Morgunblaðið - 18.12.1962, Page 24
284. tbl. — Þriðjudagur 18. desember 1962
HERRADEILDIN
1
MARTEÍNÍ
LAUGAVEG 31.
Vb. Halldór Jónsson aflahæstur
Síldaraflinn um
370 þús. tunnur
— Reykjavík hæsta verstöðin
Sveik fé út úr
fólki á Akranesi
SÍLDARAFLINN í haust mun nú
kominn upp í 370 þús. tunnur.
Skv. skýrsiu Fiskifélagsins var
heildarmagnið sl. laugardag orðið
345.393 uppmældar tunnur, en
síðan hafa bætzt við a. m. k. 24
Sjómanns saknað
SLÆTT var eftir líki við Ægis-
garð í gær, en manns af vb. Sel-
ey, sem legið hefur við garðinn,
hefur verið saknað síðan aðfara-
nótt sunnudags. Maðurinn var
ásamt fleiri félögum sínum um
borð í Seley um nóttina, en á
fjórða tímanum á sunnudags-
morgun kvaddi hann þá og ætl-
áði að halda í land. Seinna um
nóttina vgr tekið eftir því, að
stigi, sem lá frá vb. Guðrúnu
Þorkelsdóttur upp á garðinn, og
maðurinn hefði orðið að fara um,
hafði dottið í sjóinn. Óttast menn,
að maðurinn hafi hrapað með
stiganum í sjóinn og drukknað,
því að hans hefur ekki orðið vart
síðan um nóttina.
Flestir veg-
ir færir
ÞEGAR Mbl. átti tal vi»
Vegamálaskrifstofuna í gær,
var Hellisheiði lokuð, og stóð
ekki til að opna veginn í bili.
Skafbylur var þá alla leið frá
Hólmsá og austur fyrir fjall.
Fara bílar nú allir um
Þrengslaveginn. Færð er sér-
staklega erfið við Lækjar-
botna og á Sandskeiði.
Hvalfjarðarvegur var fær,
en þar var flughált, eins og
reyndar á flestum vegum, svo
sem Suðurnesjavegi. Kerling-
arskarð var fært og flestir
vegir á Snæfellsnesi, nema
Eyrarsveitarvegur milli
Grundarfjarðar og Stykkis-
hóilms. Brattabrekka var fær
og einnig Holtavörðuheiði, en
hún var þó erfið smærri bíl-
um. Annars var norðurleiðin
fær allt til Akureyrar.
þús. tunnur. Hæstu veiðistöðvar
eru þessar:
Grindavík .............. 17.402
Sandgerði .............. 15.523
Keflavík .. . .......... 68.559
Hafnarfjörður .......... 30.795
Reykjavík .............. 124.885’
Akranes .............. 67.106
Ólafsvík ............. 10.578
118 skip hafa fengið afla og þar
af 29 yfir 3000 tunnur. Aflahæst
eru: Halldór Jónsson frá Ólafs-
vík (10.100), Víðir II úr Garðin
um (9.893), Haraldur frá Akra-
nesi (8.242) og Höfrungur II. frá
Akranesi (7.313).
Allgóð síldveiði
ALLGÓÐ veiði var á síldarmið-
unum aðfaranótt sunnudags.
Tregt var fram eftir nóttu en
batnaði undir morgun. Fengu 36
skip 23.150 tunnur. Á sunnu-
dagskvöld köstuðu nokkrir bát-
ar, en fengu ekki nema 50—150
tunnur hver. Veður versnaði síð-
an svo mjög, að bátarnir héldu
flestir til hafna, en sumir lágu
í vari .undir Jökli. Veiðin er enn
í Kolluál, þar sem síldin er góð,
og í Jökultungum, þar sem hún
er misjafnari að gæðum. Einn
bátur veiddi í Skerjadjúpi ná-
lægt Eldey aðfaranótt sunnu-
dags.
Viðtækjaþjófur
handtekinn
Rannsóknarlögreglan hefur
upplýst þjófnað, sem framinn var
fyrir nokkrum dögum í viðtækja
verzluninni að Laufásvegi 41,
en þaðan var stolið 9 viðtækj-
um og seglubandstæki.
Er bílstjóri einn las blaðafregn
ir um innbrot þetta áttaði hann
sig á því að hann mundi hafa
ekið þj ófnum ásamt þýfinu um-
rædda nótt. Fannst þjófurinn eft
ir tilvísan bílstjórans aðfararnótt
sl. laugardags. Nokkur viðtækj-
anna eru komin í leitirnar, en
rannsókn málsins stendur enn yf-
ir. Situr þjófurinn í gæzluvarð-
haldi.
LÖGREGLAN í Borgamesi hand
tók mann á sunnudagskvöld skv.
beiðni lögreglunnar á Akranesi,
en þaðan var maðurinn að koma.
Maður þessi, Sigurður Arn-
björnsson að nafni, er þekktur
fyrir að svíkja fé út úr fólki, en
ekki mun hann hafa lagt leið
sína upp á Akranes fyrr en á
sunnudag. Þangað kom hann með
leigubíl úr Reykjavík. Hitti hann
að máli starfsmann fyrirtækis
eins á Akranesi, sagðist vera ráð
inn til þess í vinnu, og ætti fyrir
tækið að greiða bílkostnaðinn
skv. samningi við forstjóra þess.
