Morgunblaðið - 26.09.1962, Side 6

Morgunblaðið - 26.09.1962, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. sept. 1962 Kumlið hafði ver- ið rofið og rænt SNEMMA í sumar var Ingólfur Nikódemusson á Sauðárkróki á ferð um Öxnadalsheiði og rakst þá á hálfblásið kuml, þar sem heitir Skógarnef fyrir vestan gil ið Dagdvelju, rétt þar hjá sem Heiðaráin rennur í Króká. Ingólf ur tilkynnti Þjóðminjasafninu fund sinn, og nú hefur Þjóðminja vörður rannsakað staðinn. Á blásnum mel þarna á Skógarnef inu stóð skinin mannshöfuðkúpa upp úr mölinni, og kom í ljós við rannsóknina, að þarna var kuml frá heiðnum tíma. Því miður hafði kumlið verið rofið endur fyrir löngu, fiest beinin fjarlægð og eflaust eitthvað af haugfé, en nóg var eftir til þess að hægt var að gera sér grein fyrir legstaðn um og umbúnaði hans. Þarna hafði verið heygð kona og sneri höfuð hennar í suðvestur. Hún hafði haft perlufesti um háls, en nú fundust aðeins tvær litlar gler perlur. Til fóta í gröfinni hafði að líkindum verið kistill með smá- hlutum, en mjög var þar allt úr lagi fært. Viða í gröfinni fundust járnleifar eftir hluti, sem kuml brjótar hafa haft á brott með sér eða eyðilagt. Við fótaenda grafarinnar var hrossdys, og hafði hún ekki verið rofin nema að nokkru leyti. Með hrossabeinunum fannst stór reið gjarðarhringja og naglar úr söðli. Eflaust hefur þar einnig verið beizli, sem nú var búið að fjar- lægja. öll ’oein, sem fundust, voru sérlega vel varðveitt. Kuml þetta er á allan hátt mjög venjulegt og er vafalaust frá 10. öld. En staðurjnn er óvenjulegur, því að legst.aðir fornmanna eru oftast nær heima undir bæjum. Þetta kuml er aftur á móti við fjallveg. Sennilega hefur konan Eldur í netum HAFNARFIRÐI — Klukkan Um hálfníu á sunnudagskvöldið var slökkviliðið kallað til að slökkva eld í Hellyershúsunum, en þar var eldur í netadræ-sum, sem mikið var þar af. Tókst fljót lega að slökkva eldinn, en þó náði hann að komast í þak húss- ins. í þessu húsi hafa allmargir bátar geymslur, og er þar því mikið af eldfimu efni og í sam- liggjandi húsum. Hefir því litlu mátt muna að þarna yrði ekki stórbruni, því að hvassviðri var. Ókunnugt var um eldsupptöik. r Utaf undir Hafnarfjalli Moskwits-bifreið héðan á suð- urleið keyrði kl. 9. á laugardags kvöldið út af Þjóðveginum utar- lega undir Hafnarfjallinu. Bam var í bílnum auik bílstjórans. Svo mikið kast var á, að híllinn jfór tvær veltur. Húsið lagðist saman nærri niður að sætunum. Þeir sem í bílnum voru hlutu smáskrámur og voru talin sleppa vel, eins og á horfðist. látizt á ferð um Öxnadalsheiði og kann að hafa verið úr fjarlægu héraði. Fagurt er á kumlstæðinu og sérkennilegt að sjá þrjú hrika leg árgljúfur koma saman í eitt rétt fyrir ofan. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Nýtt hefti Studia Islandica um Snorra Sturluson og Egilssögu Ritsufnið ÍSLENZK FRÆÐI eða STUDIA ISLANDICA stofn aði dr. Sigurður Nordal prófess or 1937 og var útgefandi. þess T 1951. Síðan hefur heimspeki- deild Háskóla íslands verið út- gef idi þar til nú, að heimspeki- deil1 og Bókaútgáfa Menningar sjóðs ..afa samið með sér að stanúa að útgáfunni sameiginlega og er afgreiðslan á vegum Mer.n ingarsjóðs. Ritstjóri er dr. Stein grímur J. Þorsteinsson prófessor og hefur verið það síðasta áratu. . Þannig skýrði próf. Steingrím ur J. Þorsteinsson f á er hann og Gils Guðmundsson ræddu við blaðamenn við útkomu 20 rits Studia Islandica. Og próf. Stein- grímur sagði ennfremur: Ritið er helgað rannsóknum á íslenzku- í bókmenntum, sögðu og tungu. Birtir það einkum rit- gerðir, sem eru lengri en svo, að þær hæfi