Morgunblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 23
Sunnudagur 25. nóv. 1962
MOTtCUNBr AÐ1Ð
23
d
tíðindi
W \
Þýzkaland
FIMM ráðherrar Frjálsra demo-
krata sögðu sig úr stjórn Aden-
auers, kanzlara, sl. mánudag. Að
baki þeirri ákvörðun bjó nær ein
róma ákvörðun miðstjórnar
flokksins og þingfulltrúa. Lausn-
arbeiðnimar eru afleiðing mis-
klíðar Kristilega og Frjálsa
demokrataflokksins, vegna Spie-
gelmálsins, svokallaða. Þessi
ákvörðun er ekki talin munu
leiða til falls stjómar Adenauers,
heldur miðar hún að endurskiþu-
lagningu stjórnarinnar, þ. e. að
Franz-Josef Strauss, varnarmála-
ráðherra, láti af embætti.
Því virðist óhætt að segja, að
þótt stjórnarkreppa sé raunveru
lega ríkjandi, þá er hún ekki eins
hættuleg eins og hún virtist fyrir
nokkrum dögum. Frjálsir demo-
kratar, sem hafa 67 fulltrúa á
þingi, hafa myndað þann meiri-
hluta á þingi með fulltr. Kristi-
legra demokrata, sem Adenauer
hefur reynzt nauðsynlegur. Hafa
Frjálsir demokratar lýst því yfir,
að þeir séu reiðubúnir til frekara
samstarfs, að minnsta kosti fram
að næsta hausti — og jafnvel
eftir að Adenauer segir af sér.
Hættulegasta augnablik stjómar-
kreppunnar virðist því liðið hjá.
Það var afstaða Strauss í
Spiegel-málinu, sem leiddi til
þess, að ráðherrarnir sögðu af
sér. Strauss átti mikinn þátt í
handtökum starfsmanna blaðsins,
þótt hann hafi ekki viljað viður-
kenna opinberlega, að svo sé.
Hann stóð að undirbúningi máls-
ins, vegna meintra uppljóstrana
blaðsins um hernaðarleyndarmál,
10. okt. sl. Frjálsir demokratar
þykjast rekja til Strauss ákvörð-
unina um að láta til skarar skríða
gegn Spiegel, án þess að dóms-
málaráðherrann, Stammberger,
vissi af. Frjálsir demokratar hafa
lýst því yfir, að þessi framkoma
sé ósiðleg og ekki í samræmi við
anda samvinnu.
Um mánuði eftir að Spiegel-
málið kom til sögunnar, lýsti leið
togi Frjálsra demokrata, Mende,
Því yfir, að hann væri fús til
að fallast á, að þingnefnd athug-
aði málið, áður en þess yrði kraf-
izt, að Strauss segði af sér, eða
stjórnin endurskipulögð. Að því
varð þó ekki, því að Adenauer
hélt því fram, að engum ráð-
herra hefðu orðið nein mistök á.
Hann hélt því ennfremur fram
á þingi, að ritstjórar Spiegel, sem
sátu í fangelsi, án þess að kæra
hefði verið lögð fram á hendur
þeim, væru sekir um landráð og
hefðu birt hernaðarleyndarmál
til að græða peninga.
Þrjár ástæður eru aðallega tald
ar liggja til þess, að Adenauer
verður nú að sætta sig við ákvörð
un Frjálsra demokrata og hefjast
handa um að endurskipuleggja
stjórn sína.
• Fyrsta ástæðan, og sú, sem
*• t. v. er þyngzt á metun-
um er, að hann getur vart búizt
við að fá miklu framgengt á
þingi, án stuðnings Frjálsra
demokrata, þar eð Kristilegir
demokratar eiga aðeins 242 full-
trúa á þingi af 499. Hafni Aden-
auer tillögum Frjálsra demo-
krata, gætu þeir hrakið hann úr
embætti sínu, hvenær sem þeir
óskuðu þess.
