Morgunblaðið - 04.11.1962, Page 11
lunnudagur 4. nóvemDer 1962
MOKCVNBLAÐIÐ
II
Attræður i dag
Ólafur Halldórsson
Séra Bjarni vinnur að hreingerningu og lestri á legsteini séra
sonar.
mikil ræðumanneska gáfaðs
guðsmanns.
En hvörflum nú frá kinkju
og kirkj mgarði á Mosfelli og
setjuímst inn í hið glæsilega
prestshús, yfir kaffibolla
maddömunnar á staðnum og
tökum að ræða ljóð og ann-
að fróðlegt, er felluir að sögu
MosfeUsstaðar.
Messan á Mosfelli.
Þar komum við niður næst,
að við minnumst ,,Messunn-
ar á Mosfelli". Einar Benedikt
son segir í ljóði sínu að þetta
sé þjóðsaga, en sr. Bjarni Sig
urðsson er ekki dús við þessa
Skýringu, Því hann er fróð-
leiksgrúskari eins og fyrir-
rennari hans, sr. Magnús.
Hann hefur með talsverðum
ath ugunum tekizt á hendur
að sanna, að „Messan á Mos-
felli“ er sannsöguleg að ejn-
hverju leyti, og í kvæði Ein-
ars Benediktssonar er átt við
Mosfell ,,fyrir neðan Heiði“,
eins og það er nefnt í Egils-
sögu Skallagrímssonar, en
ekki Mosfell í Grímsnesi suð-
ur, eins og sumir vilja vera
láta. Og hér er ekki einasta
átt við einhvem klerk, sem
munnmælasögur herma, held
ur er það ákveðinn klerkur,
sem hét Jóhann Knútur Bene
diktsson og var giftur föður-
systur Einars Benediktssonar,
skálds. Það eru þvi mestar lík
ur til að Einar Benediktson
hafi verið kunnugur þessum
éigihmanni frændkonu sinnar
og þvi ekki þurft langt að
sækja efnið í sitt fræga ljóð.
„Ein saga er geymd og er
minningarmerk
um messu lóá gömlum
sveitaklerk.
Hann sat á Mosfelli
syðna.,,
— Hér í Mosfellsdal ganga
munnmælasögur enn meðal
gamals fólks um þennan frægia
klerk, segir sr. Bjarni.
— Þarna eru því söguleg
sannindi á baikvið, sem s>káld
ið, síðan stílfærði og lætur
vera þjóðsögu.
„Og loks einnar syndara
bænar hann bað.
Þá blikuðu tár á Mosfells-
stað.
— Ræðu hans var ekki
rituð á blað,
en rist inn i fáein hjörtu."
— Þið mættuð birta allt
kvæðið, það er bæði gott og
fallegt, bætir sr. Bjarni við.
Bein Egils.
Og hugurinn hvarflar enn
lengra aftur í tímann. Sr.
Bjanú skýrði okikur frá því,
að þegar grafið var fyrir
hinni nýju kirkju kom upp
allmikið af beinum, sem öll
voru sett í eina kistu og jarð
sett undir kór nýju kirkjunn
ar. Við spurðum sr. Bjarna,
hvort nokkur bein, stór og
mrkil. hefðu verið í þeirri
hrúgu, sem bent gæti til að
verið hefðu bein Egils Skalla
grímssonar. Bjarni brosti og
kveður nei við.
Svo segir i Egils sögu:
„Egill tók sótt eftir um
baustið, þá er hann leiddi til
bana. En er h-ann var andað-
ur, þá lét Grímur færa Egil
í klæði góð; síðan lét hann
flytja hann ofan í Tjaldanes
og gera þar haug og var Egill
þar í lagður og vopn hans og
klæði.
