Morgunblaðið - 30.12.1962, Side 3

Morgunblaðið - 30.12.1962, Side 3
Sunnudagur 30. des. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 3 Guðmundur Ingi nýfæddur, ásamt móður sinni. Mynd þessi birtist í Mbl. 3. janúar s.U þið kocmið aftur uan næstu jól, sagði frúin hilæjandi uan leið og við hurfuon út um' bæjardyrnar, fer þetta að verða prýðileg framhaldssaga í blaðinu. — Hg. Sko, hvað ég hef stækkað! — Af hverju eruð þið að halda mér? skældi sá stutti, þegar systur hans, Vigdís (t.v.) og Sigríður, reyndu að fá hann til að sitja fyrir hjá ljósmyndaranum. FYRSTA bamið, sem fædd ist á árinu 1962, var sonur hjónanna Sveins Guð- mvmdssonar, garðyrkju- bónda á Reykjum, og konu hans, Þuríðar Sigurjóns- dóttur. Harm var aðeins nokkurra klukkustunda gamall, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins tók mynd af honum, og birtist hún í blaðinu 3. janúar. Eitt af síðustu verkefnum okkar á árinu var að heilsa upp á litla kútinn á Reykj- um. Hann var steinsofandi, þegar okkur bar að garði, enda lítið gert annað í lífinu til þesisa en að sofa, borða og hjala. — bað er svei mér gott að einhver tekur mynd af hon- um áður en árinu lýkur, sagði móðir hanis, Þrúður. Ég hef al’ltaf ætlað að láta mynda litla prinsinn minn, en aldrei komið því í verk. Þegar hann var skírður kom einn mektar- bóndinn úr sveitinni með for láta apparat og tók myndir af skírnarbarninu frá öllum hlið um, en þegar filman kom úr framköllun var hún kolsvört. .— Og hvað heitir hann? — Guðmundur Ingi, í höfuð ið á tengdaforeldrum mínum. Séra Bjarni Sigurðsson á Mos felli skirði hann. — Hefur hann ekki verið hraustur? — Jú, jú, mikil óisköp, al- drei orðið misdægurt nema þegar hann fékk mislingana fyrir einum og hálfum mán- uði. Hann smitaðist fyrstur barna minna, guð má vita hvar, en veikin lagðist ekki þungt á hann og var hann fljótur að jafna sig. Hann er afskaplega heilbrigt barn og þarf lítið fyrir honum að hafa, sofnar snemma á kvöld in og sefur í einum dúr til morguns, og matarlystin í betra laigi. ★ Guðmudur Ingi var niú vaknaður. Syetur hans, Sigríð ur og Vigdís, báru hann inn í stofu; og hlössuðu honum í kjöltu blaðamannsins; þar sat hann rjóður og bústinn og gapti á ókunmugu andlitin í kringum sig. Hann er með ljóst hár og talandi dökkblá augu, svo ekfci var neinum vandkvæðum bundið að eiga stutt samtal við hann. — Erut búinn að fá nokkr- ar tennur? Það skein í nokkrar hvítar perlur. — Hann er búinn að fá sjö vinnukonur, sagði móðir hans. — Nokkuð farinn að ganga? Svipur drengsins varð dap- ur. — En hann stendur alveg þráðbeinn, svöruðu systur hans einum rómi. Og gengur, þegar við leiðum hann, en leggst alltaf á fjóra fætur, þegar við sleppum.. — Var ekki gaman á jód- unum? — Ég lofaði honum að vera í grindinni sinni inni í stofu og við skemmtum okkur kon- unglega yfir svipbrigðum 'hans. Hann féfck sjálfur að taka upp jólapakkana, og hafði fullt eins gaman af um búðunum og innihaldinu. ★ Húsfreyja bauð upp á kaffi og yfir kaffibollunum var tekið upp létt rabb. Spunn- ust langar umræður um það, hverjum barnið líktist. Móð- irin taildi barnið hafa svip frá þeim báðum, en faðixinn staðhæfði að strákurinn væri lifandi eftirmynd sín, og því til sönnunar lét hann sækja gamla mynd af sér. Og það var ekki um það að villast: andlitið kom okkur kunnug- lega fyrir sjónir. Hljóðnuðu þar með allar