Morgunblaðið - 25.11.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.1962, Síða 2
2 MORCrNBT AÐTÐ Sunnudagur 26. nóv. 1962 MYND þessi var tekin í gær, þegar Niels Jörgensen er að afhenda Gesti Sigfússyni sama 1000 krónu seðilinn, sem hann hafði týnt ellefu dögum áður. 1000 kr. seðillinn kemst til skila FYRIR 12 dögum var Gestur Sigfússon staddur í Hljóðtfæra verzlun Reykjavíkur að kaupa tösku handa konunni sinni. Hann missti þá á gólfið þús und krónu seðil, sem hann hugðist greiða töskuna með, án þess að verða þess var. Minntist hann á það við af- greiðslustúlkuna, hvort hann hefði ekki verið búinn að af- henda henni seðilinn, en hún neitaði því. Greiddi hann þá töskuna með öðrum seðli, en varð seinna var við, að hann hefði einlhvers staðar tapað allstórri fjárihæð. Inn í Hljóðfærahúsið kom skömmu eftir að Grétar var farinn maður, sem rak augun í seðilinn og aflhenti aflgreiðsiu stúl'kunni, sem aftur síðar af — Nehru Framh. af bls. 1. ráðherra, hafi lagt hart a» Ind- verjum að fallast á vopnahlés- tillögur Kínverja. Einn af starfsmönnum kín- verska sendiráðsins í Nýju- Dehli var í dag kailaður á fund utanríkisráðherrans indverska, M. J. Desai. Hafði utanríkisráð- herrann farið þess á leit, að Kín- verjar gæfu frekari skýringar á ýmsum atriðum vopnahlestilboðs ins. Kínverski sendiráðsfulltrú- inn sagði síðar, að skýringanna væri brátt að vænta. Indverjar hafa ekki enn gefið út opinbera yfirlýsingu um til- boð Kínverja, en indverskir her- menn hafa fengið skipun um að skjóta ekki, nema á þá sé skot- ið að fyrra bragði. Þórbjörg Stein- grímsdóttir ÞÓRBJÖRG Steingrímsdóttir, Hofsvallagötu 21, verður jarð- sungin á morgun, mánudag. —• Minningargrein u«a hana bíður birtingar vegna þrengsla í blað- inu. Hins vegar er haldið áfram að styrkja aðstöðu indverska hers- ins á báðum vígstöðvum, og full- víst er talið, að Kínverjar geri slíkt hið sama. Tilboð Kínverja um að gerður verði friðarsamningur við Paki- stan hefur vakið mikla athygli. Ayub Khan hefur haldið því fram að undanfömu, að mikil hætta sé á því, að Indverjar kunni síðar að beita vopnum sínum gegn Pakistan, vegna deil unnar um Kasmir. Hefur for- sætisráðherrann lýst því yfir, í ræðu, sem hann hélt fyrir þrem- ur dögum, að landinu stafaði mest hætta af alheimskommún- ismanum, en hins vegar sagði hann, að nú sem stæði væri hætta sú, sem stafaði af vopnalbúnaði Indverja mjög aðkallandi. — Þá lýsti hann áhyggjum sínum yfir því, að varnarbandalögin í Asíu, CENTO og SEATO, hefðu mjög tapað mætti sínum að undan- förnu. Ekki hefur Pakistan enn tek- ið afstöðu til tilboðs Kínverja, en vitað er, að Duncan Sands, formaður brezku aðstoðarsendi- nefndarinnar ætlar nú að halda til fundar við Khan. Er vitað, að Sands mun leggja áherzlu á það við hann, að Pali'stan og Ind- land standi saman gegn Kín- verjum. Eins Og áður segir, þá lagði Janos Kadar hart.að Indverjum að taka tilboði Kínverja. Kom það fram í ræðu, sem hann hélt, er fundi miðstjórnar ungverska kommúnistaflokksins var að ljúka. Rawalpindi, 24. nóv. AP Bróðir Ayub Khan, Baaadur Khan sagði í dag í ræðu, sem hann flutti, að Vesturveldin væru að styrkja Indland í þeim tilgangi að koma af stað stór- styrjöld, aðeins til þess að auka sín