Morgunblaðið - 20.10.1962, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.1962, Qupperneq 12
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 20. október 1962. æ Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. T. ramkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. 3500 MILLJÖNIR Cparifé landsmanna nemur ^ nú 3501 millj. kr. og hef- ur aldrei verið meira í sögu þjóðarinnar. Viðskiptamála- ráðherra skýrði frá þessu á þingfundi í fyrradag í ræðu er hann flutti um tillögu Framsóknarmanna um vaxta- lækkun. Gat hann þess jafn- framt að gert væri ráð fyrir að meðalsparifjárinnstæða næmi á næsta ári um 3900 millj. kr. Ef hins vegar að tillögur Framsóknarmanna um vaxta lækkun næðu fram að ganga myndu sparifjáreigendur á einu ári verða sviptir 78 millj. kr. Þessar tölur tala sínu máli. Jafnvægis- og viðreisnarráð- stafanir núverandi ríkis- stjómar hafa hvatt þjóðina til spamaðar. Það er almenn- ingur í landinu sem á þessar 3500 millj. kr., sem sparifjár- innlögin nema í dag. Það em tugir þúsunda einstaklinga, ungra og gamalla til sjávar og sveita, sem eiga þetta sparifé. Þetta fólk á fæst svo háar upphæðir inni í spari- sjóðsbók sinni að það verði talið ríkt eða jafnvel vem- lega efnað. Það hefur sparað þetta fé saman í ýmis konar tilgangi, ungt fólk til þess að geta byggt upp heimili, keypt atvinnutæki eða veitt sér ein- hver lífsins gæði, gamalt fólk til þess að skapa sér ör- yggi á efri árum. ★ Þetta fólk hefur verðbólgu- stefna undanfarinna ára oft leikið grálega. Sparifé þess hefur stöðugt verið að rýrna. Dýrtíð hefur höggvið ný og ný skörð í íslenzka krónu. Viðreisnarstjómin sneri blaðinu við. Hún stöðvaði vöxt verðbólgunnar, skráði krónuna á raunverulegu gengi hennar og treysti gmndvöll íslenzks efnahags- h'fs. Sparifjáreigendur fengu pýtt traust á gjaldmiðlinum Og sparifjárinnlögin stórjuk- ust og em nú meiri en nokkru sinni fyrr. En nú koma Framsóknar- menn og kommúnistar og segja þessu fólki enn einu sinni stríð á hendur. — Þeir heimta að vextirnir verði lækkaðir, þeir krefjast að allar varnir gegn nýrri verð- bólguöldu verði brotnar nið- ur. Þeir heimta að 78 millj. kr. á ári verði strax teknar af hinum mikla fjölda sparifjár- eigenda, sem lagt hefur þjóð- inni til fjármagn til fram- kvæmda og reksturs fram- leiðslutækja sinna. I þessum tillögum Fram- sóknarmanna og kommúnista er mikið glapræði fólgið. — Sparifjáreigendur, allur al- menningur í landinu, verða að snúast til varnar gegn niðurrifsöflunum. Hér er vissulega mikil alvara á ferð- um, sem hver einasti hugs- andi maður verður að taka afstöðu til. ER ÁSTÆÐA TIL ÞESS? Fnn einu sinni leggur Ey- steinn Jónsson til að nýr skattur verði lagður á þjóð- ina. í þetta skipti vill formað- ur Framsóknarflokksins, hinn gamli skattránspostuli, láta taka upp hið illræmda upp- bótarkerfi að nýju og hefja greiðslu á svokallaðri „tækja- uppbót“ til útvegsins. Þetta vill Eysteinn láta gera í stað- inn fyrir að láta útgerðina standa undir sér sjálfa með því að hlutaskipti verði mið- uð meira en verið hefur und- anfarið við hin nýju og dýru tæki, sem útgerðarmenn hafa orðið að kaupa til síldveið- anna. Það sætir vissulega engri furðu þótt sú spurning vakni, hvort ástæða sé til þess að fara að skattleggja almenn- ing í landinu til þess að borga slíka tækjauppbót. Vitað er að meðalhlutur háseta á sum- arsíldveiðum var um 60 þús. kr. á tveimur til þremur mánuðum. Yfirgnæfandi meirftiluti þjóðarinnar gerir sér ljóst að uppbótakerfið hefur gengið sér gjörsamlega til húðar. Það væri þess vegna hið mesta glapræði að taka það upp að nýju. Framleiðslu- tækin verða að bera sig og standa sjálf undir rekstrar- kostnaði sínum. 77 ÁR Ðrezki Ihaldsflokkurinn hef- *' ur að loknu þessu kjör- tímabili farið 11 ár samfleytt með völdin í Bretlandi. Eftir að flokkurinn hafði lokið árs- þingi sínu fyrir skömmu, komst einn af andstæðingum hans í Verkamannaflokknum þannig að orði, að íhalds- menn væru algjörlega sann- færðir um að þeir myndu vinna næstu kosningar, og það sorglega væri að þessi bjartsýni gæti átt við rök að styðjast. Hvernig stendur á því að jafnvel fylgjendur Verka- Kommúnistar þrjózkast við að flytja hermenn sína frá Laos Andrei Gromyko, utanrikisráS'herra Sovétríkjanna undirritar samkomulagið um Laos á 14 ríkjaráðstefnunni i Genf. — Hægra megin við hann situr Souvanna Phouma. ÞEGAR samningurinn, sem hatt enda á borgarastyrjöldina í Laos, var undirritaður á 14 ríkja ráð- stefnunni í Genf í júlí sl., var