Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 3
MORGl NBL A Ð1Ð •s 3 Sunnudagur 4. nóvember 1962 Fyrsta vetrarferð Gulifoss son, er 17 ára gamall, en hann er auSheyrilega ekki kominn eins langt í virðingastiganum samt, því Reynir hefur yfir- leitt orðið, enda er Kristján bara búin að fara 6 ferðir. —Eruð þið svo ekkert sjó- veikir? — Við vorum það bara rétt fyrst, segir Reynir, en Krist- ján er ekki alveg eins örugg- ur, enda veit hann, að Reynir veit allt um hans sjóveiki. Um leið og við förum, spyrjum við þá hvort það sé gaman að koma í land úti. Jánka þeir því ákafir, en mót mæla samt ekki þegar við — Verð vonandi ekki ljós- móðir í þessari ferð líka. ÞEGAR GULLFOSS var að leggja upp í fyrstu vetrarferð ina vorum við staddir um borð og röbbum við farþega og á- höfn. Við hittum þarna Sigtirð Hólmstein Jónsson, blikksmið, ok konu hans og tökum þau tali. — Þér hafið verið fljótir að bregða við og panta far? — Já, ég fór fyrsta daginn, og var strax ákveðinn, þegar ég heyrði þessi kostakjör. Eg er ekki farinn að taka sumar fríið fyrr en núna. í þessu ber þarna að Óttar Möller, framkvæmdastjóra Eimskips, og frúin fer að spyrja hann eftir hvort til sé um borð eitthvað létt lestrar efni. Óttarr nær í stýrimann og kemur þá upp úr kafinu, að íslendingasögurnar eru til um borð. Frúnni lízt það hins vegar vera helzt til þungmelt lestrarefni með sjóveikinni, en þótt Óttarr haldi stíft fram ágæti íslendingasagnanna er okkur ekki grunlaust um að bókasafn skipsins ,rúmi meira lesefni en þær. — Alla vega verð ég að sjá um að það verði keypt tíma rit fyrir skipið, heyrum við Óttarr segja um leið og við hverfum frá. Næst lítum við inn í reyk með 89 skemmtiferðafarþega í fyrstu vetrarferð sína á þessu ári. sal og hittum þar tvo messa stráka. Annar kvaðst heita Reynir Karlsson og vera 15 ára gamall og vera búinn að vera á Gullfossi 12 ferðir. — Hinn heitir Kristján Sigurðs- — Strákinn langaði með, drögum það í efa, að þeir fari eins mikið í land og hinir. Þegar við förum fram aftur rekumst við á Stefán G. Björnsson hjá Sjóvá, og kvaðst hann líka hafa ákveð ið sig strax þegar hann vissi um ferðina. — Og þið eruð ekkert hrædd við að verða sjóveik? — Hvað, svarar frúin, þetta sem er bezti tími ársins. Eg héf oft verið sjóveik, en hætt því núna. — Eg ætti að fara á sjó í megrunarkúr, grípur einhver landkrabbi fram í, en frúin er ekki á sama máli. — Gullfoss væri nú ekki beinlínis heppilegasti >taður- inn til þess, hélt hún. Nú biður Stefán okkur að láta G-ið fljóta með nafninu, því alnafni hans sé víst með um borð, og sá sé á Skatt- stofunni. — Og hana vil ég ekki vera bendlaður við. Við göngum nú aftur á skip ið, og það er farið að líða mjög að brottfarartíma, enda erum við aðvaraðir. En einhverjir telja, að við hefðum þá ekkert á móti að koma með í ferðina. Afíur í skut sjáum við stýri mann, Hannes Hafstein. Við smellum af honUm mynd, þeg ar l._nn lítur til okkur um leið og við óskum honum góðr ar ferðar og látum í ljósi von ir um að hann þurfi ekki að sinna ljósmóðursstörfum é leiðinni. Þegar við komum niður á bryggju stendur fjölskylda Hannesar þar og er að kveðja. Sonur hans, Stefán Jón, er ekkert kátur að sjá og langar greinilega að fara með ^abba út á sjó. Hann neitar alveg að láta mynda sig, en lítur samt til hliðar og það er nóg. Hver veit nema strákurinn standi einhvemtíma borðalagður uxn borð í skipi. Dóttur hans, Þórunni, lang- ar hins vcgar ekkert með, og hún er alveg viss um að hún yrði sjóveik, og vill ' fnvel halda því fram að pabbi henn ar sé það líka. Við hverfum þarna frá, því rétt í þessu er farið að losa landfestar, og Gullfoss siglir — en dóttirin var viss um að Messastrakarmr Reymr og Kr.stjan. (Ljosm. Mbl.: Sv. Þorm.) pabbi væri alltaf sjóveikur. Tekur Dillon við embætti utanríkisráðherra IJSA Baltimore 2. nóv. (NTB). BLAÐIÐ Baltimore Sun hafði það í dag efltir áreiðanlegum heimildum innan bandaríska republíkanaflokiksins, að Kenn- edy Bandaríkjafloi'seti hygigðist iáta Douglas Diilon, fjármálaráð herra, sem er repúblíkani, taika við embætti uitanríksiráð'herra af Dean Rusk, að afloknum kosn ingum í Bandaríkjunum. Blaðið segir enn fremur, að talið sé, ©ð repúblíkani muni taka við starfi Adlai Stevenson hjá Sameinuðu þ; 'ðunum og hef ur John. Mccloy, formaður Kúbu- nefndt Kennedys, verið nefnd ur í því sambandi. Blaðið skýrir ek'ki frá því hvað embætti Rusk og Steven- son séu ætluð, ef til breyting- anna kemur. Sr. Jónas Oaslason: Hinn hvítklæddi skari „En er hann sá mannfjöld- ann, gekk hann upp á fjallið, og er hann var setztur niður, komu lærisveinar hans til hans. Og hann lauk upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnariki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru frið flytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sæl ir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætissakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir er uð þér, þá er menn atyrða yð ur og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir, og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himn unum. Því að þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður“. Matt. 5, 1—12. r. f dag er allra heilagra messa. í dag minnumst við allra þeirra fjölmörgu, sem hafa fullnað skeið sitt hér á jörð og höndlað hnoss ið, sem Jesús Kristur hefur heit ið þeim, kórónu lífsins heima hjá Guði föður á himnum. Lexía dags ins segir frá sýn Jóhannesar post ula í Opinberunarbókinni, er hann sá hinn hvítklædda skara, sem stendur frammi fyrir hástóli Guðs, lofsyngjandi og fagnandi. Við heiðrum minningu þeirra mörgu, sem reyndust trúir allt til dauða. Við þökkum Guði fyrir líf þeirra hér. Jafnframt látum við sögu þeirra verða okkur áminn- ingu og hvatningu til þess, að við mættum fá staðizt allt til dauða og hljóta hin sömu laun. Ef við fengjum að sjá þennan íhvítklædda skara og okkur væri | sagt hver hlutur þeirra hefði ver I ið í hinu jarðneska lífi, þá veit ég, að við mundum verða hissa. Þeir, sem skreyta spjöld mann- kynssögunnar, eru ekki mest á- berandi í þessum hópi. Það ber meira á mörgum öðrum. Við sjáum þræla, sem allt sitt jarðlíf urðu að sæta því hlut- skipti að vera ófrjálsir, verða að lúta í einu og öllu duttlungum og vilja þrælaeigandans. Við sjá um fátæka beiningamenn, sem vart áttu málungi matar, voru gersneyddir þessa heims gæðum. Við sjáum fátæka móður, sem neitaði sér um allt, til þess að hún gæti séð litla barninu sínu borgið. Bóndinn, sem i sveita síns andlits yrkti jörð sína og fór á mis við margt, sem samtíðar- menn hans gátu veitt sér af þessa heims gæðum. Og þannig gæti ég lengi haldið áfram. Það eru þessir, sem lifðu lífi sínu án þess að vekja nokkra athygli fjöldans, sem fjölmenn- astir prýða þennan hóp. Þetta vekur furðu margra, og menn spyrja: Hvers vegna er þessu svo farið? Hvað áttu þeir fram yfir hina, sem meira bar á og meira voru metnir í mannlegu sam- félagi? U. Guðspjallið í dag gefur okkur góða lýsingu á þeim. Þeir voru «fátækir í anda. Þeir