Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 23
r
MORGVNBLAÐIÐ
23
Sunnudagur 4. nóvember T962
— Erlend tíðindi
Framhald af hls. 12.
Grikkland aukaaðili að Efna-
hagsbandalaginu. Er það fyrsta
landið, sem slíka aðild fser.
Enginn vafi leikur á því, að
Grikkland er það land bandalags
ins, sem við bágust lífskjör býr.
Meðaltekjur eru þar lægri en í
nokkrum rikjanna sex, aðeins um
13 þús. kr., miðað við 39 þús. kr.
að meðaltali í hinum löndunum.
Saga Grikklands er ekki þess
eðlis, að hún hafi veitt landsmönn
um mörg tækifæri til að einbeina
sér að iðn- og tæknivæðingu.
Löngu eftir miðaldir var blær
þeirra á grísku athafnalífi. Jafn
vel eftir 1821, þegar landið fékk
sjálfstæði, áttu Grikkir við mikla
erfiðleika að etja. Styrjaldir og
herseta leiddi af sér efnahagslega
stöðnun, ef ekki afturföx. Bilið
milli þeirra og Evrópuþjóða ann
arra, sem þá tóku að iðiivæðast,
jókst.
Undanfarið hafa Grikkir átt
mikil viðspiti við lönd Efnahags
bandalagsins, um þriðji hluti ut
anríkisviðskipta Grikkja hafa
verið við þau lönd, sem hafa
keypt nær alla landbúnaðarfram
leiðslu Grikklands.
Ljóst er, að Grikkir eiga langt
í land, þar til þeir fá <fulla aðild
að bandalaginu. Hins vegar binda
Grikkir miklar vonir við auka-
aðild sína, sérstaklega við aukna
tækniþekkingu erlendis frá, og
það, að innflutningur fjármagns
muni aukast.
Unnið hefur verið að því að
undanfömu að endurskipuleggja
fjárhag landsins, og munu tveir
stærstu bankar landsins hafa
tekið höndum saman við stjórn
landsins um fjárveitingar til efl
ingar iðnaði.
Nú sem stendur hafa Grikkir
aðeins um þriðjung þjóðartekna
sinna af iðnaði, en löndin 6 um
helming. Auknir markaðsmögu-
leikar (178 milljónir manna í
löndunum 7) verða vafalaust
þungir á metunum, þar eð Grikk
ir eru ekki nema 8 milljónir.
Brefar og EBE
Viðræður Edward Heath, vara
utanríkisráðherra Breta, við ráð
herranefnd Efnahagsbandalags
ins að undanf örnu hafa ekki geng
ið vel.
Ráðherranefndin hefur að vísu
tekið sameiginlega afstöðu til
væntanlegrar aðildar Bretlands,
en ekki verður sagt, að sú afstaða
sé til þess fallin að flýta fyrir
Röðull
Borðpantanir — Sími 15327.
FRA NOREGI
MATS VEINNINN
W O N G
FRÁ hong kong
ákvörðun stjórnar Macmillans.
Raunverulega setur hún brezku
stjórnina í talsverða klípu, því að
krafa ráðherranefndarinnar er
ekki líkleg til að falla í góðan
jarðveg meðal bænda. Sérstak-
lega kann það að koma sér illa
nú, er fyrir dyrum standa auka-
kosningar í nokkrum kjördæm
um, aðallega landbúnaðarhéruð
um.
Afstaða ráðherranefndarinnar
er á þann veg, að brezka stjórnin
hætti öllum niðurgreiðslum til
bænda, um leið og af aðild Bret
lands yrði.
Brezka stjórnin vill hins vegar
halda áfram þessum niðurgreiðsl
um, þannig, að dregið verði úr
þeim smám saman fram til árs-
ins 1970, að þær falli alveg niður.
Ráðherranefndin heldur því
hins vegar fram, að niðurgreiðsl
ur af þessu tagi brjóti algerlega
í bága við kerfi það, sem Efna-
hagsbandalagið byggi á í þessum
málum.
Hins vegar viðurkennir nefnd
in, að Bretar eigi hér við vanda
mál að etja, sem leysa verði með
niðurgreiðslum, aðeins annarri
tegund greiðslna en nú tíðkast I
Bretlandi. Telur hún, að hag-
kvæmara yrði að afnema niður
greiðslur til bænda, en taka þess
í stað upp niðurgreiðslur á vöru
verði, sem þá féllu niður 1970.
Aðalrökstuðningur ráðherra-
nefndarinnar mun vera sá, að ef
eitt land í EBE, þ. e. Bretland,
gengi það í bandalagið, greiði
niður verð beint til bænda, þá
kynni að gæta mikillar óánægju
meðal bænda á meginlandinu.
Jafnvel mætti búast við kröfum,
sem. arfitt yrði að kveða niður.
Sérstaklega mun hér átt við
þýzka bændur, en þar í landi eru
héruð, þar sem gert er ráð fyrir,
að sjötti hver bóndi hafi ekki
bolmagn til að endurskipuleggja
búskap sinn, þannig ,að hann
standist samkeppni framvegis.
Því hefur þó verið reynt að
■mæta með hagkvæmum lánum
á lágum vöxtum.
