Morgunblaðið - 18.12.1962, Page 13
Þriðjudagur 18. des. 1962
MORGV TS BL AÐIÐ
13
EFTIR nokfcrum krókaleiðum
komst ég að því að Sigríður
Þorsteinsdóttir ætti 100 ára al-
mæli hinn 18. desember. Þessi
sérstæði afmælisdagur var
ekki í hámælum hafður, því
Sigríður sjálf, og dætux henn-
ar, Helga, Ingiríður og Þorgerð
ur eru hógværar og Ihlédræg-
ar, en þeim mim traustari í
hvívetna.
Mér er boðið til stofu að
Suðurgötu 47. Þar situr fallega
gráhærð og glaðleg kona í stól,
svo ungleg og kvik að vart
verður trúað að sú kona eigi
heila öld að baki, en þetta er
staðreynd eigi að síður. Og á
hennar 36 þúsund og 500 daga
hefur sitthvað drifið, sem okk-
ur innan við hálfu öldina er
forvitnilegt og gott til fróð-
leiks.
Sigriður er fædd að Stóra-
Ási í Hálsasveit, og hefur -
ætt hennar búið þar í meira
en 200 ár.
Ég bið Sigríði að segja mér
eitthvað frá hennar æsku- og
bernskudögum.
-— Það er ekkert gagn í því
— það er svo lítið sögulegt og
lífið viðburðalítið hjá sveita-
stelpu á fremsta bæ. — Nú-
tímafólkið skilur það varla
hvemig lifað var, því það er
Sigríður Þorsteinsdóttir.
en þá gat blessuð húsfreyjan
ekki sofið því hún vaknaði í
hvert skipti sem klukkan sló.
— Búskaparhættirnir voru
allt aðrir þá en nú, þó ekki sé
lengra síðan en ævin mín. —
Ég var víst um 11 ára, þegar
ég sá olíulampa fyrst, það voru
notaður bolur og unnið við
þær fínir og fallegir dúkar og
allt annað, sem gera þurfti —
og ljósmetið vár lýsi og hrossa
flot. Hlóðir voiu til eldunar,
með hrísi, taði og mó. Fyrsta
eldavélin, sem kom í sveitina
var í Reykholti hjá Guðmundi
Helgasyni föður Ásmundar
biskups, og svo kom eldavél
að Sturlureykjum og á ein-
hverja fleiri bæi. Það voru
alltaf notaðir heimagerðir ljá-
ir við heyskapinn — ég var
komin yfir tvítugt, þegar fyrsti
útlendi ljárinn kom að Vil-
mundarstöðum, og þá var farið
þangað til að skoða ljáinn —
það var mikil framför að út-
lenda ljánum.
— Ég held að 1882 hafi ver-
ið eitt erfiðasta árið, sem ég
man eftir. Þá var ekki fært
frá nema 30 ám í staðinn fyrir
90 áður og þá smökkuðum við
aldrei viðbit, en fóstri smíðaði
eitthvað fyrir einn búralegan
nábúa og fékk fyrir það eina
smjörtöflu — það var um hvíta
sunnu - anars var bara vatns
Heðar aldar saga er samferða lífi Sigríðar
Þorsteinsdóttur, sem er 100 ára í dag
— Rabbad v/ð elzta borgara
Keflavlkur
s«ro langt síðan, en ég hefi séð
hve blessuðu fólkinu líður vel
núna.
— Það voru engir skólar.
Mér var kennt að þekkja staf-
ina og lesa svolítið. Það var
fyrst árið eftir að ég var
fermd, sem skipað var að öll-
um skyldi kennt að skrifa og
reikna — en ég komst ekki
í það — þó lærði ég að draga
til stafs með fjöðurpenna.
— Jú, það var stundum hart
í ári — frost og stórbyljir sól-
arhringum saman og stundum
voru 18 þrep gegnum skaflana
niður að vatnsbólinu, það var
stundum erfitt að sækja vatn-
ið, en við vorum ekkert of góð
til þess.
Fyrsfa
Ijóðabók
skáldkonu
ungrar
Morgunregnið" eftir Þórunni Magneu
E K KI alls fyrir löngu birtist í
Lesbók Morgunblaðsins samtal
við 16 ára stúlku, Þórunni
Éf vm** * %
Þónmn Magnea
Magneu, og var frá því skýrt að
hún hefði ort ljóð, sem í ráði
væri að Helgafeli gæfi úfc Nú er
ljóðabók Þórunnar komin á
markað og nefnist „Morgunregn-
ið“. Ennfremur hefur Helgafell
gefið út eftir hana dálítið kver,
sem heitir „Sögur og ævintýr“ og
er það prýtt með teikningum eft-
ir Margréti Reykdal, sem mun
vera 14 ára gömul. Ævintýrabók
Þórunnar er 46 bls. að stærð og
eru í henni tíu sögur og ævintýr.
Ljóðabókin „Morgunregnið" er
43 bls. að stærð með 34 Ijóðum.
Bók þessi er einnig myndum
prýdd. Hún er eins og aðrar
Helgafellsbækur prentuð í Vík-
ingsprenti hf.
Eins og frá var sagt í Lesbók-
inni á sínum tíma, er Þórunn
Magnea Reykvíkingur. Hugur
hennar hefur ávallt stefnt til
ljóðlistar, en þó hefur hún einnig
mikinn áhuga á leiklist og hefur
m.a. stundað nám í leikskóla
Ævars Kvarans. Undanfarið hef-
ur hún æft undir dálítið hlut-
verk í Pétri Gauti, sem frum-
sýndur verður nú um hátíðarn-
ar. Þar kemur þessi unga skáld-
kona fyrst fram á sviði.
