Morgunblaðið - 05.12.1962, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. des. 1962
Sr. Sveinn Vikingur:
Rökin studd
í MORGUNBL.AÐINU 30. f. m.
gerir prófessor Dungal örvænt-
ingarfulla tilraun til þess að rök-
styðja þau „rök", sem hann í út-
varpsumræðum 4. nóv. reyndi að
færa fyrir því, að lækningar fram
liðinna með aðstoð miðla ættu sér
ekki stað. Er gleðilegt að sjá, að
einnig prófessorinn sjálfur skuli
finna, að full þörf er á að bæta
þar eitthvað um.
Hann byrjar á því að tilfæra
orð fyrrv. biskups dr. Sigurgeirs
Sigurðssonar, er staðfesta það,
sem ég hef áður sagt um lækn-
ingu gamla mannsins að EUi-
heimilinu Grund, að skyndileg
breyting hafi orðið á heilsufari
hans, svo að hann hafi gengið
um hækjulaus og léttur í spori.
Þetta hefur og staðfest í símtali
við mig frú Lára Sigurbjörns-
dóttir, er var þessum atburðum
nákunnug, og vísa ég prófessorn-
um til hennar, ef hann skyldi
vilja fá frekari staðfestingu á
þessu. Það er og vafalaust rétt
með farið hjá biskupinum, að
tveir fingur á annarri hendi karls
ins hafi verið krepptir inn í lóf-
ann. Hins vegar getur það naum-
ast talizt vísindaleg nákvæmni af
prófessor í læknisfræði að segja
að „snarlæknast hafi báðar hend-
urnar". Hér var ekki nema um
tvo fingur annarrar handar að
ræða. Annars veit ég ekki til
þess, að þessi lækning hafi
nokkru sinni verið sett í sam-
band við lækningar framliðinna
lækna með aðstoð miðla og er
því allt tal prófessorsins um hana
út í hött og málefni því, sem
um var deilt óviðkomandi.
En hver eru rök prófessorsins
gegn því að þessi lækning hafi
átt sér stað? Lauslegt viðtal, sem
hann kveðst hafa átt við Matt-
hías Einarsson fyrir fjöldamörg-
um árum. Ummæli, sem hann
hafi frétt frá lækni Elliheimilis-
ins. Og loks fullyrðingar ein-
hverra lækna, sem þó hafi hafnað
tilmælum hans um að gefa
nokkra yfirlýsingu um málið.
Gæti nokkur lögfræðingur né
maður með heilbrigða dómgreind
litið á svona söguburð sem fram-
bærileg rök og því síður sonnun
fyrir því, að skýrsla sjónarvotta
að lækningunni sé röng? Og
hvers vegna rannsakaði ekki
próf. Dungal sjálfur þetta mál á
meðan tími var til?
Það er rétt, að próf. Haraldur
Nielsson skýrði frá ljósmynd
þeirri, sem Magnús Ólafsson tók
af Indriða miðli fyrir um það bil
55 árum, og gat um hana í er-
indi á allsherjarþingi sálarrann-
sóknarmanna í Varsjá 1923. Hitt
er með öllu fjarri sanni, að hann
eða spiritistar hér hafi viljað
leyna þessu á nokkum hátt, eins
og prófessorinn gaf í skyn í út-
varpsumræðunum. Þvert á móti
hefur Sálarrannsóknafélag ís-
lands tvívegis gefið út þetta er-
indi próf. Haraldar. Ég sé ekki
ástæðu til að rifja upp þetta
gamla mál hér. Vil ég aðeins geta
þess, þessi „grunsamlega" mynd
var ekki tekin á venjulegum
miðilsfundi, heldur var ljósmynd
arinn einn með miðlinum. Átti
að freista þess að ná mynd af
stjórnanda miðilsins. Ljósmyndir,
þar sem framliðnir menn birtast
ásamt lifandi mönnum, er mjög
algengt fyrirbæri. Ritaði próf.
Einar Amórsson um slíkar mynd-
ir gagnmerka grein í Morgun
1929 og visast til hennar þeim,
sem vildu kynna sér þau fyrir-
bæri.
Þar sem hvorugur okkar próf.
Dungals mun vita meira um þetta
mál, en fram kemur í erindi próf.