Grímur að Mosfelli var
skirður, þá er kristni var í
lög leidd á íslandi; hann lét
þar kirkju gera. En það er
sögn manna, að Þórdís hafi
látið flytja Egil til kirkju og
er það til jartegna, að síðan
er kirkja var ger að Mosfelli,
en ofan tekin að Hrísbrú sú
kirkja, er Grímur hafði gera
látið, þá var þar gTafinn
kirkjugarður. En undir altar
isstaðnum, þé fundust manna
bein; þau váru miklu meiri
en annarra manna bein. Þy'kj
ast menn það vita, af sögn
gamalla manna, að muni ver
ið hafa bein Egils. Þar var þá
Skapti prestu" Þórarinsson,
vitur maður, Hann tók upp
hausinn Egils og setti á kirkju
garðinn, var hausinn undar-
lega miikill en hitt þótti þó
meira frá líkendum, hve þung
ur var, hausinn var allur bár-
óttur útan svo sem hörpu-
skel. Þá vildi Skapti forvitn
ast um þykkleik haussins, tók
hann þá handöxi vel mikla
og reiddi annarri hendi sem
harðast og laust hamrinum
á hausinn og vildi brjóta, en
þar sem á kom hvítnaði harm
en ekki dalaði né sprak'k, og
má af r''íku marka að haus
sá mundi ekki auðskaddur fyr
ir höggum smámennis meðan
svörður og hold fyldi. Bein
Bgils váru lögð niður í utan
verðum kirkjugarði að Mos-
felli.“
Þannig segir Egils saga frá
beinum Egils Skallagrimssoin
ar.
L>eituðu að gröf.
— Bg get sagrt ykkur
frá skemmti' _ . atviki, sem
fyrir mig bar, skömmu eftir
að ég kom hingað sem prest
ux að Mosfelli, segir sr. Bjami
Magnúsar heitins Gríms-
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
— Það var einn góðviðrisdag
sumarsins að til min komu
tveir ungir piltar neðan úr
Reykjavík og var erindi
þeirra það eitt að fá að akoða
leiði Bgils Skallagrímssonar.
Þeir höfðu sýnilega nýlokið
við lestur Egils sögu og svo
fullkomina vildu þeir gera
söguþekkinigu sína, að þeir
vildu fá að sjá leiði þessa
manns.
Og sr. Bjarni heldur áfram:
— En ég get sýnt ykkur
hlut, sem grafinn var hér upp
ÓLA.FUR HaUdórsson, Þrasta-
götu 8 er átræður 5. þ. m. Þetta
langa lífshlaup hans er óskráð
ævisaga, sem er likast því, -ð
hún gerist í tveimur ólíkum
heimum. Hann ólst upp að
nokkru leyti hjá foreldrum sin-
um, en var líka hjá vandalaus-
um á unglingsárunum. Þetta Var
á hörðustu árum 19. aldar, þegar
fátækt og skortur setti mark á
mestan hluta þjóðarinnar.
Ólafur HalldórssOn náði samt
þeim þroska, að segja má með
sanni, að hann hafi sigrað glæsi-
lega í harðri lífsbaráttu á fyrstu
fjórum tugum þessarar aldar.
Hann hefur komið upp mörgum
mannvænlegum börnum sínum
og unnið hjá sjálfum sér og öðr-
um af mikilli atorku og dyggð,
þó verkalaun væru löngum smá
og skorin við nögl. Hann hefur
alla ævi verið bjartsýnismaður.
Ég þekkti hann þegar hann var
fátækur barnamaður og bjó á
örreitu koti í sveit. Þá voru
fjölskyldubætur óþekktar, en
•hreppsstyrkir voru hálfgerð út-
skúfun úr mannfélaginu. En
aldrei mátti merkja það á þess-
, um margreynda manni, að hann
kviði morgundegi, enda rættist
ævinlega úr fyrir honum svo
hann þurfti ekki að leita hjálpar
hjá samfélaginu. Ólafur hefur
i alltaf umgengizt samferðafólk
i sitt á lífsleiðinni með fágætri
góðvild og umburðarlyndi, svo
' sem bjartsýnismönnum er tamt,
því þeir sjá löngum sólina skína
í heiði, þó öðrum sé hún hulin
þungbúnu skýjafari. Ólafur er
einn sá grandvarasti maður um
mannorð annarrg, sem ég hefi
þekkt enda hefur hann notið
*•*•** ----- - "*--innrinw-ir
óskertra vinsælda, hvar sem
ihann hefur verið.
Fyrir tveim tugur.i ára eign-
aðist Ólafur sitt eigið elliheimili,
Þórunn litla Bjarnadóttir með steinkoiuna.
f sumar. Það er þessi stein-
kola. Hún gæti verið allt frá
tíð Egils.
