Morgunblaðið - 04.12.1962, Page 6
6
iIORGVNfíL 4 Ð1Ð
Þriðjudagur 4. des. 1962
Sr. Jóhann Hannesson:
Um velferðarmál
þjdðfélaga
GREINA má á milli almennra
og sérstæðra velferðarmála. —
Menn þekkja frá fornu fari liin
almennu félagsmál þjóðfélaga,
Svo sem menntamál, dómsroál,
löggæzlu, margar greinar at-
vinnumála, samgöngumál, heil-
Ibrigðismál, fjármál, sveitastjórn
armál 0. s. frv.
Til þessarra miklu þjóðmála-
flokka svara stórir bálkar í lög-
gj öf lýðræðisþjóða. Að fram-
kvaemd verkanna vinna margar
Stofnanir, starfsmenn, þar á með
al margir sérmenntaðir, fulltrú-
ar, ráðuneyti og ráðherrar. Það
liefiir grundrvallargildi fyrir ve'
ferð sérhverrar þjóðar að vel
takizt til um meðferð og stjórn
hinna miklu þjóðmála og þjóð-
þrifa-fyrirtækja. Hið gamla lýð-
ræðisskipulag var íiins vegar
byggt á sæmilega iraustum
grundvelli heilbrigðs fjölskyldu-
lífs og heiðarleika einstaklinga.
Hvorugt er lengur fyrir hendi á
sama hátt og áður var, þótt enn
standi sterkir stofnar í mörgum
lönduim.
Hinn sjúklega hraðfara ofvöxt
ur stórborganna hefir fylgt í kjöl
far vélvæðingarinnar óg stofn-
að til vandræða, sem ekki verða
leyst nema með nýjum aðferð-
um. í gömlum borgum voru að
vísu til velferðarstofnanir frá
öldinni sem leið — Og ennþá
eldri, eins og áður er frá greint.
En athugun á miðlungs borg í
Evrópu fyrir réttum hundrað ár-
um sýnir að ástandið var allt
annað en glæsilegt.
Hvernig var þetta hjá Oiss?
Hvernig tókum vér vand . málum
— og velferðarhugsjónum hins
nýja tíma? Stöldrum við um
aldamótin. Um þær mundir
reyndi sr. Jón Helgason, þá
prestaskólakennari, síðar biskup,
að stofna hjúkrunarfélag hér í
borginni, en enginn vildi styðja
(hann, er hann bar hugmyndina
fyrst fram. >á höfðu slík félög
verið til um langt skeið erlendis.
Hugsjónin komst þó í fram-
kvæmd árið 1903 fyrir forgöngu
Odd-Fellow reglunnar og var
fyrsta stjórnin skipuð sr. Jóni
Helgasyni, cand jur. Hannesi
Thorsteinssyni og Sighvati
Bjarnasyni. — Af skýrslum frá
öðrum löndum í „Verði Ljós“ frá
þessu ári má sjá hve mikill
hlutur kirkjunnar var í hinni
nýju hjúkrunarhreyfingu. —
Fréttinni um hið nýja hjúkrunar
félag lýkur með þessum orðum:
„Án efa mundi þörf á, að sams
konar félagsskapur myndaðlst
víðar um land, bæði í kaupstöð-
um og til sveita. Vildu ekki
laeknar vorir taka .það mál til
ihuig unar ? “
Þetta litla brot úr hjúikrunar-
sögunni á voru landi sýnir m.a.
hvaðan margar af velferðarhug-
myndum vorum eru komnar.
Þær eru frá öðrum löndum —
og þar hefir þegar lengi verið
unnið að þeim áður en þær ná
að festa rætur hjá oss.
Nú er öldin önnur — og presta
kennari þarf ekki að hvetja
lækna vora til að taka þessi mál
til ihugumar. Heilbrigðismálin
eru sem heild í góðu horfi hjá
oss og framfarir hiafa verið stór-
stígar. Ríki og þjóðfélag skilja
hve ómissandi það er að hafá
góðar hjúkrunarkonur í þjón-
ustu sinmi. >ó vantar hér ennþá
nokkuð á að karlmeonn hafi gef-
ið hjúkrunarmálunum þann
gaum sem skyldi. Hjúkrunar-
djáknar á Norðurlömdum eru
meðal þörfustu manna þjóðfé-
laganna.
Hin nýju velferðarmál
þjóðfélaga
greinast margvíslega. Eftirfar-
andi meginflokkun er gerð í sam
ræmi við Nordisk Statistisk
Skriftserie 1956/57 (Social Wel-
fare Statistics of tihe Nordic
Countries).
1. Sjúkratryggingar.
2. Heilsuvernd.
3. Umsjón með fávitum.
4. Tannlækningar (barna í
skólum)
5. Slysatryggingar.
6. Atvinnuleysistryggingar.
7. Ellilaun.
8. Örorkulaun.
