Morgunblaðið - 02.12.1962, Síða 3
Sunnudagur 2. desemHer 1962.
W /» n r? v u f ^ p 11
3
„Brúin yfir
Kwoi-fljót“
í íslenzkri þýðingu
KOMIN er í íslenzkri þýðingu
Sverris Haraldssonar stríðssaga
Pierre Boulle, „Brúin yfir Kwai-
fljótið".
Höfundurinn hlaut heimsfrægð
fyrir þessa hók og hefir hún ver-
ið gefin úit í risaupplögum í fjöl-
mörgum löndum. Efni bókarinn-
er mun flestum kunnugt af kvik-
myndinni, sem eftir henni var
gerð, og sýnd hér við mjög mikla
aðsókn, enda hlaut hún margföld
Oscars-verðlaun. Fjöldi mynda úr
kvikmyndinni eru í bókinni. Út-
gefandi er Stjömuútgáfan h.f.
Námsstyrkir í
Bandaríkjimum
EINS og mörg undanfarin ár
Ihefir fslenzk-ameríska félagið
milligöngu um útvegun náms-
Btyrkja til Bandaríkjanna.
Er hér u>m ræða námsstyrki
fyrir ís-lenzíka stúdenta til náms
við bandaríska háskóla, en ís-
flenzk-ameríska félagið hefir um
mörg undanfarin ár haft sam-
Iband við stofnun þá í Banda-
ríkjunum, Institute of Inter-
maltional Education, er annast
fyrirgreiðslu um útvegun náms-
etyrkja fyrir erlenda stúdenta,
er hyggja á háskólanám vestan
Ihafs. Styrkir þessir eru veittir
af ýmsum háskólum í Banda-
ríkjunum, og eru mismunandi,
nema skólagjöldum og/eða hús-
næði og fæði, o.sfrv.
Styrkimar eru eingöngu ætl-
aðir námsmönnum, er ekki hafa
lokið háskólaprófi. >ess skal get
ið, að nemendum, er ljúka stúd-
entsprófi á vori komanda og
lóyggjast hefja háskólanám næsta
Ihaust, er heimilt að sælkja um
þessa styrki, en hámarksaldur
umsækjenda er 22 ár.
Allar nánari upplýsingar um
þessa námsstyrki verða veittar
é skrifstofu Íslenzk-ameríska
tfélagsins, Hafnarstræti 19, 2. hæð
á þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 5—7 e.h. Umsóknir skulu
sendar skrifstofu féla-gsins, Hafn
arstræti 19, fyrir 15. des n.k.
(Frá Íslenzik-ameríska
félaginu).
Wellington, 29. nóv.
NTB-Reuter.
• Mesti kjötframleiðandi heims
ins er enn sem fyrr Nýja Sjá-
land. Sl. ár voru flutt út þaðan
900.000 lestir af kjöti.
Þórunn Christiansen og Theodore van Schellen, sölustjóri Loftleiða í Bandaríkjunum, virða
fyrir sér peysu þá, sem Pþilip prins fékk að gjöf.
Skiptistá orðum við
Philip prins á Lundúnaviku
JÚ, HÚN var að koma frá út-
landinu, það var auðséð á hör
undslitnum. Sólbrúnt andlit
eftir sólarlaust sumar stingur
notalega í stúf við íslenzka
skammdegið, rökkvað, dimmt
og minnir okkur á, að bak við
sjóndeildarhringinn er sólin
enn að gæla við fjöll og firn-
indi, hús og fólk.
Stúlkan sagðist heita Þór-
unn Christiansen og vera úr
Garðahreppnum en nýkomin
frá San Fransisco. Þar hafði
hún dvaldizt eina vilku á hinni
svokölluð Lundúnavika, síð-
an skroppið í tvo daga til Los
Angeles, þá stefnt nefinu í átt
til íslands og stóð áður en
varði á flugvelli Reykjavíkur-
borgar. Ja, það er aldeilis farið
greitt nú á dögum! Hvort hún
hefði ekki orðið þreytt á ferða
laginu? Nei, hún var vön
svona þeytingi, enda búin að
vera á ferð og flugi í eitt og
hálft ár, sem sagt flugfreyja
hjá Loftleiðum.
