Morgunblaðið - 18.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.1962, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. des. 1962 Marilyn Monroe eflir Maurice Zolotov dJ þekktastur er „Frænka Oharl- eys“. En nákvæmnin, sem er svo miklu meiri í kvikmyndum en á sviði, hefði getað gert þetta ósiðlegt. En af því að auka- stjörnur Marilynar klæðast sem kvenmenn, var von um, að heimsmannsleg ástaratriði gætu slöppið gegn um kvikmyndaeft- irlitið. Handritið var eitt hinna fyndnustu og djörfustu á ára- tugnum eftir 1950. Það var allt fullt af tvíræðni, ótrúlega frjáls- legu tali og atriðum — til dæmis að taka hina yfirgengilegu drykkjuveizlu, þar sem tólf stelpur klifra upp í efri köjuna hans Lemmons, en það atriði er óstjórnlega spaugilegt, rétt eins og það væri úr mynd með Marx- bræðrum. En vegna þess, hve efni myndarinnar er svo mjög „á takmörkunum“, vildi Wilder ekki hafa aðra en Marilyn í hlutverkinu. Engin gat eins og hún verið jafn ögrandi og sak- laus í senn og hún. Innanhússaatriðin voru tekin í veri Goldwyns í Hollywood. Monroe kom í júlímánuði, um hálfum mánuði áður en upptök- ur skyldu hefjast. Þarna áttu að verða æfingar og svo þessar venjulegu gervi- og fataæfingar. Sér til skelfingar komst Monroe að því, að myndina átti að taka í gráum lit. Hún mótmælti þessu. Svo þver var hún um þetta atriði, að í samningum sínum við Fox 1955 hafði hún komið að þeirri klausu, að allar myndir hennar skyldu teknar í litum. Wilder hélt því fram, að í lit- um yrði myndin alveg ófær. Hann hafði gert tilraunir með liti á Lemmon og Curtis í kven- gervinu með þykkri málningu af kinnaroða Og varalit. Þeir litu hræðilega út, guggnir og grænir í framan. Hann sýndi henni lita- sýnishorn og Marilyn játaði þetta satt vera. Hversu mjög sem Marilyn kann að hafa breytzt við sál- fræðingameðferð, hjónabandið og leikaraskólann, var óstund- vísin hennar enn söm við sig. Einn dag ákvað Wilder æfingar vegna fatnaðar, gervis og hár- greiðslu. Curtis Og Lemmon mættu stundvíslega klukkan ell- efu, eins og til skilið var. Monroe átti að koma klukkan eitt. Klukkan hálffjögur kom hún svífandi inn í leiksalinn, og þeg- ar hún var tiibúin að koma fram fyrir myndavélina, var klukkan tíu mínútur yfir sex. Hún kom inn í hljómupptökuslinn. Þar var enginn maður,- Wilder hafði sent allan mannskapinn hejm klukk- an sex. Sjálfur fór hann nokkr- um mínútum síðar. Hann gat Iþolað einnar eða jafnvel tveggja Full taska af sælgæti kr. 25.00 klukkustunda óstundvísi, en þetta tók út yfir allan þjófabálk. Hann bjóst við að vinna venju- legan samningstíma, frá níu til sex, fimm daga vikunnar. Eins dags upptaka getur kostað 25.000 dali, en eftir klukkan sex, fá allir tvöfalt kaup. Og auk þess urðu hinir leikararnir óþolinmóð ir og taugaóstyrkir, þegar Monroe kom of seint. Þegar Tony Curtis var spurð- ur hvwrt Marilyn hafi verið ó- stundvís að staðaldri hló hann gremjulega. „Ég veit ekki hvað þú kallar það að koma klukkan ellefu, þegar maður á að koma klukkan níu. Þannig var það góðu dagana hennar. En vondu dagana kom hún ekki fyrr en við hin vorum að koma úr há- degismatnum, og þeir dagar komu fyrir, að hún kom ekki fyrr en klukkan þrjú. En aldrei sá ég Wilder verða vondan við hana. Ég man, að einu sinni sagði Billy eitthvað við hana — og af fullkominni kurteisi — það var einhver bending um fram- burð á setningu — og hún sagði: „>ú mátt ekki tala við mig núna — ég er að hugsa um, hvernig ég eigi að leika atriðið". Og hann stillti sig fullkomlega.