Morgunblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 1
24 siður og Lesbók
49. árgangur
265. tbl. — Sunnudagur 25. nóvember 1962
Prentsmiðja Morgunblaðshia
Skip strandar við
Reykjavík
L A U S T fyrir kl. sex í gær-
kvöldi strandaði skip við
Reykjavík. Danska flutninga-
skipið Hans Boye, sem var á
leið frá Akranesi til Reykja-
víkur, hefur af einhverjum
ástæðum villzt af innsigling-
arleiðinni og komizt inn fyr-
ir alla boða og sker, sennilega
um Stofusund hjá Bygg-
garðsboða. Talið er, að ljós-
ker, sem eru vegna vegavið-
gerða neðst við vesturenda
Vesturgötu, hjá Ánanaustum,
hafi villt um fyrir skipverj-
um. Skipið lenti síðan upp í
fjöru við Ánanaust, undan
Vesturgötu, en sneri þegar
undan og sigldi áfram í aust-
ur, uriz það lenti á Hólma-
grandanum, (sem gengur frá
Örfiriseyjargranda út í Hólm
ana), milli miðju hans og
Hólmanna sjálfra.
Þegar tblaðið fór í prentun
í gærkvöldi, var lóðsbátur-
inn kominn í námunda við
skipið, en komst ekki vel að
því vegna grynninga. Ut-
fjara var, og svo lágsjávað
orðið, að ekki var talið unnt
að draga skipið af grandan-
uni. Þarna brimar mikið í
hvassviðri, og þar sem veður
spá var ekki góð, var jafnvel
talið, að flytja þyrfti skip-
verja í land. Talstöð skipsins
var biluð, en skipverjar höfðu
samband við hafnsögumenn
með morsi.
1956 bjargaði varðskipið Þór 20 mönnum af brezkum tog-
ara, sem fórst í vonzkuveðri við Eldey. — Myndin sýnir
Eirík Kristófersson, skipstjóra, ásamt skipstjóra og stýri-
manni togarans.
Svíar vara við
neyzlu postafene
og preludins
— telja þau geta haft sömu afleiðingar
og thalidomid
að athuga, hvort ástæða sé til
að gera svipaðar ráðstafanir.
í tilefni þessa sneri Mbl.
sér til landlæknis, dr. Sigurð-
ar Sigurðssonar, og spurði
hann, hvort ísl. heilbrigðis-
yfirvöld hefðu í huga að vara
við eða stöðva sölu lyfsins.
Landlæknir sagði, að
hann byggist við til-
kynningu frá sænsku heil-
brigðisyfirvöldunum nú um
helgina, og myndi hún
lögð til grundvallar aðgerð-
um hér. Hins vegar tók land-
læknir sérstaklega fraiji, að
ekki væri kunnugt um neitt
slíkt tilfelli hér á landi, og
hefði lyfsins þó nokkuð ver-
ið neytt af þimguðum kon-
um. —■
S Æ N S K U heilbngðisyfir-
völdin sendu í dag út aðvar-
anir til lækna og almennings
um að neyta ekki lyfsins
postafene, þar sem grunur
léki á, að það gæti valdið
sömu áhrifum á fóstur og lyf-
ið thalidomide hefur gert.
Þá er tilkynnt í fréttum frá
Kaupmannahöfn, að dönsku
heilbrigðisyfirvöldin séu nú
SAS skipar
Dana til að
fara með mál
Loftleiða
Brezki flotinn býður Eiríki
Kristóferssyni til Englands
Siglir með Russel a morgun til fundar við Andersen
A MÁNUDAGSMORGUN
mun Eiríkur Kristófersson,
skipherra, stíga um borð í
brezka herskipið Russel í
Reykjavikurhöfn, en Russel
mun síðan sigla Eiríki til
Bretlands í boði brezka flot-
ans og Andersons, sem var
skipstjóri á Russel i „land-
helgisstríðinu" en þá elduðu
þeir Eiríkur grátt silfur sam-
an, svo sem alþjóð er kunn-
ugt.
Fréttamaður Mbl. hitti
Eirík Kristófersson að máli á
heimili hans í gær.
— Þetta hefur nú eiginlega
staðið til í þrjú ár, en ég hefi
alltaf óskað eftir því að fara
ekki fyrr en ég væri hættur
starfi.
— Þegar Russel kom hér
13. september sl. kom boð
frá Anderson, og nú er ég
hættur starfi, og gat farið
þess vegna. Ef ekkert sérstakt
kemur fyrir tekur Russel mig
hér á mánudaginoi, og siglir
annað hvort til Edinborgar
eða Leith. Anderson er yfir-
maður í Edinborg (Chief of
staff) og liefur verið það
siðan hann hætti á Russel
1959.
— Hvað hyggstu helzt
skoða í Bretlanidi ?
— Þeir hafa gert fyrirspurn
um hvað ég óski að sjá og
hvert ég vilji fara, en ég
ákvað að bíða með allar slik-
ar ákvarðanir þangað til ég
kem út.
— Þú hefur komið til Bret-
lands áður?
— Jú, ég kom þangað oft á
styrjaldarárunum fyrri og
síðari.
