Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 14
14
MORCVTSBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 8. janúar 1963
Bílo- og búvélasulan
s e l u R :
Vörubíl, Ford ’59 með vökvastýri. — Bíllinn
er sem nýr. — Gott verð.
Bíla- og búvélasolan
við Miklatorg. — Sími 23136.
S krifs tofusfúlka
voön skrifstofustörfum óskast hálfan eða allan dag-
inn. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Skrif-
stofustörf — 3877*.
Móðir okkar
ANNA JAKOBÍNA GUNNARSDÓTTIR
andaðist á sjúkradeild Hrafnistu aðfararnótt 7. janúar.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Daníel Stefánsson,
Gunnar Stefánsson, Jón H. Stefánsson.
l>ökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR
frá Landafelli.
Börn og tengdaböm.
Þökkum hjartanlega, öllum þeim, er sýndu okkur
samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför elsku-
legs sonar míns og bróður okkar.
FRIÐRIKS BERGÞÓRS
frá Þórshöfn.
Guð blessi ykkur öll.
Zóphonias Jónsson, dætur og
aðrir aðstendendur.
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum, sem á einn eða
annan hátt hafa vottað samúð og hjartahlýju við frá-
fall og jarðarför konu minnar
ÞORBJARGAR FRIÐJÓNSDÓTTUR
Fyrir mína hönd og aðstandenda.
Jóhannes Ásgeirsson.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og veittu okkur hjálp við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
HALLVARÐS EINVARÐSSONAR
Aðalheiður Arnfinnsdóttir,
Ragnar Hallvarðsson, Arnfinnur Hallvarðsson,
Jón Hallvarðsson, Einvarður Hallvarðsson,
Guðrún Hallvarðsdóttir, Sigurjón Hannesson,
Halla Hallvarðsdóttir, Hannes Sigurjónsson.
Alúðarþakkir fyrir vináttu og samúð við fráfall og
útför föður míns, tengdaföður og afa
VALDEMARS ÁRNASONAR
Sérstaklega viljum við þakka stjórn og starfsfólki
Sænsk-íslenzka frystihússins svo og Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
Ámi Valdemarsson.
Hallfriður Bjarnadóttir og börn.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu
HELGU MAGNÚSDÓTTUR,
Ijósmóður, Litlalandi, Mosfellssveit.
Eiginmaður, börn, tengdabörn og bamabörn.
Hjartans þakklæti til allra, fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför móðUr okkar
GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
Mundakoti, Eyrarbakka.
Sigrún Guðjónsdóttir, Magnús Guðjónsson,
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson.
Sendisveinar óskast
Óskum eftir að ráða sendisveina hálfan eða allan
daginn. Upplýsingar á skrifstofunni.
VIKÁW
GABOON
— FYRIRLIGGJ ANDI —
Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16, 19 og 22 mm.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
KRISTÁN SIGGEIRSSON H.F.
Laugavegi 13. — Simi 13879.
Lokað
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar Jónu Sigfúsdóttur.
Deildir Veðurstofu íslands
Sjómannaskólanum
Afgreiðslumaður
Ungur, reglusamur maður með góða framkomu
óskast til afgreiðslustarfa.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Korkiðjan hf.
Skúlagötu 57.
Einbýlishús—íbúð
Vil kaupa góða 6 herb. íbúð eða einbýlishús á góðum
stað í bænum. — Góðir greiðsluskilmálar. — Til-
boð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 13. þ. m. merkt:
„Hagkvæmt — 3773‘‘.
Kona Sniðning
Kona, helzt vön sníðingu í fataverksmiðu, óskast
strax. Tilboð merkt: „Hátt kaup — 3184“ sendist
Mbl. fyrir 12. janúar.
Úr Kjós
Valdastöðum, 31. des. 1962.
VETURINN í fyrra var töluvert
gjaffeldur. Eyddust því hey með
mesta móti, og því ekki miklar
firningar til næsta vetrar. Veður
var heldur kalt eins og víðar á
landinu. Gróður kom því með
seinna móti, og þar af leiðandi
hófst sláttur með seinna móti.
Grasspretta var í lakara lagi, sér-
staklega á túnum. Ofan á þetta
bættist svo óhagstætt tíðarfar,
þó að dálítið kæmi það misjafnt
niður. Heyfengur var því undir
meðal lagi yfir heildina. Förgun
á fénaði, bæði fé og stórgripum
var með mesta móti í haust.
Verklegar framkvæmdir á ár-
inu munu sízt minni en undan-
farin ár, en um það hef ég ekki
ákveðnar tölur.
Veturinn gekk hér nokkuð
snemma í gar®. Urðu margir
bændur að taka fé á gjöf um
mánaðamótin október — nóvem-
ber, og hafa gefið þvi síðan, þó
að einstöku hafi sleppt fé sínu
aftur. A einum bæ í Brynjudal
mun fé ekki hafa verið tekið á
gjöf ennþá.
Nú rétt fyrir jólin fengu 3
fremstu bæir í sveitinni rafmagn
frá Soginu.
í vor var lögð heimtaug á 2
aðra bæi, og svo í K.F.U.K. skál-
ann í Vindáshlíð. En af sérstök-
um ástæðum var ekki tengt við
þá að þessu sinni, en verður að
sjálfsögðu gert siðar.
Það sem af er þessum vetri,
hefir tíðarfar verið all umhleyp-
ingasamt, þar til nú hina síðustu
daga hefir verið einmuna blíða,
logn og ládeyða, og varla stirðnað
á polli, reglulegt hátíðaveður.
— St. G.
- EBE
Framhald af bls. 13.
í Aústurriki, að það hafi ver-
ið mistök að ganga í EFTA,
og það séu jafnvel enn meiri
mistök að standa með hlut-
lausu ríkjunum. Þvi er þess
nú beðið með nokkurri eftir-
væntingu í Briissel, hvort um
nýja afstöðu verður að ræða
tli utanríkismála. Talið er
jafnvel, að það sé ekki ó-
hugsandi, að Austurríki fari
sínar eigin leiðir. Að þessu
leyti er afstaðan til landsins
betri, en verið hefur. Því hef-
ur verið talið meiri ástæða
til að fyligjast með því, sem
fram fer þar, en í Svíþjóð
og Sviss.
Auk þess hefur Austurriki
lýst því yfir, að það muni
engin áhrif hafa á afstöðu
Austurríkis, á hvern veg við-
ræðurnar við Breta um aðild
þeirra fara. Þetta hefur haft
mikil áhrif í Briissel.
Lýkur viðræðum við
Breta í þessum mánuði?
Árið, sem nú fex í hönd,
mun skera úr um það, hvort
af aðild Breta verður, og þá
mun afstaða til aðildar Nor-
egs, Danmerkur og írlands
skýrast.
Næsta stórskrefið, sem stig
ið verður, eru umræðurnar
við fulltrúa Breta nú í jan-
úar. Tvívegis verður setzt að
samningaborðinu í mánuðin-
um, 14.-18. og 28. til 1. febr-
úar. Því kann svo að fara, að
ljóst verði um aðild Breta
þegar í lok fyrsta mánaðar
ársins 1963.
UIWGLINGSPILTUR
óskast til innheimtu og sendiferða, sem fyrst. —
Afnot af reiðhjóli með hjálparmótor.
LINDIi-umboðið hf.
Bræðraborgarstíg 9. — Sími 22785.