Morgunblaðið - 20.10.1962, Side 24

Morgunblaðið - 20.10.1962, Side 24
FBÉTIASÍMA R MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 234. tbl. — Laugardagur 20. október 1962 A^ILD BRETA Sjá bls. 13 Stöðugt uimið að magakrabba- rannsóknum Bandarískur vísindamaður hefur starfað hér í sumar og haust og von er d öðrum EINS og skýrt var frá. í Morgun- blaðinu i vor fékk prófssor Níels Dungal, formaður Krabbameins félags íslands, 50,000 dollara styrk frá Nationai Institute of Health í Washington, til rann- sókna á magakrabba á íslandi. Er styrkurinn veittur á 2 árum, 25,000 dollarar í senn. Krabba- meinsfélagfð annazt rannsókn- ir þessar og hófust þær þegar í sumar. Við rannsóknirnar, sem eru einkum fólgnar í gagnasöfn un, vinna auk prófessors Dungal, þeir Júlíus Sigurjónssan, pró- fessor og Mr. Warwick Arm- strong frá háskólanum í Ulinois, sem hingað kom í júlímánuði. Prófessor Dungal tjáði Mbl. i gær að brátt gerðist þess þörf að fjölga starfsliðinu við rann- sóknirnar um a.m.k. einn. Sagði hann og að von væri á öðrum bandarískum vísindamanni hing að, prófessor Frederick Sargent, einnig frá Illinoisháskóla, og væri hans von í desenr.ber. Mr. Armstrong mundi fara héðan í nóvember en væntanlega koma aftur í marz eða april. Prófessor Dungal sagði að rannsóknírnar. snerust nú eink- um ujm að safna öllum gögnum Aðeins um þá sjúklinga hérlendis, sem fengið hefðu magakrabba frá því að skýrslur hófust. Væri þetta mikið verk. Síðan þyrfti að meta 'hvert einstakt tilfelli, athuga hvaða rannsóknir hefðu verið gerðar á sjúkdómnum og hversu áreiðanlegar þær væru. Næsti þáttur verður síðan að rannsaka umhverfi, næringu og atvinnu hvers og eins til þess að athuga hvort hægt væri að finna samband á milli lifnaðar- hátta og magakrabba. Framhald á bls. 23 dagar eftir NÚ ERU aðeins 6 dagar, þar til dregið verður í hinu glæsi- lega Skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Þeir, sem hafa fengið senda miða, en ekki gert skil fyrir þá enn, eru því beðnir um að gera það eins fljótt og þeir frekast geta. — Miðarnir hafa selzt mjög vel og eru nú aðeins fá- ir eftir til sölu í happdrættis- bílunum sjálfum i Austur- stræti (við Útvegsbankann) og skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Skrif- stofan er nú opin á hverju kvölds til kl. 10. 1 Sumarveður á Fjöllum Áætlunarferðir til Akureyrar teknar upp að nýju Grímsstöðum á Fjöllum 10. ok'tóber. HÉR er 10 stiga hiti í dag, sum- arblíða og brúsandi þurrkur. Hefði maður sannarlega þegið slíkan dag á heyskapartimanum í sumar. Veðrið hér í haust hef- ur verið með eindæmum gott, og bætir það upp lélegt sumar. Áætlunarferðir frá Vopnafirði og Reyðarfirði til Akureyrar eru nú hafnar aftur, en þeim lýkur yfirleitt um mánaðamótin sept- ember-október. Er það mjög ó- vanalegt að áætlunarferð sé haldið áfram svo seint. Ferðimar hættu eins eins og 1ög gerðu ráð fyrir um mánaða- mótin, en þær féllu ekki niður nema í eina viku. Hafa þær nú staffið í tvær vikur, en ein ferð er á viku. Hér hefur verið sérstaklega Samningafundur stóð enn FUNDUR hófst kl. 21 í gærkvöldi með sáttasemjara og deiluaðilum um kjör sjómanna á síldveíðum. Samningafundur stóð enn er Mbl. fór í prentun í nótt. Varðarkaffi i Valhöll i dag kl. 3—5 siðdegis Bein finnast í Flóanum UM s.l. mánaðamót er Eiríkur Þorgilgson, bóndi að Langholti í Flóa, var að grafa fyrir safn- húsi í túni sínu kom hann niður á gömul mannabein. Komu brátt í ljós sjö beinagreidur, sem þarna lágu þétt saman á svæði sem er ca. 4x5 metrar og var á þriðju alin niður á beinin. Langholt er ekki kirkjujörð og hefur þar ekki verið kirkja svo menn viti. Hinsvegar hlýtur að hafa verið þarna kirkja eða bæna hús áður