sætzt á að landið yrði sjálfstætt og hlutlaust. Til að tryggja þetta var kveðið svo á, að allir erlend ir hermenn skyldu vera farnir úr landinu ekki síðar en 7. okt. sl. og átti alþjóðleg eftirlitsnefnd skipuð Kanadamönnum, Indverj um og Pólverjum, að fylgjast með því að þessu ákvæði samn- ingsins yrði 'framfylgt. Bandaríkjamenn, sem höfðu 800 hernaðarsérfræðinga til að- stoðar konungssinnum í Laos, kölluðu þá heim fyrir hinn til- skylda tíma, en í síðustu viku varð ljóst, að kommúnistar höfðu ekki brugðizt eins við. Um 10 þúsund menn Viet Minh, komm únista í N-Viet Nam, höfðu að- stoðað Pathet Lao, kommúnista í Laos, við að ná nær öllu land inu á sitt vald. Aðeins 50 þessara manna höfðu farið út úr landinu, á tilskyldum stöðum 7. okt. Bandaríkjamenn fóru þess á leit við alþjóðlegu eftirlitsnefnd ina, að hún grennslaðist fyrir um hvað orðið hefði af kommún- istunum. Souvanna Phouma, hinn hlutlausi, forsætisráðherra sam- steypustjórnarinnar í Laos, segir að flestir menn Viet Minh, séu farnir úr landinu, en sagt er, að hann geti lítið um það vitað, því land hans sé ennþá skipt milli hægrisinna, kommúnista og hlut- lausra og Pathet Lao og þeir hinna hlutlausu, sem snúizt hafa á sveif með kommúnistum ráði enn yfir tveimur þriðjuhlutum landsins. Neiti þeir algerlega að hleypa fulltrúum hinnar alþjóð- legu eftirlitsnefndar inn á sitt landssvæði til að ganga úr skugga um hvort kommúnistar frá N-Viet Nam séu þar ennþá. Samkvæmt fregnum frá vest rænni leyniþjónustu hafa um 3 1 ' s. herm CUU sj g tæknifræðingar Hersveitir kvenna í Laos, ganga í fylkingu um göturnar. frá N-Viet Nam farið frá Laos og margir þeirra gengið í lið með skæruliðum kommúnista í S- Viet Nam, Viet Cong. Þúsundir eru þó enn í Laos, sumir búa í þorpum innfæddra, en aðrir eru enn í hers'töðvum. Talið er, að menn Viet Minh séu enn í Laos til að varna því, að Poumi Nosa van, hershöfðingi, sem Banda- ríkin styðja taki völdin í sinar hendur, til að vera reiðub' * ef kommúnistar ákveða að taka völdin af Souvanna Phouma, for- sætisráðherra og síðast en ekki síst til þess að geta fylgzt með % því sem gerist í S-Viet Nam, aust an landamæra Laos og í Thai- landi, vestan landamæranna. Her Ngo Dinh Diem, forseta í Þ E S S U M mánuði, október, munu í fyrsta sinn starfa sjálf- boðaliðar á vegum tæknihjálpar SÞ í vanþróuðu ríki. 18 land- búnaðarsérfræðingar úr friðar- sveitum Bandaríkjanna munu starfa á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) sem kennarar í Austur-Pakistan í sambandi við miklar áveitu- framkvæmdir, sem þar eru á döfinni með aðstoð FAO. Þarna á að veita vatni úr Ganges á stór svæði og koma í veg fyrir árstíðabundin flóð vegna vatna- vaxta, sem fylgja monsúnvind- unum, með stíflugerðum. Þess S-Viet Nam, sem nú á í baráttu við 2-5 þús. Viet Cong skæruliða og 100 þús. menn, sem stjórnað er frá N-Viet Nam, er hætta bú- in af kommúnistunum frá N-Viet Nam, sem börðust í Laos. Komm únistar í S-Viet Nam ráða nú yf ir svokallaðri Ho Chi Minh leið, en eftir henni fara skæruliðarnir frá Laos inn í S-Viet Nam. Ef alþjóðaeftirlitsnefndinnl eða Souvanna Phouma tekst ekki að fá hermenn Viet Minh til að fara frá Laos til N-Viet Nam má búast við því að bar- átta við kommúnista í S-Viet Nam verði mun erfiðari í fram- tíðinni, en hún hefur verið til þessa. (Lausl. þýtt úr Newsweek). er vænzt að hægt verði að þre- falda haustuppskeruna á þessu svæði. Sjálfboðaliðarnir munu kenna bændum þarna að veita vatni á lönd sín og sýna þeim ýmsar nýjar aðferðir við land- búnaðarstörf. FAO ráðgerir að taka fleiri sjálfboðaliða í þjón- ustu sína. Einnig hefur Efna- hags- og félagsmálaráð SÞ á- kveðið að senda tæknimenntaða sjálfboðaliða til nokkurra landa, sem njóta tæknihjálpar SÞ, að fengnu samþykki viðkomandi ríkja og verður þetta fyrst gert í tilraunaskyni. ----------------------,--- Sjálfboðaliðar á vegum tæknihjálpar S.Þ. mannaflokksins eru farnir að gera þessu skóna? Ástæðan er einfaldlega sú, að Hugh Gaitskell kann að hafa hlaupið hrapallega á sig með andstöðu sinni og flokks síns við Efnahagsbandalagið. Öllum fregnum ber saman um það að aðild Breta að bandalaginu eigi mjög vax- andi fylgi að fagna meðal brezku þjóðarinnar. Efnahags leg eining Evrópu er hið mikla mál framtíðarinnar. Tollamúrar eru leyfar liðins tíma. Hinar skyldu þjóðir V- Evrópu taka höndum saman um samræmdar aðgerðir og einhuga baráttu fyrir stór- felldum framförum og bætt- um lífskjörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.