Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 11 Sveinn Jónsson, Egilsstöðum EITTN af fremstu og aðsópsmestu bændum þessa lands, Sveinn Jóns son á Egilsstöðum, er sjötugur í dag. Þessi staðreynd hljómar nokkuð undarlega fyrir þá, sem nýlega hafa hitt Svein að máli og verið með honum á mann- fundum, því enn sýnir hann eng- in ellimörk, er kvikur í spori, ihress í máli og baráttuglaður. Sveinn er fæddur á Egilsstöð- um og voru foreldrar hans Jón Bergsson, bóndi þar, og kona hans, Margrét Pétursdóttir. Voru Egilsstaðir í tíð Jóns Bergssonar, sem síðar, eitt meta myndarbú á Austurlandi og kjörið höfðingja- setur, sakir landkosta og stað- hátta. Kúmlega tvítugur að aldri tók Sveinn við búi af föður sínum og hefur í tæpan aldarhelming ver- ið driffjöður þeirrar reisnar, sem tengd er Egilsstöðum. Fer þar saman að hann er mikill búmað- ur og útsjónarsamur og ókval- ráður um nýjungar í búskapar- NÝR íslenzkur tenorsöngvari, G„oir Guðmundsson, lét til sín heyra í Gamla bíói sl. sunnudag. Hann hefir undanfarið verið við nám í Þýzkalandi og er naumast nema á miðri námsbraut. Röddin er glæsileg frá náttúrunnar hendi og liggur að sumu leyti vel, en hún er ákaflega ójöfn og lætur ekki alltaf vel að stjórn. Á efra hluta tónsviðsins býr hún yfir mikilli birtu og þrótti, en neðar er hún hljómlítil og óþroskuð, og milli „registranna" virðist enn mjög ógreitt samband. Þá er og mjög til lýta, þegar söngfólk „hangir neðan í“ tóninum, eins og hér vildi brenna við. AUt þetta stendur til bóta með áfram- haldandi námi og þjálfun, ef til vill hjá nýjum kennara og jafn- vel í öðru landi — Ítalíu. Til þess bendir meðferð söngvarans á ítölsku aríunum síðast á efnis- skránni, sem bar langt af öðru á þessari söngskemmtun, einkum aríunnar úr „Ástardrykknum“ FYRSTU tónleikar Tónlistarfé- li úns fyrir styrktarfélaga þess á árinu 1963 voru haldnir í Aust- urbæjarbíói í gærkvöldi. Kom þar fram enska alt-söngkonan Ruth Little og söng þýzk og brezk löng við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Ruth Little sýndi það þegar I þremur lögum eftir Hugp Wolf, sem voru fyrst á efnisskránni, að hún er afburða tónvís og fáguð söngkona, og í lögunum eftir Brahms og Gustav Mahler, sem á eftir fóru, sýndi hún, að hún býr einnig yfir miklum skaphita og skemmtilegri kímnigáfu. Allt þetta staðfesti hún enn frekar í fjórum gömlum enskum söngv- um og í vöggulagaflokknum (A Charm of Lullabies) eftir Benja- min Britten, enda eru þau vöggu lög stórum fjölbreytilegri að anda og efni en við eigum að venjast að jafnaði. Enn fór söng- konan með fjögur brezk þjóð- lög — hið fyrsta þeirra án undir leiks, — og sýndi þar enn nýja hlið á list sinni. Rödd söngkonunnar er ekki ýkja mikil, en hún hefir full- komið vald á henni og kann að beita henni til hins ýtrasta. Með- háttum. Mun mörgum í fersku minni síðustu nýjungar, sem Sveinn hefr tekið upp við mjólk- urverkun, sem getið hefur verið í fréttum. Einnig rak hann lengi á Egilsstöðum myndarlegt gisti- hús, sem mikil nauðsyn var á, eftir Donizetti og „La Boheme" eftir Puccini. Þýzku og íslenzku sönglögin, þar sem meira reyndi á hnökralausa beitingu raddar- innar og öruggt vald yfir henni, urðu stórum ver úti. Og ekki er það heillavænlegt fyrir söngvara, sem er að þreyta frumraun sína, að vera jafnháður nótum og Gest- ur var í lögunum eftir Schubert. Ef til vill má segja, að Gestur Guðmundsson hefði sér að skað- lausu getað beðið enn um stund með þessa tónleika, og vafalítið hefðu þeir þá orðið stórum betri. En þótt þeir væru gallaðir að ýmsu leyti leyndi sér ekki, að hér er á ferð söngvaraefni, sem fyllsta ástæða er til að fylgjast með og mikils ætti að mega vænta af, ef hann nýtur kennslu og þjálfunar við sitt hæfi. Guðrún Kristinsdóttir aðstoð- aði á þessum tónleikum og var söngvaranum hin örugga stoð. Jón Þórarinsson. ferð hennar á viðfangsefnunum, sem bæði voru fjölbreytileg og kröfuhörð, var alltaf aðlaðandi og nær alltaf sannfærandi. Fram- koma hennar á sviðinu var með glæsibrag. Hún er í stuttu máli einn af þeim (tiltölulega fáu) söngvurum, sem varla verður fundið til foráttu nokkuð sem máli skiptir. Viðtökur áheyrenda voru eftir þessu, og munu margir hlakka til að fá aftur bráðlega að heyra til þessarar tilvonandi „tengdadóttur íslands". Samstarf þeirra Guðrúnar Krist insdóttur var með miklum ágæt- um. Jón Þórarinsson. Frá happdrætti Sjálfsbjargar HINN 24. desember var dregið í happdrætti Sjálfbjargar. Vinn- ingurinn kom á nr. 13456. Eigandi