Morgunblaðið - 07.10.1962, Side 5

Morgunblaðið - 07.10.1962, Side 5
Sunnudagur 7. okt. 1962 MORClNB14ÐIÐ 5 Big Ben Bertrand Russel hefur löngum verið teflt fram sem eins konar goði gáfna og frjálslyndis meðal „frelsis- og framfarasinna“ á ís- landi og getur því verið lær- dómsríkt að fá álit þjóðar hans á honum. Eftir að hafa átt tal við „manninn á götunni", leitaði ég álits fulltrúa helztu stjórnmála- flokka Bretlands. The Labour Party er að margra áliti heilbrigðasti sósíal- istaflokkur veraldarinnar. Ég átti langt tal við fuiiirua hans. Það var ungur maður, flug- greindur og vei kumiur heims- málunum. „Við rekum enga. glæfrapóli- tík hérlendis," sagði hann bros- andi. „Auðvitað deilum við um margt og mikið, en hagsmuna Bretlands reynum við þó allir að gæta. — Kommúnistar? — Nei, sem betur fer, þeir eru heldur áhrif alitlir. Flokkur þeirra telur rúmlega 100 þúsund Hvers vegna eru Bretar dnæmir fyrir öfgastefnu? eftir Kristmann Guðmundsson PLESTUM mun vera það all- mikil ráðgáta, hvernig á því stendur, að kommúnisminn skuli hafa náð svo mikilli fótfestu á íslandi, sem raun ber vitni. — Reynt hefur verið að skýra þgð á marga vegu, en engum mun hafa tekizt að ráða gátuna til fulls. Ekki er fátæktinni til að dreifa, því að allur almenningur lifir við betri kjör en í flestum öðrum löndum hinnar frjálsu Evrópu og er auk þess svo vel uppfræddur, að fávizka getur naumast komið til greina sem ein af orsökum þessa ástands. Eins og aðstæður eru á fslandi, væri eðlilegt að álykta, að þar gæti kommúnisminn alls ekki þrifizt, né heldur nazismi eða aðrar öfgastefnur. Aftur á móti gæti talizt eðli- legt, að í Bretlandi væru mikil gróðrarskilyrði fyrir hina rauðu pest. Þar er, eða hefur verið til skamms tíma, stór munur stétta, mikill auður á fárra höndum og talsverð örbirgð meðal lægst settu meðlima þjóðfélagsins. Þó að allt þetta hafi á síðustu ár- um breytzt til jafnaðar að stór- um mun, skýrir það ekki þá skemmtilegu, en jafnframt furðu legu staðreynd, að kommúnism- inn á þar sáralítil itök og er hverfandi stefna, er litlum skaða fær valdið. Mér hefur lengi leikið hugur & að vita, hvað það er, sem ger- ir Breta ónæma fyrir öfgastefn- unum, og skal nú reyna að gera grein fyrir þeim orsökum, er þeir sjálfir telja líklegastar fyr- jr því. „Þetta er allt saman loftslag- inu að þakka,“ sagði Maurice Barbanell ritstjóri. „Hér er aldrei heitt, aldrei kalt, temprað loftslag, sem sagt. Og fólkið er eins. Bylting getur aldrei átt sér stað í svona loftslagi; fólkið verður rólegt og daufgert — það er ekki auðvelt að æsa það upp í nein stórræði. Svo erum við líka taldir hafa sæmilegt skop- skyn hérna í Englandi, og komm únistískur áróður verkar á okk- ur eins og hvert annað grín.“ Hvað segir „fólkið á götunni"? Ég spurði blaðasalann á horn- inu: „Er mikið um kommúnista hérna?“ Hann kom af fjöllum: „Komm únistar — hvernig dettur yður það í hug, herra minn?“ „Væri ekki gaman af fá bylt- ingu? Taka auðæfin frá þessum ríku skröttum og láta fólkið njóta góðs af þeim?