Morgunblaðið - 18.12.1962, Side 23
Þriðjudagur 18. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
Garðar S. Gíslason
^WUJPK' II.. imnujjiw
Endurskoðun á vegum
ríkisins sé gerð jafnóðum
GarSar S. Gíalason — minninig
f. 20.9 1906 d. 9. 12. 1962.
í dia>g er til moldar borinn frá
Fossv-ogskapellu Garðar S. Gísla
son kaupm., stórbrotinn drengur
aðeins 56 ára gamall. Stórhuga
var hann allt sitt líf, setti mark-
ið snemma hátt og byrjaði ung-
ur á íþróttasviðinu að stefna að
þyí og vann ungirr að árum glæsi
legann sigur sem spretthlaupari
vestur í Ameríku, en þar dvaldi
hann um nokkurra ára skeið.
Hedm kom hann svo til íslands
urn tvítugsaldur fullur af áhuga
um íþróttamál og tók mjög virk-
an þátt í þeim málum allt til
síðustu stundar. En um þann þátt
í lítfi hans ætla ég mér ekki að
ekrifa. Þiað læt ég öðrum að
gera sem kunniugri eru þeim
þætiti í lífi hans.
En það þykist ég vita, að í-
þróttaimálin hafi haft mikil á-
hrif á allt hans líf.
Garðar var fæddur í Reykja-
viik 20. sept. 1906. Voru foreldr-
ar hans hjónin Valgerður Frey-
steinsdóttir og Gísli Helgason
kaupmaður.
Föður sinn missti Garðar 4.
ára gamall, en móðir hans and-
aðist í hárri elli í ágústmánuði
sl. sumar. Hefir það verið mik-
ið áfaiil fyrir hinn unga svein
er yngstur var sinna systlkina
að misisa föður sinn svona
snemma, en móðir hans var for-
kunnar dugleg kona og kom
börnum ^ sínum öllum vel tiil
manns. Árið 1928, hinn 21. júlí
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Matthildi Guðmundsdóttir
Helgasonar f.v. bæj argjaldkera
í Hafnarfirði. Eignuðust þau 5
mannvænleg og elskuleg börn
þrjár dætur og tvo syni og eru
þau öll gift nema yngri sonurinn
Bjuggu þau hjón lengi á æsku
heimili frú Matthildar. Unni
Garðar mjög öllum jarðargróðri
oig hvar sem leiðir hans lágu
og hann átti sér heimili var hann
fljótur að prýða umhvei'fi í-
búðar sinnar fögrum trjá og
jurtagróðri, enda var hann mik-
ill smekkmaður á allt sem fag-
urt var og til yndisauika bæði
innanhúss og utan. Oft mátti
sjá hann seint og snemma létt-
klæddann við að hlúa að trjám
og blómum í garði þeirra hjóna
og hreinsa burt illgresi og ann-
að er til óprýði var.
Fyrir nokkrum árum fluttu
þau hjón úr Hafnarfirði og
bjuggu eftir það á tveimur stöð-
um í Silfurtúni og báðir þessir
staðir bera merki smekkvísi og
framúrskarandi diUignaður bins
látna við að prýða lóðirnar í
kringum húsið þar. Oig nú
síðast áttu þau yndislega fallegt
heimild sem bar vott um stór-
hug og myndarskap húsföður-
ins sem ávallt vildi ásamt hús-
móðurinni skapa sem mesta feg-
urð í kring um sig, bæði úti og
inni.
Ég á margar Ijúfar og yndis-
legar minningar frá liðnum ár-
um, er ég átti þess kost að
vera með þessum hjónuim, sem
ég vil nú þakka er ég kveð
þennan kæra vin, er svo skyndi-
lega var béðan burtu kvaddur.
Ég þakka honum fyrir adila
trygigð og vinsemd er hann á-
valilt sýndi mér og fjöJskyldu
minni og jiafnframt flyt ég hjart-
amlega kveðju frá dóttursyni
mínum er var oft daglegur gest-
ur á heimili þeirra hjóna og
naut ávallt hlýju og vinsemd
ar hins látna í ríkum mseli.
Garðar var höfðingd í lund,
stórbrotinn nokkuð, en átti hlýja
lund og viðkvæma og var sér-
lega barngóður maður.
Ég hield að eðli hams hafi
verið það, að sælla þæbti hon-
um að gefa en að þiggja.
Hann var listrænn mjög og
hiafði næman smekk fyrir öllu
sem fagurt var. Hann átti inni-
lega trúaða móður, sem ekki fyr-
irvarð sig fyrir að viður-
kenna Drottínn Jesúm Krist
sem frelsara sinn. Hún
var mjög bænrækin kona og
Garðar trúði á það að bænir
hennar hefðu áihrif, eins og allar
góðar og einlægar bænir hefðu.