eigin áhrif. Lagði hann til, að Pakistan ætti að verða hlutlaust ríki, ganga úr SEATO og CENTO og öðrum varnar- bandalögum þegar í stað. Lygi borin á Strauss ^ c • I 'I // i „Spiegel-malinu Ansbach, 23. nóv. — (AP) — dómsmálarAðherra Vestur-Þýzkalands, Wolfgang Stammberger, hefur lýst því opinberlega yfir, að Franz- Josef Strauss, dómsmálaráð- herra, hafi skipað svo fyrir, að sér skyldi ekki sagt frá handtökum starfsmanna „Der Spiegel“, fyrr en þær væru um garð gengnar. Heldur Stammberger því fram, að Strauss hafi skipað henti hann til eiganda verzl- unarinnar. Þegar nokkrir dag ar voru liðnir án þess að seð- ilsins var vitjað, hrinigdi Niels Jörgensen, aigandi Hljóð- færaíhúsisins til Morgunblaðs ins og bað það fyrir orðsend- ingu til þessa manns, hver oig hvar sem hann væri. Nokkrar línur voru síðan birtar til „mannsins, sem keýpti tösku í Hljóðfærahúsi Reýkjavíkur“ í Dagbókinni. Þegar blaðið kom austur á Eyrarbakka upp úr hádeginu, rak kona Grétars strax aug- un í þetta, en þau höfðu þá einmitt verið að tala um þetta skömmu áður. Fréttamaður Morgunblaðs- ins hitti Grétar að máli, þegar hann var að sækja seðilinn í Hljóðfærahúsið í gær, og spurði hann hvort hann hefði gert sér nokkrar vonir að sjá þetta fé aftur. — Nei, ég taldi þetta alveg glatað fé. — Svlar vara v/ð Framh. af bls. 1. Kona ein í Englandi fæddi tvö vansköpuð börn, og hafði hún neytt minadits. Karl Evang sagði, að sér væri kunnugt um þetta tilfelli, sem þó væri aðeins eitt, og sannaði ekkert. Hann upplýsti jafnframt, að á síðasta ári hefði verið selt nokkuð á 6. milljón preludin- töflur í Noregi en þær eru eink- um notaðar sem megrunarlyf. Belgiska fyrirtækið, sem fram leiðir postafene hefur beðið um- boðsmenn sína í Danmörku að kalla inn það, sem til er af lyfinu. Framvegis verður það aðeins selt gegn lyfseðli. Umboðsmennimir munu hafa sent dönskum apótekum aðvar- anir um að selja ekki postafene þunguðum konum. Sigurður Sigurðsson, landlækn ir, sagði í viðtali sínu við Morg- unblaðið, að þó nokkuð hefði verið selt af postafene hér á landi undanfarin ár til að draga úr ógleði við þungun. Hins vegar lagði hann áherzlu á, að ekki væri ástæða til að óttast. Ekkert tilfelli, sem hann vissi um, hefði komið fyrir hér á landi, og þau tilfelli, sem hann hefði heyrt um erlendis væri ekki þess eðlis, hægt væri að draga af þeim ályktanir um skaðsemi lyfsins. Eins og áður greinir, kvað hann ákvörðun hér heima tekna eftir að skýrsla hefði borizt frá Svíþjóð. Málfundaná.mskeiðið 'heldur áfram á mánudag og koma þá saman 2. og 3. hópur undir leiðsögn Þórs Vilihjálms- sonar og Birgis ÍSl. Gunnarsson- ar. Fundirnir hefjast kl. 8. Föndur-námskeiðið sem hófst sJ. mánudag heldur áfram annað kvöld, mánudag, og hefst kl. 8, 30. varadómsmálaráðherranum að þegja yfir þeim aðgerðum, sem í vændum voru. Segir Stamm- berger ennfremur, að Strauss hafi borið fyrir sig skipun Kon- rads Adenauers, kanzlara, er hann ræddi við varadómsmála- ráðherrann. Hins vegar sagði Stammberg- er, að Adenauer neiti að hafa nokkru sinni lagt svo fyrir, og að Strauss hafi ekki sagt sann- leikann. Varadómsmálaráðherrann var rekinn úr starfi fyrir að hafa ekki ráðgazt við yfirmann sinn. Segist Stammberger nú munu berjast