Morgunblaðið - 18.12.1962, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 18. des. 1968
HATTAIiÚÐ S9FFÍU PÁLÍVIA
Laugavegi 12.
Enskunám í Englandi
Þeir, sem hug hafa á að stunda enskunám í Eng-
landi á vegum Scanbrit síðari hluta vetrarins ættu
að sækja um hið allra fyrsta. Allar upplýsingar gefur
Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík sími 14029.
TOSKUR
ÍTALSKAR KULDAHÚFUR
SKRAUTVÖRUR fyrir
börn og fullorðna.
5 herb. íbúð
til sölu á 1. hæð í sambýlishúsi á fögrum stað við
Háaleitisbraut. Sér hitamæling.
Upplýsingar í síma 16155.
Kjartan Magnússon
Pósthólf 565. — Sími 16190. — Reykjavík.
Seljum
STÁLHIJSGÖGIM
í úrvali
Athugið að við höfum opnað verzlun að Brautarholti 4,
2. hæð, þar sem við seljum stálhúsgögn á sérlega hag-
stæðu verði.
Getum ennþá afgreitt fyrir jól eftirfarandi:
Eldhúsborð frá.......... Kr. 1295,00
Eldhússtóla frá............ — 545,00
Koila ..................... — 185,00
SímaborS .................. — 685,00
ÚtvarPsborð ............... — 445,00
Straubretti ............... — 385,00
Ermabretti ................ — 89,00
Komið og reynið viðskiptin.
Póstendum um land allt.
Blúnduefni
N ý sending
frönsk kjólablúnda
margir litir.
Ný sending
flauel
STÁLSTÓLAR
Brautarholti 4. — Sími 36562. — Rvík.
NÝKOMIÐ:
MARKAÐURINN
. Hafnarstræti 11.
EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR
N Ý K O M I Ð :
Höfuðskilyrði
góðrar hárgreiðslu
Óskadraumur hverrar konu er mjúkt,
gljáandi og velsnyrt hár og óaðfinnan-
leg hárgreiðsla, sem alltaf er auðvelt að
láta fara vel, líka eftir hárþvott.
POLYLOCK — höfuðskilyrði góðrar
hárgreiðslu — er nýtízku hárliðun gerð
í samræmi við óskir og kröfur nútíma
konunnar.
MOLLENZKIR
KVEN
KULDASKÓR
SKÓSALAISI
Laugavegi 1.
GABOOIM
— fyrirliggjandi —
Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16, 19 og 22 mm.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
KRISTÁN SIGGEIRSSON H.E.
Laugavegi 13. — Sími 13879.
75 ára i dag:
Jón Gríms*
son, Isafirði
AÐEINS fáorðar heillaóskir úr
fjarlægð til gamals vinar og
góðs drengs. — Jón Grímsson,
málaflutningsmaður á Isafirði,
verður 75 ára 18. desember nk.
Ég man eftir honum frá því að
ég kom fyrst í kaupstað til ísa-
fjarðar heiman úr Vigur. Hann
var þá einn af þeim, sem settu
svip á bæinn. Það hefur hann
jafnan gert. Þessi gáfaði, hressi-
legi og fjölfróði maður er einn
þeirra ísfirðinga, sem muna
gleggst merkilega sögu og svip-
mikla baráttu, sem djúp spor
liggja eftir, ekki aðeins í bæjar-
félagi þeirra, heldur og í íslenzku
þjóðlífi.
Það er gaman að ræða við Jón
Grímsson um atburði liðsins
tíma á ísafirði og við Djúp. Þeir
eru enn ferskir og lifandi í vök-
ulum huga hans. Hin efri ár hafa
ekki megnað að slæva hina
skíru hugsun, enda þótt léttleiki
fótataks hans og viðbragða sé
ekki sá sami og áður, þegar hann
var allra manna snöfurlegastur á
velli.
Jón Grímsson og hin ágæta
kona hans, frú Ása Thordarson,
hafa á langri leið eignazt marga
vini, sem eru þeim og heimili
þeirra þakklát fyrir tryggð og
drengskap. Þau eiga vel gefin og
myndarleg börn og stóran hóp
barnabarna.
Það er ósk mín til handa þess-
um gömlu vinum á 75 ára afmæli
Jóns, að þau megi sem lengst
halda áfram að sitja glöð og
hamingjusöm við elda bjartra
minninga, njóta þess „að hafa
lifað svo langan dag“, sjá barna-
börn sín vaxa til þroska, mann-
dóms og gæfu. Það eru þeim
áreiðanlega sönnust siguriaun
fyrir starf og baráttu viðburða-
ríkrar ævi.
New York, 14. des. 1962.
S. Bj.
Háskóla
fyrirlestur
FRÓFESSOR Boldizár við Tækni
háskólann í Miskolec í Ungverja-
landi flytur fyrirlestur í boði
verkfræðideildar þriðjudag 18.
des. kl. 5.30 í I. kennslustofu Há-
skólans. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku, og fjallar hann
um rannsóknir á nýtingu jarð-
hita í Ungverjalandi.
Laus staða
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur auglýst laust til umsóknar
starf forstöðumanns Fræðslu-
myndasafns ríkisins. Umsóknar-
frestur er til 29. des. Starfinu
hefur gegnt Guðjón Guðjónsson,
fyrrv. skólastjóri, en hann lætur
af því nú um þessi áramót.