Morgunblaðið - 25.11.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 25.11.1962, Síða 13
Sunnudagur 25. nóv. 1962 UORCVNBIAÐIÐ 13 Nafnkunnasti vísindamaður Norðurlanda 11 Með Niels Bohr er genginn nafnkunnasti vísindanaaður Norð urlanda á síðustu áratugum. Vís- indaafrek Bohrs eru þess eðlis, að allur þorri manna á erfitt með að skilja þau til hlítar. Hitt fundu allir, sem Bohr kynntust, þó að einungis vseri í svip, að iiann var maður óvenju yfirlæt- islaus og alúðlegur. í»á skoðun skapaði hann a.m.k. hjá þeim íslendingum, sem hann hitti í íheimsókn hingað fyrir nokkrum árum. í heimalandi sínu naut hann almennrar virðingar og yinsælda. Áhrifa hans gætti þar víða. Hans heitinn Hedtoft, for- sætisráðherra, sagði t. d. frá því, að er Dönum hafði verið boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu, hafi hann leitað ráða hjá Niels Bohr. — Bohr hugsaði sig um en sagði síðan á þessa leið: „Ef Danmörk á kost á slíkri tryggingú Bandaríkjanna á sjálf- stæði sínu, tel ég að hiklaust beri að taka henni.“ Nokkrir fulltrúa LÍV á ASI-þingi. Þeir voru sviptir rétti sínum. REYKJAVIKURBREF Laugaxd. 24 nóv. ——————————— Tekst Framsókn og kommum að eyðileggja Alþýðu- sambandið? Á árunum 1956—58 var leitazt við að telja fulltrúum á Alþýðu- sambándsþingi trú um, að þeir skipuðu valdamestu samkomu landsins. Gefið var til kynna, að Alþýðusambandsþing hefði úr- slitaráð í efnahagsmálum. Her- mann Jónasson þóttist og segja af sér sem forsætisráðherra af því, að Alþýðusambandsþingið hefði ekki viljað verða við ósk- um hans. Allir voru þessir til- burðir hreinn skollaleikur. Al- þýðusambandsþingi var einungis ætlað að setja sinn stimpil á það, sem aðrir höfðu ákveðið. Hermann Jónasson vildi fá frest, ekki til þess að leggja úrslita- ákvarðanir fyrir Alþýðusam- bandsþing, heldur til þess að það væri hætt störfum, þegar til úr- Slitaákvarðana kæmi. Engu að síður má Alþýðusam- bandið nú muna fífil sinn fegri. Fáum kemur framar til hugar að setja það ofar sjálfu Alþingi — ekki einu sinni í orði kveðnu, hvað þá í raun. Þinghaldið að þessu sinni hefur verið með þeim endemum, að ekki er ann- að sýnna en forráðamennirnir, Framsókn og kommar, stefni markvisst að því að eyða allri vdrðingu þess og tiltrú með þjóð inni. Frásögn Iðju-konu Alþýðusambandsþing sitja hvaðanæva að menn, sem marg- ir eiga illa heimangengt. f stað þess, að tafarlaust væri gengið að eiginlegum þingstörfum, var amörgum dögum eytt í réttaryfir- troðslur og rangindi til að tryggja fyrrverandi Alþýðusam- bandsstjórn meirihluta á hinu ný kosna þingi, hvað sem vilja lög- inætra fulltrúa líður. Til af- greiðslu flókinna og vandasamra mála var hins vegar ekki varið nema einum degi! Þeir, sem þekkja starfshætti kommúnista í verkalýðsfélögun- um eru ýmsu vanir, en ein Iðju konan, sem á þinginu sat, sagðist þó aldrei hafa horft upp á ann- að eins og hún þarna hefði orð- ið sjónarvottur að. Hún taldi það •vo ótrúlegt, að þeir, sem ekki voru viðstaddir, mundu eiga erfitt með að trúa, þegar satt Væri frá sagt. Einmitt slíkar