® Önnur ástæðan er sú, ekki
omikilsverð heldur, að engar lík-
ur yrðu til þess, að Adenauer yrði
kanzlaraefni, ef sett yrði á lagg-
trnar þriggja flokka stjóm eða
ef samvinna tækist með Kristi-
legum demokrötum og Sósíal-
demokrötum. Síðarnefndi flokk-
tttútn á 190 íulltrúa á þingi, og
þeir myndu ekki styðja Aden-
auer.
• í þríðja lagi eru allar líkur
til þess, að Adenauer telji sig
ómissandi mann og reyni að halda
í kanzlaraembættið eins lengi og
hann getur.
Adenauer, sem nú er 86 ára,
hefur sætt mikilli gagnrýni. And-
stæðingar hans halda því fram,
að dómgreind hans hafi hrakað
með aldrinum, jafnvel enn meir
en starfskröftum. .Þá er Aden-
auer talinn lítt móttækilegur fyr-
ir nýjar hugmyndir. Þó vill hann
ekki láta yngri mann taka við
embætti sínu. Þar sem Frjálsir
demokratar krefjast þess ekki að
hann fari frá, þá er talið fullvíst,
að hann muni ekki segja af sér
sjálfur.
Ekki er gert ráð fyrir, að end-
urskipulagning stjórnarinnar
gangi fljótt fyrir sig. Hún verður
að minnsta kosti ekki til lykta
leidd fyrr en forseti landsins,
Lúbke, kemur heim úr Asíuför
sinni, en það mun vart verða fyrr
en um 5. desember. Forsetinn
verður að taka til greina lausn-
arbeiðnir ráðherranna fimm.
Auk þess, sem Frjálsir demo-
kratar krefjast þess, að Strauss
verði látinn fara frá, þá munu
þeir vilja að innanríkisráðherr-
ann, Höchel, láti af ráðherraem-
bætti. Hann var einnig við
Spiegel-málið riðinn. Þá er álit-
ið, að tveir af ráðherrum Frjálsra
demokrata, dómsmálaráðherrann
Stammberger og fjármálaráð-
herrann Starke, muni vilja segja
af sér ráðherraembættum.
Þetta myndi leiða til gerbreyt-
inga á stjórninni, því að jafn-
vægi verður að haldast milli
stjórnarflokkanna annars vegar
og Kristilega demokrataflokks-
ins og undirdeildar flokksins í
Bavaríu hinsvegar.
Það fer ekki hjá því, að ákvörð
un Frjálsra demokrata komi illa
við Adenauer. Hann verður nú
án meirihluta á þingi í nokkr-
ar vi'kur. Fyrir dyrum standa
erfiðar viðræður um nýja stjórn.
Hann hlýtur að gera sér grein
fyrir því, að dagar hans sem
kanzlara eru senn taldir, þar eð
Frjálsir demokratar munu krefj-
ast þess, að hann segi af sér em-
-bætti á næsta ári, samkvæmt
samningi þeim um stjórnarsam-
vinnu, er gerður var á sl. ári,
eftir kosningarnar. Ljóst er, að
Adenauer er nú að reyna að
koma sér undan þessu ákvæði,
því að á fimmtudag var því hald-
ið fram í Bonn, að það væri úr
gildi fallið með lausnarbeiðnum
ráðherranna.
Eitt erfiðasta vandamálið er þó
hvaða afstöðu taka beri til kröf-
unnar um frávikningu Strauss.
Fulltrúar flokksdeildar Kristi-
lega demokrataflokksins í Bav-
aríu eru 40 á þingi. Þeir hafa lýst
yfir, að þeir muni standa með
Strauss. Þannig verður Adenauer
einnig að berjast við óeiningu
innan flokksins. Þá verður að
taka tillit til þess, að almennings-
álitið er á móti Strauss.
í dag fara fram kosningar í
Bavaríu, en Strauss er almennt
talinn leiðtogi fulltrúa héraðsins
á þingi. Úrslitanna er beðið með
eftirvæntingu, og hafa fáir treyst
sér til að spá um úrslitin, sem
vafalaust eiga eftir að verða þung
á metunum, er Adenauer tekur
endanlega afstöðu.