9. Ekkjulaun.
10. Hjálp til þeirra, sem eru
a.n.l. öryrkjar.
11. Heimili fyrir aldraða og
hjálp til handa fólki á
eftirlaunum.
12. Aðstoð við mæður og lítil
börn.
13. Dagheimili, leikskólar, frí-
stundaheimili.
14. Meðgjafir með börnum og
fyrirframgreiðslur.
15. Börn og unglingar undir op-
inberu eftirliti Og urnsjá.
16. Barnaheimili, skólaiheimili
Og unglingaheimili.
17. Skólamáltíðir
18. Heilsuvernd skólabarna.
19. Félagsleg aðstoð við ein-
stök heimili.
20. Lán til bústofnunar.
21. Húsaleigustyrkur til barn-
margra fjölskyldna.
22. Frítímastarfsemi fyrir börn
(sumarbúðir o. fl.).
23. Frítímadvöl fyrir húsmæður
(Hvíldardvalarstaðir o. fl.).
Eins og skilja má af listanum,
er hér um mikla og fjölþætta
starfsemi að ræða og margar
greinarnar eru í senn félagsleg
heilbrigðis- og fræðslumál. —
Margþætt löggjafarstarf liggur
hér að baki, en mikið af þeim
stofnunum, sem að málunum
2. grein
vinnur, eru einkafyrirfæki, er
njóta opinbers st uðnings frá
iþjóðfétaginu.
Ennþá er verið að vinna að
löggjöf og endurbótum velferð-
armálanna í nágrannalöndunum.
•Þannig voru t.d. lög um barna-
vernd endurskoðuð í Danmörku
•árið 1958 og endurbætt mjög á
grundvelli fenginnar reynslu.
Hin fyrstu íslenzku barnavernd-
•arlög eru frá 23. júní 1932, nú-
gildandi lög frá 1947.
Hver einstakur
af ofangreindum flokkum grein-
ist síðan margvíslega eftir
verkefnum. Kemur þá í ljós
að vér erum á eftir nágranna-
þjóðunum. Oss vantar enn vel-
ferðarstofnanir, sem hjá þeim
eru traustar og grónar. Þá skort-
Velferð bama er undirstaða velferðar uppvaxandi þjóðfélags.
ir oss félagsvísindalegan skóla og
sérmenntaö starfsfólk.
l'm velferð barnanna.
Það er ljóst af listanum yfir
velferðarmála-flokka Norður-
landaþjóðanna að þær láta sig
Ihag barnanna miklu varða, allar
þessar þjóðir. Að baki býr sú
hugsun að framtíð þjóðfélaga
'velti mjög á því hvernig búið
er að börnum og unglingum —
og þeir ekki afræktir, sem mest
þurfa á hjálp að balda. í stuttu
máli: Velferð barna er grund-
völlur að velferð hins uppvax-
andi þjóðfélags.
Tvenns konar afstaða er hér
hugsanleg: Að bregðasí fljótt og
vel við vandamálunum meðan
þau eru viðráðanleg og vand-
ræðin hafa ekki bugað börnin
— eða láta vandræðin vaxa með
börnunum unz úr verður öng-
þveiti og greiða ekki úr þeim á
annan hátt en að refsa þeim,
sem brotlegir verða við lög þeg-
ar þeir hafa aldur til að taka út
refsingu.
Þessi síðari leið er einnig kunn
frá sumum þjóðfélögum. Með
henni er auðvelt að ala upp
„stofnana-menn“, vistmenn fang
elsa, verkefni dómstóla, lögreglu
og letigarða. Þeir mótast þannig
+ ENN UM HACSTMAT
Enn hefur Velvakanda bor
izt bréf varðandi hagsýni hús-
mæðra, haustverk og nýtni.
Það má raunar segja að það
sé að bera í bakkafullan læk-
inn að birta enn eitt bréf um
þetta efni, en um þetta má
raunar gilda annað máltæki,
sem sé: Hvað munar um einn
blóðmörskepp í sláturtíðinni, og
því birtum við þetta bréf.
„Kæri Velvakandi.
Nýlega birtir þú í dálkum
þínum allharðorða gagnrýni á
okkur húsmæður fyrir það að
við værum nú á dögum ekki
eins nýtnar og fyrrum hefði
verið, hentum hálfslitnum föt-
um í stað þess að bæta þau,
nenntum ekki að taka slátur á
haustin o.s.frv. Ekki get ég ver-
ið sammála þér um það, að ís-
lenzkar húsmæður séu nú al-
mennt skeytingarlausari um
hag heitmilaima en fyrrum.