“ Hann horfði á mig með kímni- brosi: „Nú, þér eruð einn af þeim! Nei, við erum ekki svo vitlausir að halda, að við hefð- um eitthvað gott af því, þó að hér yrði bylting. Við höfum það skrambi gott, eins og er. Og þó- að húsaleigan sé orðin nokkuð dýr, þá er ekki nema ein fjöl- skylda um hverja íbúð. Lesið þér bara, herra minn, hvernig það er í RúsSlandi." Kínverskur þjónn á „pubbin- um“ ætlaði að ærast, þegar ég nefndi kommúnisma við hann: „Ég er nýkominn frá Hong- kong,“ sagði hann og var orð- ■inn brúnaþungur. „Ættingjar mínir og vinir eru meðal flótta- mannanna; þér ættuð að heyra sögurnar þeirra! Nei, kbmmún- istar, það eru djöflar í manns- mynd, og ef nokkurt réttlæti er til í heíminum, þá mun lögmál orsaka og afleiðinga gera þeim skil, áður en langt um líður. — Hérna í Englandi, það veit ég ekki, ég er nýkominn, en auð- vitað skilja þeir ekki, hvað um er að vera þarna fyrir austan." „Það er nú ekki alveg rétt,“ sagði sá, er stóð næstur mér. „Við fylgjumst vel með því, sem gerist, og ég held, að stjórnmála mönnum okkar sé fullkomlega ljóst, hvað þar er að varast. Að minnsta kosti treystum við þeim.“ Það var mér ný reynsla í Eng- landi; flestir virðast treysta stjórninni. Þeir játa fúslega, að hún hafi sína galla, en margt gæti betur farið og auðvitað sé ýmsu ábótavant, en élit „manns ins á götunni" er það, að stjórn- endurnir starfi eftir beztu sam- vizku og af góðum vilja. „Við viljum helzt ekki þurfa að blanda okkur í stjórnmálin, svona daglega,“ segir góðkunn- ingi minn, verkfræðingur, vel menntaður maður með góða þekkingu á bókmenntum. „Til þess höfum við stjórnmálamenn ina. Enskur almenningur hefur í rauninni engan áhuga á póli- tík, hann vill njóta lífsins og fá að vera í friði. En allar öfga- stefnur eru okkur hrein plága, þær eru þreytandi, skoplegar, við viljum ekkert hafa með þær að gera. Auðvitað fyrirfinnast hér einstöku vindhanar og veifi- skatar — jseja, sumt af þessu eru greindir menn — sem láta glepjast af bæði nazisma og kommúnisma og reyna að slá ryki í augu okkar með ræðum og skriffinnsku. En ég held, að viðhorf þjóðarinnar gagnvart þeim hafi verið vel túlkað í lítilli afmælisgrein um Bertrand Russel í Sunday Express, þegar hann varð níræður á dögunum." (20,—5. ’62). Þessi litla grein hljóðar svo: „Bertrand Russel, sem á ní- ræðisafmæli um þessa helgi, hef ur ekki einungs tekizt að lifa lengur en flest fólk. Hann hefur einnig gefið mann kyninu fleiri ráðleggingar en ná lega nokkur annar maður í sögu þess. Á hinum ýmsu tímamótum hef ur hann gefið okkur heilræði: að bjóða heri Hitlers velkomna, eins' og þeir væru túristar. Að hefja varnarstyrjöld gegn Rúss- um. Að hætta öllum vörnum gegn Rússum. Varla er til það málefni, sem hann hefur barizt fyrir, hvort heldur er friðar- sókn, frjálsar ástir eða agalaust uppeldi — sem reynslan hefur ekki sýnt, að væri með öllu eyði leggjandi. En þrátt fyrir það skálmar hann enn áfram — alltáf spræk- ur, alltaf fáránlegur, alltaf ó- skammfeilinn. Megi honum enn auðnast að eiga marga afmælisdaga. Og megi allur meirihluti venjulegra, skyni gæddra, brezkra borgara hafa vit á að halda áfram að taka ekkert mark á honum.“ meðlimi, og þeir hafa blað, Daily Worker, sem fáir virðast lesa aðrir en þeir sjálfir. Hitt er svo annað mál, að þeir eru alls ekki aðgerðalausir, neí, það er nú eitthvað annað. Við fáum svei mér að kenna á því í Labour. Þar líður naumast sá dagur, að við verðum þeirra ekki varir á einhvern hátt. Allt- af eru þeir að reyna að senda flugumenn inn í flokkinn okk- ar og mynda „sellur“, og raun- ar eru þeir miklu hættulegri en fólk heldur, sökum þess að þeir koma aldrei upp á yfirborðið. Aðalhættan, sem af þeim staf- ar ,er