“ Frá fyrstu byrjun var Monroe taugahrelling fyrir Curtis, og viðbrögð hans uiðu þau, að hann tók að hata hana æ meir. Hann gat ekki þolað þessa eilífú óstundvísi hennar og seinlæti. Hún var kannski að rannsaka sálina í sjálfri sér og reyna að vekja upp gleymdar tilfinningar, en það var engin ástæða í hans augum. Hún hafði alltaf farið sér hægt við vinnu. Nú var enn- þá meiri seinagangur á öllu hjá henni, en útkoman varð líka sem því svaraði phrifameiri. Fjórum árum eftir að Wilder trúði mér fyrir því hugboði sínu, að leikaraskólinn mundi eyði- leggja hana, kom ég affcur til Wilders. Héldi hann, að kennsla Lee Straábergs hefði skaðað hana? „Nei, þar skjátlaðist mér“, sagði hann. „Hún er orðin betri og dýpri listakona síðan Stras- 'berg kenndi henni. En ég held enniþá, að hún hefði þroskazt af sjálfsdáðum og hefði vaxið við þroskann — jafnvel án hans til- verknaðar. Eg held því enn fram að henni hafi verið kenndir ýms ir óvanar og ýtt undir þá. >ú skilur, að Strasberg þarf ekki að standa við sviðið og stjórna henni. Nú er Marilyn enn sein- látari en áður. Ef við værum einir að leika með henni, væri allt í lagi. En hún er að leika með öðrum leikurum. Hún gerir — Svona var byrjunin líka hjá okkur. þá uppgefna. Áður var hún eins og línudansari, sem veit ekki, að fyrir neðan er gryfja, sem hún getur dottið í. Núna er hún var- kárari og gengur varlega eftir Hnunni. Hún er betur meðvit- andi um sjálfa sig. Ég er enn ekki sannfærður um, að hún hafi þarfnazt kennslu. Guð hefur gefið henni allt, sem til þarf. í fyrsta sinn sem ljósmyndari tók mynd af henni, var hún snilling- ur“. >að vill nú svo til, að ég er ekki þessari skoðun sammála. >að þarf ekki annað en bera saman stirðlegar hreyfingar hennar og tal í „Don’t Bother to Knock“ annarsvegar og frammi- stöðu hennar í „How to Marry a Millionaire“, hálfu öðru ári sið- ar, eftir að Monröe hafði fengið kennslu hjá Natasha Lytess — til þess að sjó, að Marilyn hefur getað melt tilsögn. Og enda þótt Sugar Kane sé jafn óumræðilega fögur og „Stúlkan á efri hæð- inni“, er auðséð hve miklu frjáls legar Monroe lýsir hinni síðar nefndu og hve miklu þroskaðri raunveruleikakenndin hjá henni er, enda þótt Sugar sé álíka furðuleg persóna og Stúlkan. Strasberg-aðferðin, sem reynir að sigrast á hömlum leikarans með því að æfa hann í því að rannsaka hlutverkið vísindalega, margfaldaði kröfur MonrOes til endurtekninga á upptökum. Mörg atriðin þurfti hún að láta taka 30—40 sinnum og einn ó- happadag þurfti 59 endurtekn- ingar, áður en atriðið var orðið óaðfinnanlegt! Venjulega nær Wilder góri upptöku í fyrsta eða annað sinn innanhúss en tíunda utanhúss. >að varð kvalræði fyrir Curtis að leika á móti Monroe. Hann er þaulæfð kvikmynda- stjarna, sem býr sig undir dags- verkið með því að fara yfir textann og setja sig inn í gang leiksins, og er, að því er Wilder segir „stórkostlegur í fyrsta Og annað sinn jafnvel þriðja Og fjórða“. En þegar hver endur- tekningin rak aðra, var eins og hann þornaði upp. Aftur á móti rættist úr Monroe við hverja * * * SAGA BERLINAR -K -K -K SyAND OUMP /MA SrAaíE B ABANÖONEO TUNNE.L C takin&'bearings" D FKONT/ER FENCe E ex/r Búizt var við miklum kröfugöng- um í V-Berlín á afmæli múrsins. Um sama leyti var skýrt frá, að 13 