LUNDÚNAVIKA
— Hvað er Lundúnavi'ka?
— Lundúnavi'ka er haldin
þriðja hvert ár í Bandaríkjun-
um, að þessu sinni 12.—19.
nóvember í San Fransisco. Til-
gangurinn er að kynna Lond-
on, brezka menningu og afurð-
ir, og einnig að vekja áhuga
manna á að fara til Bretlands,
fljúgandi eða Siglandi. Þar
sem Loftleiðir flýgur frá Lon-
don til New York, fékk félagið
smábás í flug- og skipafélags-
deildinni í San Fransisco Hot-
el. Þar var aðalsýningarsvæð-
ið, en t.d. málverkasýningar
o.fl. voru víðsvegar um borg-
ina, svo og ýmis samkvæmi.
Ég stóð í þessum bás frá kl.
8 á morgnana til kl. 10 á kvöld
in, svaraði fyrirspumum og af
henti bæklinga. Þetta var að
sjálfsögðu afskaplega gaman
og hafði ég meira en nóg að
gera. Aðsóknin að sýningunni
var geysileg, miklu meiri en
mig hafði órað fyrir. Og veðr
ið var alveg dásamlegt.
Mér til undrunar hitti ég tvo
Vestur-íslendinga, sem báðir
töluðu prýðilega íslenzku.
Áttu þeir sízt von á því að
hitt íslenzka stúlku á Lundúar
viku.
SPENNANDI AUGNABLIK.
Stærsti viðburðurinn á sýn-
ingunni var þegar Philip prins
kom til San Fransisco og
dvaldist þar í nokkra daga.
Hann var á leið til Ástralíu, að
ég held. Það var mikið snúizt
í kringum hann svo sem vænta
mátti, m.a. var haldinn heljax-
mikill dansleikur í lok sýning-
arinnar, þar sem prinsinn var
heiðursgestur. Veizlunni var
sjónvarpað. Aðgöngumiðaxnir
voru seldir í næsta herbergi
við hliðina á mér og kostuðu
þeir 100 dali. Ég sparaði mér
þann kostnað, enda fékk ég
tækifæri til að sjá hann með
eigin augum og skiptast á orð-
um við hann, þegar hann
staldraði framan við Loftleiða-
básinn.
— Hvað fór ykkur á milli?
— Æ, ég man það nú eigin- ’
lega ekki, þetta var svo spenn 1
andi augnablik. Hann vissi að k
Loftleiðir flygju milli London
og New York og fannst gaman
að félagið skyldi vera með á
sýningunni. Hann er ákaflega
viðkunnanlegur maður og virt
ist hafa áhuga á öllu, sem
fram fór í kringum hann. Loft
leiðir færði honum íslenzka
peysu að gjöf og var hún send
til brezka sendiráðsins á staðn
um.
Þórunn Christiansen á eitt
og hálft starfsár að baki sem
flugfreyja. Hún segist vera af
alíslenzkum ættum, þó svo-
lítill erlendur blær sé yfir
seinna nafninu, sem er arfur
frá forfeðrunum. Hún tók
landspróf á sínum tíma, stund
aði síðan nám í Cambridge og
lærði þar ensku og skrifstofu
vinnu um hríð. Hún kveður
það mikla tilbreytingu frá
venjulegum skyldustörfum um
borð í flugvélum að fá að fara
í ferð sem þessa, koma á nýjar
og áður óþekktar slóðir, sér
til fróðleiks og yndisauka, og
félagi sínu til gagns.
Helga Sigurðardóttir
skólastjóri-Kveðja
Hljóðar vér krjúpum við beð þinn bjarta,
börnin þín „móðir“, er unnir þú heitt.
Vér þökkum af alúð og einlægu hjarta
éstúð og fræðslu, er hefur þú veitt. —
Þú húsmæðrakennara hátt settir merki
og helgar líf þitt íslenzkri móður.