— Það var stundum lítið
um mjólk og langbezt að vera
þar sem harðæti var — það
voru oft 3 menn á vertíð, þeir
hirtu þorskhausa, sundmaga,
svil og kútmaga, þetta var allt
þurrkað og hert, síðan sett í
súr og var okkar góði matur
frameftir vetri. — Kornmatur
var ekki annað en rúgur og
bankabygg, sem malað var
heima og notað í útákast. — Á
jólum og stórhátíðum voru bak
aðar lummur úr bankabyggi,
og svo var spilað púkk og al-
kort — þetta var regluleg
hátíð og ég hefi sjaldan séð
fólk eins ánægt og það var þá
— það var mikil skemmtun að
fá að fara fótgangandi til
næsta bæjar, þó langt væri á
milli bæja.
— Þegar ég var krakki
þurftu allir að vinna. Ég var
látin vaka yfir vellinum og til
þess að halda mér vakandi átti
ég að bera taðhrúgur af tún-
inu. Allt var miðað við eyktir,
þó það væri til klukka á
Stóra-Ási. Ég var orðin meira
en tvítug, þegar klukka kom
á Kolslæk, sem var næsti bær,
grautur og einhver kaka —
en kaffi var til frá því ég man
fyrst eftir mér. Það var gömul
kona á Stóra-Ási, sem sagði
mér frá miklu rneiri harðind-
um en ég man eftir — þá voru
jafnvel borðaðar skóbætur og
skóvörpin.
Það gleður mig mikið hve
fólkið hefur það gott núna —
ég óska en0um að lifa upp mín
æskuár.
— Það var oft gestkvæmt
að Stóra-Ási. Þegar Norðlend
ingar voru að fara suður þá
gistu þeir þár og voru margir
snúningar við það — ég varð
að hlaupa niður að Hvítá að
ferjustaðnum, en það var háLf
tíma gengur — en aldrei var
tekinn ferjutollur eða gjald
fyrir næturgreiða. Norðan-
menn voru oft illa til reika,
á götóttum og varpslitnum
skóm og það var að gera að
því fyrir aumingja mennina
svo þeir gætu haldið áfram.
— Förumönnum var alltaf
vel tekið. Ég man eftir Heiga
fróða, Símoni Dalaskáldi —
og Jóni Þorsteinssyni. Jón var
leiðinlegur og hrekkjóttur.
Hann kom eitt sinn að Auga-
stöðum og þar var telpa, sem
vakti yfir túninu og hann
hræddi hana svo að krakkinn
hljóp á fjöll. — Hinir voru
meinlausir og skemmtilegir,
sem ég man eftir. Auk þessara
sérkennilegu förumanna var
alltaf talað um flækinga og
flakkara, sem hvergi gátu
unað sér.
— Gaman að lifa heila öld?
— Ójá, já — Það eru marg-
ir sólskinsblettir og mikil
ánægja — en það er engin
leið að leggja að líku lifimát-
ann, sem áður var og nú er.
— Það er enginn munur gerð-
ur á fólki núna, það eru allir
eins — en þó er nú ekkert
gaman að lifa svona — bara
til þyngsla.
— Mamma er ekki til
neinna þyngsla, svarar Helga
dóttir hennar, hún er svo glað-
lynd og frísk eftir öllum von-
um, þó að sjónin sé farin að
bila ög heyrnin að sljóvgast.
Það eru nú 40 ár síðan ég
kom hingað til Keflavíkur,
segir Sigríður, og það var dótt
ur minni að þakka, eins og
svo margt annað gott — og
hvergi hefur mér liðið betur
á ævinni en hér og Guð blessi
þennan stað og fólkið — bæði
fólkið mitt og alla aðra og gefi
því hamingjurík ár og langa
lífdaga, því það er gaman að
lifa núna við öll þessi gæði og
allsnægtir.
Heillrar aldar saga er sam-
ferða lífi Sigríðar Þorsteins-
dóttur. Sem 12 ára telpa fagn-
ar hún 1000 ára afmæli fs-
landsbyggðar og allir hinir við
burðir aldarinnar, sem nú eru
orðnir sögulegir, lifa í huga
hennar, viðburðir, sem marka
sporin að fullu frelsi og vel-
megunar lands og þjóðar, enda
þótt Sigríði séu frekar minni-
stæðir fyrstu forboðar fram-
faranna — eins og þegar elda-
vélin og ljárinn kom í sveit-
ina.
Sigríður var gift Einar Jóns
syni, sem einnig var frá Stóra-
Ási, og standa ættir þeirra
beggja í Borgarfjarðardölum.
Þau hjónin bjuggu lengst af á
Skáney og nokkur síðari árin
að Refsstöðum.
Fimm börn þeirra eru á lífi,
Sigríður búsett á Akranesi og
Þorsteinn sem býr í Flókadal
í Borgarfirði, svo og systurnar
þrjár í Keflavík, þær Ingiríð-
ur, Þorgerður og Helga.
’Sigríður lítur nú yfir lang-
an farinn veg. Glaðlyndi, bjart
sýni og velvild til allra er enn-
þá óbugað — og ennþá fylgja
prjónarnir henni, sem þeir
hafa gert í 95 ár og hefur mörg
lykkjan verið með þeim brugð
in — smásokkar á barna-
barna-börnin renna ennþá
lykkjufallalausir af prjónum
hennar.
— Helgi S.
Fjórir ættliðir. í miðju eru Sigríður og Ingigerð ur, dóttir hennar. Til hægri er Svava Runólfs-
dóttir og til vinstri Inga Skaftadóttir.