aðfarir eru al- veg eftir kokkabókum kommún- ista. Þeir ganga vísvitandi svo langt í ósvífni, að þegar frá henni er sagt hljóti flestir að .telja frásögnina ýkjur. Valdmis- beitingin nær að þessu sinni ekki til LÍV eins, heldur til ým- issa annarra félaga, þó að áníðsl- an á þeim hverfi í skuggann fyr- ir ofbeldinu mikla. Framsókn bætti óheilindiim ofan á ofbeldið Af kommúnistum var við engu góðu að búast. Þeir fóru aldrei leynt með, að þeir vildu og ætl- uðu að beita ofbeldi til að við- halda völdum sínum. Þeir voru og áður staðnir að sams konar áformum, þegar Hermann Guð- mundsson forðum hindraði þá í framkvæmd þeirra. Kommúnist- um er það og sérstök unun að geta óvirt dómstóla þjóðarinnar og landsins lög. Um Framsókn varð fyrirfram að ætla annað. Jafnvel þeir, sem bezt þekkja starfshætti hennar og hafa þar af leiðandi minnst traust á henni, trúðu ekki, að hún mundi verða kommúnistum samsek í ofbeldinu. Hér fór þó á annan veg. Framsókn hafði á sér yfirskin löghlýðninnar en af- neitaði hennar krafti. Hún bætti óheilindum ofan á ofbeldið. All- ir sjá í gegnum þann svdkavef, þó að reynt sé að breiða ofan á lögbrotin og ranglætið. Alþýðu- sambandsstjórn hefur haft marg- falt tækifæri til þess að kynna sér félagsskrár LÍV og fulltrúa- kjör. Ef hún hefur vanrækt það, sem raunar er ósannað, þá er það hennar eigin sök, sem hvorki má bitna á LÍV né Alþýðusam- bandinu. Auðsætt er, að fyrir- slátturinn um tímaskort nú til að kynna sér þessi gögn, kemur af því einu, að forráðamennirnir vissu, að ekkert var athugavert. Ef þeir hefðu haft vitneskju um slíkt, mundi ekki hafa staðið á að á það væri bent þegar fyrir Félagsdómi, er Alþýðusambands- stjórnin fékk gögnin í hendur. Vega að þeim, sem þeir eiga að verja Verst af öllu er, að með at- ferli sínu vega kommúnistar og Framsókn að þeim, sem þeir hafa tekið að sér að verja. Framferði þeirra hlýtur óhjákvæmilega að bitna á Alþýðusambandinu, þang að til málum þess hefur -verið komið í löglegt horf. Á meðan svo stendur sem nú, er Alþýðu- sambandið firrt virðingu og við- urkenningu. f stað þess að efla Alþýðusambandið með tilkomu mörg þúsund nýrra félagsmanna, er kynnt bál ófriðar og sundr- ungar, sem hlýtur að læsa sig um öll verkalýðsfélög landsins á næstu árum. Kommúnistar fagna hvernig komið er. Þjóðviljinn hæðist að frammistöðu Tímans, sem þyk- ist vilja fylgja dómnum, því að Þjóðviljinn bendir á, að allt sé undir því komið, „að dómurinn verði sem fyrst afmáður í verki.“ En það hefur Framsókn einmitt hjálpað til að gera. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Verka- lýðshreyfingin hefur nú orðið fyrir þeirri niðurlægingu af völd um Framsóknar og kommúnista, að allir góðviljaðir menn sjá, að í hreint óefni er komið. Frum- kvöðlar rangindanna fengu að- stöðu til að koma vilja sínum fram á þessu Alþýðusambands- þingi, vegna þess að of margir voru afskiptalausir við Alþýðu- sambandskosningarnar í haust. Þeir hinir sömu munu nú sjá, að við svo búið má ekki standa. Þeir munu þess vegna hefjast handa um að bjarga