Afleiðing Spiegel-málsins verð
ur þó óhjákvæmilega sú, að
Strauss bíður hnekki sem stjórn-
málamaður, og sú, að svo lengi
sem Adenauer verður kanzlari,
verður stjórnarsamvinnan með
blæ gagnkvæmrar tortryggni,
Jemen
í SEPTEMBER bárust fréttir um
það, að uppreisnarmenn í Jemen
hefðu hrundið aldagömlu veldi
konungsins, og tekið í sínar hend
ur stjórn landsins.
Foringi þeirra, Abdulla A1
Sallal, hershöfðingi, lýsti því yfir,
að nú hefði verið bundinn endir
á eitt ægilegasta einræði, sem
þekkzt hefði á þessari öld.
Næstu vikur eftir uppreisnina
fréttist lítið um atburði þá, sem
gerðust. Ljóst varð þó, að fregnir
uppreisnarmanna, þess efnis, að
konungurinn, Imam A1 Badr,
hefði grafizt- í rústum konungs-
hallarinnar, voru ekki á rökum
reistar. A1 Badr er enn í fullu
fjöri, og leiðir nú fylgismenn sína
í baráttunni um yfirráð í land-
inu.
Á þeim tíma, er Kúbumálið og
árás Kinverja á Indland, setti
svip sinn á allan fréttaflutning,
gerðist sá atburður, sem valda
kann þáttaskilum í málefnum
Mið-austurlanda. Nasser, Egypta
landsforseti, sendi 10.000 manna
herlið til Jemen, bæði flugher
og flotaliðsmenn. Þetta er jafn-
mikið lið og uppreisnarmenn
höfðu sjálfir á að skipa. Munur-
inn er hins vegar sá, að Egyptarn
ir hafa á að skipa mun betri vopn
um.
Hér er um að ræða innrás
Egypta í Jemen. Þykir nú ljóst,
að Nasser ætli sér að vinna land-
ið, með aðstoð uppreisnarmanna,
og hér sé raunverulega um að
ræða nýtt skref í áttina til þess,
sem Nasser hefur kallað „frelsis-
hreyfing Araba“.
Liðsstyrkur Nassers barst, er
ljóst var, að uppreisnarmenn ein-
ir myndu ekki getað staðið
móti síwaxandi andspyrnu meg-
inhluta landsmanna, sení eru um
5.000.000. Þetta er frumstætt fólk,
og lítur það Imaminn sem guð,
vegna trúarbragða sinna.
Leiðtogi þeirra er eins og áður
segir Imam A1 Badr, sem nýtur
stuðning frænda síns, prins Hass-
an.
Uppreisnin var ekki eins víð-
tæk og áður hafði verið talið.
Vitað er nú, að uppreisnarmenn
hafa aðeins á sínu valdi þrjár
aðalborgir Jemen, og samgöngu-
leiðina milli þeirra. Aðeins 10%
íbúa landsins búa í þessum borg-
um.
Fullvíst verður að teljast, að
uppreisnarmenn hefðu ekki getað
haldið þessum borgum, ef ekki
hefði komið til íhlutunar Nassers.
Kemur þar til, að uppreisnar-
menn voru litnir illu auga af
tveimur nágrannaríkjum, þ. e.
Saudi-Arabíu og Jórdaníu, sem
nú hafa heitið stuðningi sínum
við A1 Badr. Hafa ráðamenn
þessara landa þegar lagt fram
mikið fé til að styrkja hann í
baráttunni.
Saudi-Arabía hefur gengið enn
lengra með því að slíta stjórn-
málasamskiptum við Egyptaland.
Ólíklegt er þó talið, að til hern-
aðarátaka komi milli hermanna
Saud, konungs, og egypzkra her-
egypzkra hermanna í Jemen. Til
þess liggur aðallega sú ástæða, að
stefna Nassers hefur átt nokkru
fylgi að fagna meðal herforingja
í Saudi Arabíu. Sama er að segja
um herforingja Husseins, Jór-
daníukonungs. Má til marks hafa,
að a. m. k. þrír jórdanskir flug-
menn hafa flúið og lent vélum
sínum í Egyptalandi. Nokkrir her
menn hafa einnig flúið til Egypta
lands frá Saudi-Arabíu.
