Morgunblaðið - 25.11.1962, Page 3
Sunnudagur 24. nóv. 1962
MoncrwnriwiÐ t
Sr. Jénas Gíslason:
Sandey er lagzt við festar. Skipið flytur sig með hjálp landfestanna, þar til rörin nema saman.
(Ljósm. Sv. Þ '
Nýtt gull úr greipum Ægis
SORG barnanna, sem á undan-
förnum árum hafa haft sína
Tjörn inni í Vatnagörðum, er
mikil um þessar mundir. Það
eru ekki líkur fyrir því, að þar
leggi aftur skautasvell á næst-
unni, ef nokkurn tíma. Björg-
un h.f., sem um árabil hefur
haft aðsetur sitt í Vatnagörð-
um, og hafa gert þaðan út
björgunarleiðangra, hafa nú
gert staðinn að malargeymslu.
Smám saman hafa malar-
námur umhverfis bæinn geng-
ið til þurrðar, og seinustu ár-
in hefur mikið af því bygg-
ingarefni, sem Reykjavík hef-
ur þurft á að halda, verið sótt
austur í Þorlákshöfn. Sandur-
inn, sem nú er geymdur í
Vatnagörðum, er hins vegar
sóttur upp í Hvalfjörð, og
síðar meir verður sótt bygg-
ingarefni út á sjálfan Faxa-
flóa.
Skipið, sem sækir þetta gull
í greipar Ægis, heitir Sandey.
Það sækir í hverri ferð þús-
und smálestir, og getur á hverj
um sólarhring farið 4 ferðir.
Skipið getur þannig flutt hing
að álíka mikið byggingarefni
og 80 til 100 tíu tonna bifreiðar
geta annað að sækja austur
fyrir fjall.
Sandey hefur að undanförnú
farið eina ferð á dag upp í
Hvalfjörð. Hjá Hvalseyrisogar
það í sig sandinum á innan við
Hvað skyldi mamma hafa sagt, þegar þessi kom heim ?
hálftíma, siglir til Reykjavíkur
og losar sig hér við sandinn á
tæpum klukkutíma. Bygging-
arefnið er tandurhreint, þegar
hingað er komið, enda er búið
að þvo það úr lá.000 lestum
af vatni. Sandinum er dælt
þannig, bæði úr og í skipið,
að það er látið berast með
vatni, og krafturinn er svo
mikill, að dælurnar geta rifið
allt að 12 kg þungum stein-
um upp af hafsbotni. Á staðn-
í;
Skyldl hann eiga eftir að
finna upp fleira þessi?
um, þar sem hefur verið unnið
undanfarið, er búið að dæla
20 metra djúpa gryfju í botn
inn, án þess að ennþá hafi
orðið vart við fast undirlag.
Þegar dælt er upp úr skip-
inu, greinir vatnið, sem dælt
er með, sandinn sundur eftir
kornastærð, þannig að hægt er
að ganga að pússningu og gróf
ari sandi á sinn hvorum staðn-
um.
Börnin, sem sakna tjarnar-
innar, hafa þarna í rauninni
fengið nýtt leikfang. Þegar
fréttamaður Morgunblaðsins
kom þarna inn eftir í fyrra-
dag biðu fjölmargir strákar
eftir því að Sandeyin kæmi
og losaði farm sinn.
— Eruð þið ekki voðalega
leiðir að það skuli vera búið
að eyðileggja fyrir ykkur tjörn
ina? spyrjum við þau.
— Jú, það á víst að fylla
upp tjörnina, og svo er hún
strax orðin svo sölt, að það
kemur enginn ís á hana leng-
ur.
— En er ekki gaman samt,
þegar þið getið leikið ykkur
í sandinum.
— Jú, en það er svo sjald-
an. Karlarnir reka okkur næst
um alltaf í burtu, svo að við
verðum ekki fyrir vélunum.
— Hvað eruð þið að gera
við þessar fötur?
— Við notum þær, þegar
verið er að dæla.
Við vorum jafn nær, en
ákváðum að bíða og sjá til.
Sandeyin var komin inn fyrir
Viðey, og tók nú stefnuna
beint að landi. Nokkrir menn
stóðu á palli, spölkorn úti 1
sjó, en hann er tengdur við
Framh. á bls. 23.