Þeirrar skoðunar hefur gætt í
Bretlandi, að afstaða ráðherra-
nefndarinnar geri of miklar kröf
ur til brezku stjórnarinnar. Vart
sé hægt að ætlast til þess, að eitt
kerfi verði lagt niður, annað tek
ið upp og það síðan lagt niður;
allt á sjö árum. Betri samning
um hljóti að mega ná, Rómar-
samningurinn feli í sér, að lengra
megi ganga í samkomulagsátt.
Ræða Jacobson
í vikunni, sem leið, flutti Per
Jacobsson, aðalframkvæmda-
stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
ræðu, þar sem hann lýsti áhyggj
um sín .._i yfi* því, að framundan
kynna að vera samdráttur í efna-
hagslífi Vesturlanda.
i Lagði hann mikla áherzlu á, að
nú þyrfti að grípa til samræmdra
aðgerða á sviði efnahags- og
fjármála, sérstaklega peninga-
mála, ef tryggja ætti áframhald
andi vöxt iðnaðar og utanríkis-
verzlunar.
Undanfarna mánuði hafa víða
heyrzt svipaðar raddir. Bent hef
ur verið á, að þróun einstakra
þátta efnahagslífsins í Evrópu,
og reyndar í Bandaríkjunum líka
hafi verið á þann hátt, og gefi
ástæðu til. Er þar bent á verðlag,
kaupgjald og ágóða.
Jacobsson hefur ekki hræðzt
verðbólgu svo mjög á undanförn
um árum, þótt ýmsir sérfræðing
ar telji óeðlilegar verðhækkanir
undanfarin ár, meiri, en svari til
framleiðsluaukningar, undirrót
þess, að til samdráttar kunni að
koma. Hins vegar virðast nú flest
ir sérfræðingar, hverjum augum,
sem þeir hafa litið verðbólgu-
hættuna, sammála um, að nú sé
rétt að grípa til samræmdra að-
gerða til að tryggja áframhald-
andi vöxt, og hindra samdrátt
— sem fæstir gera þó ráð fyrir
Góð viðskipti
Höfum kaupendur að góðum og veltryggðum verð-
bréfum. Þið, sem viljið sinna þessu, hafið sam-
band við okkur, sem fyrst. Póstleggið nafn og heim-
ilisfang ásamt síma í lokuðu bréfi merkt:
„Góð viðskipti — 999“. — Box 58.
Röskan pilt
vantar oss til sendiferða fyrir hádegi.
G. Þorsteijisson & Johnson hf.
að verði mikill, eða hættulegur i
Iíkingu við það, sem gerðist á ár
unum eftir 1930.
Rannsóknir undanfarnar vikur
hafa hins vegar leitt í ljós, að
þróunin hefur ekki verið sem
skyldi:
• í Svíþjóð skiluðu iðnfyrirtæki
almennt minni ágóða á sl. ári,
þrátt fyrir 8% söluaukningu.
Fjárfesting iðnfyrirtækja hefur
staðið í stað.
• Eftirspurn innanlands í Þýzka
landi eftir framleiðsluvörum er
í ár mun minni en í fyrra.
• Talið er víst, að í Bretlandi
muni fjárfesting iðnfyrirtækja á
næsta ári verða 10% minni en í
ár.
• í Frakklandi hefur ágóði iðn
fyrirtækja dregizt það mikið sam
an, að talið er, að á næsta ári
muni þau skorta 30% af því fé,
sem nauðsynlegt er, ef fjárfest-
ing fyrirtækjanna ætti að vaxa
jafn mikið og hagkvæmt er á-
litið.
• Hollendingar telja, að fjár-
festing muni ekki vaxa á næsta
ári, þótt álitið sé, að heildarþróun
in verði hagstæð.
• í Bandaríkjunum hefur ágóði
einnig dregizt saman, einkum
vegna harðrar verðsamkeppni
frá Evrópu.
Launahækkanir h: fa verið
miklar í sumum Vesturlanda á
undanförnum árum, sums staðar
10—12% á síðustu 2 árum. Marg
ir sérfræðingar hafa velt þeirri
spurningu fyrir sér, hvort aukin
kaupgeta muni verða nóg hvatn
ing til aukinnar fjárfestingar. Þó
hefur verið bent á í því sam-
bandi, að líklegt megi teljast, að
neyziuvöruiðnaður geti aukið
framleiðslu sína meii en fram-
leiðsluvöruiðnaðurinn, án aukinn
ar fjárfestingar.
Af því, sem komið hefur fram
að undanförnu, þá telja ýmsir,
þeirra á meðal Jacobsson, að 3vo
muni ekki vtrða. Frekari aðgerða
sé þörf.
EDEN special herraslcyrtan
úr undraefninu enkalon heldur
fallegu sniði og óvenjulegum
eiginleikum efnisins þrátt fyrir
mikla notkCm og marga þvotta
EDENspecial herraskyrtan
er ótrúlega endingargóíS
AUSTUR-
STRÆTI 14.
SÍMI 12345.
AÐEIN
KR. 48
ÞETTA
FAGRA
SETT
og 8 aðrar
gerðir af
svefnherbergis-
húsgögnum.
Skeifan
KJÖRGARÐI
SÍMI 16975.
MBMÍHIil M mr.BVB
STRAUNING
ÓÞÖRF