Síðan hóf hann „sláttuherferð“,
kynnti sig fyrir ýmsu fólki og
bað það um skyndilán. Kvaðst
Landsútsvarið
11,7 milljónir
LOKIÐ er álagningu á þá gjaldr
endur, sem greiða eiga landsút-
svar 1962, en þeir eru þessir:
Olíufélagið hf., kr. 5.680.418.—,
Olíufélagið Skeljungur hf., kr.
2.779.353.— og Olíuverzlun ís-
lands hf., kr. 3.327.706.—. Sam-
tals kr. 11.737.477.—.
hann stundum vera bróðir þekkts
borgara á Akranesi og vera í
þann veginn að kaupa íbúð, en
sig skorti fé til bráðabirgða.
Tókst honum að fá eitthvað á
þriðja þúsund krónur að láni,
sem vitað er um. Lögreglan frétti
um ferðir hans undir kvöld Og
ætlaði að ná honum í hótelinu.
Sigurður mun hafa haft einhvern
pata af því og slapp þaðan á
seinustu stundu, en skildi far-
angurinn eftir. Var þá lögreglan
í Borgarnesi og Hvalfirði beðin
að hefta ferðir hans og tókst
'hinni fyrrnefndu það. Var hann
fluttur til Akraness og settur þar
inn.
Eldur í
„Hrefnu**
KL. um hálfeitt á aðfaranótt
mánudags var tilkynnt til
slökkviliðsins, að kviknað væri
í vb Hrefnu RE 186, litlum báti,
sem lægi við Grandagarð fram-
undan húsi Slysavarnarfélagsins.
Mikið rauk úr káetu bátsins, er
slökkviliðið kom á vettvang, og
var þar talsverður eldur. Vatni
var dælt á eldinn úr tveimur
háþrýstislöngum og einni slöngu
úr vatnsveitukerfinu að auki.
Tókst fljótlega að slökkva, en
miklar skemmdir urðu í káet-
unnj og milliþili aftan við hana.
Eldsupptök voru þau, að eigandi
bátsins hafði verið að vinna í
honum um daginn og kveikt upp
í kabyssunni. Síðan fór hann frá,
en kom aftur fjórum tímum síð-
ar. Var þá allt í lagi. Síðan kom
hann aftur eftir miðnætti, og var
þá eldur uppi í bátinum. Hefur
hann kviknað út frá kabyssunni.
— Slökkviliðið telur afar óvar-
legt að skilja eftir eld um borð
í bátum og vill brýna fyrir
mönnum að varast það.
Barn fyrir bíl
á Hverfisgötu
SfÐDEGIS í gær varð fjögurra
ára gamall drengur fyrir bíl á
Hverfisgötu, rétt austan við
Rauðarárstíg. Hljóp drengurinn
í veg fyrir aðvífandi Volkswag-
enbíl, og skall í götuna. — Var
hann fluttur í Slysavarðstofuna,
en meiðsli hans reyndust ekki
mikil.
Sjómaður
hufuðkupu
brotnar
KEFLAVÍK, 17. desember.
UM kl. 7 á laugardagsmorg
un kom vb Þórkatla frá
Grindavík til Keflavíkur með
mjög slasaðan mann. Hafði
kraftblakkarbóman losnað úr
festingu, og féll hún á höf-
uð mannsins, sem hlaut mjög
slæmt höfuðkúpubrot og aðra
áverka. Farið var með mann-
inn í sjúkrahúsið í Keflavik,
þar sem mikil aðgerð var gerð t
á honum. Tókst hún eftir von- J
um, og líður manninum eftir \
atvikum í dag. — Maðurinn
heitir Jón Árnason, 32ja ára,
til heimilis á Otrateigi 20 í
Reykjavík!
I Svipað slys varð á einum
Keflavikurbátanna í mai í vor
að bóma losnaði úr festingu
og féll á mann. Á þeim báti
hefur nú verið komið fyrir
öryggisfestingu, svo að slíkt
getur ekki komið fyrir aftur.
Þyrfti þannig öryggisfesting
að vera á öllum bátum. — hjs.
Dauðadrukkinn
undir stýri
UM kl. 17.30 á mánudag var lög-
regluþjónn að stjórna umferð í
Tryggvagötu í krapahríð, slæmu
skyggni og mikilli umferð. Sá
hann þá ljóslausan bíl koma á
móti sér og gekk til móts við
hann, til þess að hafa tal af bíl-
stjóranum og vita, hverju þetta
sætti. Munaði þá engu, að bíl-
stjórinn æki á lögregluþjóninn,
sem varð að skjóta sér snarlega
til hliðar. Bílstjórinn nam þá
staðar, og kom í Ijós, að hann
var þreifandi fullur, svo að draf-
aði í honum tungan. Var farið
með hann þegar niður á lög-
reglustöð.
Mjög góðar sölur
togara erlendis
ÞRÍR íslenzkir togarar seldu er-
lendis á mánudag fyrir mjög gott
verð. B.v. Þorsteinn Ingólfsson
seldi í Bremerhaven síldarfarm,
230 tonn fyrir 151.800 mörk.
B.v. Hvalfell seldi fiskfarm !
Bremerhaven, 136 tonn fyrir 135
þúsund mörk. og b.v. Ingólfur
Arnarson seldi 209% tonn í Hull
fyrir 14.123 sterlingspund.
Á sunnudagsmorgun kl. 10 var hámessa í Kristsk irkju á Landakotshæð. Söng þar messu í fyrsta
skipti hér á Iandi, séra Sæmundur Vigfússon. A myndinni sést, þegar sakramentinu var útdeilt.
Frá vinstri: séra Habets, séra Sæmundur, séra Hacking. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.