fyrir því, að hann fái uppreisn æru. 30-40 heimili við Mývatn f á rafmagn GRIMSSTÖÐUM, Mývatnssveit, 24. nóv. — Síðastliðið sumar var lögð hiáspennulína frá Laxár- virkjun að Reykjahlíð og þaðan raflína á alla bæi a'ftstan og sunnan við Mývatn. í gærkveldi var rafstraumi hleypt á þessa línu. Þá hafa milli 30 og 40 heimili fengið raf- magn, og auk þess félagsheimili, tvær kirkjur, barnaskóli og verzl un Kaupfélags Þingeyinga í Reykjahlíð. Ennþá vantar raf- magn á alla bæi vestan og norð- an við Mývatn og bæi, sem standa lengra frá vatninu. — Jóhannes. Bazarmunir Hringsins sýndir KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hef- ur gluggasýningu í dag í verzl- uninni Álafoss í Bankastræti á bazarmunum, sem verða seldir næsta sunnudag í Pósthússtræti 9. (Almennum tryiggingum). — Ágóði rennur allur í Barna- spítalasjóð. Silfurlampinn afhentur á þriðjudagskvöld FÉiLAG íslenzkra leikdómenda efnir til sinnar árlega samkomu í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðju dagskvöld kl. 7.30, og verður þá Silfurlampinn afhentur fyrir bezta leik einstaks leikara á síðasta ári. Að þessu sinni verð- ur því hagað svo, að atkvæði leikdómenda verða talin í sjálfu hófinu. Ómar Ragnarsson mun skemmta. Leikarar og aðrir vel- unnarar leiklistarinnar eru hvattir til að taka þátt í sam- sætinu. Fram og FH keppa í dag í DAG kl. 4 fer fram að Báloga landi leikur í handknattleik, sem líklegt er að marga fýsi að sjá. Mætast þar Íslandsmeistararnir innanhúss, Fram og íslandsmeist ararnir í utanhúss- handknatt- leik, FH. Mjög eru skiptar skoðanir um, hvort liðið er betra. Fram stóð sig með ágætum í Árósum á móti . Damrmerkurmelsturunum, og hefir liðið sýnt mifclar fram- farir. FH-liðið er skipað mörg- um landsliðsmönnum, sem sýndu s.l. sumar að þeir eru í góðri æf- imgu. Akranes AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akra- nesi verður í dag á Vesturgötu 48 og hefst kl. 5 síðd. Fulltrúa- ráðsmenn eru hvattir til að fjöl- menna. Staðarfellskirkja VEGNA fréttar í Mbl. s.l. föstu- dag hefur blaðið verið beðið að taka fram, að altariskanna og bikarar á bakka, sem Ingólfur Magnússon frá Svínaskógi af- henti Staðarfellskirkju við há- tíðaguðsþjónustu 4. nóv. s.l., hafi verið gjöf frá honum og systkinum hans, Borghildi, Hans ínu og Elisabetu, og börnum bróður þeirra, Guðlaugs beitins Magnússonar gullsmiðs. Gjöfin er tiil minningar um foreldra þeirra systkina, Kristínu Jóns- dóttur og Magnús Hannesson frá Svínaskógi. Aðalfundur Fram í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Landsmála- félagið Fram heldu* aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf, kosn- ing í fulltrúaráð Sjálfstæðisfél- aganna, kosning í kjördæmaráð og Matthías Á. Mathiesen alþm. ræðir um þingmál. — Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. £ NA /5 hnúior SV 50 hnútor H Snjókema • ÚSi V Skúrír S Þrumur wtz, KuUaakil HittthiÍ I iiásdj Á GRÆNLANDSHAFI er og Norðausturlandi með 5—10 hvöss S og SA átt og regn- stiga frosti. Fremur hlýtt er svæði á hreyfingu að landinu. á Bretlandseyjum en hiti um Hiti var um frostmark á Vest- og fyrir neðan frostmark í urlandi, en heiðskírt á Norður Vestur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.