Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 8. janúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ !5 Gunnar Gunnarsson frá Vegamótum, Stokkseyri ÞÓTT nokkrar vikur séu nú liðn- ar síðan Gunnar frá Vegamótum lézt, vil ég ekki láta undir höfuð leggjazt að skrifa um hann nokk- ur orð. Hann var fæddur að Byggðar- horni, Flóa 22. júní, 1877. Það er jafnan svo, að þegar menn eru allir, þá er eitthvað um þá sagt í ræðu eða riti, og þá einkum og sér í lagi getið um það, sem gott var í fari manns- ins, en minna skeytt um það, að halda því á lofti, þótt hinn liðni hafi átt einhverjar teljandi eign- ir. Gunnar á Vegamótum var einn þeirra manna, sem langaði ekki til að verða auðugur af pening- um. Þegar ég kom um tvítugsaldur til Reykjavíkur í atvinnuleit, þá bar svo við að Gunnar Gunnars- son frá Vegamótum varð tjald- félagi minn í vegavinnu, undir yfirstjórn Tómasar Petersens, verkstjóra. Hann er eini samstarfsmaður minn frá þeim tíma sem mikill kunningsskapur varð með, og BÍðar vinátta. Hann var maður prúður, greind ur ágætlega og einn mesti mann- kosta maður, sem ég minnist nú. Hann hafði alltaf sérstakt lag á því að færa öll mál til betri vegar og finna þeim málsbætur, sem hallað var á, og gerði það jafnan svo vel að sá sem gaman hafði af því að hallmæla öðrum, skildizt það, að líka var hægt að tala illa um hann. Við Gunnar höfðum oft svo gott næði til að spjalla saman í vegavinnunni, þau vor og sum- ur, sem við vorum saman. Mér er það ógleymanlegt hvað Gunnar var mér velviljaður og hjálpsamur, þegar mig vanhag- aði um eitthvað, enda fór það svo að ég hafði hann fyrir trún- aðarmaiin minn, lengi vel. Ég tók aftur á móti fljótt eftir því, að ef menn voru ekki að hans skapi, vildi hann sem minnst mök við þá eiga, en sýndi öllum fulla háttvísi samt, og kæmi það fyrir, að menn veitt- ust að honum með ljótu orðbragði forðaðist hann að segja nema sem minnst. Hann var óvenju orðvar maður. Ég held að Gunnar Gunnars- son frá Vegamótum hafi verið gæfumaður í sínu lífi. Ungur eignaðist hann sína ágætu konu Ingibjörgu Sigurðar- dóttur frá Grímsfjósum, sem lifir mann sinn. Með henni eignaðist hann átta velgefin og góð börn, enda var allt heimilislífið og samkomulag á heimilinu svo óvenjulega notalegt og hlýtt. Konan og börnin eru alltaf stærst gæfa hvers og eins, ef heppnin er með. Fyrir rúmum tíu árum bar fundum okkar Gunnars frá Vega mótum síðast saman. Hann var þá að heimsækja konuna sína, sem þá var orðin vel hress, brosti og gerði að gamni síniu, eins og ekkert væri um að vera. Hún átti þá bráðlega að fara heim til sín aftur, hress og glöð. Ég man hvað Gunnar var þá glaður og lék við hvern sinn fing ur, eins og það er orðað. Ég var þá í bíl og ók með hann í borgina. Þá vorum við að rifja upp hvor fyrir öðrum það, sem á daga okkar hafði drifið, á liðn um árum. Sókrates segir: „Sé breytni þín siðmæt, muntú verða í sannleika hamingjusamur“. Það leyndi sér ekki á Vega- mótaheimilinu að þar lifðu hjón- in hvort fyrir annað og reyndu að gera allt sem þau gátu til þess að auka yl og hlýju innan veggja. Börnin voru líka svo vel upp alin og prúð að til fyrirmyndar mátti teljast, og er þá mikið sagt. í innsta eðli sínu var Gunnar á Vegamótum mikill alvöru mað- ur, og braut heilann um hin ólík- ustu vandamál mannlegs lifs, þrátt fyrir það, að í daglegri um gengni var hann jafnan með kímni og saklaust grín á vörum. Hann hafði mannbætandi áhrif á mig og aðra sína samferðamenn, en það eru þeir kos'tir í fari hvers manns, sem maður getur verið þakklátur fyrir að hafa notið, en