Áfrarn þú hvattir í orði og verki, —
egigjaðir fram, þegar þyngstur var róður. —
Andi þinn hreinn og þinn vilji til verka
var voldugur kraftur, sem gjörði þig stenka.
Hljóðar vér krjúpum við beð þinn bjarta, —
barnslega falla tár um kinn.
Vér þökkum af alúð og einlægu hjarta
elsku og fórnarvilja þinn.
Þú bárst okkur ilminn, varst blómanna drottning,
en barátta sigurviss lyfti þér hátt.
Vér tignum þitt merki og lútum með lotning, —
þín lifandi hugsjón gaf starfinu mátt. —
Um eilífðar blómskrúð nú liggur þín leið,
og ljómanum vefur þig guðssólin heið.
Hljóðar vér krjúpum við beð þinn hlóma,
burtu er svifinn andi þinn. —
Hver heillandi minning í ljóssins ljóma
ljósinu stráir í hjörtu vor inn.
Er sjáum vér himinsins sólina glitra,
svífur vor hugur um djúpsins geim. —
Hörpustrengirnir hljóðlega titra, —
þú hefur sem vorblóm kvatt þennan heim. —
Vér húsmæðrakennarar krjúpum hljóðir, —
þig kallaði drottinn og englarnir góðir.
Jensína Halldórsdóttir.
„Hetjuleiðir og lnndafundir"
eftir Vilhjálm Stefánsson 'komin út
út er komin bókin Hetjuleiðir
og landafundir eftir Vilhjálm
Stefánsson, landkönnuð.
Bók þessi hefur sérstöðu meðal
bóka Vilhjálms Stefánssonar að
því leyti, að hún fjallar ekki um
könnunarferðir hans sjálfs, held-
ur er hún safn af frásögnum um
landafundi, og eru landkönnuðirn
ir sjálfir látnir segja frá, félagar
þeirra eða samtímamenn, svo
langt sem þær frásagnir ná. Þess-
um frásögnum fylgja skýringar
Vilhjálms sjálfs.
Bókin skiptist í átta kafla, sem
bera heitin: Menn frá Miðjarðar-
hafi finna Norður-íshafið (um
landkönnun sæfarenda frá Mið-
jarðarhafslöndum, sem sigldu út
um Njörvasund á 4. öld f. Kr.
og héldu norður í höf), Evrópu-
menn komast um þvert Atlants-
haf, Polynesar komast um þvert
Kyrrahaf, Norður-Ameríka fund
in frá Kína, Norður-Ameríka
fundin frá Norðurlöndum, Portú-
galar finna leið til Indíalands,
Rómanskar þjóðir (Spánverjar,
Portúgalar) finna Suður-
Ameríku, Balboa rekst á Kyrra-
hafið, Evrópumenn sanna að
jörðin sé hnöttótt. — Þarna er
m. a. fjallað um það, er Leifur
heppni fann Vínland.
Vilhjálmur Stefánsson má hik-
laust telja víðfrægastan allna Is-
lendinga á þessari öld, og ber
margt til: Hann var í hópi
fremstu landkönnuða heims, mik-
ilvirkur og vinsæll rithöfundur,
óvenjulegt sambland af skáldi og
vísindamanni, ódeigur að ganga
í berhögg við grónar venjur og
skoðanir.
Þýðendur bókarinnar eru Ár-
sæll Árnason og Magnús Á. Árna
son. Bókaútgáfan Hildur gefur
bókina út. Hún er 255 bls., prent-
uð í Setbergi og bundin í Félags-
bókbandinu. Landabréf eru í bók
inni til skýringar.
Máni dreginn
til Hafnarfjarðar
VARÐSKIPIÐ María Júlía dró
Grindavíkurbátinn Mána í gær
frá heimahöfn til Hafnarfjarðar,
þar sem hann á að fara í slipp.
Skipta á um vél í Mána.
Það er Hraðfrystihús Grinda-
víkur, sem á bátinn.