þúsund A-Þjóðverjar hefðu flúið til frelsisins gegnum, yfir eða undir hann. í einu tilfellinu grófu 12 menn, með áttræð- an öldung í fararbroddi, sér leið gegn- um 32 metra göng. ____ _ 37 13. ágúst 1962 voru heimsblöðin full frétta af eldflaugum Rússa. Á þann hátt reyndi Krúsjeff að fá fólk til að gleyma Berlínarmúrnum og miskunnarleysi hans. Þennan dag fóru kröfugöngurnar í Berlín fram með ró og einkenndust fremur af hryggð en reiði. Æsingar © Bull’s urðu fáum dögum síðar, er a-þýzka lögreglan skaut ungan flóttamann, Peter Fechter, og lét honum blæða út, og horfði á álengdar en aðhafðist ekkert. Bandamenn hinum megin múrsins gátu ekki gert neitt til hjálp- ar. — endurtekningu. Til þess að vega móti þessu, varð hann í sumum atriðum að vera á háum hælum og með óþægilegt stopp undir föfcunum. v .• Stundum var engin skynsam- leg ástæða til þess, að Marilyn „klúðraði“ með textann. í einu atriðinu kemur hún inn í gisti- húsið, þar sem Lemmön og Curtis eru fyrir — í kvengervi. SJUtvarpiö l>riðjudagur 18. desember. 8.00 12.00 13.00 14.00 15.00 18.00 16.20 10.30 20.00 20.20 21.36 21.46 22.00 22.10 Morgunút varp. Hádegisútva rp. „Við vinnuna": Tónleikar. „Við sem heima sitjuim*4 (Dagrún Kristjánsdóttir). Síðdegisútvarp. Tónlistartími barnanna (Guð- rún S veinsdóttir). Veðuríregnir. — 18.30 Þinglróttií — 18.50 Tilkynningar. Fréttir. Einsöngur: Stefián Islandi syng- ur. Bókmenntakynning á vegum Stúdentafélags Austurlands: Verk Guðmundar Kambans, Gunnars Gunnarssonar og Jó- hanns Sigurjónssonar. — Erindl flytur Ólafur Jónsson fiJ. kand. Lesarar: Svava Jakobsdóttir, Gissur Erlingsson stöðvarstjóri og Ólafur Haukur Ólafsson læknir. Árni Jónsson syngur tvö lög við undirleik Gísla Magnús sonar. Séra Jón Hnefill Aðal- steinsson kynnir atriðin. „Listamannslíf“, vals op. 316 eftir Johann Strauss (Konungh filharmoníusveitin í Lundún- um leikur; Sir Malcolm Sargent stjómar). Erindi: Um öryggismál sjó- manna (Sigurjón Einarsson framkvæmdastjóri í Hrafnistu. Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Bergur Guðna son). — 23.00 Dagskrárlok. 18.00 18.20 19.30 20.00 20.05 20.20 Miðvikudag-ur 19. desember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.00 „Við sem heima sitjum** Ævar R. Kvaran les söguna ..Jólanótt" eftir Nikolaj Gogol (2). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Útvarpssaga bamanna. Veðurfregnir. — 18.30 t>ingfréttir — 16.50 Tilkynningar. Fréttir. Varnaðarorð: Guðmundur Mar- teinsson rafmagnseftirlitsstjórl talar um rafma gnsnotkun um hátíðirnar. Létt lög: Ruby Murray syngur. Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Ólafs sagm helga; VHI. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Skúla Halldórsson. c) Benedikt Gislason frá Hof- teigi flytur síðari hluta erind- is sins: Fjallalíf og leiðir. d) Páll H. Jónsson segir fr4 skáldkonunni Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum. e) Dr. Finnbogi Guðmimdsson les úr „Mannfagnaði" Guð- mundar Finnbogasonar. Fréttir og veðurfregnir. „Jólin hennar Karen", smásaga eftir Amalie Skram (Margrét Jónsdóttir þýðir og les). Næturhljómleikar: Frá Reck- hausen-tónl.hátíðinni í sumar Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 90 eftir Brahms (Sinfóniuhl j 6rrw sveitin í Westhalen leikur; Hu- bert Reichart stj.). Dagskrárlok. 22.00 22.10 22.30 23.10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.