verkalýðs- hreyfingunni úr stjórnmálatog- streitunni og leggja sig fram um, að henni verði beint á þær braut ir, að hún geti unnið sitt mikil- væga hlutverk í þjóðfélaginu, öllum ,en þó einkum launþegun- um sjálfum, til heilla. Býsnast yfir vaxandi trausti Islendinga Kommúnistum er ekki nóg að óvirða Alþýðusamband íslands, sem þeir með rangindum hafa ruðzt til valda í. Þeir fjargviðr- ast yfir, að ísland skuli njóta vaxandi trausts erlendis. Þjóð- viljinn lætur sér sæma að býsn- ast yfir því, að ríkisstjórninni hefur tekizt að afla erlends láns, án þess að hinir erlendu lánveit- endur áskilji sér íhlutun um til hvers fénu skuli varið. í forystu- grein Þjóðviljans hinn 20. nóv. sL stendur þetta skrifað: „En eitt er þó athyglisverðara en allt annað í sambandi við þessa lántöku. Það er fastur sið ur alþjóðlegra lánastofnana að krefjast greinargerðar um það í hvað lán verði notuð, síðan met- ur lánveitandinn, hvort hann telur framkvæmdina skynsam- lega, þannig að hún standi undir lánveitingunni og tryggi skil á umsömdum tíma. Þetta er frum atriði 1 öllum venjulegum lána- samningnum; þannig var til að mynda hitaveitulánið tekið fyr- ir skemmstu með því að senda ýtaUegar skýrslur um fram' kvæmdir allar og væntanlegar tekjur hitaveitunnar. En ríkis stjórnin kveðst nú eiga kost láni í Bretlandi án þess einu sinni að hafa nokkra hugmynd um það sjálf, í hvað hún ætli að nota lánið, hvað þá að hún geti gert lánveitendum fjármálalega grein fyrir væntanlegum athöfn- um sínum. Þessi aðferð brýtur í bága við undirstöðureglurnar í alþjóðlegum fjármálasamskipt um; hvað veldur?“ Átti Sovétstjórnin að setja skiÍyrði? Hafa menn séð annan eins sam setning? Reynt er að gera tor tryggilegt og beinlínis harmað, að íslenzka ríkið skuli njóta þess álits erlendis, að því er íhlutun' arlaust af erlendum lánveitend um treyst til að ráðstafa tveggj milljón sterlingspunda láni. - Skýringin á þessu trausti er auð sæ. Til þess hefur verið unnið með góðri stjórn fjármála ríkiS' ins og efnahagsmála þjóðarinn ar á undanförnum árum. Það er rétt, að auðveldara get ur verið að afla fjár til ákveð inna framkvæmda en frjálsrar ráðstöfunar. Frjálst ráðstöfunar fé fæst ekki nema öruggt traust á lántakanda sé fyrir hendi. — Undrun Þjóðviljans gefur hins vegar innsýn í, af hverju komm- únistar hafa lengi verið svo á fjáðir um, að íslendingar tækju stórlán hjá Sovétstjórninni. Þeir hafa talið víst, að Sovétstjórnin setti íslendingum skilyrði um hagnýtingu lánsins og fengi þanriig íhlutun um okkar eigin málefni. Eitt af því, sem stórlán frá Sovétstjórninni átti að tryggja, var framkvæmd ályktunar A1 þingis hinn 28. marz 1956 um brottrekstur varnarliðsins. — Kommúnistar vita, að Fram- sóknarmenn hafa ætíð virt varn- ir landsins til fjár, og töldu þess vegna, að ef Framsóknarbrodd- arnir gætu gengið í sjóði Sovét- stjórnarinnar yrðu þeir óhrædd- ari við að vísa varnarliðinu á braut. Framsóknarmenn Iðgðu þó aldrei út í það ævintýri á vinstri stjórnarárunum. Skal ó- sagt látið, hvort það var af vilja- skorti, eða af