Morgunblaðið - 07.10.1962, Síða 24
24
MORGVTSBLÁÐIÐ
Sunnudagur 7. okt. 1962
;
:
■
IVIENNT ER MATTUR
Notið frístundirnar
til hagkvæms náms í
BRÉFASKÚLA SÍS
1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga*.
5 bréf. Kennslugjald kr. 100.00. Kennari Eiríkur
Pálsson, lögfræðingur.
2. Fundarstjórn og fundarreglur: 3 bréf. Kennslu-
gjald kr. 200.00. Kennari er Eiríkur Pálsson.
3. Bókfærsla I, byrjendaflokkur: 7 bréf. Kennslu-
gjald kr. 350.00. Kennari Þorieifur Þórðarson, for-
stjóri.
4. Bókfærsla II: 6 bréf, frarnhald fyrra flokks
sami kennari. Kennslugjald kr. 300.00.
5. Búreikningur: 7 bréf og bókin „Leiðbeiningar
um færslu búreikninga". Kennari Eyvindur Jóns-
son, búfræðingur. Kennslugjald kr. 150.00.
6. íslenzk réttritun: 6 bréf eftir kennarann
Sveinbjörn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald
kr. 350.00.
7. íslenzk bragfræði: 3 bréf eftir kennarann Svein
björn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald kr.
150,00.
8. íslenzk málfræði: 6 bréf eftir kennarann Jónas
Kristjánsson, cand. mag. Keimslugjald kr. 350.00.
9. Enska I, byrjendaflokkut: 7 bréf og ensk les-
bólc. Kennari er Jón Magnússon, fil cand. Kennslu-
gjald kr. 350.00.
10. Enska II: 7 bréf, auk Jeskafla, orðasafns og
málfræði. Framhald fyrra f'uKks, sami kennari.
Kennslugjald kr. 300.00.
11. Danska I, byrjendaflokkur: 5 bréf og Litla
dönskubókin eftir kennarann Ágúst Sigurðsson,
cand. mag. Kennslugjald kr. 250.00.
12. Danska II: 8 bréf og kennslubók í dönsku
eftir kennarann. Kennslugjald kr. 300.00.
13. Danska III: 8 bréf, svo og kennslubók, lesbók,
orðasafn og stílhefti eftir kennarann. Kennslugjald
kr. 450.00.
14. Þýzka: 5 bréf þýdd og samin af kennaran-
um Ingvari Brynjólfssyni, menntaskólakennara.
Kennslugjald kr. 350.00.
15. Franska: 10 bréf, þýdd og samin af kennar-
anum Magnúsi G. Jónssyni, menntaskólakennara.
16. Spænska: 10 bréf, þýdd og samin af kennar-
anum Magnúsi G. Jónssyni, menntaskólakennara.
Kennslugjald kr. 450.00.
17. Esperanto: 8 bréf. Kennslugjald kr. 200.00.
18. Reikningur 10 bréf. Þorleifur Þórðarson
kennir. Kennslugjald kr. 400.00.
19. Algebra: 5 bréf eftir kennarann, Þórodd
Oddson menntaskólakennara. Kennslugjald kr.
300.00.
20. Eðlisfræði: 6 bréf eftir kennarann Sigurð Ingi
mundarson, efnafræðing. Kennslugjald kr. 250.00.
21. Mótorfræði I: 6 bréf eftir kennarann Þorstein
Loftsson, vélfræðing. Kennslugjald kr. 350.00.
22. Mótorfræði II: 6 bréf um dieselvélar eftir
kennarann, Þorstein Loftsson. Kennslugjald kr.
350.00.
23. Siglingafræði: 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðs-
son stýrimannaskólakennari. Kennsiugjald kr.
350.00.
24. Landbúnaðarvélar og verkfæri: 6 bréf. Kenn-
ari er Haraldur Árnason, lendbúnaðarvélaverk-
fræðingur. Kennslugjald kr. lóo.OO.
25. Sálarfræði: 4 bréf. þýdd og tekin saman af
kennaranum dr. Brodda Jóhannessyni og frú Val-
borgu Sigurðardóttur. Kennslugjald kr. 200.00.
26. Skák I, byrjendaflokkur: 5 bréf á sænsku.
Kennslugjald kr. 200.00.
