Morgunblaðið - 18.12.1962, Qupperneq 1
24 síður
Macmillan farinn
til Bahamaeyja
Thorneycroft hrópaður niður 1 brezka
þinginu vegna deilunnar um Skybolt
eldflaugar
London, 17. des. (AP-NTB)
H A R O L D Macmillan, for-
sætisráðherra Bretlands, hélt
í dag flugleiðis til Nassau á
Bahama-eyjaklasanum, þar
sem hann ræðir við Kennedy
Bandaríkjaforseta á miðviku-
dag og fimmtudag. Við brott-
förina sagði Macmillan að
hann væri sannfærður um.að
í viðræðunum næðist sam-
komulag til lausnar á ágrein-
ingi Bandaríkjamanna og
Breta um kaup á Skybolt-
eldflaugum í Bandaríkjun-
um.
eldflaugum í Bandaríkjunum
hafi verið gerðir fyrir alllöngu,
en í nóvember sl. hafi MacNa-
mara, varnarmálaráðherra Banda
ríkjanna, skýrt frá breytingum á
áætluninni um smíði á eldflaug-
um þessum. Segja Bandaríkja-
menn að þær verði dýrari í
smíðum en fyrirhugað var, og
Framh. á bls. 23.
Loftárásir flugvéla Tshombes
á stöðvar SÞ og Kongóstjémar i Katanga
■ Kópavogskirkja var vígð síð-
lastliðinn sunnudag. Hér sést
jkirkjan flóðlýst, eins og ætl-
j unin er að hún verði á hátíðis- .
[dögum framvegis. Frásögn af
' vígslunni er á bls. 3.
Ljósm.: Sv. Þ./
Forsætisráðherrann sagði, að
eftir lausn Kúbudeilunnar væri
nauðsynlegt fyrir Vesturveldin
að taka til endurskoðunar sam-
bandið milli austurs og vesturs.
Einnig kvaðst hann hafa áhuga á
að ræða vandamálin í sambandi
við Kína, deilur Kínverja og
Rússa og landamæradeilur Ind-
verja og Kínverja.
Thorneycroft „píptur niður“
Varnarmálaráðherra Breta, Pet
er Thorneycroft, heldur flug-
leiðis til Nassau í kvöld. — Mun
hann taka þátt í viðræðunum
þar. Thorneycroft ræddi í dag í
neðri deild þrezka þingsins um
ágreininginn varðandi Skybolt-
eldflaugarnar, og var ráðherr-
ann beinlínis „píptur niður“ er
hann skýrði frá því að engin á-
kvörðun hafi verið tekin í því
xnáli. Neyddist Thorneycroft til
að hætta í miðri ræðu, eftir að
margir af flokksmönnum hans
höfðu gengið í lið með stjórnar-
andstöðunni og hrópað og blístr-
að meðan hann var að tala. —
Segja þeir, sem til málanna
þekkja, að enginn þingmaður
hafi fyrr fengið aðrar eins mót-
tökur í neðri málstofunni og
Thorneycroft nú.
Oreltar?
Thorneycroft skýrði frá því að
samningar um kaup á Skybolt-
laugardagskvöld munaði litlu, að
hroöalegt slys yrði neðst á
Þrengslaveginum, þegar áætlun-
arbíil fullur af fólki steyptist út
af veginum í hálkunni.
Áætlunarbíllinn, X-1120, sem
er 17 manna bifreið af Mercedes-
Benz-gerð, var á leið austur til
Hveragerðis. Mikil hálka var á
veginum öllum, og þegar komið
var neðst í Þrengslin, um kl. 23,
stakkst billinn á nefið út af veg-
inum og valt á hliðina. Missti
bílstjórinn vald á bílnum í
skafldragi, en bylgusa var á.
Margir siösuðust meira eða
Leopoldville, Kongó,
17. des. (AP).
TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð-
anna í Leopoldville sagði í dag
að flugvélar Katangastjórnar
hafi frá 4. desember si. gert að
minnsta kosti sex loftárásir á
stöðvar SÞ og Kongóstjórnar í
Norður Katanga. Varaði hann við
því að áframhaldandi yfirgangur
hersveita Tshombes forseta Kat-
angahéraðs, gæti leitt tii alvar-
legra átaka í héraðinu.
Talsmaðurinn sagði að í loft-
árásum þessum hafi einn her-
maður Kongóstjórnar fallið og
þrír menn særzt. Fyrsta loftár-
ásin var gerð á bæinn Kongolo
hinn 4. des., fimm dögum eftir
að herflokkur Kongóstjórnar
kom til borgarinnar. Síðasta loft-
árásin var gerð á laugardag, en
þá réðust flugvélar Tshombe á
bæinn Lumarisa og Mbila
skammt frá Kongolo.
Nýju Delhi, 17. des. —
(AP-NTB). —
Sendiherra Ceylon í Burma, G.
S. Pieres, afhenti Nehru forsætis
minna, en enginn alvarlega.
Fengu 4 læknismeðferð í Hvera-
gerði þá um kvöldið. Þykir það
•hrein mildi, að þarna skyldi
ekki verða ægilegt slys. Einn
maður viðbeinsbrotnaði, aðrir
mörðust og skárust. T. d. skarst
ein túlka í andliti.
Þegar bíllinn steyptist fram af,
hrökk framrúðan úr bílnum, og
tvö ung börn, sem sátu íremst,
hentust út um gluggann, hvort
á eftir öðru, svo að hið seinna
lenti í fangi hins fyrra. Ekki
urðu þau þó undir bílnum og
munu hafa sloppið tiltölulega
vel. — G.M.