fyrr. Eiríkur bóndi tjáði Mbl. í gær að hann væri hættur að grafa þarna. Hygðist hann moka yfir beinin aftur og hætta «»ið að bywgja á bessum stað. gott tíðarfara í haust og bætir það upp sumarið, en þá voru fáir sólskinsdagar hér um slóðir. Lík Val- geirs fundið LIK Valgeirs Geirssonar stýrimanns, sem fórst er mb. Helgi Hjálmarsson strandaði við Selvog á mánudaginn, fannst í gær í fjörunni við Eyrarbakka, um fjóra kílómetra frá slys- staðnum. Var það drengur frá Eyrarbakka, sem fann líkið. Júníkuldar stóðu lengi og var sumarið í heild eins óhagstætt og frekast mátti vera. Þótt haustið hafi verið gott reynist fé með rýrara móti til frálags. Hér kemur það mjög sjaldan fyrir að útigöngukindur komi af fjöllum, enda lagt kapp á að ganga heiffarnar vel. I haust bar þó svo viff að vetrargamall hrút- ur kom útigenginn af Búrfells- heiffi, sem er eitt mesta snjóbæli hér um slóffir. Þótti mönnum það merkilegt að hann virtist hafa gengið mjög vel undan og horn in sýndu að hann hafði ekki lent verulega í kreppu. — Benedikt. Fjárlagaræðan á þriðjudag GUNNAR THORODDSEN fjármálaráðherra mun halda hina árlegu fjárlagaræðu á þriðjudagskvöld og verður henni útvarpaff eins og lög segja til um. Fékk að sitja í ÞAÐ er eklki á hverjum degi, sem sjá má börn borin í bala á götum Reykjavíkur. Það gerðist samt í gær oig smellti Sv. Þorm. ai myndavéiinni. Móðir drengsins, sem heitir Þórarinn, sagði, að hún væri á leið til að skila balanum, og hefði strákurinn óður og upp- vægur viljað fá að sitja L Forðaði slysi Akranesi, 19. okt. ÞAÐ lú við stórslysi hér á hafn- argarðinum um daginn. Aðkomu- maður brá sér hingað í bæinn til þess að vera viðstaddur afmæli föður síns og fór morguninn eftir suður með Akraborginni. Mág- kona hans ók honum í bílnum sínum niðureftir. Sem betur fer er hún snör í hugsun og skjót til úrræða því að þegar á hafnar- garðinn kom var mikil hálka, sennilega af slori, og virkuðu hemlarnir ekki sem skyldi. Þvi fór bíllinn með bæði framhjól- in útaf bryggjunni og mátti ekki tæpara standa en að hann færi fram af. Með snarræði sínu forð aði konan þarna stórslysi. •W Eysteinn krefst 80 millj. frá sparifjáreigendum Hverjir eru efnahagsmdlasérfræðing ar Framsókar? EYSTEINN JÓNSSON, for- maður Framsókniarfl<K:ksins hefur nú lagt fram tillögu, scm studd er af komtr.únist- um. um það, að vextir verði lækkaðir og sparifjáreigend- ur sviftir 78 millj. kr. á ári. Þetta er framlag stjórnarand- stöðunnar til efnahagsmál- anna. Ástæffa er til þess að spyrja, hvaff efnahagsmálasérfræð- ingar framsóknar segja um þessar tillögur leiðtoga sinna. Eru þetta e.t.v. tillögur þeirra manna í Framsóknarflokkn- um, sem leiðtogar hans telja bera bezt skyn á efnahags- mál? , Ástæða er ennfeemur till þess að spyrja: Hverjir eru þessir efnahags n.ilasérfræðingar Framsókn- arflokksins? Viðreisnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur haft þau áhrif að sparifé lands- manna er nú meira en nokk- ru sinni fyrr í sögu þjóðar- innar. Samtals nemur spari- féð nú 3501 millj. kr. En : næsta ári er gert ráð fyrir að sparif járinnstæðan nemi að meðaltali «m 3900 millj. kr. ef jafnvægi helzt áfram í efna hagsmálum landsmanna og þjóðin heldur áfram að trúa á grundvöll íslenzkrar krónu. Leiðtogar Framsóknarflokks ins vita að það er allur al- menningur í landinu, sem á spariféð í bönkum, sparisjóð- um og innlánsdeildum. Engu að síður hikar Eysteinn Jóns- son ekki við að gera banda- lag við kommúnista um að krefjast vaxtalækkunar sem fæli í sér stórkostlega árás á sparsamast fólkiff í landinu. Um þetta tiltæki þjóðfylk- ingarmanna er nánar rætt í forustugrein blaðsins í dag. ■w

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.