Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49. árgangur 234. tbl. — Laugardagur 20. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tékkneski fulltrúinn lézt Hafði skotið konu sina og ætlaði sjálfum sér sömu örlög Bethlehem, Pennsylvania, f 19. október — AP, 1 DAG lézt í sjúkrahúsi í Pennsylvania, tékkneski sendi sveitarfulltrúinn Karel Zizka, af skotsári því, er hann veitti sjálfum sér er lögreglumenn frá New Jersey náðu honum eftir æðisgenginn eltingaleik. Kona hans hafði fundizt látin skömmu síðar og fannst hjá henni orðsending frá Zizka, þar sem segir, að hann hafi ráðið henni bana og ætlað sjálfum sér sömu örlög. Zizka var einn af fulltrúum Tékkóslóvakíu hjá Sameinuðu þjóðunum og fannst kona hans látin í aðsetri sendinefnd arinnar í New York. f>au hjón in voru bæði um fertugt. Af hálfu tékkneskra yfir- valda hefur því verið lýst yfir, að hjónaband þeirra hafi verið gott, að svo miklu leyti sem kunnugt hafi verið, og fjöl- skyldulíf þeirra rólegt og traust. Sé ekki til önnur skýr- ing á þessum hörmulega at- Stærsta smygl sem um getur Washington, 19. ökt. — (AP) EINHVER stærsti smygl- farmur af hrá-ópíum, sem um getur í sögunni, eða heil smálest, hefur komizt í hendur yfirvalda Thai- lands og handaríska eitur- lyf jaef tirlitsins. Talið er víst, að J»ví hafi átt að; smygla til Bandaríkjanna, en verðmæti farmsins er nær 900 milljónir kr. (ísl.) Carl Debaggio, fnam-; kvæmdastjóri eftirlitsins, sagði í dag, að farmur þessi ’hefði fundizt fyrir viku í Thailandi og ljóst sé, að hann hafi átt að fara til Bandaríkj- anna. Sagði hann, að fundur þessi væri árangur aukinna rannsókna á eituriyfjasmygli frá Austurlöndum í samvinnu við stjórnir viðkomandi landa. Síðast í júlí sl. fannst í Tyrklandi mikið magn eitur- lyfja, að verðmæti um þrjúl hundruð millj. kr. (ísl.), eftir sameiginlegar rannsóknir • aandarísku eiturlyfjagæzlunn ar og tyrkneskra yfirvalda. 1 burði en sú, að Zizka hafi fengið taugaáfall. ★ ★ ★ Það var í gær, að Zizka ók svartri Cadillac bifreið, eign tékknesku ríkisstjórnarinnar, með 185 km hraða inn í Penn- sylvaníuríki. Lögreglumenn frá New Jersey veittu hon- um eftirför og tókst að ná honum eftir langan eltinga. leik. Þegar lögreglan kom að ökumanninum sem reyndist vera Karel Zizka, skaut hann úr skammbyssu á einn lög- reglumannanna, sem svaraði með því að særa Zizka á öxl. Beindi hann þá skammbyss- unni að höfði sínu og hleypti af. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús, og börðust læknar þar við að halda í honum líf- inu. Snemma í morgun hafði hjartað stöðvazt en læknarnir opnuðu brjóstholið og tókst að koma því af stað aftur. Zizka lézt síðdegis í dag. Lítill árangur af viðræðum Kennedys og Gromykos Washington, 19. okt. AP. • Talsmaöur bandariska utan- ríkisráðumeytisins sagði í dag, að viðræður þeirra Kennedys for- seta, og Gromykos, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hefðu lítinn árangur borið. Talið er — en óstaðfest þó að Kennedy hafi beðið Gromyko að bera Krúsjeff, forsætisráðherra, þau orð, að hanin sé reiðubúinn til viðræðna við hann um Beriinarmálið og önnur alþjóðleg deilumál, ef hann hyggi á ferð til Bandarikj- anna nú í haust. Er talið, að hanm hafi þó tekið fram, að viðræð- urnar verði að vera óformlegar og látið fylgja, að Krúsjeff geri sér falsvonir einar, ef hann vænti þess að stefna Bandaríkjamanma í Berlínarmálinu verði á nokk- urn hátt öðru visi eftir einm mán uð en hún er niú. Gromyko og Kennedy ræddust við í tvær klst. í Hvíta húsinu Florida, 19. okt. — (AP) — í D A G var skotið á loft eldflaug af gerðinni Nike Cajun frá eldflaugastöð flug- hersins við Eglin í Florida. í 80 km hæð sleppti eldflaug- in kemískum efnum sem mynduðu gerviský. Tilraun þessi er hin 6. af 30, sem gera á til rannsókna á efstu lögum gufuhvolfsins. og síðan ræddust þeir við í fjór- ar klst. Gromyko og Dean Riusk utanríkisráðherra. Var fundi þeirra ekki lokið fyrr en etftir miðnættið. í dag hélt Gromyko til New York, en heim til Rúss- lands hyggst hann fara á sunnu- dag að gefa Krúsjeff skýrslu. Af hálfu sovézkra yfirvalda hef- ur því hvorki verið