„Þá gengu faríseamir burt og
og báru saman ráð sin um, bvernig
þeir gætu flækt hann I orði. Og
þeir senda til hans lærisveina sína,
ásamt Heródesarsinnum, er segja:
Meistari, vér vitum, að þú ert
sannorður og kennir Guðs veg 1
sannleika og hirðir eigi um neinn,
þvi að ekki fer þú að mannvirð-
ingum. Seg oss þvi, hvað virðist
þér? Leyfist að gjalda keisaranum
skatt, eða ekki? En Jesús þekkti
illsku þeirra og sagði: Hví freistið
þér mín, hræsnarar? Sýnið mér
skattpeninginn. En þeir færðu hon
um denar. Og hann segir við þá:
Hvers mynd og yfirskrift er þetta?
Þeir segja við hann: Keisarans. Þá
segir hann við þá: Gjaidið þá keis
aranum það, sem keisarans er, og
Guði það, sem Guðs er. Og er þeir
heyrðu þetta, undruðust þeir, og
þeir yfirgáfu hann og gengu burt.“
Matt. 22, 1&—22.
„Hvers mynd og yfirskrift er
þetta?“
Farisearnir ’bundust samtökum
við erkifjendur sina, HeródeS'
arsinna. Svo mikið þótti þeim
við liggja að fá færi á Jesú.
Þeir báru saman ráð sín, hvem-
ig þeir gætu flæfet hann í orði.
| Þess vegna 'koma þeir til hans
, og haimpa framan í hann skatt-
peningi.
En Jesú þekkir hug þeirra.
Hann þekkti tilgang spurning-
arinnar. Þess vegna svarar hann
með nýrri spumingu og sneri
þannig árás þeirra gegn þeim
sjálfum.
Og spurning hans hittir í mark.
Þeir skildu ekki strax, hvað hann
var að fara, og fyrr en varði
sátu þeir fastir í eigin neti.
Þeir hötfðu bent á skattpen-
inginn og spurt hann. Jesús benti
á þá sjálfa og spurði um þá.
Hvers mynd og yfirskrift ber
llf yfefear?
Faríseamir þóttust standa
fremst í guðsdýrkun og góðum
siðum. Og það var rétt varð-
andi ytri breytni. En reynslan
sýndi. að hún var aðeins ytri
hjúpur, sem huldi þeirra innri
mann. Jesús líkti þeim því við
fealkaðar grafir, sem væru prýdd
ar að utan, en hið innra fullar
af dauðra manna beinum. Þeir
voru eins og falsfeur peningur,
sem virðist vera í fullu gildi,
en er í rauninni verðlaus með
öllu.
II.
En víkjum nú frá faríseunum
til okkar sjálfra. Spurning Jesús
d guðspalli dagsins á erindi við
menn á öllum öldum.
Hvers mynd og yfirskrift er
þetta? Hverjum þjónar þú í lífi
þínu? Hver mótar Hf þitt og
starf?
Við megum ekfei gley.ma því,
að sjálfkrafa mótast líf ofefear
I af mynd þess, sem við höfum
| feosið að fylgja í lífinu.
Helgar bækur kenna okfeur.
að við séum í öndverðu skap-
aðir í Guðs mynd, mennirnir.
I árdaga bárum við því mynd
hans og yfirskrift. Við vorum
skapaðir til þjónustu við hann,
fráteknir bonum til eignar.
En Guð skapaði manninn ekfei
sem þræl. Hann var frjáls í af-
stöðu sinni til Guðs, varð að velja
af tflúsum vilja. Og maðurinn
sneri baki við Guði. Syndin
komst inn 1 líf hans og gerði
aðski’lnað milli hans og Guðs.
Og um leið máði hún út mynd
Guðs af manninum yfirskrift
Guðs hvarf af Hfi hans. Maður-
inn varð brottrækur frá Guði.
Og í stað guðsmyndarinnar
setti syndin svipmót sitt á mann
inn. Hún bar ríkulegan ávöxt í
I Hfi hans, spilling og vonzka
vaknaði, þjáning og dauði hélt
innreið sína.