því að þeir vissu, að slíkt myndi óhjákvæmilega leiða til klofnings stjórnarinn- Ályktun 28. marz 1956 ómerkt Þingmenn kommúnista og þá einkum Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson, fulltrúar þeirra í vinstri stjórninni, hafa aldrei náð sér eftir þá skömm, sem þeir hlutu af því, ekki sízt meðal óbreyttra flokksmanna sinna, að svíkjast um það allan valdatíma sinn að fá ályktun- inni frá 28. marz 1956 fullnægt. Þess vegna hafa þeir ætíð látið svo sem ályktun þéssi væri í fullu gildi, þó að örðugleikar tímanna hafi varnað þeim sjálf- um að standa við orð sín. Auð- vitað vissu þeir betur, en í því skyni að hressa upp á sarrivizk- una létu kommúnistar Hannibal Valdimarsson flytja rökstudda dagskrá til frávísunar frumvarp- inu um almannavarnir, og var í dagskránni vitnað til fulls gild- is ályktunarinnar. Þessi leikaraskapur hefur nú komið kommúnistum í koll. Eng- ir aðrir en kommúnistar fengust til þess með atkvæði sínu, að staðfesta gildi hinnar löngu dauðu ályktunar. Allir stjórnar- sinnar samþykktu tillögu um að fella tilvísunina til hennar brott úr hinni rökstuddu dagskrá, sök- um þess að hún hefði fallið úr gildi þegar í des. 1956. Fram- sóknarmenn þorðu raunar ekki að móðga bandamenn sína, kommúnista, með því að greiða atkvæði á móti þeim í málinu og sátu þess vegna hjá. Slík hjáseta var aumasta afstaðan, sem unnt var að taka. Eysteinn Jónsson reyndi að breiða yfir eymdina með því að vísa til þess, að til- vitnun í hina margumgetnu á- lyktun hefði enga þýðingu, upp- sagnarákvæði varnarsamnings- ■ins sjálfs réðu úrslitum. Með þvi tók hann með orðum þétt í að ómerkja síendurtekinn fyrirslátt kommúnista, þó að hann skorti kjark til að staðfesta þá ómerk- ingu með atkvæði sínu. Töluðu tvisvar sinnum lenp;ur Málþóf kommúnista um al- mannavarnafrumvarpið er eitt einkennilegasta fyrirbæri, sem lengi hefur átt sér stað í sölum Alþingis. Við 2. umr. í neðri deild töluðu þrír kommúnistar. Hannibal, Einar og Lúðvík og fjórir af hálfu hinna flokkanna þriggja, sem allir studdu frum- varpið. Eðli málsins samkvæmt kom einkum í hlut framsögu- mannsins, Gísla Jónssonar, og dómsmálaráðherra ,að mæla fyr- ir frumvarpinu. Lúðvík Jósefs- son tók ekki til máls fyrr en undir lok umræðunnar og deildi þá hart á dómsmálaráðherra fyr- ir, hversu langorður hann hefði verið og farið út fyrir umræðu- efnið. Þegar á það er litið, að við umræðuna töluðu kommún- istarnir þrír meira en tvisvar sinnum lengur en allir fjórir stuðningsmenn frumvarpsins, hlutu menn mjög að undrast þessa ásökun Lúðvíks. Og þá ekki síður, að hann skyldi finna að því við dómsmálaráðherra, að hann ræddi um ófriðarhættuna og gerði grein fyrir því, af hverju nauðsynlegt væri að við- halda vörnum á íslandi. En það var einmitt Einar Olgeirsson, sem hafði gert umræður um þetta óhjákvæmilegar, með því að byggja ræður sínar kringum það, sem hann sagði vera meg- inatriði málsins: „Þess vegna álít ég, að fyrsta spurninffin í sambandi við þessi Fram*h. á hla 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.