— Hvað hefur þú tekið
marga brezka togara í land-
helgi um dagana ?
— Það vil ég ekki tala um.
Ég hef ekiki talið hvað ég
hefi tekið marga, heldur að-
eins þau skip, sem ég hef
verið með í að hjálpa. Það
eru alls um 640 skip og bátar,
allt frá árabátum upp í 17.000
tonna skip.
— Þú hefur haft samband
við Anderson eftir að hann
kom til Bretlands ?
— Já, síðan hann hætti
höfum við skrifast á af og
tiL
— Vitnar hann nokkuð í
biblíuna ?
—- Við höfum aldrcl komið
inn á gæzlumál, þetta hefur
verið spjall um daginn og
veginn.
— Hvað viltu segja um
viðskipti ykkar Andersons
haustið 1958 ?
— Ég fékk loforð hjá hoiv-
um um að hann mundi ekki
skipta sér af töku togara inn-
an fjögurra mílna markanna,
og þetta varð til þess að við
náðum Valafellimu. En ég er
hræddur um að Anderson
hafi séð eftir því loforði. —
Oftast fór vel á með okkur,
en báðir vildu halda sinu máli
til streitu.
Eiríkur sagði að hann
byggist við þvi að búa heima
hjá Anderson, og honum hefði
verið sagt að liamn mundi fá
bæði lril og bát til urnráða.
„En ég er hræddur um að ég
noti bátinn lítið“.
Loks sagði Eiríkur að hann
teldi að með heimboði þessu
væri sér sýndur mikill sómi,
og hann hlakkaði mjög til
ferðarinmar.
Baráttan verður
löng og hörð
66
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
Kaupmannahöfn, 24. nóvember.
ÞAÐ var tilkynnt 1 dag, að yfir-
maður Ítalíudeildar SAS, Daninn
Johannes Nielsen, hefði verið
skipaður af hálfu SAS til að hafa
yfirumsjón með öllu flugi félags-
ins yfir Norður Atlantshafið.
Nielsen mun starfa undir stjórn
eðalforstjóra SAS, Karls Nilsson,
einum. Nielsen mun taka til
starfa á þessu sviði í Kaupmanna
höfn í næstu viku. Hann hefur
ekki viljað gefa neinar yfirlýs-
ingar um verkefni sitt, þar eð
hann segir, að hann þurfi að
kynna sér vndarmálið nánar.
Búizt er við, að Nielsen muni
reka erindi félagsins í höfuðborg
um Norðurlandanna þriggja,
auk þess í New York, Reykjavík
og Washington. — Rytgaard.
í norsku fréttunum segir, að
i Svílþjóð, eins og annars stað-
ar á Norðurlöndum, hafi lyfsins
verið neytt af þunguðum kon-
um við lasleika, sem því ástandi
fylgir.
Yfirmaður heilibrigðismála í
Noregi, Karl Evang, segir, að
hann hafi ekki enn fengið neina
tilkynningu frá sænsku heilbrigð
isyfirvöldunum. Verði ákvörðun
tekin um, hvort stöðva skuli
söluna á þessu lyfi í Noregi, er
hún berst.
Ekki er hér einungis um að
ræða lyfið postafene, sem aðal-
lega er notað við sjó- og bíl-
veiki, heldur leikux einnig grun-
ur á að preludin, sem einnig
er selt undir nafninu miiiiadit,
kunni að hafa sömu áhrif.
Framhaid á bls. 2.
sagði Nehru í ræðu
Nýja-Dehli, New York, Budapest,
23. nóv. — (AP) —
FULLTRÚAR aðstoðarsendi-
nefnda Bandaríkjanna og Bret-
lands áttu í dag viðræður við
indverska ráðamenn um vopna-
þörf Indverja til að mæta frek-
ari aðgerðum Kínverja.
Indverjar hafa nú beðið Kín-
verja um nánari skýringar á
vopnahléstillögum þeirra, en
margt þykir benda til þess, að
þeim kunni að verða hafnað, þótt
allt hafi nú verið með kyrrum
i gær
kjörum á landamærunum í þrjá
daga.
Banidarískir hemaðarsérfræð-
ingar telja, að Kínverjar hafi
komið fram með tilboð sitt um
vopnahlé nú, þar eð þeir myndu
halda 12000 fermílum landsvæðis
í Ladakh, þótt herir beggja
drægju sig til baka um 20 km,
eins og Kínverjar hafa stungið
upp á.
Forseti Pakistan, Ayub Khan,
hefur setið marga þingfundi fyr-
ir luktum dyrum undanfarna
daga, og rætt hættu þá, sem
hann telur að landinu stafi af
hervæðingu. 1 dag munu ráða-
menn þar í landi hafa rætt til-
boð Kínverja, um að gerður
verði friðarsamningur með lönd
unura.
1 ræðu, sem Nehru flutti í
Nýju-Dehli í dag, lýsti hann því
yfir, að „baráttan yrði löng og
erfið“. Þykir það benda til þess,
að ekki sé von lausnar á landa-
mærastríðinu.
Þá herma fregnir frá Buda-
pest, að Janos Kadar, forsætis-
Framhald á bls. 2.