Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. Jatiúar 1963 Guðrún varð nr. 3 A SUNNUDAGINN voru kunngerð úrslit í feg- urðarsamkeppni Norðurlanda sem fram fór á vegum finnska sjónvarpsins í Helsingfors. Finnska stúlkan Kaarina Les- kinen var kjörin „fegurðar- drottning Norðurlanda". Önn ur verðlaun hlaut sænska stúlkan Monica Ragby og í þriðja sæti varð Guðrún Bjarnadóttir. I fjórða sæti varð norska stúlkan en Auð- ur Aradóttir hlaut 5. sætið. Á myndinni hér að ofan sést fegurðardrottning Norður- landa lengst t.v. Þær eru að óska henni til hamingju með sigurinn Guðrún Bjarnadótt- ir, lengst t.v. og Monica Rag- by sem varð 2. í keppninni. Alls tóku 10 stúlkur þátt í keppninni, tvær frá hverju Norðurlandanna. Verður fiskimjölsfram- leiðsla óraunhæf? 100 þús. tunnur um helgina Lóðað á mjög mikla sild ÁGÆT síldveiði var um helgina. Aðfararnótt sunnudags fengu 65 skip 75.800 tunnur út af Krisu- víkurbergi. Aðfararnótt mánudags fengu 23 skip 21.750 tunnur 10—12 mílur suður af Krísuvíkurbergl og 7 skip 4.300 funnur 8 mílur norð-vestur af Geirfuglaskeri — 26 þúsund tunnur. Veiðin þá nótt var því alls tæp ar 102 þúsund tunnur. Löndunarstövun er nú á öllum höfnum á síldveiðisvæðinu, sums staðar allt að viku. Síðustu fréttir. Margir bátar voru á Grinda- tunnur og Guðmundur Þórðar- höfðu fengið síld, Hafrún 1000 víkurdýpinu í gærkvöldi. Tveir son 1000. Nokkrir höfðu fengið slatta. Fyrst um kvöldið leit út fyrir góða veiði, en síldin dýpk- aði á sér. Búizt er við góðri veiði með morgninum. Lóðað hef ur verið á mikla síld þarna. í Jökuldjúpi var einnig lóðað á mikla sild, en húrt var á miklu dýpi. Fáir bátar voru á þar. Ágætt veiðiveður var á báð- um síldarsvæðunum í gærkvöldú Uppgötvun bakteria, sem breyta oliu i eggjahvitu, kann oð valda byltingu i fóðurframleiðslu Á BLAÐMANNAFUNDI í ríkis- útvarpinu í gærkvöldi minntist Arinbjörn Kolbeinsson,, læknir, á nýja uppgötvun á svokölluðum olíubakteríum, sem hafa þann eiginleika að þær geta breytt olíu í eggjahvítuefni. Taldi Arin- björn þessa uppgötvun meðal þess merkasta, sem gerzt hefði í GLIJGGA Morgunblaðsins eru nú sýndar nokkrar vatnslita- myndir gerðar af fröken Kristj- önu Markúsdóttur. Fröken Kristjana var alkunn kona í Reykjavík fyrir hannyrð- ir sínar og listsaum, en hún mál- aði einnig, einkum blómamyndir og lét talsvert eftir sig í þeim efnum. Þær vatnslitamyndir sem nú eru sýndar, mun frk. Kristj- ana hafa málað er hún var ná- lægt áttræðu, en hún andaðist 18. apríl 1061 um nírætt. á sviði bateríurannsókna og líf- eðlisfræði á sl. ári, og mundi hún sennilega geta leyst nær- ingarvandamál mUljóna manna í hinum vanþróuðu löndum. Þessi baktería gæti breytt jarð- olíu, steinolíu, benzíni og jafn- vel asfalti í eggjahvítuefni með miklu ir.airi hraða en áður hefði þekkzt í sambandi við slíkar efna breytingar, og væri framleiðsl- an miklu ódýrari en með eldri aðferðum. Úr 2 kg. af hráolíu gætu bakteríur þessar framleitt Bréf frá frú Lelia Stef ánsson Minningarathöfn um Eggert í Dómkirkjunni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi þréf frá frú Lelia, eiginkonu Eggerts Stefánssonar, sem lézt fyrir skömmu á Ítalíu: „Schio, 2. janúar. Lelia þakkar af hrærðum huga þeim vinum, sem umluktu Eggert kærieika síðustu daga hans. Eggert naut í kyrrlátum fögn- uði allra jólakveðjanna frá kær- ustu vinum sínum. Þær urðu til þess að auka hina miklu þrá hans eftir að snúa aftur til ættjarðar- innar, íslands. Þakkir og fyrirgefið að ég