Morgunblaðið - 04.11.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 04.11.1962, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. nóvember 1962 wðtntfrlaMfr Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. HLUTVERK LISTAR eim, sem til Ítalíu koma, verður ógleymanleg sú mikla list, sem þar hefur varðveitzt í kirkjum og klaustrum frá miðöldum. Það er eins og listamennirnir hafi fengið allt það svigrúm sem þeir þörfnuðust. Og hvað sem Segja má um kaþólsku miðaldakirkjuna, er eitt víst, að hún stuðlaði ekki einungis að listrænni sköpun, heldur var hún uppspretta hennar. íslendingi, sem ferðast um ítalíu, hlýtur að vera það hulin ráðgáta, hve miklu kirkjan fékk áorkað í þess- um efnum. Hún hefur á sín- um snærum hvem meistar- ann öðrum fremri og em sum verk þeirra svo stórkost- leg, að manni virðist óskilj- anlegt, hvernig þeir sigruð- ust á öllum erfiðleikum, sem við þeim blöstu. Sumar kirkj- urnar og þau listaverk, sem þær geyma frá þessum tíma, eru ógleymanlegur vitnis- burður um afrek mannsand- ans við erfiðar aðstæður og litla tækni. Víða í löndum eru lista- menn nú á dögum einnig ráðnir til þess að fegra um- hverfi sitt með góðum verk- um og hafa verið eftirsóttir, bæði af opinberum aðilum og einstaklingum. Má oft sjá þess merki í stórborgum er- lendis, þó ekki jafnist þessi viðleitni nútímans við arfinn frá blómaskei'ði ítalskrar list- ar á endurreisnartímanum. En vafalaust þykir þessi starfsemi merkilegur- arfur, þegar fram líða stundir, enda ber hún okkar tíma fegurra vitni en sú ófreskja, sem nú setur mestan svip á líf okkar og hugsun og nefnd hefur verið kalda stríðið. Hugleiðingar sem þessar hljóta að vekja þá spurningu, hvort íslenzkir listamenn setja nægilegan svip á um- hverfi okkar og samtíð. Haía þeir fengið tækifæri til að skerpa vopn sín, eða verða þeir að búa við óþolandi sinnuleysi einstaklinga og opinberra aðila. Ríkisvaldið verður að búa þannig í hag- inn fyrir listamenn okkar, að þeir séu ekki sífelldlega neyddir til að brýna í þvera eggina. Við deilum um það, hver sé góður listamaður og hvér slæmur. Það er ekki höfuðatriði. Tíminn vinzar úr og varðveitir verk þeirra, sem fram úr skara. Kjarni þessa máis er sá, að íslenzkir listamenn fái tækifæri til að sétjá svip á umhverfi okkar og færa framtíðinni þann arf, sem eftirsóttastur hefur ver- ið hjá menningarþjóðum. — Enginn talar um að hér eigi að rísa upp sambærileg list við endurreisnarlistina ítölsku, það væri til of mikils ætlazt. En arfurinn, sem þar er geymdur, ætti að vera okkur í senn fyrirmynd og hvatning. Óttinn við hismið ætti ekki að lama okkur svo, að kjaminn verði ekki greind ur. — BEZTA MÖTEITR- IÐ GEGN KOMM- ÚNISMANUM jlienn gera sér það nú æ' ljósara — jafnt laun- þegar sem aðrir — að þess hefur ekki verið gætt af hálfu þeirra, sem haft hafa á hendi forystu í heildarsam- tökum íslenzks verkalýðs á undanfömum árum, að kjör launþega og kaupmáttur launa þeirra er undir ýmsu öðru kominn en kaupgjald- inu einu. Hjá þeim hefur skort á því viðurkenningu í verki, að hækkun kaupgjalds er ekki líkleg til þess að leiða til betri afkomu launþega, ef sú hækkun veldur því aftur, að allt það, sem kaupa þarf, hækkar að sama skapi. En það er einmitt þetta, sem hér hefur gerzt, vegna þess að venjulegast hefur verið um að ræða almennar kaup- hækkanir, er tekið hafa til fléfetra eða allra starfsstétta. Og þar sem hinar almennu kauphækkanir hafa ekki byggzt á raunverulegri aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar, hafa þær óhjákvæmilega komið svo til jafnóðum fram í hækkuðu verðlagi vegna hins stóra