tímaritum, svo sem Skírni, tímariti Bókmenntafélags ins. Sögu, tímariti Sögufélagsins eða íslenzkri tungu (Lingua Is- landica), tímariti um islenzkar málrar.nsóknir, sem gefið er út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Félagi íslenzkra fræða. Upþhaflega birti Studia Island ica (íslenzk fræði) einkum er- indi, sem flutt h-fðu verið á rannsóknaræfingum' íslenzkra fræða í háskólanum, en brátt var hætt að einskorða efnið við þær, og undanfarið hefur það ver ið fengið víða að. Nokknar rit- gerðir hafa verið á erlendum málum, einkum ensku, en flest ar á íslenzku, og fylgir þá efnis útdráttur á einihverju heimsmál- inu. Alls hafa komið út 20 hefti með 25 ritgerðum eftir höfunda af se-: þjóðernum. Nýkomið er út 20. hefti af Studia Islandica og hið fyrsta, sem heimspekideild Háskóla Is lands og Bókaútgáfa Menningar sjóðs gefa út sameiginlega. Það er á sænsku, með ensku efnis- ágripi, er eftir Peter Hallberg, dósent í G-autaborg, og nefnist „Snorri Sturluson ooh Egils saga Skallagrímssonar. Ett försök tili spráklig författaiibestamning." 192 bls., prentað í Prentsmiðj- unni Leiftri. Þetta er umfangs- mikil og mjög athyglisverð rann sókn, gerð í því skyni að sann- prófa hina gömlu tilgátu um, að Snorri Sturluson sé hofundur Egils sögu Skallagrímssonar. Að ferðin er sú, að bornar eru sam an við Heimskringlu fimm af mestu íslendingasögum hver um sig: auk Eglu einnig Laxdæla, Eyrbyggja, Njála og Grettla. Talin eru orð, sem í þessum textum er aðeins að finna í Heimskringlu og svo einni af (hinum sögunum. Þessi orð, sem virðast því tiltölulega sjaldgæf, eru hér nefnd „par-orð“ (sam stæðuorð) milli Heimskringlu og 'hlutaðeigandi sögu það kemur í Ijós að tala „par-orða“ milli Heimskringlu og Eglu er helmingi hærri en milli Heimsl. -'inglu og sérhverrar af hinum sögunum. Skyldleiki Heimskringlu og Eglu reynist því auðsær í þessu efni. Til þess að sannreyna niðurstöðuna nán- ar hefur Heimskringlu verið skipt í tvo nokkurn veginn jafn stóra hluta, A og B, og íslendinga sögurnar bornar saman við hvorn um sig sérstaklega. í báðum til vikum sýnir Egla svo að segja nákvæmlega sömu sérstöðu gagn vart hinum sögunum. Þetta styð 1 fyrradag lenti Volkswag- en-bifreið aftan undir palli vörubifreiðar á horni Nóa- túns og Laugavegar. Árekst- urinn varð sökum þess að vörubíllinn nam skyndilega staðar, en vegna bleytu gat Utli bíllinn ekki stanzað jafn skyndil., og þvi fór eins og sézt á myndinni. Meiðsli á fólki urðu engin. Ljósm.: Sig. Harðarson. £ ur það mjög, að sú aðferð, sem hér er notuð, sé traust. Ailt þetta og önnur próf að auki benda í sömu átt og eru sterk rök fyrir því, að Snorri hafi samið Egils sögu. Höfundur telur þessa rann- sóknaraðferð sína („par-orða“- aðferðina) einnig koma að góðu liði við könnun á innbyrðis af stöðu íslendingasagna. svo sem röðun þeirra eftir afstæðum aldri og vinnur hann nú að siik*t rannsókn. Ráðgert er að framvegis komi út af Studia Islandica að jafnaði um 15 arkir árlega, ýmist í einu hefti eða fleiri eftir lengd ritgerða þar sem hver ritgerð verður oft ast sér í hefti. Á næsta ári ern væntanleg a. m. k. tvö hefti, hið fyrra þeirra með ritgerð, er nefn ist Vanir og æsir, eftir mag. art. Ólaf Brie í, menntaskólakenn- ara á Laugarvatni. • Erfiðir dagar Fyrstu dagarnir í október- mánuði ár hvert, eru erfiðustu dagarnir fyrir blöðin, hvað dreifingu þeirra snertir, því þá hættir fjöldi barna og ungl- inga, sem borið hafa blöðin inn á heimilin nú í sumar, vegna anna við skólanámið. — Sum halda þó áfram, ef í Ijós kemur að hægt er að vinna við bJaðburðinn jafnframt skóla- náminu, og eignast