Morgunblaðið - 04.12.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 04.12.1962, Síða 13
Þriðjudagur 4. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 sinurc Pétur Sigfússon: Enginn ræð- ur sínum næturstað. Endur- minningar. Bókaforlag Odds Björnssonar 1962. HöFUNDUR þessarar bókar er sjötíu og tveggja ára gamall Suð- ur-Þingeyingur, sonur hins gáf- aða og fjörmikla hesta- og fjár- ræktarmanns Sigfúsar Jónsson- ar á Halldórsstöðum, en móðir Péturs var Sigríður, dóttir Jóns skálds Hinrikssonar á Helluvaði og systir Jóns í Múla og Sigurð- ar skálds á Arnarvatni. Pétur Sigfússocn varð lands- kunnur glímugarpur, þegar Jó- Pétur Sigfússon. hannes Jósefsson valdi hann að- eins 18 ára gamlan í hóp þann, sem fór á ólympísku leikina í Lundúnum 1908 til að kynna ís- lenzka glímu, og hvaða hug- myndir Jóhannes gerði sér um hæfileika Péturs sem íþrótta- garps verður glögglega séð af því, að hann var annar þeirra manna, sem Jóhannes kaus til fulltingis sér, þegar hann hóf glímu- og sjálfsvarnarsýningar sínar erlendis. Fór Pétur utan og lá fund Jóhannesar Og var með honum á leiksviði í ellefu mán- uði. Síðan hélt hann heim, kvæntist skömmu síðar og gerð- ist bóndi. Hann bjó búi sínu í sex ár, en réðst þá næst til Kaup félags Þingeyinga, sem sölustjóri, en þá er að þrengdi, vsir honum falin innheimtan í kaupfélaginu. Hann var hjá því í 14 ár, en réðst síðan kaupfélagsstjóri á Borðeyri, starfaði hjá Kaupfé- lagi Hrútfirðinga af dugnaði og giftu í 8 ár og kom því úr skuld- um. Þar lætur hann sögun'ni lok- ið, nema hvað frá því segir í inn- ganginum, að hann tók að skrifa þessa bók, þegar hann sat iðju- laus, ásamt konu sinni, í alls nægtum hjá dóttur þeirra og tengdasyni vestur í Ameríku. Framan við minningar Péturs eru prentaðar greinar um for- eldra hans, eftir tvo elztu sonar- syni þeirra, Jón Bjarklind og Aðalstein Jónsson. Það er auðsætt af þvf, sem sagt hefur verið um samskipti þeirra Jóhannesar Jósefssonar og Péturs, að Pétur hefur þegar sem unglingur verið vel að manni og þá ekki síður lipur og snarpur. En myndir þær, sem af honum eru í bókinni, sýna greinilega, að hann hefur einnig verið fríður sýnum og glæsilegur og svipmót- ið fjörlegt og drengilegt, enda frásögn hans víða gædd fjöri, Stundum beinlínis í henni hraði og sums staðar glæsibragur á lýsingu — og þá einkum, þegar hann lýsir náttúru lands síns, sem hann hefur auðsjáanlega verið tengdur mjög sterkum böndum, því að framandi lönd virðast yfirleitt ekki hafa unnið hug hans, ekki einu sinni sem stundargests. Frásagnir hans af næturstað mönnum og málefnum vitna um mann, sem hefur andstyggð á lubbamennsku og ann jafnt and- stæðingum sem samherjum full- komins sannmælis. Aðeins ein- um manni ber hann verulega illa söguna. Það er kommúnista- foringinn Kristján Júlíusson á Húsavík. Um hann segir: „Hinn ungi bardagamaður, Kristján hafði víst tileinkað hér fullkom- lega kenninguna þessa að „til- gangurinn helgi meðalið", og voru bardagaaðferðir hans ýms- ar af öðru sauðahúsi en þekkt- astar voru um Þingeyjarþing. Persónulegar ærumeiðingar og mannorðss'pjöll héldu nú dnnreið sína í opinber málefnaviðskipti, og hatursfullt hlífðarleysi í vopnaviðskiptum var daglegt brauð um stundarsakir." Meira er þarna um óhlutvendni og ó- heilindi þessa manns, enda bar hann Pétri beinlínis á brýn þjófnað — undan eyrunum, en ekki upp í þau. Þar sem Krist- ján þessi fær þennan vdtnisburð einn manna af öllum þeim, sem við sögu koma, er auðsætt, að mjög hefur lubbamennskan kom- ið við hinn prúða drengskapar- mann. Frásögn Péturs gefur allglögga hugmynd um það andlega líf og fjör, sem ríkti meðal þingeyskra bænda á uppvaxtar- og búskap- arárum hans og lengst þess tíma, sem hann átti heima á Húsavík. Það voru önnum kafnir