Morgunblaðið - 05.12.1962, Blaðsíða 15
Miðviktidagur 5. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
15
<- Bréf frá New York |
Framihald af bls. 13.
Sir Patrick benti á, að þremur
érum áður en Bretar lögðu und-
ir sig Cyprus hefðu Rússar lagt
undir sig Tannu Tuva í Ytri-
Mongólíu.
Cyprus hefur fengið frelsi,
sagði ræðuanaður. En Sovétríkin
halda áfram að drottna yfir fyrr
igreindum landssvæðum, og hvað
um Eystrasaltsríkin, Eistland,
Lettland og Lithaugaland? Hvað
um Suður-Sakihalinu og Kuril-
eyjar?
Hafa þessi lönd verið sett und-
ir verndargæzlu Sameinuðu þjóð-
anna? Hefur tillagan um tafar-
laustt afniám nýlendusikipulags-
ins verið framkvæmd gagnvart
þessum löndum og þjóðum
þeirra, spurði Sir Patrick.
Rússar hafa ekki svarað þess-
um spurningum með öðru en því
að staðhæfa, að þær séu „rógur
og illmælgi". Fyrrgreindar þjóð-
ir hafi allar aí fúsum og frjáls-
um vilja gerzt sjálfstæð lýðveldi
innan Sovétríkjanna. Hefur svo-
kallaður „utanríkisráðherra"
Eistlands verið látinn halda þessu
fram, en hann hefur verið aðal
málsvari Rússa í þessum umræð-
um!
í þessum umræðum um ný-
lendumálin hefur það greinilega
sannast, að það eru kommúnist-
ar, sem nú halda dauðahaldi í
Ihið úrelta nýlenduskipuiag.
Heimsveldisstefna Sovétríkjanna
Ihefur lagt nýlendufjötra á fjölda
þjóða. Á sarna tíma sem vest-
rænár þjóðir eru að veita hundr-
uðum milljóna manna frelsi
herða kommúnistar kúgunarbönd
in en halda samt stöðugt áfram
að tala um „nýlendukúgun“ ann
arra!
Meðan Rúlssar halda þræla-
kistum sínum harðlæstum og
spyrna gegn eðlilegri þróun í
þessum efnum er hætt við því
að heimsfriðurinn verði ótrygg-
ur.
Legar árásarhyggja Sovét-Kina
bætist við nýlendukúgun Sovét-
Rússlands verður auðsætt, hversu
erfitt uppdráttar frelsi og mann-
rétindi eiga í miklum hluta
heimsins j dag.
• 86 milljónir sjónvarpstækja.
Samkvæmt nýjustu upplýsing-
um voru árið 1959 samtals 86
milljónir sjónvarpstækja í heim-
inum. Af þeim voru 57 milljónir
i Norður-Ameríku, 23 milljónir
í Evrópu að meðtöldum Sovét-
ríkjunum, 3,4 milljónir j Asíu,
1,6 milljónir í Suður-Ameríku,
0,8 milljónir í Ástralíu og 40
þús. í Afríku.
Á árunum 1951—1959 fjölgaði
sjónvarpstækjum í Bandarikjun-
um úr 15,8 milljónum í 52,6
milljónir og í Bretlandi á sama
tíma úr 1,6 milljónum tækja í
10,11 milljónir. Má af þessum
tölum marka hversu geysi hröð
útbreiðsla sjónvarpsins hefur
orðið í þessum löndum, sem
fremst standa á þessu sviði.
Árið 1959 voru útvarpstæki í
heiminum samtals 365 milljónir,
þar af rúmur helmingur í Norð-
ur-Ameríku og 168,5 milljónir
í Bandaríkjunum einum.
Samkvæmt upplýsingum Menn
ingar-og fræðslustofnunar Sam-
einuðu þjóðanna voru árið 1958
gefin út í heiminum samtals um
30 þús. blöð, þar af 8 þús dag-
TIMAMOT I SOGU
SOVÉTRÍKJAMMA
eftir
Edward
Crankshaw
ENN höfum við ekki feng-
ið texta lokaræðu Krús-
jeffs á aðalfundi mið-
stjórnar Kommúniseta-
flokks Sovétríkjanna, sem
endaði fyrir rúmri viku.
