Morgunblaðið - 26.09.1962, Qupperneq 15
Miðvikudagur 26. sept. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
15
KVIKMYNDIK ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR
U
»—I
Þd
★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR CM: ★ KVIKMYNDIR ★
HÁSKÓLABÍÓ: Fimm brenni-
merktar konur.
Mynd þessi sem er amerísk er
ibyggð á skáldsögu eftir rithöf-
undinn Ugo Pirro. Myndin gerist
í Júgóslavíu árið 1943, er Þjóð-
verjar hafa hertekið landið.
Fimm ungar júgóslavneskar stúlk
ur, Jovanka (Silvana Mangano),
Daniza (Vesa Miles), Marja
(Barbara Bel Goddes), Ljuba
(Jeanne Moreau) og Mira (Carla
Gravina), hafa lagt lag sitt við
einn af foringjum nazista, Keller
að nafni, en skseruliðar taka þær
höndum og refsa þeim með því
að snoðklippa þær. Var það eins
ttoonar brennimerki, er mjög var
notað á stríðsárunum við þær
sem vingott áttu við setuliðs-
menn í hinum herteknu löndum.
— Skæruliðar ráku þessar
brennimerktu konur út úr borg-
inni og urðu þær að liggja úti
og stela mat sér til viðurværis.
Stúlkurnar finna lík Þjóðverja,
sem skæruliðar hafa skotið. Þær
taka byssur þeirra og klæðast
fatnaði þeirra og taka til fanga
einn Þjóðverjanna, Reinhardt
höfuðsmann, sem aðeins var
særður. Skömmu síðar ráðast
þær með skothríð á flokk Þjóð-
.verja, sem eru að ræna kvikfén-
aði í þorpi einu. Leiðir það til
iþess að þær ganga í lið með
skæruliðun., en foringi þeirra er
Velko (Van Heflin), kunningi
Jovanka. Stúlkurnar taka þátt í
baráttunni með félögum sinum
af miklum dugnaði og hugprýði,
en aginn hjá Skmruliðum er
harður og miskunnarlaus og fá
elskendurnir Branlo (Harry Gu-
ardino) og Daniza að kenna á
jþvi, er þau hafa brugðist á verð-
inum og þannig orðið til þess
, að þýzkur njósnarar komust að
felustað skæruliða. Skærulið-
arnir halda nú til átthaga sinna
til árásar á Þjóðverja meðan þar
ifier fram mikil hensýning og
hátíðahöld. Reinhardt höfuðs-
maður reynir að flýja, en Ljuba,
sem elskar hann neyðist til að
skjóta hann. Árásin á Þjóðverj-
ana tekst og faila þar margir
af háttsettum foringjum þeirra.
En mannfall verður einnig mik-
ið hj'á Skæruliðum. Þegar þeir
eru komnir í fjallaskarð eitt, sjá
iþeir þýzika herdeild nálgast. Vel-
ko Skipar mönnum sínum að
halda áfram ferðinni, en sjálfur
hyggst hann tefja för Þjóðverj-
anna með vélbyssu sinni, — og
Jovanka verður eftir hjá honum.
Svo sem sjá má af þessum
stutta útdrætti, er þetta mjög
efnismikil mynd. Hún er einnig
mjög vel gerð enda er leikstjór-
inn snillingurinn Dino de Laur-
entiis, sem stjórnaði myndunum
„Stríð og friður", „Önnu“ og
„Ris-stúlkunni“ í samvinnu við
leikstjórann Carlo Ponti, og
fleiri myndum, sem hér hafa ver
ið sýndar. Myndin er einnig mjög
vel leikin, enda fara mikilhæfir
leikarar með mörg hlutverkin.
t
1SVIKAHRAPPURI NNfl
lÖNY^ **%CUB JiS 333k
mmgsggmg
HAFNARBÍÓ: Svikahrappur-
inn.
Mynd þessi fjallar um líf
ævintýramannsins Ferdinard
Waldo Demara, sem var snill-
ingur í að villa á sér heimildir
og lenti í margsikonar ævintýr-
um, sem hann þó slapp oftast
furðulega frá. Munu sagnir um
hann hafa birtst í íslenzkum
blöðum. — Þegar myndin hefst
íbúðir tíl sölu
3ja og 4ra herbergja hæðir í sambýlishúsi við Safa-
mýri. Seljast tilbúnar undir tréverk, sameign inni
múrhúðað, húsið fullgert að utan, tvöfalt gler o. fl.