H. N., þar sem prófessor Dungal
getur ekki lagt fram hina um-
ræddu ljósmynd, og þar sem aUir
eru nú löngu látnir, sem málið
snertir, verður ekkert sannað af
eða á í þessu máli og umræður
um það því þýðingarlausar, enda
deilumálinu um andalækningar
með öllu óviðkomandi. Hins veg-
ar þykir mér rétt í þessu sam-
bandi að tilfæra hér orð Einars
H. Kvarans um Indriða miðil og
starf hans. Hann segir: „Ég ætla
mér ekki að fara að gera hér
grein þeirra margvíslegu dular-
fullu fyrirbrigða, sem gerðust í
návist Indriða Indriðasonar.-----
En minna finnst mér ekki verða
sagt í tilefni af andláti hans en
það, að ég og ýmsir aðrir, sem
beztan kost áttum á að athuga
þessi fyrirbæri vitum það með
vissu að þau gerðust, að þar væri
ekki um neina blekking að tefla
að því er til fyrirbrigðanna
sjálfra kom, hvorki um nein
brögð frá Indriða hálfu, né um
neinar Skynvillur okkar, sem með
honum voru. Um það efni er ég
ekki í neinum vafa, og get aldrei
orðið það, á meðan ég held vit-
inu“. (ísafold 1912).
Um „krabbameinslækninguna"
get ég verið fáorður. Að vísu
gefur það mér ekki aukið traust
á sannsögli prófessorsins og
vandaðan málflutning, að hann
segir, að lík þessa sjúklings, sem
lézt 10. marz 1906, hafi ekki verið
krufið fyrr en sumarið 1911!!
Annars hef ég aldrei haldið því
fram, að læknar væru almáttugir
hvorki fyrir eða eftir dauðann.
Hinu hef ég haldið fram og stend
við það, að jafnvel þótt þessi saga
prófessorsins væri sönn, er hún
ekki snefiU af sönnun fyrir því,
að dulrænar lækningar séu blekk
ingar einar. Slíkár lækningar eru
Það getur verið hættulegt þegar hjólið dettur undan hilnum,
en saklaust — nema hvað tjónið snertir — þegar það gerist
án þess það valdi slysi á fólkL
staðreyndir, vottfestar af hundr-
uðum manna innlendum og er-
lendum. En að sjálfsögðu er um
þær eins og aðrar lækningar, að
þær heppnast ekki nema stund-
um. Þetta vita allir. Og engum
heilvita manni dettur í hug, að
eitt dæmi um misheppnaða lækn-
ingu, hvort heldur er hjá lifandi
læknum eða framliðnum, séu
nokkur frambærileg rök fyrir
því, að allar lækningar séu hug-
arburður einn og fals.
Þegar ég las ummæli prófess-
orsins í sambandi við bók mína,
Lára miðiU, sem ég hans vegna,
tel að betur hefðu verið ósögð,
kom mér í hug fjósamaðurinn á
prestssetrinu, sem vissi sig standa
höllum fæti um vandvirknina.
Þegar prestur vandaði um við
hann fór hann jafnan að tala um
veðrið. Satt að segja er mér þetta
gönuhlaup prófessorsins frá um-
ræðuefninu enniþá óskiljanlegra
en þau fyrri. Hafi hann ætlað
að sverta mig persónulega, er
þetta fullkomið vindhögg. Ég hef
ekki dregið neina fjöður yfir það,
að þessi miðill hafi hlotið skil-
orðsbundinn dóm árið 1941, meira
að segja bent mönnum sérstak-
lega á hann. (Lára miðiU bls.
191). Hins vegar vil ég taka það
skýrt fram að þessi dómur, sem
aðeins snerti einn þátt í starfi
miðilsins og var auk þess skil-
orðsbundinn er víðsfjarri því að
vera nokkur sönnun gegn því,
sem frásagnir mætra manna stað-
festa, að hjá þessum miðli hafa
gerzt bæði fyrr og síðar merki-
leg fyrirbæri, sem ekki eru ve-
fengd. Það er mergurinn málsins
og tilefni þess, að bókin er skráð.
Brigzlyrðum hans í minn garð
hirði ég ekki að svara. Og um
þann drengskap að rifja upp sund
urlaus slitur úr gömlum réttar-
höldum í máli, sem löngu er út-
kljáð, og með því meiða og særa
aðra algjörlega að tilefnislausu
er það eitt að segja að slíkt hlýt-
ur að veikja hryggð og andstyggð
góðra manna.
Að lokum aðeins þetta. Þar sem
prófessorinn hélt því fram, í lok
útvarpsumræðnanna, að það
væri langt fyrir neðan virðingu
sína að ræða þessi mál, og þar
sem mörgum mun sýnast að hann
sé þegar búinn að hætta „virð-
ingu“ sinni um of í þessum deil-
um, þá held ég að það væri heilla
ráð, að við sættumst á það að
viðurkenna báðir það, sem eng-
um sæmilega skynsömum manni
er stætt á að neita, að hin dul-
rænu eða sálrænu fyrirbæri og
þar á meðal sálrænar lækningar
gerast í raun og veru, en höldum
hvor sinni skoðim um það, að
hve miklu leyti þær stafa frá
framliðnum læknum. Aðalatriðið
er að hinn sjúki fái bót sinna
meina. Og um það hvað
meðul eða kraftar verði sjúkum
tU bata sé miklu skynsamlegra
og líklegra til góðs árangurs að
beita vísindalegum rannsóknum
en stóryrðum og rakalausum full-
yrðingum.