En jafnvel án ræðvmnar,
sem bersýnilega gekk
lengra í fráhvarfi frá stal-
ínismanum, en gert hefur
verið áður, hefur svo mik-
ið síazt út af fundunum, að
allt bendir til, að þar hafi
verið enn ein tímamót í
þróun Sovét-Rússlands á
tímabilinu eftir dauða
Stalíns.
Yfirlætislítil breyting —
sem ristir djúpt
Hið athyglisverðasta var’
yfirlætislítil breyting á starfs
háttium kommúnistaflokksins.
Nú á að kljúfa hann í tvær
greinar, iðnrekendur og land-
búnaðarstjóra. Héðan í frá
verður flokksaðallinn ekki
myndaður af starfsmönnum,
sem hafa all-sherjaryfirlit með
öllu, á öllum stjórnstigum
landisstjórnar og sveitastjórn-
ar, bæði í efnahags- félags- og
menningarlífi. í stað þess má
sjá vísi að tveim stórum hags
munahópum innan flokksins,
sem hvor um sig einbeitir sér
framar öðru að því að láta
sinn hluta efnahagslífsins
bera sig. Þessvegna hljóta
þessir hópar að eiga eftir að
berjast hvor við annan um
forgangsréttinn að fjánmagn-
inu.
Efnahagsmál ofar öðrum
— á kostnað flokksins?
Það er erfitt að trúa því, að
hin nýja skiptingarstefna
Krúséff: Nýskipan — ekki
hin síðasta
stöðvist eftir skiptingu í
grein A og grein B. Krúsjeff
lagði mikla áherzlu á, að þessi
aukna efnahagsstarfsemi
myndi ekki draga á neinn hátt
úr starfi flokksins að hug-
sjóna- og menninganmálum,
sem hann kvað myndu halda
áfram á sama hátt og hingað
tiL
Er næsta stig hugsjónaaðall?
Það getur vel verið. En
vegna þess, að ritarar flokks-
ins á öllum stjórnarstigum
neyðast til að sérhæfa sig æ
meir í iðnaði og landbúnaði,
hlýtur að koma að þvi, að
Krúsjeff verður að stofna sér
stakt lið til að hafa eftirlit
með andlegu lífi og félagslífi
landsins, nokkurskonar hug-
sjónaaðal, sem fyrr eða síðar
hlýtur að komast í andstöðu
við hina starfandi menn, —
á sama hátt og flokkurinn í
heild er nú þegar kominn í
andstöðu við iðnrekendur og
skrifstofuveldið.
Krúsjeff náði völdum með
því að styðjast við flokkinn,
sem var í andstöðu við hags-
muni hinna tröllauknu skrif-
stofubákna framleiðsluráðu-
neytanna.
Orð og gerðir
Á yfirborðinu var hann full-
trúi hugsjónakerfis, sem var í
andstöðu við stjórnarkerfið.
En gerðir hans, gerðir hins af-
burða hagsýna manns, hafa oft
ekki samrýmzt orðurn hans.
Ég hef þrásinnis bent á, að
markmið hans hafi verið að
koma upp nýju og meðfæri-
legu stjórnarkerfi, sem byggð
ist á mönnum, er ættu honum
allt að þakka, og hann gæti
treyst: I suttu máli sagt, þá
varð Krúsjeff að breyta hlut-
verki flokfcsins um leið og
hann styrkti hann.
Það hefur verið fjölgað í
miðstjórn og framkvæmda-
nefnd flokksins, sem hingað
til hafa verið glímuvellir um
yfirnáðin yfir flokksvélinni,
um nýja menn, sem fyrst
og fremst starfa í sambandi
við efnahagslífið, einkum
framleiðsluna, og staðfestir
þetta framangreint álit.
Þáttur í þróun
Þessi mikla áherzlubreyt-
ing, ásamt breytingum á áætl-
anagerð, hinum nýju tæki-
færum verksmiðjustjórnanna
til að eiga frumkvæði í sínum
málum (unddr eftirliti manna
Rrúsjeffs) og hinum nýju að-
ferðum til að auka framleiðsl-
una og gera hana hagkvæm-
ari með betri kostnaðaráætl-
unum og bók haldi, er eðeins
eðlilegt framhald (en ekki
lokastig) þróunar, sem hef-
ur átt sér stað um nokkurn
tíma.