Hitt er annað, mál að þjóð-
félagshættir eru breyttir. I nú-
tíma þjóðfélagi verkaskipting-
arinnar er fráleitt að eyða e.t.v.
mörgum klukkustundum í að
staga í flík,í sem kostar nú
sem svarar einnar klukku-
stundar vinnlaunum við önn-
ur störf. Því er þannig háttað
um margar konur, að þær
drýgja tekjur heimilanna með
útivinnu. En það er einnig
annað atriði, sem ég vil vekja
athygli á, að það skiptir oft
meira máli að hagnýta rétt
það fé sem heimilið hefur til
innkaupa en eyða tímanum í
að hengsla saman hálf ónýta
leppa.
Það er ekki lítill hluti heild-
artekna íslendinga, sem fer um
hendur okkar húsmæðranna og
ég get frætt þig á því að þeim
fer fjölgandi húsmæðrunum,
sem leggja sig fram um að
gæta hagsýni í innkaupum. Það
er líka betur hægt nú en áð-
ur, vegna hins mikla vörufram
boðs en auðvitað vandasamara
og útheimtir nokkurn tíma.
Fyrir jólin í fyrra sendu ýms
ar verzlanir viðskiptavinum
sínum að gjöf svonefnda heim
ilisdagbók, sem fyrst og fremst
er til þess ætluð að daglega sé
í hana færð öll útgjöld heim-
ilisins. Ég var svo lánsöm að fá
slíka bók og var einnig svo
um vinkonu mína.
Við komum okkur saman um
að færa öll útgjöld heimila okk
ar og bera síðan saman, hvern-
.'.V « 11 v\ i ■ »—v—i V\o/\ i ó
að þeir leitast við að komast
aftur og aftur inn á þessar stofn
anir, með því að þar hafa þeir
fundið öryggi, en hvergi annars
staðar. — En að sú leið er ekki
til heilla fyrir land, þjóð, ein-
stakling eða fjölskyldu, það
skilja flestir siðaðir menn.
Breyting hefir
átt sér stað á síðari áratugum 1
þeim vandamálum, sem úrlausn
ar krefjast. Áður voru það eink-
um drengir, sem lentu á afbrota-
brautinni og voru afvega leiddir.
Hefir þetta eflaust að nokk ru
leyti stafað af rykkjuskay feðr-
anna og annarra kar1 lanna, sem
meiri en drykkjuskapur kvenna.
allt fram á vora daga hefir /erið
Þetta er nú að breytast oig það er
ljóst að taugaveikluðum stúlku-
börnum, þar sem drykkjusýkin
nær einnig til móðurinnar, þarf
•ekki síður að hjálpa en drengj-
um, sem fyrir þessu verða á
heimilum sínum. (Hér má vitna
’til reynslu einnig á voru landi,
sbr. erindið „Hjálparstarf" eftir
frú Auði Vilhjálmsdóttur í 7.
'hefti Kirkjuritsins 1962).
Norðmenn hafa þegar komið
upp sínum fyrsta klúbb fyrir
drykkjusjúkar konur. Svíar fylgj
Framh. á bls. 17.
bændurnir voru svo rausnar-
legir að afhenda okkur. Og á-
rangurinn varð hreint ekki svo
lítill. Báðar munum við haida
áfram að færa slíka reikninga
(vonandi fáum við heimilisdag
bókina á ný fyrir áramótin) og
sú upphæð verður ekki lítil um
það er lýkur, sem við spörum
saman með aðgæzlu okkar og
samvinnu.
>ú ættir að benda húsmæðr-
um á þessa leið til hagkvæmni
fremur en stórgróða af nokkr-
um blóðmörskeppum eða sokka
plöggum.
Hagsýn húsmóðir.'*
4 HAGSÝNI ER AÐ BÚA
SIG VEL UNDIR
VETURINN
Velvakandi vill gjarnan
taka undir, að talsvert er rétt
sem fram kemur í fyrrnefndu
bréfi og samstarf þeirra hús-
mæðra til fyrirrr.yndar. Hús-
móðir er í einu hagsýn: hún
vonast til að fá heimilisdag-
bók gefins. Hins vegar er auð-
sæ fyrirlitning hennar á sokka-
plöggum og blóðmörskeppum
og er sýnilegt að nýtni er ekki
hennar sterka hlið og haust-
matargerð ekki heldur. Okk-
ur finnst hins vegar að fyrr
geti íslenzk húsmóðir orðið
hagsýn en hún skipti á hlut-
verkinu að vera myndarleg
húsmóðir og taki að sér hlut-
verk kaupmangarans.
Auðvitað verður húsmóðurin
að vera hagsýn í vörukaupum
sínum. Stærsti þáttur útgjalda
hennar er matarkaup. Hún get-
ur í engu gætt meiri hagsýni á
því sviði, en búa heimili sitt
vel undir veturinn með haust-
matargerð Og mull hún spara
sér marga útivinnudaga með
því. —