Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. des. 1962 Hvað er í pokanum? RÉTT fyrir M. 11 sl. laugar- dagskvold rákust lögregluiþjónar á tíu ára direng, sem var á gangd vestur á Granda og bar þunga byrði í fanginu. Lögregluþjón- unum þóítti drengurinn vera síðla á ferli og spurðu hann, hvað vaeri í pokanum. „KLsa“, svaraði drengurinn. — Hvert. ætlar þú með hana? spurðu þeir. „Henda henni í sjóinn“, svaraði hann. Löregluþjónarnir spurðu þá, hvort hann vildi ekki held- ur fleygja hræinu í öskutunn- una heima hjá sér, en dreng- urinn sagði þeim þá, að kisa væri lifandii. Var hann með æði þungan stein í pokanum fyrir utan köttinn. 1 ljós kom, að drengurinn hafði verið sendnxr af foreldrum sínum undir nótt- ina tfl þess að drekkja kettin- um. Lögregluþjónarnir sáu um, að kötturinn yrði aflífaður og höfðu tal af föður drengsins. Fannst honum ekkert athugavert við það, að senda son sinn út á næturþeli þesaara erinda. FulbrightstofnunZn auglýsir rannsóknarstyrk Vb Auðbjörg tók niðri Keflavik 17. des.: — Kl. 17,15 á sunnudag tók vb. Auðbjörg írá Keflavik niðri á Garðskaga- flöis. Báturinn kenndi grunns og náði sér af flösinni af eigin raman leik, enda var veður stfl.lt. Voru þá afturkallaðar aðstoðarbeiðnir, sem út höfðu verið sendar, en María Júlía var þá komin á staðinn. Engar skemmdir munu hafa orðið á vb. Auðbjörgu. — hjs. G-2653 eftir áreksturinn. R-13277 í baksýn. (Ljósm. Sv. Þ.). Alvarlegt umferð- arslys í Fossvogi UM klukkan 5.30 varð harður árekstur tveggja sendiferðabif- reiða á Hafnarfjarðarvegi móts við Fossvogskapelluna. Slasaðist ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar, Skapti Þóroddsson, mjög al- varlega, og var fiuttur t Landa- kotsspítala. Aðdrög slyssins voru þau, að f/*“ NA 15 hnútor I / SV 50 hnútar H SnjHomw * ÚSi V Skúrir K Þrumur W/t%, KuUaskil V HitttkH H Hmt | L Lmt*\ U M hádegið í gær var djúp Breiðafjörður og miðin: All lægðarmiðja (um 970 milli'b.) hvass austan fram eftir nóttu skammt SV af Reykjanesi. — en breytileg átt á morgun, Hún olli A-hvassviðri og snjó snjókoma með köflum. sendiferðabifreiðin R 13277 var á leið norður Reykjanesbraut en sendiferðabifreiðin G 2653, sem er af Volkswagengerð, á leið suður. Var mjög hvasst á þessum slóðum. Komu bifreiðarnar sam- tímis á eðlilegum hraða að blaut um snjóskafli, og skipti engum togum að G 2653 snerist í veg fyrir R 13277. Ökumaður hans reyndi að hemla og sveigja bif- reiðinni út af, en það tókst ekki, og lentu hægri framhorn bif- reiðanna saman. Snerist Volks- wagenbifreiðin síðan í hálfhring unz hún nam staðar. Ökumaður R-13277 Ska.ll fraim í rúðu, og þegar hann kom út úr bílmwn sá hann hvar öku- maður Volkswagenbifreiðarinn- ar lá fyrir aftan bílana og var meðvitundarlaus. Stöðvaði hann næstu bifreið og fór að benzín- stöð Shell og tilkynnti lögregl- unni. ökumaður Volkswagenbifreið arinnar, sem var Skiapti Þórodds son, flugumferðarstjóri, var flutt ur í Slysavarðstofuna en síðan í Landaikotsspítala. Var ekki að fulLu kunmugt um meiðsli hans í gærkvöldi, enda hafði hann ekki komið til meðvitundar, en þau voru talin alvarleg. EINS og nokkur undanfarin ár mun Menntastofnun Bandaríkj- anna á ÍSlandi (Ful'brightstofn- unin) á næstunni veita einn styrk til handa íslenzkum há- skólamanni, sem hefði hug á því að stunda sjálfstæð rannsóknar- störf á vegum bandarískrar vís- inda- og menntastofnunar á skólaárinu 1963—’64, og er hér með óskað eftir umsóknum um styrk þennan. Einnig má veita styrk þennan íslenzkum háskóla- manni, sem hefði í hyggju að stunda sjálfstætt fyrirlestrahald við einhvern háskóla eða æðri menntastofnun vestan hafs. Styrkur þessi á að nægja fyrir ferðakostnaði og uppihaldi, með- an styrkþeginn dvelur í Banda- ríkjunum, og verður hann aðeins veittur íslenzkum ríkisborgara. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt til Fulbright- stofnunarinnar, Pósthólf 1959, Reykjavík, fyrir 31. desember nk., og í umsóknarbréfi sínu skulu umsækjendur gefa upp- lýsingar um námsferil sinn, ald- ur og störf þau, sem þeir hafa stundað. Þá skulu umsækjendur einnig gefa allýtarlega lýsingu á Áreitir kon- ur í Austur- bænum Rannsóknarlögreglunni hafa að undanfömu borizt 4 kær- ur frá konum, sem telja sig hafa orðið fyrir áreitni ó- þekkts manns, aðallega á Gunnarsbraut, opnu svæði við Miklatorg og á Rauðarár- stíg. Hefur maður þessi flett sig klæðum og gripið til kven- anna. Vitað er að hann hefur áreitt fleiri konur en þær, sem kært hafa. — Þess má geta að fyrir alllöi.gu síðan bárust kvartanir og kærur um svipað atferli manns í þessu sama bæjarsvæði. Ekki tókst þá að upplýsa, hver valdur var að þessu. Rannsóknarlögreglan vinn- ur nú að rannsókn máls þessa. KAUPMANNAHÓFN, 17. des. — (NTB) — Stjórn Sovétríkjanna hefur ítrekað boð sitt til Jens Otto Krag forsætisráðherra Dan- merkur um að koma í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Fyrra heimboðið barst Krag meðan hann var utanríkisráðherra. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úr heimsókninni v'erðúr. þeim rannsóknarstörfum, sem þeir hafa í hyggju að stunda vestan hafs. (Fréttatilkynning frá Mennta- stofnun Bandaríkjanna á íslandi) Píanótón- leikar Vladimír Asjkenazí VALDIMIR Asjkenazí, rússneski píanóleikarinn, sem fram að þessu hefir verið frægastur fyrir það hérlendis að kvænast Þór- unn Jóhannsdóttur, hélt tónleika í Þjóðleikihúsinu í gærkvöldi á vegur Skrifstofu skemmtikrafta, sem Pétur Pétursson rekur. Hef- ir ferill hans verið mjög glæsi- legur, bæði austan tjalds og vest an hafs, þótt ekki sé hann nema 25 ára að aldri, og leggur hann nú í fyrsta skipti leið sína hing- að. Enginn, sem hlustaði á tónleik ana í gærkvöldi, mun undrast þær fregnir, sem farið hafa af snilli þessa imga manns. Hann hefir flesta þá kosti, sem píanó leikara mega prýða: Afburða tækni, næma stílkennd og heitt skap. Sónata í D-dúr (K. 311) eftir Mozart var það verkið á efnisskránni, sem undirritaður hlustaði á með meetri ánægju. Yfir henni var yfirlætislaus blær hreeinleika og heiðríkju. í tólf etýðum, op. 25, eftir Chopin beitti listamaðurinn glæsilegri tækni sinni í þágu hins músíkalska innihalds, og varð ekki vart við, að þessar fingraþrautir yllu . honum minnstu erfiðleikum. Mflli þess- ara verka var á efnisskránni són ata nr. 6 eftir Prokofiev. Hún er allmikil í sniðum, og talsverð til- þrif eru í henni á köflum, en rök rétt samhengi milli sprettanna er stundum svo lauslegt, að heild aráhrifin verða minni en við mætti búast. Einnig þessu verki gerði listamaðurinn hin beztu skil. Húsfylli var á tónleikunum og undirtektir áheyrenda fráibær- lega góðar. Fylgja hinum unga listamanni — sem segja má, að sé orðinn einskonar tengdasonur íslenzku þjóðarinnar — hinar beztu óskir héðan, og mun hann, ef að líkum lætur, eiga mikla og glæsilega framtíð fyrir sér. Jón Þórarinsson. komu eða slyddu á Suður- landi, en austan lands var SA- kaldi og þurrt veður. Lægðin virðist stefna NA yfir landið, og má búast við breytilegu veðurlagi þennan sólarhring. Á Stórhöfða var veðurhæð 12 vindstig eða 70 sjómílna hraði á klst. i gær, hiti 2 stig og slydda. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. SV-land, Faxaflói og miðin: Gengur í SV hvassviðri með skúra- eða éljaveðri. Vestfirðir, Vestfj.mið og nprðurmið: Hvass austan síð an NA, snjókoma einkum með morgninum. Norðurland til Austfjarða, NA-mið og austurmið. Hvass SA og slydda í nótt en* léttir til með SV átt i fyrramálið. SA-land og miðin: Gengur í hvassa SV átt með skúrum eða éljum vestan til. '■ • Mtgf: ■ MWXpW‘ •• vWówWWaX-mm <y wva • v axm-av; Duglegir krukkur eðu unglingur óskast til að bera blaðið út í eftirtalin hverfi: Bárugöfu — Fjólugötu Laufásveg — Rauðalæk Myndin var tekin, þegar fyrstu síldinni var landað í Kópavogi. Mikil síld hefur hins vegar verið unnin þar, en öli aðflutt. Síldinni, um 400 tunnum, var landað á laugardagsmorgun úr vb. Guð- björgu frá Sandgerði. Síldin verður unnin í fiskverkunarstöð Kóps. Ljósm. MbL: Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.