Því dubtu mér í hug þegar ég
frétti látið hans þessar ljóðlín-
ur: „Ég held að mi-g Guð hafi
hingað leitt, að hitta hana
mömmiu aftur.“ —
Nú fer jólahátíðin í hönd —
stærsta hátíð okkar kristinna
rnannia. Ég trúi því að hún móð-
ir þín komi á móti þér og leiði
þig — litlia, stóra — drenginn
sinn í dýrð hinna ei'lífu jóia,
þar sem Ijósið eilífa aldrei
slokknar. Eg votta vinunni minni
frú Matthildi börnum hennar og
tengda og barnabörnum og syst-
kinum og öðrum ættingjum
mína innilegustu samúð.
Oig nú heldiur vinurinn látni
jólin í Dýrðarríki Drottirus.
Blessuð sé minning hans.
Jensína Egilsdóttir.
Kristín
Jónsdóttir
símstöð varstj óri
a Arnarstapa
f DAG er til moldar borin
vestur á Snæfellsnesi frú Krist-
ín Jónsdótir, símstöðvarstjóri á
Arnarstapa. Á Snæfellsnesi átti
hún jadfnan heima, mótaðist mjög
af umhverfi þess og fegurð.
Sjóndeildarhringurinn hennar
var víður og marglitur; þeir sem
hafa verið staddir á Arnarstapa
um haust þegar sól er að síga
að viði, gleyma aldrei þeirri feg-
urð. Oig þá fegurð kunni Kristín
vel að meta.
Hún var ein þeirra kvenna,
sem seint líða úr minni þeirn
er henni kynntust. Tryggð henn-
ar við hvert málefni sem hún
lagði lið var þannig að þeim var
fylgt aif heilum hug. Svo var um
öOl hennar störf. Mannúðarmál-
in voru ofarlega í huga hennar
og ánægja bennar yfir að geta
lagt góðu máli lið var mikil.
Heimili hennar var sérsitaikt og
margix eru þeir unglingar, sem
bera því yitni, sem voru svo
heppnir að komast í sveit á henn-
ar heimili. Sumir voru þar mörg
ár í röð. Sama var eftir að soniux
hennar og tengdadóttir tóku við
forráðum heknilisins.
Kristín var mér sérstaklega
minnisstæð og nú við brottför
hennar kveð ég hana hlýjurn.
huga. Hún var trúuð kona. Ég
sendi ástvinum hennar samúðar-
kveðju og sjálfri henni þakfoa
ég góða samfylgd, sem ekki bar
skugiga á.
Árni Helgason
Sviss 1
Evrópuráðið
París, 17. des. — (NTB) —
SVISS hefur nú fengið aðild að
Evrópuráðinu. Á fundi ráðherra-
nefndar ráðsins í dag var sam-
þykkt að Sviss fái sex sæti á
Strasbourgþingi Evrópuráðsins,
og verður þingmönnum því fjölg
að úr 138 í 144.
Þing Evrópuráðsins hafði áður
mælt með upptöku Sviss, og var
umsóknin samþykkt af ráðherra-
nefndinni í dag.
— Macmillan
Framhald af bls. 1.
auk þess ekki eins hraðfleygar,
starfhæfar eða áreiðanlegar og
talið var.
í frétt frá Washington er skýrt
frá því að smíði Skýbolt-eld-
flauga sé nú tveimur árum á
eftir áætlun, og telja sérfræð-
ingar að svo geti farið að eld-
flaugar þessar verði orðnar úr-
eltar, er þær loks verða full-
smíðaðar.
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær var ríkisreikningurinn fyr-
ir 1961 tekinn til 2. umræSu, en
atkvæðagreiðslu var frestað. —
Birgir Kjaran skýrði frá því, að
meirihluti fjárhagsnefndar legði
til, að frumvarpið yrði sam-
þykkt, en minnihlutinn, Skúli
Guðmundsson, lagði til, að því
yrði frestað, unz lengra er liðið á
þingtimann.
Venjum fylgt
Skúli lagði á það höfuðáherzlu
í ræðu sinni, að lántöku- til
Keflavíkurvegar. hefði verið
sleppt í ríkisreikningnum sem
hann taldi óverjandi, og að mál-
inu yrði frestað, þar til hinni
umboðslegu endurskoðun yrði
lengra komið.