smá- bændur og smábændasynir, studdir húsfreyjum og systrum, sem sinntu þarna margvíslegum félags- og framfaramálum, lásu bókmenntir, erlendar og innlend ar, héldu uppi söngflokkum og skrifuðu um bókmenntir og fé- lagsmál í sveitarblöð — og loks hófst þarna ærið öflug íþrótta- hreyfing. Þá er og forvitnileg frá sögn Péturs frá þrengingarárum Kaupfélags Þingeyinga, þar sem félagsmenn skiptust í tvo hópa, annar fylgdi hinni gömlu strang- heiðarlegu hugsjónastefnu hinna fyrstu forvígismanna, en hinn gerðist tækifærissinnaður — en einhver eftirminnilegasti kafli bókarinnar er lýsing Péturs á Hrútfirðingum, samtfundum hans við þá, sem höfðu verið andstæðir því, að hann væri ráð- inn kaupfélagsstjóri, og við- brögðum manna við stefnu hans í málum 'kaupfélagsins. Þá er þess að geta, að frásögn Péturs af sýningastarfsemi Jóhannesar Jósefssonar erlendis er allfor- vitnileg. Hún sýnir greinilega dirfsku Jóhannesar, fræknleik hans, snerpu og dugnað, ein- beittni og viljastyrk — já, og ó- fyrirleitni, þar sem hún ein dugði. En svo vel ritfær og glöggur á menn og málefni sem Pétur Sig- fússon auðsjáanlega er, hefði hann getað gert bók sína stórum betri en hún er. Hann hefði mátt lýsa allmiklu nánar því, sem fyrst og fremst dregur að sér at- hygli íhuguls lesanda. Má þar nefna, hvernig lifað varð á þeim litlu búum sem fjöldi bænda í Þingeyjarsýslu varð í þann tíð að láta sér nægja — og sam- tímis sinnt margvíslegum hugð- arefnum á heimili og utan heimilis — já, lifað, sagði ég, en það er ekki nóg, heldur verð ég að bæta við: lifað þannig, að börn þessara bænda öðluðust mikinn líkamsþroska og urðu gædd andlegum áhuga. Þetta er sannarlega mál, sem öll þjóðin hefði gott af að kynnast ýtar- lega. Þá eru það viðhorf manna í Kaupfélagi Þingeyinga, þegar sverfur að, viðhorf, sem auðsjá- anlega myndast ekki eftir póli- tískum flokkalínum — en það verður meðal annars séð á því, að Sigurjón skáld Friðjónsson og höfundur bókarinnar stóðu sam- an um hið gamla hugsjónalega sjónarmið í viðskiptamálum, en Arnór, sonur Sigurjóns, var á öndverðum meiði. Þá hefði og verið forvitnilegt að fá í bókinni fleiri skýrar mannlýsingar. Pét- ur kynnist landskunnum mönn- um Suður-Þingeyinga, en við er- um litlu nær um þá flesta að lestri loknum en við vorum áð- ur — og það hraflkennt og ó- ljóst, sem flestir lesendur bókar- innar hafa um þá heyrt eða lesið. Ef til vill nefnir Pétur óþarflega marga menn í bókinni, menn, sem við kynnumst sumum hverj - um ekki eins mikið og ef við hefðum séö þá, þó ekki hefði verið meira en í svip. Stundum gefur Pétur mönnum einkunnir, og sumar þeirra eru góðar og gildar, svo langt sem þær ná. En hvað hann getur á þessu Framihald á bls. 1S «1 Dýrt spaug - ný Ijóðabók í gamansömum tón Spjallað við höfund hennar, Guðmund Sigurðsson U M mánaðamótin síðustu sendi Helgafell frá sér nýja bók er ber nafnið Dýrt spaug — heimslystavísur og hermi- ljóð — eftir Guðmund Sig- urðsson sem er alþjóð kunnur fyrir skemmtiþætti í útvarp- inu og gamansaman skáld- skap og er ekki lengra síðan en á laugardaginn að fluttur var kveðskapur eftir hann frá hátíðahöldum stúdenta við mikinn fögnuð og góðar við- tökur áheyrenda, eins og út- varpshlustendur gátu sann- færzt um. Bók þessi sem er 96 bls. að stærð hefur inni að halda milli 30 og 40 kímniljóð, gömul og ný og gerir höfund- ur nokkra grein fyrir þeim í . skemmtilegum formála. — Vegna þess að ísl. bókmennt- ir eru ekki auðugar af bókum sem eru eignöngu í gaman- sömum tón, er hér um all sérstæða bók að ræða og í til- efni þess átti blaðamaður Mbl. stutt samtal við höfund- inn. — Viltu ekki segja okkur eitthvað um Dýrt spaug? — Æi nei, — ég hef í sjálfu sér ekkert um hana að segja. Ég er ekki frá því að menn geri sér ekki nógu ljóst, þeg- ar