Þannig var ástatt í mannheimi,
er Guð í fylling tímans sendi
son sinn í heiminn, íklæddan
mannlegu holdi. Hann átti að
ávinna okkur aftur fyrir Guð.
ljúika upp hliðum himins á ný.
Til þess að þetta mætti takast,
gaf Jesús Kristur Hf sitt á kross-
inum. Hann, sem þá bar einn
allra mynd Guðs í lífi sínu, tófe
á sig af fúsum vilja soramark
syndarinnar. Hann tók á sig
hegninguna, sem við höfum til
unnið með synd ofefear.
Þar með var breitingin orð-
in á ný í mannheimi. SMk er
sú náð, sem Guð hefur búið
okfe’ur í Jesú Kristi. Hann vill
á ný gefa ofefeur mynd sína og
yfirskrift.
Og í fyrstu bernsfcu erum við
einmiitt helguð Guði. Við erum
möifeuð krosstákni bæði á enni
og brjóst til vitnisburðar um, að
við héyrum til hinum krossfesta
og upprisna frelsara. Hann á að
fá að móta lif okkar. Þetta er
gjöf Guðs í skírninni.
Og þá mætir okfcur, sem skírð
erum þessi spurning: Hefur það
orðið svo? Berum við merki
krossins í Hfi okfear?
m.
Það hefði mátt ætla að mennirn
ir hefðu tekið frelsaranum tveim
höndum og fagnað yfir náð Guðs.
Svo fer flestum, sem bjargað er
úr bráðri hættu eða þræJkun.
En svo hefur þó efeifci farið,
því miður. Samtíðarmenn Jesú
snerust gegn honum og hugðust
losa sig við hann. Þeir neituðu
að viðurkenna þörf sína á náð
Guðs. Þeir neituðu að viðurkenna
dóm hans yfir syndum sínum.
Og hið sama sáum við raunar
glöggt í dag, er við horfum yfir
samtíð okfear. Það fer þvi mið-
ur svo Mtið fyrir mynd Guðs og
yfirákrift í samlífi mannanna.
Líf okkar og verk ber svo oft
öðrum herrum vitni, sem standa
gegn vilja og boðum Guðs.
Og þó tekst sumum enn sem
faríseunum forðum að fela sinn
innri mann, svo við höldum þeirn
aUt annan veg farið en rétt er.
Það er jafnvel ekki alltaf hægt
að treysta því heldur, sem hefur
fágað og fínt ytra borðið.
Þá erum við Hfca eins og falsk-
ur peningur, berum e.t.v. mynd
góðleika og heiðarleika. en erum
í rauninni fullir svika og öfund-
ar hið innra.
Það er til ráð til að sannprófa,
hvort peningur er falskur eða
ekta. Það er að láta peninginn
detta. Þá heyrist á hljómi hans,
hvers eðlis hann er.
Hið sama lögmál gildir einnig
í mannheimi. Það er oft þá fyrst,
er maðurinn fellur, mætir erfið-
leikum og raunum, að hægt er
að sjá, hvað býr hið innra. Þá
fellur ytra borðið af. Margt glæsi
mennið verður þá Htilsiglt, en
margur hóglátur maður og lítil-
látur reynist vandanum vaxinn.
Þannig er það einnig í afstöð-
unni til Guðs. Jesús vill kalla
ofekur til sjálfsprófunar í dag.
Hverjum er Kf ofekar helgað?
Farísearnir fundu sig dæmda
af orðurn hans. Okkur fer á
sama veg. En minnumst þá þeirr
ar náðar. sem hann kom til að
gefa okkur. Hann kom í heim-
inn til að frelsa syndara, af því
að við gátuim ekki frelsað okkur
sjálfir. Er við finnurn vanmátt
okkar og veikleika, megum við
vita, að náðarfaðmur Guðs stend
ur okkur opinn.
Farísearnir gengu burt, er
þeir fundu sig dæmda af spurn-
ingu Jesús. Við skulum flýja til
hans, er við finnum okfcur dæmd.
Ef við leitum til hans, þiggjum
náð hans og treystum honum,
fáum við varðveitt mynd hans
og icrift á iífi okkar.
Jónas Gíslason.