27. Skák II: 4 bréf. Kennslugjald kr. 200.00.
28. Starfsfræðsla: Bókin „Hvað viltu verða“.
Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur svarar bréfum
nemenda og gefur upplýsingar og leiðbeiningar
varðandi starfs- og stöðuval. Kennslugjald kr.
200.00.
Bréfin eru samin og svörin leiðrétt af ágætum
kennurum í hverri grein.
Skólinn leggur ekki til svara- og verkefnahefti,
en mælist til. að nemendur noti litlar stílabækur
eða laus blöð. Áherzlu ber að leggja á það, að
ganga sem bezt frá svörunum, skrifa greinilega og
hafa spássíu fyrir leiðréttingar. Það er góð regla
að skrifa aðeins í aðra hvora lmu.
Nemandi getur tekið eina námsgrein eða fleiri
eftir því sem ástæður hans leyia. Um leið og hann
sækir um kennslu í einhverri grein, sendir hann
kennslugjaldið fyrir þá námsgrein, eða vottorð frá
Sambandsfélagi um, að hann hafi greitt því kennslu
gjaldið, eða biður um fyrstu námsbréfasendingu í
póstkröfu. Nemandi verður að gæta þess, að gefa
upp greinilegt heimilisfang. Nemand^ eru svo send
tvö fyrstu bréf námsgreinarinnar. Hann svarar
fyrst bréfi nr. 1 og sendir það til baka. Svarar bréfi
nr. 2 meðan hann bíður eftir svari Bréfaskólans.
Þegar skólinn fær svar nr. 1, sendir hann nemanda
bréf nr. 3 og 1. bréf leiðrétt. Þegar skólinn fær svar
nr. 2 sendir hann nemanda bréf nr. 4 og leiðrétt
bréf nr. 2, og svo koll af kolii, þangað til flokkur-
inn er búinn. Svar við hverju bréfi verður að vera
komið til skólans eigi síðar en 3 mánuðum eftir
að bréfið var sent út. Annars verður litið svo á,
að nemandi hafi hætt námi, og hefur hann þá
fyrirgert kennslugjaldi sínu. TTndanþágu frá þessu
getur skólinn veitt, ef ætla má, að póstsamgöngur
hafi hamlað, eða nemandi hafi verið veikur. Innan
þessara tímatakmarka ræður nemandi því sjálfur,
hve mikill námshraði hans er, en heppilegast er
fyrir hann að svara bréfunum eins fljótt og hann
getur. Nýir nemendur fá inngöngu, hvenær sem er
á starfstíma skólans.
Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vott-
orð um það frá skólanum. Nemendur verða að
skuldbinda sig til að sýna ekki óviðkomandi
mönnum bréf skólans, né svör.
Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Sam-
vinnusambönd nágrannalanda okkar reka flest
bréfaskóla. Þeir eru hentugir fyrir fólk á öllum
aldri og hvaða atvinnu, sem það stundar. Nem-
andinn getur notað frístundir sinar hvenær sem þær
eru, til að lesa bréfin og svara þeim. Hann ræður
sjálfur að miklu leyti námshraða sínum. Á þann
hátt notast frístundirnar miklu betur en í venju-
legum skólum. Bréfaskólarnir hafa og þann kost,
að fólk, sem búsett er á stöðum, þar sem lítið er
um kennslukrafta, getur á þennan hátt notið
kennslu færustu manna í hverri grein. Margir
ágætir menn hafa sótt menntun sína í bréfaskóla.
í ýmsum löndum eru skólarnir orðnir svo full-
komnir, að þeir kenna allt, sern þarf til stúdents-
prófs og í sumum greinum iil háskólaprófs. Þetta
kennsluíorm hefur alls staðar i-eynzt mjög vel.
TAKIÐ EFTIB. — Bréfaskóli SÍS veitir ungum
og gömlum, konum og körlum, tækifæri til að
nota frístundirnar til að af!a sér fróðleiks, sem
allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér
bætt yður missi fyrri námsára, aukið þekkingu
yðar og möguleika á að komast áfram í lífinu. Þér
getið gerzt nemandi, hvenær ársins sem er, og eruð
ekki bundinn við námshraða annarra nemanda.
Bréfaskóli S.f.S. býður yður velkominn.
Utanáskrift Bréfaskólans er: Bréfaskóli S.Í.S.
Beykjavík.
Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirtöldum námsgreinum:
□ Vinsamlega sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr. ____________
nafn
heimilisfang
69
W
•n
>
w
o*
Cfl
>
fs g
M 69
H >
ss
^ «1