umræöur um málið. Þá sagði Þuríður okkur, að drenigurinn væri þagar orðinn fjáreiganói; hann hefði fengið fyrsta lambið sem fæddist í fjárbúsinu í vor, ljómandi fallega gimbur. — Maðurinn minn rekur nefnilegia fjárbú með garðyrkjustörfumum. . . . byrjaði hún. — Eigum við ekki að sleppa rollunum í þetta sinn, greip Jón garðyrkjubóndi fram L Hann sneri sér að okkur og sagði til útskýringar kíminn á svip: — Dálæti mitt á roll- um er orðið svo víðfrægt, að það var kind á hverju ein- asta jólakorti sem ég fékik. ★ Það var komið myrkur, þegar við kvöddum þessi glað lyndiu hjón, dæturnar tvær (synirnir tveir voru ekki heima) og soninn unga, sem á þessu eina ári hafði lengst um oa. 40 sentimetra og bætt við sig mörgum pundum (var rúmar 16 merkur og 53 cm. þegar hann fæddist). — Ef Fjórir sttliðir við skírnina í f EGILSSTÖÐUM, 27. des. — 1 Á annan í jólum var skírður drengur á Helgafelli í Fella- Ihreppi, Og er hann fjórði ættlið- ur í beinan karllegg frá Gísla Helgasyni bónda í Skógargerði. Voru allir ættliðirnir viðstaddir. Drengurinn var skírður Helgi og er Gíslason. Gísli Helgason í Skógargerði er 81 árs, Og Helgi Gíslason, sonur hans, bóndi á •Helgafelli og vegaverkstjóri, er 62 ára. Gísli HelgasOn, Helga- felli, er 22 ára, og Helgi Gisla- son yngri er fæddur 28. okt. 1962. Móðir drengsins, kona Gísla Helgasonar, er Kristbjörg Rafnsdóttir frá Neskaupstað. — Kona Gísla Helgasonar eldri, langafa drengsins, var einnig þarna viðstödd. Hún er Dagný Pálsdóttir. — Séra Marinó Kristinsson, prestur í Vallanesi, skírði drenginn. — A.B. SIGLUFIRÐI, 27. des. GOTT veður var hér uim jóla- helginia og snjólaust. Ríkir lítill fögnuður yfir því meðal skíða- manna, sem eru vanir að nota jólafríið vel til þess að æfa sig. — Skarðið er lokað og engar sam göngur héðan nema tvisvar í vifcu með flóabátnum. — Stefán. Gjöf til Patreks- fjarðarkirkju PATREKSFIRÐI, 27. des. Um jóiin var Patreksfjarðarkirkju færður að gjöf hvítur hökull Og altarisklæði til minningar um ástvini hjóna, sem ekki vilja láta nafns síns getið. Á þá kirkjan fjóra messuskrúða, þar af þrjá nýja, og mun hún vera ein af fáum kirkjum á landinu, sem á allar tegudir messuskrúða þjóðkirkjunnar. — Trausti. 16 hafa flúið Berlín, 27. desember — AP. 6 A-BERLÍNARBÚUM tókst í dag að komast yfir til V-Berlín ar. Er þá tala þeirra, sem flúið hafa austurhluta borgarinnar yfir jólin, komin í 16. Einn flóttamannanna lýsti því yfir, eftir komuna til V-Berlínar, að ástandið austan við múrinn væri nú að verða óþolandi. Þar væri nú vart hokkurt kjöt að fá, Jólatónleikar á x4kranesi Akranesi, 27. desember. TÓNLEIKAR vOru haldnir kl. 5 e.h. hér í kiirkjunni á 2. í jól- um. Blandaður kór söng, kvenna kór, karlakór, fjórir einsöngvar- ar, Jón Gunnlaugsson, Baldur Ólafssön, Inga Þóra Geirlaugs- dóttir og Guðný Magnúsdóttir. Fjórir drengir léku á lúðra. Organleikararnir Haukur Guð- laugsson og Magnús Jónsson stjórnuðu jólatónleikunum. Séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprest- ur, las úr ritningunni milli þátta. Landsmálafélagið Vörður JÓLATRÉSSKEMIVITAIMIR Landsmálafélagsins Varðar verða að Hótel Borg, fimmtudaginn 3. janúar og föstudaginn 4. janúar kl. 15:00 til kl. 19:00. Verð aðgöngumiða kr. 60:00. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. Landsmálafélagið Vörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.