þeir eru að búa bók undir prentun, hversu bókin, sem slík, er alvarlegur hlutur þeg- ar hún liggur allt í einu fyrir framan mann prentuð og bundin með nafni höfundar á kápunni. Þá er hún sko ekk- ert spaug lengur, get ég sagt þér. Nú, en þessi bók er sem sagt þarna, hefur öðlazt sjálf- stæða tilveru og verður að svara fyrir sig sjálf. — Og þetta eru aðallega gamankvæði? — Ég geri nokkra grein fyr ir þessum kvæðum í stuttu forspjalli, en þau eru yfirleitt samin með það fyrir augum að fólk hefði af þeim nokkra skemmtun, og hljóta að verða metin eftir því hvernig það hefur tekizt. Það er gömul og þjóðleg list í þessu landi að skemmta með kveðskap í góð um mannfagnaði og mjög vin sælt enn þann dag í dag. En áheyrendur eru mjög misjafn ir eins og gengur. Ég vil geta þess að hér að ég hef í all- mörg ár samið gamanmál fyr- ir Stúdentafélag Reykjavíkur, sem hafa verið flutt á árs- hátíðum þess og eru nokkur þeirra kvæða í þessari bók. Það hefur verið mér mikil ánægja að yrkja fyrir það fé- lag, því allir forystumenn þess, sem ég hef kynnzt, hafa ar og það sem er góð fyndni í dag skilur kannski enginn að ári. Ég hef reynt að sníða af þessum kvæðum margt það sem mér hefur fundizt of tíma bundið og yfirleitt breytt þeim nokkuð frá sinni upp- runalegu mynd. Hvort það er til bóta eða ekki vil ég ekk- ert segja um. Ég hef nefni- lega myndað mér ákveðna skoðun á þessari bók eftir að hún kom út, en sú skoðun er mitt einkamál, eins og þú skilur. EINSKONAR EFTIBMÁII. Vér höfum alltaf á alvörutímum lifað, einkum að dómi þeirra, sem mest hafa skrifað. En þó að tilveran silist með svipuðum hætti, hún semur í lif vort fjölmarga gamanþætti, og máske finnast margir er ljá þeim eyra, en miklu fleiri hvorki sjá þá né heyra, og þeim væri hollt í alvöru að yfirvega, hve alvaran stundum gerir oss spaugilega, og Goethe kallinn, sem grúskaði þó í flestu, á gamalsaldri taldi oss það fyrir beztu: að taka lífinu létt á hverju sem gengi, maöur lifir svo skammt og er dauður svo óralengi. haft mjög næmt auga fyrir þessu sem við öllum „humör“ og kunnað allra manna bezt að meta það sem vel hefur tek izt. Ég er þeim mjög þakklát- ur fyrir þann heiður sem þeir hafa sýnt mér, og þá fyrst og fremst með því að fela mér hvað eftir annað að semja skemmtiatriði. — En er ekki dálítið erfitt að hafa alltaf einhverja fyndni á reiðum höndum? — Gamansemi er mjög oft bundin atvikum líðandi stund — Hafa nú ekki einhverj- ir, sem þú ert að henda gam- an að, móðgazt við þig? — Ekki minnist ég þess. Frekar hins gagnstæða, að á- hrifamönnum í þjóðfélaginu hefur þótt miður að fá ekki sinn skammt þegar svo bar undir. Enda koma ekki aðrir hér við sögu en þeir sem hafa öðlazt þá reisn í samfélagi okkar sem enginn spéskapur fær haggað. — Þú yrkir einkum í hefð- bundnu formi. Guðmundur Sigurðsson — Já, að vísu, en það er síður en svo að ég sé neinn heittrúarmaður á eilífan var- anleik hins hefðbundna ljóð- forms, og satt að segja finnst mér stundum nóg um ofnotk- un þess. Það hefur samt reynzit mér ágæt um- gjörð um þessa gamansemi sem ég hef verið að setja sam an, og oftast nauðsynlegt, sér- staklega þegar ég hef ort und ir ákveðnum lögum. Sjálfur hefði ég kosið frjálsara form og meiri fjölbreytni í háttum. — En yrkirðu ekki einnig kvæði alvarlegs eðlis? — Þetta er nú nokkuð nær- göngul spurning. Hafi ég feng izt eitthvað við slíkt, hefur mig skort aðstöðu — kannski væri reyndar heiðarlegra að segja getu — til að vinna þau svo vel að ég hafi talið þau nokkurn ávinning fyrir hinar margumtöluðu íslenzku bók- menntir. Það getur vel verið að ég fari að nudda við þau aftur þegar ég er kominn á eftirlaun, en það er langt þangað ti'l og engin hætta á ferðum fyrst um smn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.