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra las upp svar ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðuneytis-
,ins varðandi það atriði, hví upp-
hæðin til Keflavíkurvegar hefði
ekki verið færð á ríkisreikning-
inn. Var það á þessa leið. „Þetta
lán kom ekki fram á reikningum
vegagerðarinnar fyrir árið 1961
og hefur sennilega verið litið á
það sem bráða/birgðaráðstöfun
svipaða þeim, sem oft eru tekin
til vegaframkvæmda, en ekki
talin til gjalda, fyrr en annað
hvort þau eru gerð að föstum
lánum eða fjárveiting veitt til
endurgreiðslu á þeim. Vegagerð-
in mun í þessu efni telja sig
hafa fylgt þeim venjum, sem hún
'hafi áður haft um þessi efni, og
sé þar engin breyting á.“
Þá veik ráðherrann að þeirri
tillögu Sk., að málinu yrði frest-
að, þar til síðar á þinginu, þar
sem hinni umboðslegu endur-
skoðun sé ekki lokið. Kvað hann
það jafnan hafa verið svo, að
hin umboðslega endurskoðun
hefur í sumum efnum verið
nokkrum árum á eftir, þó tók
hann sérstaklega fram, að henni
hefði miðað betur fram nú en
áður. En að því er stefnt, að öll
endurskoðun á vegum rikisins
fari fram jafnóðum. Það er þegar
gert við nokkrar stofnanir, en
það tekur tíma að breýta því
skipulagi og þeim vinnubrögðum.
Hins vegar eru það ekki rök!
til að fresta samþykki frum- |
varpsins, þótt hinni umboðslegu
endurskoðun sé ekki að fullu
lokið, þar sem það r.ð sjálfsögðu
kemur alltaf á ríkisreikninginn
árið eftir, ef ríkisendurskoðand-
inn finnur eitthvað athugavert.
Eysteinn Jónsson (F) lagði á
það áherzlu, að þótt hann væri
samþykkur gerð Keflavíkurveg-
arins, gæti hann ekki annað en
átalið, að engin lánsheimild hefði
verið veitt til útvegunar fjár-
magns til þeirrar vegagerðar.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra skýrði frá því að þessu
tilefni gefnu, að þegar lán hefði
verið tekið til vegarins af svo
kölluðu PL-láni gegnum Fram-
kvæmdabanka íslands, þá hefði
verið athugað nákvæmlega, hvort
nauðsyn hefði borið til að leita
heimildar fyrir lántökunni. Nið-
urstaðan hefði verið sú, að heim-
ild hefði verið fyrir hendi og
ekki hefði því þurft að leita sér-
stakrar heimildar. Las ráðherr-
ann síðan skýrslu ráðuneytis-
stjóra samgöngumálaráðuneytis-
ins, þar sem lánsheimildin er
skýrð.
— Senegal
Framhald ^if bls. 1.
þinghúsið. Þingforsetanum var
varnað inngöngu, og hélt hann
þá á fund Leopolds Senghors for-
seta til að leita ráða hvað gera
bæri. Samþykkti forsetinn að
kallaður yrði saman þingfundur
á heimili Gueye.
í kvöld var allt með kyrrum
kjörum í Dakar, en hermenn
voru á verði við forsetabústað-
inn, útvarpsstöðina og stjórnar-
ráðið, þar sem flestir ráðherr-
anna voru á fundi. Sjö ráðherr-
anna höfðu sagt af sér til að geta
tekið þátt í atkvæðagreiðslunni
um vantraustið.
Talið var í kvöld að þingið
kæmi saman á morgun til að
ræða endurskoðun á stjórnar-
skrá landsins, og er talið að
völd forseta verði aukin, en
embætti forsætisráðherra lagt
niður. Til breytinga á stjórnar-
skránni þarf þrjá fimmtu at-
kvæða þingsins, eða alls 48 at-
kvæði, nákvæmlega þá atkvæða-
tölu, sem samþykkti vantraustið.
SKÍÐANÁMSKEIÐ
dagana 27.—30. desember næst komandi við hinn
nýja skála félagsins. — Kennarar verða:
EIRÍKUR HARALDSSON
JAKOB ALBERTSSON
Þátttökukort fyrir einn eða fleiri daga með eða án
veitinga fást hjá L. H. Múller f. h. á morgun og
næstu daga.
Skíðalyfta og flóðlýstar
brekkur og kvöldvaka
hvert kvöld.
Skrifstofur vorar
verða lokaðar i dag vegna jarðarfarar
GARÐARS S. GÍSLASONAR, kaupmanns.
V er zlunarmannaf élag Reyk j avíkux
Eiginkona mín
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR
lézt að heimili sínu, Skipasundi 60, mánudaginn 17.
desember. Jarðarförin auglýst síðar.
Kristján Einarsson.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir
INGIMUNDUR HALLGRÍMSSON,
Litla-Hvammi, Goðheimum 12,
andaðist að heimili sínu 15. þ.m. Jarðarförin ákveðin
síðar.
Þorbjörg Bjarnadóttir og dætur..
Við þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför konu minnar, móður, dóttur og systur
MARGRÉTAR RAGNARSDÓTTUR
Jón S. Jónsson og börn,
Sigríður Runólfsdóttir, Ragnar Bárðarson,
Bárður Ragnarsson, Ásrún Ragnarsdóttir.