á þann Iiátt skotsilfur. Ef að líkum lætur er þó mjög sennilegt að stundarerfið- leikar verði á að koma blaðinu tafarlaust inn á öll þau heimili sem kaupa Morgunblaðið. — Starfsfólk afgreiðslu Morgun- blaðsins og umboðsmenn þess utan Reykjavíkur, þar sem eins stendur á og hér i Reykja- vik, munu gera allt sem í beirra valdi stendur svo hægt verði sem fyrst að koma blaðburðin- um í eðlilegt horf. Þetta eru lesendur Mbl. vinsamlega beðn- ir að athuga. Þess má geta hér að lokum, að á síðari árum hefur fólk, sem komið er á efri ár, drýgt tekjur sínar við að bera út Morgunblaðið. Þessu fólki hef- ur fallið starfið ágætlega, og því tekizt að drýgja tekjur sín- ar þó nokkuð með þessu morg unstarfi sínu. • Um Norðlenzka byggða- safnið á Akureyri Norðlendingur Skrifar: Akureyri er merkur og menningarlegur kaupstaður. Og af því hann er auk þess bæði sumarfagur og fjölsóttur, hafa bæjarbúar á undanförnum ár- um kostað kapps un* að auðga hann að því, sem Danir kalla „seværdigheder". Má í því sam- bandi minna á Nonnahúsið og Matthíasarsafnið. (Minnismerki Helga magra skal látið liggja milli hluta). Og nú hafa þeir komið á fót byggðasaíni, sem í fyrstu skyldi heita Byggðasafn Eyjafjarðar, en af einhverjum orsökum, sem ekki hafa verið látnar uppi, var nafninu breytt, og kallast safnið nú Norðlenzka byggðasafnið. Það er eins og Akureyringar gleymi því stundum, „ð Norð- lendingafjórðungur nær yfir stærra svæði en hreppana kring um Eyjafjörð, og er þessi end- urskírn byggðasafnsins allt að því staðfesting þeirrar gleymsku. Því var lýst yfir, um leið og nafnið var tilkynnt í blöðunum, að gripa í Norð- lenzka byggðasafnið yrði ein- göngu safnað á Akureyri og í sveitum Eyjafjarðar. — Hvers vegna mátti þá ekki sáfnið heita Byggðarsafn Eyjafj,. eins og upphaflega var ráð fyrir gert? Hin nýja nafngift er villandi og sýnir að vissu leyti Skort á 'háttvísi, þegar þess er gætt, að bæði í Glaumbæ í Skagafirði og á Grenjaðarstað í Suður- Þingeyjarsýslu eru þegar risin upp mjög merk byggðasöfn, sem standa meira að segja að því leyti framar safninu á Ak- ureyri, að þar eru hinir gömlu munir geymdir í réttu um- hverfi: íslenzkum torfbæ. — Einnig kváðu Húnvetn:ngaf vera búnir að safna miklu af gömlum gripum í sinni sýslu svo segja má, að hver sýsla norðan lands eigi nú sitt eigið byggðas&fn. En Eyfirðingar, sem einna síðbúnastir verða til að setja á stofn byggðasafn í heimaihéraði sínu, gera sér hægt um hönd og búa til f jórð- nngssafn með tómri nafngift- inni. Norðlenzka byggðasafnið á Akureyri rís ekki undir r.t.fni, nema þar verði að finna eitt og annað, sem safnað hefur verið úr Húnavatnssýslum, Skaga- firði og Þingeyjarsýslum. aufe Eyjafjarðarsýslu og þess jafn- framt getið við hvern einstak- an grip safnsins, hvaðan úr fjórðungnum hann sé runninn, líkt og hægt er að sjá í Þjóð- minjasafni íslands, hvaðan af landinu hver einstakur hlutur er bominn. Þá er það einnig villandi fyrir útlendinga, sem heimsækja Akureyri og skoða þetta safn þar, að það skuúi heita Norðlenzka byggðasafnið, því ekkert er eðlilegra en þeir dragi þá ályktun af nafninu einu saman, að ekki sé eftir neinu að slægjast, hvor-ki á Grenjaðarstað né í Glaumbæ, því allt það, sem minni á gamla menn ngar- og atvinnusögu Norðlendinga, sé komið á emn stað á Akureyri. • Byggðasafn Eyjafjarðar Hvað sem kann að bua á bak við endurskírn byggða- safnsins á Akureyri, þá er nafn þess nú bæði rangt og ó- smekklegt og sjálfsagt, að safnið verði látið heita eins og fyrirhugað hafði verið: Byggða safn Eyjafjarðar. — Norðlendingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.