und- anförnu. Miðstjórn Alþýðusam- bands tslands hefur ekkert gert til þess að reyna að leita leiða til raunhæfra kjarabóta, en hleypur sv^ upp til handa og fóta nokkrum vikum áður en hán á að láta af völdum og þyk- ist þá alit vilja gera til að bæta kjör verkalýðsins. En verka • menn eru þess minnugir, að þeg- ar þeir áttu þess kost að bæta kjör sín verulegí í vor án átaka, þá lýsti núðstjórn ASl því yfir að kjör lægstlaunaðra verka- manna væru ekki í hennar verkahring. Hún vildi ekki einu sinni ræða þá lausn að ..ðrar stéttir færu hægt í sakirnar meðan verkamenn bættu kjör sín. Vita kommúnistar þó jafn- vel og aðrir, að stór stökk í kaupgjaldsmálum nýtast yfirleitt ver en hægfara sókn til bættra kjara, vegna þess að verðhækk- anir koma þegar í kjölfar stór- felldra kauphækkana, en miklu þægilegra er að halda þeim í skefjum, ef kaupið hækkar hóf- lega, en jafnt og þétt. Kauphækkanir og framleiðsluaukning Raunhæfar kja.abætur geta auðvitað einungis byggzt á framleiðsluaukningu. Þess vegna ber að Ieggja meginkapp á að auka afraksturinn. Til þess eru tvær 'eiðir, annars /egar, að heilbrigt efnahagslíf ríki svo að framleiðsluöflin nýtist sem bezt við hina arðvæmegustu franv- leiðslu, en fjármunum sé ekki beint að atvinnugreinum, sem í raun réttri skila minna í þjóðar búið en aðrar, en einstakir menn geta hagnast á, vegna þess að ríkið styrkir þær beint eða ó- beint. Hins vegar er hægt að auka vinnuhagræðingu, fyrst og fremst með heilbrigðu samstarfi vinnuveitenda og launþegit og auka þannig afrakstur fvrirtækj anna, bæði þeim sjálfum og verkalýðnum til hags. — Fyrri kjarabótaleiðinni berst stjórn Alþýöusambands íslands á móti með hnúum og hnefum ’ og seg- Iist >lja þaö aðalstefnuirál sitt að hindra viðreisn efnahagslífs- iris og taka á ný upp þá stefnu, sem dregur úr afköstunum og þar með kjarabótunum. llm síð- ari ieiðina er stjórnin a.m.k, skeyti ^arlaus, og raunar er vitað, að Moskvukommúnistar telja hana mjög skaðsamlega, því að þá s« erfiðara að egna ti! ó- frið&r milli launþega og vinnu- veitenda. Fara á hiarabótaleiðinft Launþegar gera sér nú í stöð- ugt ríkari mæli grein fyrir þvi að nauðsynlegt er að lá.ta skyn- semina ráða í kjaramálum og ná kjarabótum með heilbrigðu sarrt- starfi, samfara fullri festu, í stað þess að leyfa póli‘ískum ævin- týramönnum og valdasjúkum að hagnýta launþegasamtökin í per- sónulegri og pólitískri baráttu sinni, oftast andstætt hagsmun- um launþega, enda væri það saga til næsta bæjar, ef hags- munir meginþorra íslenzku Djóð- arinnar væru samofnir mark- miðum heimskon:imúnisman&.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.