Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBL AÐIÐ Sunnu'dagur 2. desember 1962.; UTGEFANDI: EITSTJÓRAH: BIRGIR ÍSL. GUNNAHSSON OG ÓLAFUR EGILSSON VEIKGEÐJA LVÐRÆÐISSIIMNAR Blómlegt og vaxandi starf Stefnis F.U.S. í Hafnarfiröi „Landslögm brjótum við, ef við sjáum, að stefnunni er hagur í því.“ Rauði fáninn 1930 SAGAN um það, hvernig kommúnistum tókst að ná á sitt vald löndum Austur Evrópu og undiroka þær þjóð ir, sem þar bjug^u, er í meg- indráttum eins í öllum löndun um. Alls staðar voru þeir í mikl- um minnihluta ncðal kjós- enda og höfðu því enga von til þess að ná völdum á lýðræð islegan hátt. Sveit kommún- sta í þessum löndum var hins vegar harðsnúin og sveifst einskis, ef þvi var að skipta. I»eir höfðu að leiðarljósi sömu reglu og íslenzkir kommúnist- ar settu sér árið 1930 í mál- gagni sínu „Rauða fánanum“, er þeir sögðu: „Landslögin brjótum við, ef við sjáum, að stefnunni er hagur í því“. Kommúnistar í Austur Evrópu voru hinsvegar það fámennir, að þetta eitt dugði þeirr. ekki. Þeir urðu jafn- framt að leita annarra ráða. Tvær leiðir reyndust þeim m.a. árangursríkar. Þeir reyndu að ná tökum á verka- lýðshreyfingunni og héldu þeim völdum, sem þeir náðu, með hreinu ofbeldi. Var þá oft gripið til þess ráðs að halda utan við allsherjarsam- tök verkalýðsins samtökum, sem kommúnistar vissu, að voru þeim ekki hliðholl. Þeir reyndu ennfremur að notfæra sér lýðræðisflokkana eins mikið og þeir gátu og oftast gátu þeir spilað á ein- hverja forystum.enn þeirra, þegar mikið lá við og fengið þá til fylgis við sig. Veikgeðja lýðræðissinnar i þessum lönd- um voru oft tilbúnir til sam- vinnu við kommúnista, ef þeir sá.u sér stundarhag í því. En þessir menn lokuðu aug- unum fyrir því að markmið kommúnista var alltaf það sama og allar aðgerðir þeirra miðuðust við það eitt að ná völdum. Með samvinnu við komrr.únista voru þessir menn því að grafa sina eigin gröf og reyndar þjóðarinnar allrar. Nú hafa þeir atburðir gerzt á íslandi, sem minna alla sanna lýðræðissinna á, að okk ar þjóðfélag getur verið í hættu á sama hátt og Austur Evrópuþjóðimar voru á sín- um tíma. Kommúnistar hafa hér náð völdum í allsherjar- samtökum launþega. Þeim völdum eru þeir staðráðnir í að halda og hika ekki við að brjóta landslög, ef það er stefn unni í hag. Þeir nota sömu gömlu aðferðina, þ. e. reyna að halda utan við samtökin með ofbeldi launþegasamtök um, sem samkvæmt landslög- um eiga skýlausan rétt til fullra áhrifa innan þeirra. Hér á íslandi eins og í Aust- ur Evrópu hafa kommúnistar einnig fundið veikgeðja lýð- ræðissinna, sem hafa fyrir stundarhagsmuni svikið þjóð sína og aðstoðað við ofbeldis verk. Enginn ætlar Framsókn armönnum það, að þeir vilji leiða ógnarstjóm kommúnista .jrfir íslendinga, en hitt er víst, að setja má þá á bekk með ýmsum lýðræðisflokkum, sem á sínum tíma voru til í Austur Evrópu og létu stund- arhagsmuni sína ryðja komm- únistum braut til valda. Þeir atburðir, sem átt hafa sér stað á Alþýðusambands- þingi því, sem nú er nýlokið ættu að verða öllum sönnum lýðræðissinnum tilefni til að staldra við og hugleiða, hvert forystumenn Framsóknar- flokksins með kommúnista í broddi fylkingar eru að Ieiða þjóðina. Framsóknarmenn hafa nú staðið að því að þver- brjóta