getur sjaldan endurgoldið þeim sem gaf. Ég er þeirrar skoðunar að gleð- in og mannkostirnir sé það bezta, sem veröldin á til. Albert Schweitzer segir: „Það, sem heimurinn þarfnast umfram allt er menning og friður“. Ég lít svo á að Gunnar Gunn- arsson frá Vegamótum, hafi í orðsins beztu merkinu aukið á sanna menningu okkar, og frið- samari maður en hann var, eru ekki á hverju strái. Ekki efast ég um það, að ef okkar kæra þjóð ætti nógu marga syni sína jafn vel gerða og gefna og Gunnar frá Vegamótum, væri lífið í dag miklu fegurra og betra en það er. Nú þakka ég þér allt gott, sem ég á þér upp að unna. Að síðustu óska ég þér allrar blessunar fyrir handan „hafið“ og þinni góðu konu, börnum, barnabörnum og vinum sendi ég samúðarkveðjur, og óska þeim allrar gæfu og farsældar. Guð blessi ykkur öll. Böðvar Pétursson. Miístöívarkatlaf uppgerðir Höfum til sölu ýmsar stærðir af miðstöðvarkötlum með fýringum. Óskum einnig eftir miðstöðvarkötlum, 2—4 ferm. Uppl. í síma 18&83 eftir kl. 19. Dnnsskóli Heiðors Áslvnldssonnr Reykjnvík Að þessu sinni getum við bætt við nokkrum nem- endum. Innritun í síma 1-01-18 frá kl. 2—7 dagl. Hafnarfjörður Hafnarfjorður Námskeið fyrir fullorðna (einstaklinga og hjón) hefst um miðjan mánuðinn. Innritun í'síma 1-01-18 frá kl. 2—7 daglega. JóladansSeikir Síðustu jóladansleikirnir eru í dág fyrir börn, í kvöld kl. 9 fyrir fyrir fullorðna og annað kvöld kl. 9 fyrir unglinga. — Upplýsingar í síma 1-01-18. Guðrún Pálsdóttir — Heiðar Ástvaldsson. 4 LESBÓK BARNANNA Grámann í Garðshorni 21. „Stalstu rekkjuvoðunum úr rúminu í nótt undan okk- ur drottningu minni?“, spurði kóngur. „Já, herra,** segir Grámann, „það gjörði ég, því ég mátti til að leysa líf snitt." I>á segir kóngur: „Ég skal gefa þér upp allar þín- ar sakir við mig, ef þú stelur nú í nótt okkur báðum, mér og drottningu minni úr rúm um okkar. En ef þér mis- tekst það, skaltu vægðar- laust verða hengdur.** „I»að getur enginn maður,** segir Grámann. „Sjá þú fyrir því,‘* segir kóngur. Skilja þeir nú og fer Grámann lieim 22. UM kvöldið, þegar myrkt var orðið, tekur Grámann feikilega kollháan hatt og barðamikinn sem karlinn átti, stingur á kollinn á hon- um gat við gat og raðar þai í nautstólgar — kertunum og svo um hörðin öll allt um kring. Síðan festir hann ótal kerti utan um sig, um allan kroppinn hátt og lágt. í þessum búningi með hattinn á höfði og uxabelginn í hendinni labbar hann nú heim í kóngsgarðinn og inn í kirkju, þar leggur hann af sér belginn í kórnum. Síðan kveikir hann á öllum kertun um og gengur svo til klukkn- anna og hringir. 23. VAKNA þau við klukkna hljóðið, kóngur og drottning og líta út um gluggann t*au sjá þá Ijómandi mannsmynd standa við kirkju dyrnar og geislaði út af henni á aUa vegu. Kóngur •g drottning urðu hissa við ■jón þessa og þóttust vita, *ð hér værl kominn engill at himnum tíl að boða ein- hver stórtíðindi á jörðu. Kom þeim ásamt að fagna slíkum gesti vel. i 24. KLÆÐAST þau nú skjótt í kónlegan skrúða og ganga út til engilsins. Ávarpa þau hann knékrjúpandi og biðja sér miskunnar og fyrirgefn- ingar á syndum sínum. En hann sagðist ekki veita þeim bæn þeirra annars staðar en fyrir altarinu í kirkjunni. Fylgja þau nú englinum þangað, segist hann skuli fyrirgefa þeim allar þeirra syndir, en þó með vissu skil yrði. Þau spyrja, hvert það skilyrði sé. Hann segir það sé, að þau fari bæði ofan f belginn, sem liggi þarna hjá þeim á kórgólfinu. árg. ¥ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ■fr 8. jan. 1963

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.