Við sjáum hér hvernig
skaptinu hefur verið stumgið
inn í moldarvegginn, síðan
hefur lýsið verið sett í koluna
og hér eru tvö skörð fram úr
henni, sem sýna hvar kveik-
urinn hefur legið, og enn má
hér greina sótið og brunann á
kolobrúninni.
Og síðast kemur tal okkar
niður hjá Viðeyjarkirkju. Sr.
Bjarni er sem sé sóknarprest
ur í Viðey og hefur messað
þar nokkrum sinnum. Það
falla sem sé þrjár kirkjur und
ir Mosfellsprestakall, það er
Lágafellssókn, Brauitarholts-
sókn og Viðeyjarsókn. Viðeyj
arkirkja er önnur elzta kirkja
landsins og mun Hóladóm-
kirkja ein eldri. Gaman væri
síðar meir að ra'bba við séra
Bjarna um Viðeyjarkirkju en
til þess er ekki rúm að sinni.
Þegar við kveðjum i'.rk-
inn á Mosfelh falla snjókorn
in hægt og hátíðlega til jarð-
ar. Þau hylja legstein sr. Magn
úsar Grimssonar, leggja hvítt
teppi yfir leiði sexmenning-
anna sem fórust á Mosfells-
heiði, og þau hylja enn betur
sjónum nútímamaniisins leiði
Egils Skallagrímssonar, hvar
sem það kann að finnast í ut-
anverðum Mosfellskirkju-
garði. — vig.
lítið hús og hentugt í skjólgóð-
um trjágarði. Hann hefur um
langt árabil verið mjög þrotinn
aó heilsu og um skeið var hann
rúmliggjandi, svo engir væntu
þess að hann fengi fótavist á ný.
En læknavísindin þokast á-
fram eins og „langdegissólskinið
jafnt“. Ungur læknir hefur veitt
honum heilsubót, svo nú er hann
vel á fótum og getur séð heim-
inn á afmörkuðu svæði, eins og
flestir.
Ekki hefur Ólaf skort aðhlynn-
ingu oy umönnun í langvinnu
heilsuleysi. Fanney kona hans
faefur ekki legið á liði sínu með
að létta honum hverja þraut, þvi
hún er góð kona. Sambúð þeirra
hefur líka ævinlega verið til fyr-
irmyndar. Gestum sem koma til
'þeirra, en þeir hafa verið rnargir,
finnst eins og litla en hugþekka
'heimilið þeirra sé ofurlítið guðs
ríki á jörð.
M. F. J.
Verður hljóm-
plötusafni Reykja-
víkur komiS á fót?
Á FUNDI borgarstjómar s.l.
fimmtudag var samþykkt svo-
felld tillaga:
„Borgarstjórn samþykkir að
fela borgarráði að athuga hvort
ráðlegt sé að kpmið verði upp
hljómplötusafni á vegum borg-
arinnar til afnota fyrir almenn-
ing.
Jafnframt leiti borgarráð sér-
staklega umsagnar fræðslustóra
um það, hvort stefna beri að því
að hafa til afnota fyrir almenn-
ing á borgarbókasafninu plötur í
tungumálakennslu“.
Tillaga þessi var flutt af Úlfari
Þórðarsyni (S) sem breytingar-
tillaga við tillögu, er Ragnar
Arnalds (K) hafði flutt um stofn
un hljómplötusafns til útlána í
sambandið við Borgarbókasafnið.
Taldi Úlfar hugmynd þessa at-
hyglisverða, en nauðsynlegt væri
að gera sér grein fyrir ýmsum
atriðum í sambandi við fram-
kvæmd málsins, t. d. um kostnað
o. fl. áður en framkvæmdir yrðu
endanlega samþykktar.
Ennfremur tóku þátt í umræð-
um um mál þetta Sigurjón Pét-
ursson (K) og Þór Sandholt (S).
- Leikfélag Selfoss
Framhald af bls. ..
us“ sé fyrst og fremst nákvæmri
vinnu og skilningi leikstjóranna
að þakka.
Næstu sýningar á „Hokuspok-
us“ verða á Selfossi í kvöld
(sunnudag) og þriðjudagskvöld,
síðah í Aratungu í Biskupstung-
um nk. láugard. Eim.ig er áform-
aðar sýningar að Flúðum og
Laugarvatni og e.t.v. viðar..
Benedikt Bogason