Friðsamleg lausn
Fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna í Kongó skoruðu í dag á
hermenn Katanga að leggja nið-
ur vopn, og sögðu jafnframt að
vaxandi vonir væru til þess að
finna friðsamlega lausn á vanda-
málum héraðsins. Askorun þess
Dakar, Senegal, 17. des. (AP)
ÞINGIÐ í Senegal kom í dag
saman á heimili Lamine Gu-
eye þingforseta, og sam-
þykktu þar 48 þingmenn af
ráðherra Indlands í dag tillögur
þær, sem samþykktar voru í síð-
ustu viku á ráðstefnu sex ,óháðra‘
ríkja í Colombo á Ceylon. Tillög
ur þessar eru tilraun óháðu ríkj
anna til að leysa landamæradeilu
Indverja og Kínverja, og hafa enn
ekki verið birtar opinberlega.
Pieres fer frá Nýju Delhi til Pek
ing, og leggur tillögurnar fyrir
kínversku stjórnina á föstudag.
Eftir að stjórnir Indlands og
Kína hafa kynnt sér efni tiliagn-
anna, fer forsætisráðherra Ceyl-
on, frú Sirimi Bandaranaike, til
Peiking og Nýju Delhi til að ræða
þær nánar við ríkisstjórnirnar.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í Nýju Delhi að Indlands-
stjórn sé því fegin að frú Bandar
anaike fari fyrst til Peking. Það
geti ef til vill losað Indverja und
an því að þurfa sjálfir að fella
tillögurnar.
Kínverjar hörfi.
Óstaðfestar fregnir herma að
tillögur sexríkjanna séu í aðal-
atriðum þær, að á austur-vígstöðv
unum dragi Kínverjar her sinn
norður að McMahon-línunni, og
ari var útvarpað samtímis um
útvarpsstöðvar SÞ í Kongó og
stöðvar Kongóstjórnar. Voru þar
ítrekaðar fullyrðingar Kongó-
stjórnar um að ekki yrði gripið
til hefndarráðstafana gegn þeim
Katangahermönnum, sem sverja
vilja Joseph Kasavubu forseta
Kongó hollustueiða.
alls 80 vantraustsyfirlýsingu
á ríkisstjórn Mamadou Dia
forsætisráðherra. Ekkert hef-
ur spurzt til Dia eftir að van-
traustið var samþykkt, og er
á vestur vígstöðvunum hörfi Kín
verjar 20 km frá núverandi víg-
stöðu. Þá eiga Indverjar, eftir
brottflutning Kínverja, að fá* aft
ur dalina við Chip Chap fljótið í
Ladakh héraði. Kínverjar hafa
haldið því fram að dalir þessir
væru á kínversku landi, og neitað
því að Indverjar fái þessi lands-
svæði, sem Kínverjar hertóku
seint í október sl.
Ho Chi-minh forseti Norður
Vietnam sendi nýlega Nehru bréf
varðandi lausn deilunnar við Kín
verja. Nehru hefur nú svarað
þessu bréfi forsetans. Segir Nehru
að hann sé reiðubúinn að setjast
að samningum um endanlega
lausn deilunnar, en ekki þó fyrr
en allar kínverskar hersveitir
hafa verið f luttar til þeirra
stöðva, er þær héldu hinn 8. sept.
sl., áður en innrásin var gerð í
Indland.
VIENTIANE, Laos, 17. des. —
(NTB) — Sendiherra Sovétríkj-
anna í Laos afhenti Laosstjórn í
dag að gjöf frá Sovétstjórninni
eina þyrlu og níu minni flugvél-
ar.
PARÍS, 17. dés. (NTB) — Kýpur,
sem er eitt af brezku Samveldis-
löndunum, hefur ákveðið að
sækja um aukaaðild að Efnahags
bandalagi Evrópu. Verður um-
sókn Kýpur lögð fyrir bandalagið
á morgun eða miðvikudag.
hans nú leitað í höfuðborg-
inni Dakar, og eftirlit haft á
öllum flugvöllum.
Vantrauststillagan var lögð
fram sl. föstudag, og átti að
greiða atkvæði um hana í dag.
Er tillögunni aðallega beint
gegn Dia forsætisráðherra, og
hann sakaður um að hafa dregið
sér of mikil völd, og fyrir að
hafa ekki leyst landið úr neyðar-
ástandi því, sem lýst var yfir fyr-
ir tveimur árum, þegar sam-
bandsríkið Senegal-Mali var
leyst upp.
Lögregla gegn þingmönnum
Þegar Senegalþing kom sam-
an í dag, ruddust skyndilega
vopnaðir lögregluverðir inn i
þingsalinn og aðrir umkringdu
Framh. á bls. 23.
Svik við
kommún-
ismann
Tirana, Albaníu, 17. des. —
(NTB)
Málgagn albanska kommún
istaflokksins, Zeri í Populit,
segir í dag í ritátjórnargrein,
að Palir.iro Togliatti, leiðtogi
italskra kommúnista, bafi
dregið upp „fána endurskoð-
unarstefnunnar“ á nýloknu
flokksþingi í Róm. Segir blað
ið að Togliatti hafi lagt út á
braut Krúsjeffs, sem þýði svik
við Marx-Leninismann. Árás
Togliattis á albanska komm-
únista er nýtt spor í þá átt
að kljúfa kommúnistahreyf-
inguna, segir Zeri í Populit.
Lá við stdrsiysi
er dætlunarbíll steyptist út af Þrengslavegi
HVERAGERÐI, 17. des. — Á
Tillögurnar frá Colombo
leysa varla landamæradeiluna á Indlandi
Stjórnarkreppa í Senegal
Valdbeiting gegn þingmönnum hindraði
ekki samþykkt vantrausts a stjórnina