Morgunblaðið - 20.10.1962, Side 16

Morgunblaðið - 20.10.1962, Side 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Lanf'arrtnmir 20. október 1962. THAMES TRADER THAMES TRADER vöru- bifreiðirnar eru fáanlegar í stærðunum iy2—7 tonn, með diesel- eða benzín- vélum. ÓDÝR — KRAFTMIKILL — SPARNEYTINN Sýningarbílar á staðnum (5 og 7 tonna). íbbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Svaladyralæsingarnur KOMNAR AFTUR. Siml 35697 yggingavorur h.f. Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b b Sendisvelnsstörf Duglegan og ráðvandan sendisvein, 14 til 15 ára, vantar okkur nú þegar. — Upplýs- ingar á skrifstofunni. FÁLKINN H.F., Laugavegi 24. Karlmenn og kvenfólk óskast strax til starfa í frystihúsi voru. Hraðfrystihúsið FROST H.F. Hafnarfirði — Simi 50165. Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Fjólugötu — Kleifarveg — Rauöalæk. Bergstaðastræt' Kvikmyndohós óskar eftir stúlku til að selja aðgöngumiða. Umsókn- ir ásamt mynd, sendist í pósthólf 312 fyrir 25. þ.m. Jza£ ------------------------------- Valdís R. Jónsdóttir HINN 10. þ.m. andaðist frú Val- dís R. Jónsdóttir í sjúkrahúsi Akraness eftir langvinn veik- indi. Útför hennar fer fram í dag frá Kapellunni í Possvogi. Hér verður þessarar mætu konu minnst með nokkrum orðum. I. „Blómum þú stráðir, þó gull væri smátt og gróðinn á heimiU þínu, en kærleik þinn brast ekki kjark eða mátt að komast að takmarki sínu, því góðfýsin skapaði gróður úr steinum og græðilyf annarra sárum og meinum“. Þessar ljóðlínur koma mér í huga, er ég kveð mína kæru mág konu, sem ég hefi svo mikið að þakka. Einkum verður mér minnisstæð ástúð sú og umönn- un, sem hún sýndi alltaf veikl- aða drengnum mínum, er var svo oft í fóstri hjá henni. Kærleiks- böndin, sem knýttust á milli þeirra verða honum og ástvin- um hans ógleymanleg. Frá hon- um færi ég hjartans þakkir. Það er hans trú, að nú sé hans kæra „Vaggí“ komin til æðri heima, þar sem horfnir vinir taka á móti henni. Við hjónin og börnin okkar þökkum hinni látnu alla hennar tryggð og hjálpfýsi og biðjum henni og ástvinum hennar bless- unar guðs. — G. B. II. Valdís R. Jónsdóttir var fædd að Leiti í Dýrafirði 26. október 1892. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Matthíasson og Matt hildur Sigmundsdóttir, sem þá bjuggu á Leiti, en síðar á ýmsum stöðum í Dýrafirði. Voru þau bæði af góðum bændaættum, vestfirzkum, en framætt Jóns var úr Rangárvallasýslu og verð ur það ekki nánar rakið hér. Frú Valdís ólst upp hjá foreldum sínum, sem voru mestu sæmdar- hjón, er alla tíð börðust harðri baráttu fyrir sér og sínum. Börn þeirra voru 14 alls og var Valdís hin þriðja í röðinni. Hún vandist fljótt við mikla vinnu, en jafn- framt ástríki góðra foreldra, sem innrættu börnum sínum guðs- ótta og góða siði, að þeirrar tíð ar hætti. Eftir fermingu fór Val dís til annarra, að vinna fyrir sér, því að ekki var um að tala skóla á þeim árum fyrir efnalítið fólk. Hún var á góðum heimilum og kom sér alls staðar vel, því að hún var ágætlega greind og vinnufús. Góð heimili eru jafn- an góður