A1 Sallal virðist gera sér grein
fyrir Eifstöðu Saudi-Arabíu til
styrjaldar um Jemen, því að á
fimmtudag tilkynnti hann, að ef
Saud, konungur, hætti ekki stuðn
ingi sínum við konungssinna, þá
gæti svo farið, að uppreisnar-
menn gripu til þeirra ráðstafana,
er kostað gætu Saud konung, kór-
ónuna.
Frakkland
KOSNINGARNAR í Frakklandi
sl. sunnudag færðu DeGaulle,
forseta, nýjan sigur í stjórnmála-
baráttunni. Aldrei á seinni tím-
um hefur það komið fyrir, að
einn flokkur hafi fengið meira en
fjórða hluta greiddra atkvæða.
Enginn flokkur hefur heldur í
manna minnum komizt nærri því
að fá hreinan meirihluta á þingi,
en þar munu sitja 482 þingmenn,
að kosningum loknum.
Á sunnudag urðu frambjóð-
endur að fá hreinan meirihluta
greiddra atkvæða, til að vinna
sigur. í dag er kosið aftur, og
þá nægir að fá fleiri atkvæði, en
nokkur annar frambjóðandi.
Þau kjördæmi, þar sem aftur
verður kosið, eru alls 369. Gaull-
istar voru atkvæðaflestir í 200
þeirra í fyrri lotu kosninganna.
Væri kosningafyrirkomulagið
í Frakklandi með sama sniði og
í flestum öðrum löndum, þ. e. a. s.
aðeins kosið einu sinni, þá hefðu
Gaullistar fengið hreinan meiri-
hluta á þingi, 263 sæti, þ. e. 21
fleira en svarar til meirihluta.
Allir gömlu stjórnmálaflokk-
arnir x Frakklandi, þ. á. m. komm
únistaflokkurinn, hafa lagzt á eitt
að reyna að ná meirihluta yfir
Gaullistum. Því munu margir
frambjóðendur í þeim kjördæm-
um, sem nú verður kosið í, draga
sig til baka fyrir frambjóðend-
um annarra flokka, sem meiri
líkur hafa til að sigra Gaullista.
Þannig munu a. m. k. um 150
frambjóðendur kommúnista ekki
verða í framboði í dag, en beina
því þess í stað til stuðnings-
manna sinna, að þeir kjósi þá
frambjóðendur annarra flokka,
sem þeir vísa til.
Þótt erfitt sé að spá nokkru
um úrslitin, þá eru ýmsir stjórn-
málafréttaritarar á þeirri skoðun,
að 20 — 25% þeirra frambjóð-
enda Gaullista, sem flest atkvæði
höfðu á sunnudag, muni í dag
tapa fyrir frambjóðendum gömlu
flokkanna.
Kúba
f BRÉFI sínu til Kennedys,
Bandaríkjaforseta, 28. okt. sl.
iýsti Krúséff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, því yfir, að hann
féllist á að láta flytja brott frá
Kúbu „þau vopn, sem Bandaríkja
menn teldu árásarvopn". Jafn-
framt lýsti hann sig samþykkan
því, að þessi loforð yrðu haldin.
Þótt mikið hafi miðað í sam-
komulagsátt, frá því að Kúbu-
deilan var á hættulegasta stigi,
þá er deilan þó ekki endanlega
úr sögunni.
Aðeins annað þessara tveggja
atriða tilboðsins hefur fram til
þessa verið haldið, eða komið til
framkvæmda. Eldflaugavopnin
hafa verið fjarlægð, og loforð
hefur verið gefið fyrir því, að
sprengjuþotur þær, sem enn eru
á Kúbu, verði fjarlægðar innan
fjögurra vikna.
Hins vegar hefur Castro, for-
sætisráðherra Kúbu, ekki fallizt
á neitt eftirlit á eyjunni sjálfri.