Aðeins 4 íbúðir saman um þvottahús. Ágæt teikning.
Hagstætt verð.
ARNI STEFÁNSSON, hrl.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Símar: 14314 og 34231
Ungur piltur
getur fengið atvinnu nú þegar við framleiðslu-
störf. — Upplýsingar í
Heildverzluninni HEKLU
Hverfisgötu 103 — Sími 11275.
Skrífstofustútka
sem er vön algengum skrifstofustörfum óskast
nú þegar.
Heildverzlun Péturs Péturssonar
Hafnarstræti 4 — Sími 11219.
Sniðkennsla — lifliáltaka
Dagnámskeið hefst 2.’ október. Kvöldnámskeið hefst
23. október. — Innritun hafin.
Sigrún Á. Sigurðardóttir,
Drápuhlíð 48 — Sími 19178.
er Demara (Tony Curtis) skóla-
kennari á Haven-eyju í Maine-
fylki í Ameríku, en undir gerfi-
nafninu Martin Goddart. Tveir
ríkislögreglumenn koma og
sækja hann, fara með hann um
borð í vélbát og loka hann þar
inni í klefa hlekkjaðan við eina
kojuna. — Þar fer Demara að
rifja upp lífssögu sína, sem er
býsna margbrotin og skemmti-
leg, þrátt fyrir allt, og eru at-
burðirnir raktir í myndinni. Dem
ara á þegar í bernsku bágt með
að Skilja og sætta sig við lög
og reglur borgarlegs lífs. Og árin
líða. Hann kemst í herinn, og
til þess að komast í foringja-
skólann falsar hann heimi'ldar-
skjöl og segist vera dr. Röbert
Lloyd, háskólaprófessor. En hann
getur ekki haldið þeini titli lengi
og tekur þá það til bragðs að
hverfa. Hann gengur nú í klaust-
ur, hverfur þaðan fljótlega. Lend
ir þá á fylliríi og herinn nær í
hann og setur 'hann í fangelsi.
Síðar er hann látinn laus og
fer þá beint í rikisfangelsið og
fær þar yfirfangavarðastöðu und
ir fölsku nafni. Honum ferst starf
ið þar prýðilega, en verður þó
að hrökklast þaðan. Næst skýtur
honum upp í Kanada sem lækni
og verður nú herlæknir á skipi.
Kemst hann þar í mikinn vanda,
sem hann þó leysir svo vel að
hann hlýtur aðdáun og myndir
eru birtar af honum í blöðun-
um. En það verður hionum til
falls. Öll svik hans komast upp,
— en myndinni lýkur þannig að
auglýst er að Demara er ekki
af baki dottinn . . .
Mynd þessi er fjörleg og
skemmtileg og leikur Tony Curt-
is prýðilega hlutverk Demara.
Margi- aðrir leikarar fara þarna
vel með hlutverk sín, svo sem
ágæti leikari Karl Ma'lden, sem
leikur prest og góðan vin Dem-
ara frá bernskuárum hans.
Listdansskóli
Guðnýjar
Pétursdóttur
10 vikna Ballet-námskeið hefst
8. okt. n.k. Kennt verður í
Reykjavík og Kópavogi.
Upplýsingar í sima 1-24-86 frá
kl. 1—7 daglega.
5 herb. hœðlr
Til sölu eru glæsilegar 5 herbergja hæðir í sambýlis-
húsi við Bólstaðarhlíð. Seljast tilbunar undir tré-
verk, sameign inni fullgerð, húsið fullgert að utan,
tvöfalt gler o. fl. Hitaveita fljótlega. Mjög góð
teikning.
ÁRNl STEFÁNSSON, hrl.,
Málflutningur — Fasteijjnasala.
Suðurgötu 4 — Sínu 14314 og 34231.
Nýleg 2ja herb. íbuð
Til sölu er nýleg 2ja herbergja íbúð við Ljósheima.
Teppi á gólfum fylgja. Vönduð innrétting. Laus til
afnota um áramót.
ÁRNI STEFÁNSSON. HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Símar: 14314 og 34231.
Sicjnal heldur munni yðar hreinum
Rauöu rákirnar í Signal tannkreminu innihalda
Hexachlorophene, sem hreinsar tennur yðar og heldur x
munni yðar hreinum. En Signal gerir meira en að halda
tönnum yðar mjallahvítum, það ver yður einnig andremmu.