þess númers hefir þar með unnið Ford-Consul bifreið og má vitja vinningsins á skrif- stofu Sjálfsbjargar, Bræðraborg- arstíg 9. á þessum krossgötum Austur- lands. Sveinn á Egilsstöðum er stór- brotinn að gerð og höfðingi í hugsun. Sem arftaki mikilla bændahöfðingja er honum sér- lega annt um hag bændastéttar- innar og vill virðingu hennar og reisn sem mesta. Þar sem hann er einnig skeleggur og harður baráttumaður hafa honum þrá- sinnis verið falin forystu- og virðingarstörf á vegum bænda. Hefur hann uin langt árabil átt setu á búnaðarþingi og einnig gegpt fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og fleiri störf- um í þágu samfélagsins, sem hér yrði of langt mál upp að telja. Sveinn er kvæntur Sigríði Fanneyju Jónsdóttur, sem hefur verið manni sínum samhent við að skapa Egilsstaðaheimilinu þá reisn, sem hæfði. Þau hafa eign- azt þrjú börn, Ásdísi, sem nú er skólastýra á Hallormsstað og Jón Egil og Ingimar, sem báðir hafa reist bú heima á EgilsstÖðum. Nú er nokkuð öðru vísi um- horfs í Egilsstaðalandi en þegar Sveinn Jónsson tók þar við búi fyrir fimmtíu árum, myndarlegt kauptún er risið upp í túnfæti hinna fornu Egilsstaða. Á s.l. sumri vakti ég máls á því við Svein, hve ánægjulegt væri að sjá vöxt og viðgang þessa nýja kauptúns. Hann kvað kaup- túnið alls góðs maklegt en bætti við: „Ég vil samt ekki sjá það vaxa á kostnað sveitanna í kring.“ Jón Hnefill Aðalsteinsson. — Fiskimjöl Framhald af bls. 1. sér í gærkvöldi til Ásgeirs Þor- steinssonar, verkfræðings, og bað hann að segja álit sitt á þessari uppgötvun. Ásgeir sagði, að það væri franskt dótturfyrirtæki BP sem einkum hefði stundað rannsókn- ir þessar. Væri nú svo komið að fyrirtaekið hefði hafið fnam- leiðslu á eggjahvítu úr olíu, þótt ekki væri að vísu í stórum stíl, en þannig þó, að málið væri kom ið af rannsóknarstigi yfir á fram leiðslustig. Ásgeir sagði að talsvert væri um það að eggjahvita væri unn- in úr ódýrum úrgangi, einkum sjávardýra. „Við verðum að reyna að selja sem minnst af fisk afurðum okkar sem fóður. Við verðum að herða róðurinn í sam- bandi við matvælaiðnaðinn og láta t.d. sem minnst af síld fara í fóður. Ef við verðum undir í samkeppni um eggjahvítufóður, og fóðureggjahvíta jafngóð þeirri, sem fæst úr síld og fisk- úrgangi, er framleidd fyrir mjög lágt verð úr öðrum efnum, þá getur að því komið að fis'ki- mjölsframleiðsla svari ekki kostn aði, og verði ekki raunhæfur iðn aður“, sagði Ásgeir. Taldi hann hér á ferðum mjög alvarlegt í- hugunarefni og yrði að fylgjast vel með framvindu mála á þessu sviði. Rannsóknir á þessum bakterí- um hófust 1957 við olíuhreins- unarstöð nálægt Marseille í Frakklandi. Þeir, sem við ol'íu 'hafa unnið, hafa lengi vitað að olía, sem fer til spillis við oliu- brunna, hverfur fljótlega og vega gerðarmenn hafa lengi vitað að malbik á vegum eyðist oft og tærist neðan frá .Ástæðan er bakteríur, sem nærast á olíuefn- unum. Enda þótt þetta hafi lengi verið vitað, hófust sérstakar rannsóknir á bakteríum þessum ekki fyrr en 1957, og það var ekki fyrr en á sl. ári að þeim var svo komið að skýrt var frá árangrinum. BP hefur byggt tilraunaverk- smiðju við Lavéraolíuhreinsun- arstöðina skammt frá Marseille og er ráðgert að þar verði fram- leidd ein smálest af eggjahvítu- efnum á dag. wöngskemmtun Gests Guömundssonar Söngskemmtun Ruth Little Bindbndísmenn athugið! NotfæriS yður þau hagkvæmu kjör, sem ÁBYRGÖ býður yður. TRYGGIÐ BÍL YÐAR HJÁ ÁBYRGÐ H. F. bindindisfólksins eigin tryggingafélagi. ATHUGIÐ, að segja þarf upp eldri tryggingu með þriggja mánaða fyrirvara, eða fyrir 1. febrúar ár hvert. HAFIÐ SAMBAND VIÐ UMBOÐSMENN OKKAR EÐA SKRIFSTOFU HIÐ FYRSTA. ÁBYRGÐP TRYGGINGAFÉLAG BINDINDTSMANNA Laugavegi 133 — Sími 17455 og 17947. Samkomu og verzlunarhus Innan skamms verður til leigu á góðum stað í borg- inni, verzlunarhús, einnig mjög hentugt, sem sam- komuhús — gólfflötur um 470 ferm. — Listhaf- endur leggi nöfn á afgr. Mbl. fyrir 13. þ.m., merkt: „3190“. Íbúð óskast 2—3 herbergi og eldhús óskast. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 22786 (kl. 9—5 síðdegis). Atvinna Maður óskast til aðstoðar á hjólbarðaverkstæði. Gott kaup. — Upplýsingar í Gúmmí hf. við Suðurlandsbraut. Atvinna Ríkisfyrirtæki óskar að ráða mann til aðstoðar í birgðageymslu og við útkeyrslu. Létt og hreinleg vinna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 12. þ.m. merkt: — „Aðstoðarmaður — 3191“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.