Sveinn Víkingur.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
11
Fimm konur46
— ný bók frd Vilhj. S. Vilhjdlmssyni
VILHJÁLMUR S. Vilhjálmsson
hafur sent fra sér nýja bók í
útgáifu Setbergs. Þessi bók flyt-
ur endurminningar fimm kvenna
og heitir Fimrn konur, en hinar
síðari bækur höfundarinis hafa
verið endurminningar og eru
kunnastar þeirra þriggja binda
verkið: „Við, sem byggð-
um þessa bong.
í fonmála fyrir þessari nýju
bók sinni segir höfundurinn:
„Þessi bók, sem nú kemur fyrir
almenningssjónir, er því nokk-
urskonar framhald af bókunum
þrem .... Hins vegar fjalla frá-
sagnirnar ekki nema að nokkru
leyti um borgina sjálfa, mann-
líf hennar og ytri ásýnd, heldur
hefur aðaláherzlan verið lögð
á það að segja fná starfi
konunnar í ýmsum mynd-
um á heimilunum og út á
við í sambandi við breytileg
tilbrigði lífsbaráttunnar. Vona
ég að i þessum fimm frásögnum
speglisit hið innra líf íslenzkra
kvenna á þessari öld. Þá má einn
ig sjá hve örnajótt er bilið milli
fyrri tíma og þess, sem nú er,
mi'lU allsleysis og allsnægta, ör-
birgðar, sem áður var við dyrnar
og þeirrar þjóðfélagslegu sam-
hjálpar, sem nú bj'argar fra hug
arkvöl. — Ég vil taka það fram,
að ég leitaði ekki eftir því að
flá frásagnir fyrir það eitt, að
konumar væru kunnar. Ég lagði
alla áherzlu á það að fá tækifæri
til að hlusta á sögur þeirra, sem
ég vissi að höfðu staðið í stríð-
um straumum og barizt þrotlaust
sem vildu segja frá upplitsdjarf-
ar og hreinskilnar, voru stoltar
og djarfmæltar, en um leið hlýj-
ar og ríkar af samúð til alls og
allra.. “
Konurnar, sem Vilhjálmur hef
ur valið eru: Elísabet Gissurar-
dóttir, Sigurlaug M. Jónsdóttir,
Margrét R. HaUdórsdóttir, Ingi-
björg Gissurardóttir og Helga M.
Níelsdóttir." Fimm konur er fall
eg bók og vönduð að fragangi.
• KANADISKI DOLLARINN
OG ÍSLENZKA KRÓNAN.
Velvakanda hefur borizt svo
fellt bréf:
„Gengismál er sú hlið fjár-
mála, sem einna hægast ætti að
vera fyrir almenning að skilja.
Sú er hinsvegar ekki raunin á
hér á landi. Á sviði stjómmála
og fjármála hefði reynzt jafn
auðvelt að rugla dómgreind al-
mennings eins og andistæðing-
ar núverandi ríkisstjórnar hafa
reynt. Sennilega stafar þetta
af því, að gengi hinnar íslenzku
krónu hefur aldrei verið skráð
í erlendum kauphöUum. Menn
hafa haldið að verðgildi hins
íslenzka gjaldmiðils væri ein-
göngu komið undir duttlungum
og vilja einhverrar gengisnefnd
ar og væri krónan lækkuð staf-
aði það eingöngu af iUu inn-
ræti þessara nefndarmanna,
sem óskuðu að gera verka-
mönnum, bændum og öllum al-
menningi eitthvað til misfca.
Svo einfalt er málið þó ekkL
• KAFLI ÚR NÝKOMNU
BRÉFI FRÁ MERKUM OG
REYNDUM VESXUR-
ÍSLENDINGI.
„Dollarinn okkar hér 1
Kanada er sorglega lágur, að-
eins 92% miðað við Bandaríkja
dollar, var áður 194—105%.
Ástæðan til þess að dollarina
okkar féU var fyrrverandi vit-
laus ríkisstjórn og hennar
bruðl. Fyrir sex mánuðum
kippti núverandi stjórn í taum
ana, og á þessum tima hefur
fjárhagurinn batnað um 500
milljónir doilara. Vonumst við
því til að dollarinn okkar hækki
upp í sitt fyrra gengi á næst-
komandi ári.“
Einhverja hliðstæðu við fram
angreind ummæli ættum við
íslendingar að geta fundið í
okkar þjóðlifi, ef við leitum
vel.“
Velvakandi sér ekfci ástæðu
til að bæta miklu við bréf
þetta. Öllum landsmönnum er
nú ljóst orðið, hversu mifcið
verk hefur farið í það hjá nú-
verandi stjórn að rétta við ís-
lenzkt efnahags- og fjármálalíf,
eftir „vitleysu" ag Mbruðl“
vinstri stjórnarinnar.