neitað né játað að Krúsjeff hyggi á Banda- ríkjaferð. en orðrómur þar að lútandi hefur komizt á kreik af Framhald á bls. 23. New York, 19. okt. AP. • Hinn vinsæli hljómlistar- maður Benny Goodman var seint í gærkveldi lagður í sjúkrahús vegna meinsemdar í baki. Goodman fór sem kunnugt er í hljómleikaför til Rússlands nýlega og átti að leggja upp í aðra ferð í dag, en henni hefur nú verið frest að um óákveðinn tima. Sætta sitf ekki viö irekari íhiutun um samgönguleiðirnar til Berlinar Bonn, 19. október, AP). • GERHARD SCHRÖDER, utanrikisráðherra Vestur- Þýzkalands kom í dag heim frá New York, þar sem hann ræddi m.a. við Kennedy forseta um Berlínarmálið. Kveðst Schröder sannfærður um, að Bandaríkja- stjórn muni halda fast við fyrri stefnu sína í því máli. í opiniberri yfirlýsingu sem Kristilegi demokrataflokkurinn gaf út í dag segir, að Sehröder sé mjög ánæigður með árangur viðræðnanna við Kennedy og aðna bandaríska ráðlherra, og hafi ferð héms verið nytsamleg- ur undirbúningur fyrir ferð Aden auers til Bandaríkjanna í næsta mónuði. í yfirlýsingunni segir, að hvorki Þjóðverjar né Bandaríkja menn muni sætta sig við frekari íhlubun um samgönguleiðir Vest- urveldanna til Berlínar. Frekari tilslakanir í Berlínarmálinu hafi aðeins í för með sér frekari kröf- ur, því að sé kommúnistum rétt- ur litli fingur gleypi þeir alla höndina. Hert aö siglingum til Kúbu Washington, 19. okt. AP. SKÝRT var frá því í Washington í dag, að sendiherra Liberiu í Washington hafi stað- hæft við banitlaríska utanrikis- ráðuneytið, að stjórn Líberíu muni banna líberískum skipum að sigla til Kúbu. 10. október sl. bannaði stjórn Líberíu öllum skipum, sem sigla undir fána landsins, að flytja voipn eða önnur hergögn til kommúnísku landanna og tveim dögum síðar var tilkynnt að líiberísk skip, sem vilji sigla til Kúibu verði að fá til þess skrif- lega heimild stjórnar sinnar. Stjórnmálafréttaritarar í Was- hington segja, að ætli stjórn Liberíu að banna allar skipaferð- ir til Kúbu gangi hún lengra en Bandaríkjastjórn hafi sjálf ráð- gert. — Bandarikin muni aðeins loka höfnum sínum fyrir skipum, sem sigla frá Spvétríkjunum tiíl Kúbu, en ekki fyrir skipum sem sigla milli hafna á Vesturlöndum og Kúbu. • Fá ekki að sigla undir fána Panama. Stjórn Panama tilkynnti einnig í daig, að skip sem sigla til hafna á Kúbu, fengju ekiki að siigla undir fána Panama. Sem kunnugt er sigla mörg skip und- ir fána Panama, þótt annarra þjóða séu, meðal annars mikið af brezkum og grískum skipum. ÞÁ var tilkynnt í New York í dag, að bandarískir hafnar- verkamenn hefðu fengið skip un frá stjórn Félags hafnar- verkamanna, um að ferma hvorki né afferma skip semmú liggja í bandarískum höfnum frá skipafélaginu Orient. Á- stæðan er sú, að nokkur skip félagsins sigla til Kúbu. Fé- lagið á alls 20 skip og hefur aðalbækistöðvar í Pireus í Grikklandi. MEÐFYLGJANDl mynd var tekin í Havana á Kúbu s.l. miðvikudag, er BEN BELLA forsætisráðhcrra Alsír, kom þangað í heimsókn. Ók hann um borgina í opinni bifreið, ásamt þeim Fidel Castro, for- sætisráðherra (t.v.) og Dor- ticos, forseta (t.h.) og voru þeir skrýddir blómsveigum í ræðum sem Ben Bella hélt á , Kúbu gagnrýndi hann mjög stefnu Bandaríkjastjórnari gagnvart Kúbu og hafa ýmis umrnæli hans vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. And- , stæðingar Kennedys . hafa þeirra vegna gagnrýnt Kenne dy fyrir að hafa boðið Ben Bella til Washington, segja þeir hann hlynna að óvinum i Bandarík janna með slíkum heimsóknum. T ogarasala TOGARINN Víkingur seldi í Bremerhafen í Þýzkalandi í gær fyrir 110 þúsund mörk. Ranger V hittir ekki New York, 19. okt. — (AP) TILRAUN Bandaríkjamanna !til að senda geimhnöttinn Ranger V til tunglsins, mun ekki bera tilætlaðan árangur. Þegar Ranger V hafði ver- ið á ferð í niu klukkustundir, varð ljóst, að rafhlöður hans, sem áttu að endurhlaðast orku frá sólargeislum, störf- s.uðu ekki eins og til var ætl- azt. Mun geimhnötturinn fara fram hjá tunglinu í um 5000 km fjarlægð og ekki senda þær sjónvarpsmyndir til jarðar, sem honum var ætlað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.