íslenzk lög og virða að vettugi dóma löglegs dómstóls í landinu. Allt til að þjóna stundarhagsmunum. Slíkt atferli hljóta allir sannir lýðræðissinnar að for dæma og hinir almennu flokks n-.snn Framsóknarflokksins verða að taka í taumana og korr<a í veg fyrir, að annar stærsti stjórnmálafl. landsins haldi áfram á þessari braut, sem ómögulegt er að sjá fyrir hvar endar. — B Á Stefni fundinum AÐALFUNDUR Stefnis, F.U.S. í Hafnarfirði, var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu 11. nóvember s.l. Formaður félagsins, Árni Grétar Finnsson, setti fundinn og skip- aði Svein Guðbjartsson fundar- stjóra og Vigfús Ævar Harðar- son fundarritara. Form. flutti skýrslu stjómar fyrir liðið starfsár, en starfsemi félagsins hefur verið með mikl- uim blóma og félagsmenn eru orðnir nær fjögur hundruð. í fjarveru gjaldkera las Erlendur G. Guðmundsson upp reikninga félagsins er sýndu nærri 11 þús. kr. tekjuafgang, og vom þeir samþykktir einróma. Því næst gáfu formenn hinna ýmsu nefnda skýrslur sínar um liðið starfsár. Það kom fram m. a. að málfundir vom haldnir hálfsmánaðarlega og vom ýmis mál tekin fyrir svo sem sjávarútvegsmál, iðnaðarmál og bæjarmál almennt og rædd af félagsmönnum, sem sóttu þessa fundi mjög vel. Bingó var spilað hálfsmánaðarlega og var það einnig sótt vel. Stefnis-kaffi var afair vinsælt, komu þá Stefnis- félagar og annað Sjálfstæðisfólk saman á sunnudögum og dmkku kaffi og ræddu ýmis áhugamál sín á milli. Útbreiðslufundur var haldinn fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. 12 Stefnisfélagar héldu ræður, og var hátt á annað hundr að manns sem sótfca þann fund. Áirni Grétar Finnsson hafði fram- sögu fyrir tillögum uppstillinga- nefndar og var síðan gengið til kosninga, voru tillögur nefndar- innar allar samþykktar einróma og fara þær hér á eftir. FormaSur: Jens Jónsson. Meðstjómendur: Birna Lofts- dóttir, Erlendur Guðmundsson, Magnús Guðjónsson, Reimar Sig- urðsson, Þór Gunnarsson, Ævar Harðarson. Varastjóm: Egill Svanur Egils- son, Elín Petersen, Matthías G. Mathiesen. Endurskoðendur: Björn Ólafs- son, Gunnar Sigurðsson. Trúnaðarráð Stefnis: Árni Gré' ar Finnsson, Birgir Björnsso Einar Sigurðsson, Einar Þ. Mat- hiesen, Hersir Oddsson, Kristján Loftsson, Matthías Mathiesen, Ragnar Magnússon, Sigurdór Her mundarson, Viðar Janusson, Þórður Sigurðsson. Málfundanefnd: Ari Jónsson, Erlendur Guðmundsson, Friðrik Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Markús Kristinsson, Ragnair Magnússon, Rúnar Guðjónsson. Skemmtinefnd: Kristinn Jó- hannsson, Sigurjón Gunnarsson, Skúli Þórsson, Stefán Ævar Guð- mundsson, Svala Ó. Lárusdóttir, Valur Guðmundsson, Ævar Harð- arson. Kvöldvökunefnd: Ástvaldur Eiríksson, Birna Loftsdóttir, Egill Svanur Egilsson, Ellert Eggerts- son, Friðrik Sigurðsson, Matthías G. Mathiesen, Þórður Sigurðsson, Þuríður Þórarinsdóttir. Ferðanefnd: Birgir Ólafsson, Gils Stefánsson, Jóhann Guð- mundsson, Rafn Guðmundsson, Reimar Sigurðsson, Rúnar Guð- jónsson, Sturla Haraldsson, Ulla Magnússon. Kaffinefnd: Erla Eggertsdóttir, Ellert Eggertsson, Geirlaug I. Guðmundsdóttir, Gullveig Sæ- mundsdóttir, Karen Madsen, I Kristín Haraldsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magnús Guðjóns son, Matthías