Þetta leiðir til þess, segja Banda-
ríkjamenn, að þeir munu enn
þurfa að halda áfram eftirlitsflugi
yfir Kúbu, þótt þeir hafi nú leyst
eyjuna úr herkví þeirri, sem hún
var í. Kemur þar einnig til, að
Castro hefur ekki viljað gefa
neina yfirlýsingu um, að hann
reyni ekki á nýjan leik að koma
upp árásarvopnum af því tagi,
sem á Kúbu voru.
Margar orðsendingar hafa far-
ið milli valdhafanna í austri og
vestri undanfarnar vikur, vegna
Kúbumálsins. Álíta flestir ráða-
menn og stjórnmálafréttaritarar,
að vist megi teljast, þrátt fyrir
afstöðu Castros, að ekki muni
koma til frekari alvarlegra átaka
vegna Kúbu. Rússar vilji leiða
þetta mál til fullra lykta á frið-
samlegan hátt.
Frétt, sem barst á föstudags-
kvöld, þess efnis, að Rússar hefðu
lagt fram við Bandaríkjamenn
formlega samkomulagsáætlun,
virðist styrkja þessa skoðun.
— Um sýningu
Framh. af bls. 6.
heimurinn um svip. Uppi á Norð-
urlöndum og niðri í París er
hópur af ungu fóliki og raunar
gömlu líka, sem aðhyllist sömu
stefnuna. Aðrir ganga þó miklu
lengra. Þeir gera sér leik að því
að skjóta flaugum upp á léreftin
eða bregða yfir þau glampa en
kæfa svo allt saman með reikul’-
uim pensilförum áður en nokkur
litarhljómur hefur fengið að
koma skýrt í ljós. Regla og skipu-
lag virðist vera eitur í beinum
þeirra. Ég hef töluverðar áhyggj
ur af þessari þróun. Hún er tæp-
ast heillavænleg. Mér hefur allt-
af ákilizt, að listin ætti að vera
•til þess að byggja upp. Ég hef
alltaf haldið, að hlutverk henn-
ar væri til að mynda, fólgið í
'því að vinna gegn eyðingaröfl-
unum en ekki að styrkja þau.
Okkar rómantíkusar enx ekki af
þessum síðastnefnda flókki —
ekki fremur en Pollock eða
Toibey, Riopelle eða Trotzig
Hamingjunni sé lof. Raunar hef
ég aldrei óttast þá, af því að
mér er fullljóst, að málaralist-
in sjálf er þeirn óendanlega mi'k-
ils virði.
Hjörleifur Sigurðsson.
— Nýtt gull
Framh. af bls. 3.
land með göngubrú, sem um
leið heldur uppi rörinu, sem
dælt er gegnum í land. Skipið
leggst upp að pallinum og
vírar eru festir við stefnið,
gildu röri er lyft út fyrir borð
stokkinn og skipið síðan hreyft
til þangað til rörið um borð
tengist rörinu í landi. Síðan
er byrjað að dæla sandinum
í land, og svartur sjór gusast
fram úr rörinu.
Börnin fara á kreik og
byrja að sulla í vatninu, senx
rennur frá sandinum með
boðaföllum eins og beljandi
fljót. Drengurinn, sem var
með föturnar áðan stígur sín-
um fætinum upp í hvora föt-
una og gengur síðan af stað
og notar föturnar sem vaðstíg-
vél. Það sést ekki fyrst í stað
að sandhrúgan stækki, en skip
ið lyftist á sjónum, og allt í
einu sézt greinilega, að þar
sem var áður laut er kominn
einn hóllinn í viðbót. Börnin
þreytast ekki á að ganga fram
og aftur í vatninu, sem skilar
fínni sandinum smám saman
alla leið fram í tjörnina og
hleður undir sig og myndar
flúðir og fossa. Þarna gefur
á stuttri stundu að líta, hvern
ig jökulárnar vinna á öldum.
Eftir þrjú korter er skipið
tómt. Nú er því siglt inn á
Reykjavíkurhöfn, en í fram-
tiðinni er ætlunin, að það
sigli strax í aðra „veiðiför".
ÞJl
Gagnkvæmt vantraust í Þýzkalandi
— Innrás Egypta í Jemen — Fær
flokkur de Gaulle meirihluta á þingi?
— Endanleg lausn Kúbudeilunnar?