skóli, enda reyndist frú Valdísi það svo, því að hún var mjög vel að sér til munns og handa og notaði hvert tækifæri til að bæta við þekkingu sína, m.a. með lestri góðra bóka. Árið 1918 giftist Valdís góðum dreng, Jóni Benediktssyni, bíl- stjóra, syni þeirra Benedikts Jóns sonar og Ingunnar Björnsdóttur, er lengi bjuggu á Frakkastíg 6, hér í bæ. Þau voru bæði af borg firzkum ættum, mestu heiðurs- hjón, er allir eldri Reykvíkingar kannast við. Þau Jón og Valdís bjuggu fyrstu árin hér í Reykjavík, en 1938 fluttust þau til Akraness og hafa búið á Krossi meira en tvo áratugi. Börn þeirra eru þessi: Sigríður, gift Einari Jónssyni, vélsmið á Akranesi. Ingunn, gift Sigurði Matthíassyni, vélstjóra, Reykjavík. Matthildur, gift ívari Hannessyni, vélstjóra, Reykjavík. Rut, gift Valdemari Kristinssyni, sjómanni, Akranesi og Guðbjörg, gift Gunnari Sigtryggssyni, bónda á Fögrubrekku, Akranesi. Áður en Valdís giftist eignaðist hún eina dóttur, Bergþóru, sem gift er Ásgeiri Sigurjónssyni, bíl- stjóra í Kópavogi. Öll eru börn þessi mannvænleg og góðir borg arar síns bæjarfélags. Barnabörn frú Valdísar eru 22 alls og barna barnabörnin 7. Allur þessi hópur átti skjól og athvarf á hinu góða heimili afa og ömmu á Krossi. Var þar jafn an margt barna á sumrin og þótti þar gott að vera. Frú Valdís var ágæt húsmóðir, eiginkona og móðir, sem vildi fórna sér fyrir ástvini sína og var jafnan við- búin að rétta öllum hjálparhönd, sem þess þurftu og hún náði til. Mjög kært var með henni, tengda foreldrum hennar og öðru tengda fólki og skyldmennum alla tíð. Frú Valdís var fríð kona sýn- um, vel lynt og viljasterk og mjög dugleg til allra verka. Hún var heilsuveil síðustu árin, en fear veikindi sín með þreki og stillingu hins trúaða manns og vann sín verk af kostgæfni, þótt heilsan væri oft tæp. Umhyggjan fyrir ástvinum var jafnan efst í huga hennar til síðustu stundar, enda naut hún ástar þeirra og virðingar í ríkum mæli. Er því þungur harmur að þeim kveðinn við fráfall hennar. En huggun er það harmi gegn, að hafa notið svo lengi ástríkis henn ar og umhyggju. Það munu allir vjnir þakka nú að leiðarlokum og biðja hinni látnu blessunar guðs. — X. H. J. Lokað Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag, laugardaginn 20. október. SjóvátrijqqíÍq|fffaq Islands! U ppboðsauglýsing Uppboð á m.b. Uggi Ve. 52, sem auglýst var í LÆg- birtingarblaðinu 71., 73 og 74. tbl. 1962, samkvæmt kröfu Fiskveiðasjóðs íslands fer fram þriðjudag- inn 23. okt. n.k. í dómsalnum við Hilmisgötu kl. 13,30. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 17. október 1962. Torfi Jóhannsson. 2*a herb. íbúðír Til sölu eru tvær tveggja herb. íbúðir, önnur á hæð en hin í kjallara. Lausar strax. Hagstæðir greiðslu- skilmálar. JÓN ÞORSTEINSSON, lögfr. Óðinsgötu 4. — Símar 24772 og 22532. íbúð til söíu Einbýlishús til sölu strax. Laust til íbúðar. í kjall- ara er iðnaðarpláss. Upplýsingar í síma 15260. \ % Sænskar HANDLAUGAR og W. C. SAMSTÆÐUR. H. Benediktsson hi. Suðurlandsbraut 4. — Sími 38300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.