vissu, að í sjálfum sér áttu þeir ekkert til að byggja von sína á. Þess vegna settu þeir allt traust sitt til algóðs Guðs á himnum. Og guðstraust þeirra varð ekki til skammar. Þeir áttu hlutdeild í himni Guðs. Þeir voru syrgjendur. Þeir höCðu kynnzt erfiðleikum og sorg um lífsins. Þeir höfðu orðið að sjá á bak svo mörgu, sem hafði verið þeim kært. En mitt í sorg inni hafði þeim lærzt, að huggun er aðeins að fá hjá þeim Guði, sem allt gefur og allt tekur aft ur. Huggunin er fólgin í því að fá að hvíla í öruggu trausti til náð ar hans og fyrirheita. Það megn ar að bæta jafnvel dýpstu sorg og kvöl. Þeir voru hógværir. Hugur þéirra stóð ekki til metorða eða valda í mannanna heimi. Hjarta þeirra girntist það eitt, að vilji Guðs mætti verða í lífi þeirra, þeir mættu ganga á hans vegum. Þá hungraði og þyrsti eftir rétt lætinu. í engu vildu þeir á aðra halla. í öllu vildu þeir láta fram koma kærleika sinn til náungans, bróðurins, sem Guð hafði falið þeim að annast. Þeir voru miskunnsamir. Þeir vissu um þá óumræðilegu náð og fyrirgefningu, sem þeim hafði hlotnazt frá Guði föður fyrir náð hans okkur veitta í Jesú Kristi. Þess vegna lærðu þeir að fyrir- gefa, auðsýna misskunnsemi. Það var kærleikur Guðs, sem í hjört um þeirra endurvakti kærleika til annarra manna. Þeir voru er indrekar í Krists stað hér á jörð. Þeir voru hjartahreinir, þó ekki af sjálfum sér. Enginn vissi bet ur og sárar um ófullkomleik hjart ans en einmitt sjálfir þeir, en þeir áttu örugga vissu um hlut deild í þeirri náð Guðs, sem hann gefur okkur í Drottni Jesú Kristi. I honum voru þeir hreinir, ekki fyrir eiginn tilverknað eða verð leika, heldur náð hans. Þeir voru friðflytjendur. Þeir þráðu heitast, að friður mætti ríkja milli manna og þjóða, og þó allra helzt milli manna og Guðs. Og sá friður, sem þeir áttu við Guð, gerði þeim kleift að flytja öðrum mönnum hinn sama frið frá Guði. Og loks voru þeir ofsóttir, at yrtir og rógbornir vegna Jesú Krists. Margar tilraunir voru gerðar til að úirýma trúnni á Krist. En allt kom fyrir ekki. Fyr ir hvern einn, sem lét líf sitt vegna trúarinnar, bætti Guð minnst tveimur nýjum í hóp þeirra, sem trúðu. Þannig var það á dögum hinna fyrstu píslarvotta. Og þannig er það enn í dag, þar sem kristnir menn verða enn að líða og láta líf sitt vegna þjónust unnar við Guð. ra. Þannig voru þeir. Slíkt var líf þeirra hér í heimi. Og eitt var þeim öllum sameiginlegt: Fyrir trú á Jesúm Krist áttu þeir hlut deild í öllum fyrirheitum Guðs í honum. Þess vegna segir Jesú í upphafi fjallræðunnar: „Verið glaðir og fagnandi, því að laun yðar. eru mikil í himnunum". Og þar sjáum við leyndardóm inn í lífi þeirra. Augu þeirra voru ekki einskorðuð við okkar mann lega heim. Þeir áttu þegar í þessu lífi heima hjá Guði. Þeir gátu í sannleika sagt: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur". Hann fiutti þá aðeins heim, inn til dýrðar Guðs. Þess vegna áttu þeir kraft til að mæta ofsóknum og pyntingum. Þetta er það, sem hefur gert og gerir kristindóm- inn að hinu ósigrandi afli, sem ekkert fær brotið á bak aftur eða staðizt snúning. Við lifum, störfum og deyjum, ekki í eigin mætti, heldur í krafti þess Guðs, sem aldrei hefur brugðizt neinum þeim, sem á hann hefur vonað og honum treyst. Hér er því ekki um að ræða mátt manna, heldur kraft Guðs. Fylgjum fordæmi þessara votta í lífi okkar. Þá eigum við sömu náð og þeir fyrir hina sömu trú á hinn sama frelsara, Jesúm Krist Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.