G. Mathiesen. Tómstundanefnd: Egill Svsmur Egilsson, Einar Ágústsson, Elín Petersen, Hermóður Sigurðsson, Hersir Oddsson, Hjalti Jóhanns- son, Jón Karlsson, Lúðvík Gunn- arsson, Magnús Magnússon, Er- lendur Guðmundsson, Ragnair Magnússon, Guðmundur Örn Guðmundsson, Ægir Ellertsson, Matthías G. Mathiesen, Rúnar Guðjónsson, Sigurbjörn Jóseps- son, Skúli Böðvarsson, Þorgeir Bergsson, Þórður Sigurðsson, Þórir Jónsson, Viðar Símonarson. Kjördæmisráð: Árni Grétar Finnsson, Einar Þ. Mathiesen, Jens Jónsson, Reynir Eyjólfsson, Sveinn Guðbjartsson, Þór Gunn- arsson, Guðlaug Kristinsdóttir. — Vararnenn: Erlendur Guðmunds- son, Magnús Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Reimar Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Magnús Guðjónsson, Rúnar Guðjónsson. Að lokinni kosningu þakkaði hinn nýkjörni formaður Jens Jónsson, það traust sem honum og meðstjórnendum hans hafði verið sýnt og þakkaði fráfarandi form., Árna Grétari Finnssyni, sem nú baðst undan endurkosn- ingu, fyrir það mikla starf sem hann hafði unnið af mikilli ósér- hlífni og miklum dugnaði fyrir Stefni. Þá tók Matthías Á. Mat- hiesen alþingismaður til máls og þakkaði fráfarandi stjórn störf hennar og bauð hina nýju vel- komna. Sagði hann að stjórnin væri skipuð það dugandi mönnum, að Stefnir þyrfti ekki að kvíða sínu hlutskipti í framtíðinni. Því næst talaði Árni Grétar og þakkaði þau vinsamlegu orð sem hann hafði fengið frá fundarmönnum og árnaði nýkjörnum formanni og stjórn heilla og blessunar í starfi. Að lokum þakkaði Sveinn Guð- bjartsson fráfarandi stjórn sam- starfið og óskaði hinni nýju giftu í starfi. Síðan var fundi slitið. Fundurinn var fjölmennur og míkill áhugi ríkjandi fyrir öflugu félagsstarfi. Staða þingmanna í bjóðfélaginu breytist 7 ÞAÐ ERU ýmis vandamál á 1 sviði stjórnmálanna, sem Bret i ar velta nú fyrir sér önnur l en Efnahagsbandalag Evrópu, kjarnorkutilraunir eða önnur slík mál, sem eru daglegt fréttaefni blaða og útvarps. Eitt þeirra mála, sem brezkir ráðamenn og reyndar kjós- endur líka velta nú fyrir sér í stöðugt vaxandi mæli er staða brezkra stjómmála- manna í þjóðfélaginu. Er talað unv, að bylting sé nú í vænd- um í þessum efnum. Það hefur verið hefð í brezk I um stjórnmálum hingað til, að þingmenn hefðu einhver störf á hendi önnur en þing- mennsku eða stjóramálastarf. Hefur því verið haldið fram, að þingmenn yrðu áfram að gegna stöðum sinum í þjóð- félaginu eftir að þeir hefðu verið kosnir á þing. Með þvi móti héldu þeir tengslum sin- um við þjóðlífið betur en ella. . Lítil hætta væri á því að þeir gerðust atvinnumenn í stjórn- málum, en það hafa Bretar síður viljað um þingmenn sina og hafa þeir talið, að með þvi móti yrðu þingmenn of háðir flokki sínum. Með tilliti til þessa hafa laun þingmanna í Bretlandi verið mun lægri en gerist hjá öðrum lýðræðisþjóðum t.d. Bandarikjamönnum og hefur mikill hluti launa þeirra far- ið í ýmsan kostnað, t.d. skrif- stofuhald, laun einkaritara o.fl., sem þingmönnum er nauðsyn að halda. Fullt lífs- viðurværi hafa þeir þurft að fá af öðrum störfum. Samkvæmt upplýsingum 1 brezka blaðsins Observer hef- L ur starfsskipting þingmanna í 2 brezka þinginu verið á þessa 7 Framhald á bls lil. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.