þáttar kaupgjalds- ins í framleiðslukostnaðin- um. Þetta gera þeir menn sér Ijóst, sem sökina bera á hinni ábyrgðarlausu kaupgjaldsbar áttu undanfarinna ára, þó að þeir í áróðri sínum reyni ætíð að draga hulu yfir þetta ein- falda orsakasamband. — Þeir eru sér þess fyllilega með- vitandi, að einhliða kröfur þeirra um hækkað kaup- gjald án nokkurs tillits til af- leiðinga þeirra eða nauðsyn- legs bakhjarls slíkra hækk- ana, eru sízt af öllu líklegar til að hafa heillavænleg á- hrif á kjör og afkomu þeirra, sem þeir í orði kveðnu þykj- vil. Sigur hans var ekki fulkom- inn. Andstöðuflokkar DeGaujle ætla sé rað vinna sigur í þing kosningunum, og benda á í þvl sambandi, að þar sé ekki verið að kjósa um persónuna De Gaulle, heldur um það, hverjir skuli vera fulltrúar almennings á þingi. Baráttan stendur í ein- menningskjördæmum, þar sem kosningabandalög ráða oft úr- slitum. Bandalagið gegn DeGaulle er talið langt frá því að vera sam Er ringulreið framundan ■ frönskum stjórnmálum? — Grikkland fær auka- aðild — Bretar og EBEs Enn ágrein- ingur — Efnahagssamdráttur á Vesturlöndum? Frakkland SL. SUNNUDAG gengu Frakkar að kjörborðinu. Þá var um það kosið, hvort forseti landsins skyldi framvegis valinn með þjóðaratkvæði, en ekki af 80.000 kjörmönnum eins og verið hefur. Fáar ráðstafanir hafa verið eins umdeildar og atkvæðagreiðslan um þetta máL Þeirrar skoðunar gætti víða, ekki sízt meðal lög- fréðra manna, að hér væri um að ræða brot á stjórnarskrá 5. lýð- Veldisins sem samþykkt var með þjóðaratkvæði 1958. DeGaulle hafði sjálfur mesta hönd í bagga með samningu þeirrar stjórnar- skrár. Hér var aðeins kosið um það, á hvern hátt forseti landsins skuli va-linn. Hins vegar eru aðrar kosn ingar fyrir. dyrum í Frakklandi, þingkosningar, sem fram fara í þessum mánuði. Kosningafyrir- komulagið er þannig, að kosið verður tvo daga, 18. og 25. mán- aðarins. Úrslitin á sunnudag urðu þau, að 61,76% greiddra atkvæða féllu DeGaulle í vil. Hins vegar voru margir, sem ekki kusu. Sé reikn að með öllum, sem á kjörskrá voru, þá hlaut forsetinn aðeins stuðning 46,44% þeirra. DeGaulle hafði lýst því yfir, fyrir kosningar, að ef meirihluti greiddra atkvæða félli honum ekki í vil, þá myndi hann segja af sér embætti. Aldrei kom fram opinberlega hvers DeGaulle krafðist, en þeir, sem standa honum næst, segja, að hann hafi talið nægilegt, að 65% greiddra atkvæða félli honum í vil. Nokk uð skorti þar á. Hins vegar var það Ijóst, frá upp hafi, að hann ætlaði sér sjálfur að dæma um úrslitin, og þessi yfirlýsing hans því mjög teygjan leg. Andstæðingar hans halda því hins vegar mjög á lofti, að raun verulega hafi DeGaulle beðið ó- sigur, þar eð hann hafi ekki feng ið stuning nema tæplega 50% þeirra, sem voru á kjörskrá. — Benda þeir á í því sambandi, að DeGaulle hgfi sjálfur gagnrýnt stjórnarskrá 4. lýðveldisins, sem sett var 1946, á þeim grundvelli, að færri en helmingur þeirra, er voru á kjörskrá við þá þjóðar- atkvæðagreiðslu, hafi lýst fylgi sínu við hana. Stuðningsmenn DeGaulle benda hins vegar á, að hann hafi átt við mikla andstöðu að stríða, og því hafi hann raunverulega unnið sigur. Telja verður, að þeir hafi nokkuð til síns máls, þar eð all ir flokkar landsins, nema flokk- ur DeGaulle (UNR), hafa lýst andstöðu sinni við stefnu forset ans. Auk þess má segja, að frönsk blöð séu á öndverðum meið við DeGaulle. Er stjórnarskrá 5. lýðvei 'isins var samþykkt 1958, voru það k„mmúnistar einir, sem börðust gegn henni. Þá fylgdu þeim að máli 17% þeira, sem kusu. Þótt allir flokkar, nema einn, beindu nú tilmælum til kjósenda um að greiða atkvæði