get ekki skrifað meira. Lelia Stefánsson." ★ Eggert heitinn mun þegar hafa yerið jarðsettur á Ítalíu, þótt ætt- ingjum hans og vinum hér hafi ekki borizt fregnir af þvi enn. Minningarathöfn verður haldin um hann í Dómkirkjunni, en ekki er aíráðið, hvenær það verð- ur. 1 kg. af eggjahvítu, sem jafn- gilti eggjahvítuinnihaldi í 5 kg. af nautakjöti. Olían til framleiðsl unar kostaði aðeins 2 cent, eða 86 aura, og taldi Arinbjörn að þetta mundi hafa mikil á.hrif á eggjahvítuframleiðsluna í heim- inum, a.m.k. á ódýrari tegund- um. Þar sem þessi nýja uppgötv- un, ef hún reynist hagnýt, kynni að hafa mikil áhrif á framleiðslu íslendinga á egggjahvíturíkum fóðurefnum úr fiskúrgangi, svo sem síldar- og fiskimjöli, og radd ir hafa heyrzt um að hefja bæri framleiðslu á eggjahvítuefnum úr fiskúrgangi hér, sneri Mbl. Framhald á bls. 11. Bœndur verða að bera krapavafn Miklar frosthörkur i Eyjafirði Kifsá, Kræklingahlíð, 7. janúar. ÓVENJU rniklar og langvarandi frosthörkur hafa verið hér í Eyja firði að undanförnu. Snjólaust er hér með öllu og gengur frostið því mjög djúpt í jörð. Smálækir eru víða notaðir sem- vatnsból hér í sveitum og eru þeir nú flestir botnfrosnir og því víða vatnslaust með öllu bæði fyrir fólk og fénað. Vélar allar eru erfiðar í gang- setningu og því eina úrræðið að „Kínverji“ í andlit telpu Akranesi, 7. janúar. BRENNA var haldin að Miðgarði á Innnesi á þrettándadagskvöld. Meðan á brennunni stóð henti strákur logandi kínverja í and- litið á telpu. Hún heitir Guðríður Birna, 6 ára, Ragnarsdóttir Leóssonar að Sandabraut 6. Kínverjinn lenti á vörum henn ar og blæddi úr, en hvar ,hefði strákurinn verið ef lögandi kín- verjinn hefði hitt í augun. bera vatnið. Er það all erfitt og tímafrekt, þar sem stór kúabú eru og oft langt að sækja vatnið. Sums staðar fæst ekki annað en krapavatn, sem síast upp um sprungur í svellin. Eldri menn muna ekki eftir að slíkt hafi komið fyrir hér síðan 1918.- Eru margir bændur uggandi um, að þessa gæti mjög á gras- sprettu á komandi sumri. Frostið hefur verið milli 10 og 20, en þó nær 20 stigum nær óslitið á aðra viku. Sem stendur er hér 10 stiga frost, en í dag er skýjað. — Víkingur. Jólin rotuð í Hafnarfirði ÞAÐ er gamall siður að gera sér dagamun á þrettándakvöld, og er það kallað „að rota jólin“. Unglingar í Hafnarfirði hafa sennilega viljað fylgja þessum sið eftir, því að á tíunda tíman- um á þrettándadagskvöld söfn- uðust allmargir þeirra saman I Strandgötu og höfðu ærsl I frammi. Alls konar drasl var bor- ið eða dregið fram á strætið, benzíni hellt yfir og reynt að kveikja í. Sökum þess að lög- regluþjónar voru nærstaddir, tókst unglingunum ekki að gera neina brennu að ráði, því að lögreglan slökkti jafnóðum í og fjarlægði brennið. Þá ýttu ungl- ingarnir bílum út á akbrautina o.s.frv., en segja má, að tekizt hafi að dreifa hópnum upp úr kl. tíu. Einar Benediktsson Eyjólfur Konráð Jónssoq Ráðstefna Heimdallar um samvinnu Evrópuríkja í DAGkl. 18 hefst í Sjálf- stæðishúsinu ráðstefna Heim dallar um „Pólitíska og efna hagslega samvinnu Vestur- Evrópuríkjanna“. Málshefj- endur eru Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri og Einar j Benediktsson, hagfræðingur. Þegar frummælendur hafa lokið erindum sínum, snæða þátttakendur saman kvöldverð, en síðan verða almennar um- ræður. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig hið fyrsta í skrifstofu Heimdallar í Valhöll (sími 17100),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.