Hlutverk hins
venjulega manns.
Þessi þróun er tvíþætt: Ann
ar þáttur hennar kemur skýrt
fram í margendurteknum yfir-
lýsingum Krjúseffs um, að
höfuðatriði kommúnismanns
séu framleiðsla og velmegun,
en ekki pólitísk bellibrögð;
hinn þátturinn er aukin þátt- ■
taka gáfaðra, ópólitískra
Rússa (með öðrum orðum,
venjulegra Rússa) í uppbygg-
ingu efnahagslífsins: þeim er
leiðbeint, en ekki stjórnað, í
aúknum mæli, og þeir láta nú
meira til sín heyra.
Hlutverk Títoffs og Sjelepins
En þeir fá ekki að hugsa al-
veg einir, og samfara auknu
frjálsræði er leiðbeiningar-
starfsemi flokksins styrkt og
látin standa ofar deilum.
Þessu hlutverki gegnir ekki að
eins hin nýja skipulagsmála-
og flokksmálanefnd undir for-
sæti Títoffs, heldur og ný
stofnun undir stjórn Sjelepíns,
fyrrverandi lögreglustjóra,
sem sér um eftirlit í umboði
flokks- og ríkisstjórnar. Þess-
ar stofnanir eiga að halda
uppi aga. Gegnum þær mun
Krúsjeff ná til fulltrúa sinna
á ökrum og í verksmiðjum,
minna þá á skyldur þeirra
við miðstjórnina og hindra
þá í að telja sig meir og meir
til hinna raunverulegu fram-
leiðenda, sem þeir eiga að
leiðbeina.
í átt til kapitalisma?
Stofnanir þessar eiga einnig
að stuðla að framkvæmd
nýrra hugmynda í hinni enda-
lausu baráttu við að örfa
frumkvæði þegnanna og auka
afköst. Til dæmis mega þær
koma af stað opinberum um-
ræðum um að hagnýta gróða-
fikn manna í þjóðfélagi sem
fordæmir hana, en þar verða
að taka hressilaga í taumana,
ef umræðurnar ætla að ganga
of langt.
Her er um enn eina athygl-
isverða tilraun í stjórn og
skipulagningu að ræða. Hins-
vegar má deila um, hvort hún
eigi nokkuð skylt við komm-
únisma. Kínverjar staðhæfa
fyrir sitt leyti, að áhugi Krús-
jeffs á efnahagslegum fram-
förum á kostnað pólitísks upp-
eldis sé rakin trúvilla og svik
við hugsjónir Leníns.
(Observer — öll réttindj
áiskilin).
blöð, Eintakafjöldi dagblaðanna
nam þá samtals á dag um 260
milljónum, eða um 93 eintökum
að meðaltali á hvert þúsund jarð-
arbúa.
Þau blöð, sem ekki eru dag-
blöð koma hins vegar út í rúm-
lega 200 milljónum eintaka eða
um 74 eintök á hvert þúsund
mannkynsins. Rúmlega einn
þriðji hluti allra blaða kemur
úit í Bandaríkjunum, annar
þriðji hluti í Evrópu og afgang-
urinn í öðrum heimshlutum.
Útbreiðsla dagblaða er mest
í Evrópu. Mestur eintakafjöldi
á hvert eitt þúsund íbúa er í
þessum löndum:
Bretland (1954) 573, Svíþjóð
(1958) 464, Luxemburg (1958)
421, Finnland (1956) 420, Japan
(1958) 398 og ísland (1957 ) 389.
S. Bj.
Washington, 29. nóv.
NTB-Reuter
• Kennedy, Bandaríkjaforseti
skipaði í dag William J. Porter
fyrsta sendiherra Bandaríkjanna
í Alsír. Porter hefur verið sendi-
fulltrúi stjórnar sinnar frá því
landið fékk sjálfstæði.
Lœkningastofa
Símanúmer á stofu minni að Lækjargötu 2 mis-
ritaðist í auglýsingu í sunnudagsblaðinu.
Rétt er það 20442.
EINAR HELGASON, læknir.
MJÖLKUR - HNETU - HNETU OG RÚSÍNU SÚKKULAÐI