gegn breyting- unni, þá urðu aðeins 38% þeirra, sem kusu, við þeirri beiðni. Þann ig hafa Sósíalistar, Radikalir, Kristilegir Repúblikanar og í- haldsflokkurinn aðeins unnið til tölulega fáa, hlutfallslega, til fylg is við sig, ef miðað er við úr- slitin 1958. Þótt deilur standi enn um það, á hvern hátt skuli túlka úrslitin, þá er ljóst, að ekki er hægt að túlka þau DeGaulle algerlega í hent, hins vegar verður baráttan fyrir UNR mjög hörð. í einstök um kjördæmum er þó um algera samstöðu andstöðuflokkanna að ræða. Þannig hefur kommúnista flokkurinn gengið til samstarfs við aðra flokka í sumum kjör- dæmum, þannig, að þeir bjóða ekki fram, þar sem þeir telja sigur mjög ólíklegan, til þess að dreifa ekki, atkvæðum milli and- stöðuflokkanna, heldur nýta þau til sigurs. Enn er ekki Ijóst, hvort De Gaulle ætlar að berjast persónu lega fyrir stuðningsmenn sína i þingkosningunum. Hann hefur, sem kunnugt er, talið sig háfinn yfir alla flokka. Hann kénnír þeim um óreiðu inanríkismála 4. lýðveldisins, og telur framtíð Frakklands undír því komna, að p-------------------:----□ ■ Kúba; Indland og Kína, sjá Reykja- vikurbréf □------------------------n valdamikill forseti, með stuðn- ingi almennings, stjórni landinu. 'Sigurlíkur UNR-flkksins eru ekki álitnar miklar. Því telja stjórnmálafréttaritarar, að De Gaulle muni fara varlega í að berjast persónulega fyrir flokk- inn, hann hafi ekki efni á því, verði ósigurinn mikill. Hitt er ljóst, að alger meiri hluti andstöðuflokkanna á þingi, myndi að öllum líkindum leiða til erfiðs ástands. Forsetinn get ur ekki leyst upp þing fyrstu 12 mánuðina, sem það situr. Þannig gæti svo farið, að franskur al- menningur kysi forseta 28. októ- ber — og þremur vikum síðar þingmenn, sem eru í algjörri and stöðu við forsetann. Telja margir stjómmálafrétta- ritarar þetta mundu leiða til hreinnar stjórnmálakreppu i Frakklandi. Grikkland Fyrir fjórum dögum varð Framh. á bls. 23. ast vinna fyrir. Þess vegna verður ekki kveðinn upp vægari dómur yfir gerðum þeirra en sá, að þar sé um skipulagða og vísvitandi skemmdarstarfsemi að ræða, bæði gegn launþegum í land- inu og þjóðfélaginu í heild. En hvers vegna skyldu þessir menn þannig beinlínis af yfirlögðu ráði gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra jafnar og eðli- legar kjarabætur, og gera sig þannig seka um hin hrapal- legustu óþurftarverk einmitt gagnvart þeim, er hafa falið þeim ábyrgðarmikil trúnað- arstörf í sína þágu? Svarið við þessari þýðingarmiklu spurningu verður ljóst, þeg- ar litið er á hinn raunveru- lega tilgang allrar starfsemi þeirra. Það er vegna þess, að starf þeirra allt miðast fyrst og fremst við hagsmuni þeirr- ar stjórnmálastefnu og þess stjórnmálaflokks, sem eiga viðgang sinn og vaxtarmátt algjörlega og eingöngu undir því, að hægt sé að ala á úlfúð og óánægju innan þjóðfé- lagsins — og helzt af öllu — að efnahagsleg afkoma manna sé sem bágbornust. Reynsla annarra sýnir okkur, svo ekki verður um villzt, að eft- ir því sem lífskjor allrar al- þýðu fara batnandi, þá hljóta hinar kommúnísku kenning- ar minni hljómgrunn í hug- um manna. Á hinu leitinu er svo sú reynsla, að þar sem enn hefur ekki tekizt að vinna bug á örbirgð og skorti, eru menn miklum mun mót- tækilegri fyrir þessar villu- kenningar en annars staðar. Bezta móteitrið gegn hjnum kommúnísku sýklum er þann ig bættur hagur og betri af- koma þjóðfélagsþegnanna. Getur nú nokkur furðað sig á því, þótt allar tilraunir til þess að bæta lífskjör ís- lenzkra launþega séu eitur í beinum kommúnista?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.