sú, að fólk varar sig ekki á þeim, það vill ekki trúa því, að þeir geti í raun og veru verið hættulegir. Stundum er spurt, hvers vegna við bönnum ekki kommúnistaflokkinn í Englandi. Það er af því að við álítum, að þeir yrðu einungis hættulegri, ef þeir færu allir „under- ground“; það er hægara að fylgj ast með þeim eins og er. En við verðum að vera sífellt á verði. Fimmta herdeild Rússa er að starfi hér eins og annars staðar. Þeir eru meistarar í að villa á sér heimildir og reyna sífellt að mynda alls konar fé- lagsstarfsemi, er lítur sakleysis- lega út, en er hættuleg eigi að síður. Verstir eru þeir „hlut- lausu“, „the fellow travellers“, sem láta hafa sig til alls konar myrkraverka í ginningarskyni við almenning. Þér hafið auð- vitað orðið var við þessa menn, sem eru með einhliða afvopnun og ákveðnir í að banna atóm- sprengjur — þegar við . og Ameríkumenn eigum í hlut. Þótt Rússar sprengi, það gerir minna til, og þótt þeir geri nokkr- ar þjóðir að þrælum sínum, hver talar um það? Eystrasalts- löndin, Ungverjaland, Tékkó- slóvakía o. s. frv. Þeir „hlut- lausu“ nefna aldrei þessi lönd, en við erum skammaðir fyrir nýlendukúgun, þó að við höfum unnið að því baki brotnu, síð- an stríðinu lauk ,að gefa hverri þjóðinni af annarri fullt frelsi," af þeim, sem okkur voru áður áhangandi. Sama er um Ameríku menn að segja: Þeir hafa hjálp- að nálega allri veröldinni um mat, vörur og peninga, en eigi að síður dynja skammirnar á þeim, og öllum þeirra velgern- ingum er snúið upp í skepnu- skap. Jæja, ég veit, að þér þekk- ið þetta allt, en hérna heima, jú, við stöndum tryggilega á verði gegn þessum ófögnuði, en það er ekki alltaf létt. Sjáið þér til: Við höfum hérna fyrirbrigði, sem kallað er „reiðir, ungir menn.“ Nokkrir þeirra hafa stofnað hreyfingu, sem nefnist „Centre 42.“ Það starfar að „menningarmálum" og hefur í sjálfu sér látið margt gott af sér leiða, en — við erum ekki í vafa um, hverjir húsbændurnir eru. Þetta eru hættulegir menn, sem sigla undir fölsku flaggi, úlfar í sauðargæru, vinir komm- únista ,vinir Rússa. En margir hafa álit á þeim, sökum þess hve sljótt fólkið er. Það segir sem svp: „Þessir ungu, reiðu menn eru vinir menningarinnar, þeir vilja vel, þeir reyna að gefa verkamönnunum hlutdeild í listum og skáldskap, ekki get- ur það verið neitt hættulegt.“ Englendingar eru daufgerðir, og vitanlega hata þeir allar öfga- stefnur, én menning, það er dá- lítið annað. Auðvitað leitumst við allir við að útbreiða menn- inguna meðal almennings. En því miður verður okkur ekki nógu mikið ágengt. Hægrimenn eru hér eins og alls staðar. annars staðar afturhaldssamir, skilja ekki sinn vitjunartíma, skilja ekki, að tímarnir eru gjörbreytt- ir frá því, sem áður var, skilja ekki, að rányrkja er ekki leng- ur tímabær — jæja, ég vil ekki lasta þá, þeir reyna eftir beztu getu að fylgjast með tímanum, en þeir eru sljóir, að mér finnst, einmitt á þessu sviði: menning- in er ekki lengur eign fárra út- valinna, heldur allra, sem geta meðtekið hana. Flugumenn kommúnista nota sér það út í yztu æsar, að hægrimenn halda enn í úrelta hluti. Kapítalism- inn er dauðadæmdur, það sér hver heilvita maður, lítið þér bara á húsaleiguokrið hérna í London og auðhringana; þótt segja megi, að þeir séu í smærri Framhald á bls. 7. Piccadilly torgið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.