Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. janúar 1963 MORGV N BL AÐIÐ 17 kjólum eru hinar svörtu silki „Tunikur“-útsaumaðar með glansandi „rosa Krepp“. — Við kjóla írá Díor er borið lítið af skartgripum. í stað þeirra kemur áberandi útsaumur á ermum og háls- máli. Er þar átt við kvöld- kjóla. — Síðir „Capes" sjást ekki, en í stað þess koma stutt herðasjöl úr skinni eða grann- ir skinnbryddaðir kragar. Myndir þaer, sem ég sendi með þessum bréfstúf mínum, eru allar af tízkufatnaði frá Díor og tala þær sínu máli. „Tunika-Look“ sem má sjá á öllum tímum dags. — Síddin er um miðja ökla — og að neðan legst hann þétt að fót- unum annaðhvort slétt eða í fellingum. Þeim fylgja einnig tau-belti sem eru lauslega hnýtt. Efri hlutinn myndar grannar axlir og flöt brjóst. Ermarnar, hvort sem þær eru síðar eða stuttar falla þétt að hliðunum. Hálsmálið er rúnn- að — ýmist hátt eða lágt. Hárið er greitt slétt aftur og bundið í hnút. Á hinum þröngu, síðu kvöld Buxnapils það nýjasta hjá Díor Hjá Dior er sídd kjólanna óbreytt. Marc Bohan, sem tek- ið hefur við af Yves Saint Laurent hjá Dior, lætur pils- in víkka með saumnum að neðan. Sum pilsin hafa djúpa fellingu og er hún opnast koma skálmar í ljós. — Eru þetta hin svokölluðu „buxna- pils“. Bökin eru næstum altaf slétt og „draktar“-jakkar eru annaðhvort mjög stuttir eða þá þeir ná niður á mjaðmirn- ar. — Kápur eru almennt sléttar en þó teknar aðeins að í mitt- ið. Stundum fylgja þeim tau- belti, sem lokað er með flatri slaufu. Á kvöldin klæðast kon ur mjög þröngum, síðum skinn-brydduðum kápum. — Þeim er lokað á hliðunum, og kallaðar „Bojar“-kápur. Kjólar eru almennt sléttií og einfaldir í sniði. Mesta at- hvsli vekur hinn svokallaði vm\S'APBPÉP FRA AAAcRI U Aftræður 1 dag: Guðjón Þórðarson frá Jaðri á Langanesi ÁTTRÆÐUR er i dag Guðjón Þórðarson fyrrverandi bóndi að Jaðri á Langanesi. Hann er fæddur að Hólum í Biskupstungum 8. jan. 1883. For- eldrar hans voru hjónin Vígdís Vigfúsdóttir og Þórður Þórðar- eon. Að Guðjóni standa sterkir Btofnar. Vitna ég þar um í minn- ingargrein er Hannes Þorsteins- son skrifaði um Þórð föður hans látinn í dagblaðið Vísi og einn- ið þar sem Hannes þjóðskjala- vörður minnist á íbúa Biskups- tungna í einum kafla ævisögu sinnar. Guðjón hleypti ungur Iheimadraganum og lagði leið sína í verið. Þá stóð skútuöldin sem hæst. Varð»jþað úr að Guð- jón réði sig nokkrar vertíðir á eeglskip frá Reykj avík óg Hafn- Brfirði. Enda flutti fjölskylda hans til Hafnarfjarðar um alda- mótin. Brátt varð Guðjón eftir- sóttur háseti. Ekki sízt fyrir Ihversu maðurinn var mikill snill- ingur að hagræða seglum og Iklifra upp reiða ,þegar veður- guðinn lét öldurnar rísa sem Ihæst. Sagt hefur mér gamall Bkipsfélagi Guðjóns, að eitt sinn hafi Guðjóni tekizt að bjarga heillli skipShöfn í mannskaða- veðri með því að klífa upp blak- aða kaðla og siglutopp og slá á eegl. Á skipstjóri að hafa sagt við Guðjón áður en hann lagði í þessa för:„Guðjón minn ,ég skipa þér ekki þetta.“ En Guðjón hafði •agt: „Ég held mér takist þetta“. Guðjón hafði í hyggju að ganga ( Sjómannaskólann, en atvikin böguðu því öðruvísi. Guðjón réð- ist sjómaður sumarið 1903 til Friðriks Guðmundssonar, bónda I að Syðra-Lóni á Langanesi. Þar kynntist Guðjón sinni ágætu eiginkonu Kristínu Jónsdóttur Benjamínssonar bónd-a á Syðra- Lóni og voru þau gefin saman í hjónaband að Sauðanesi 8. des. 1906. Kristín var kvenna glæsileg- ust og held ég að sumir ógiftu mennirnir hafi undrast að Krist- ín skyldi velja sér að lífsföru- naut hinn smávaxna Hafnfirð- ing. En Kristín valdi rétt. Guð- jón er frábær drengskaparmað- ur, sem hefur áunnið traust og virðingu allra þeirra er honum hafa kynnzt á lífsleiðinni. Hann hefur virt mannhelgi og ekki troðið annarra hlut undir fót- um sér. Ekki hefur hann sótzt eftir mannaforráðum, né veg- tyllum, en samt áorkað því að vaxa upp úr fátækt til bjargálna. Ala upp fimm mannvænleg börn þeirra hjóna, ásamt tveimur fóst- ursonum og eina fósturdóttur. Á Jaðri hafa þau hjón búið síðan 1913. Guðjón hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum, verið fiskmatsmaður, kjötmatsmaður, kirkjugarðsvörður um margra ára bil. Þau störf hefur hann rækt með árvekni og skyldu- rækni. Merkasta starf Guðjóns álit ég þó fólgið í þeim miklu störfum sem hann hefur lagt í dýralækningar. Má segja að þar hafi Guðjón unnið stórvirki í þágu landbúnaðarins í fjórum sveitarfélögum. Störf þessi hafa verið unnin af mannúð í þágu málleysingjanna, en ekki til þess að auðgast af krónum. Þó mun sýsla og sveitafélög hafa veitt honum einhver heiðurslaun fyr- ir þessi störf á síðari. Síðan í október hafa þau hjón dvalizt á Lokastíg 5 hér í bæ, á heimili Margrétar dóttur sinnar og manns hennar Emils Sigur- jónssonar málarmeistara. Þegar Guðjón var sjötugur var honum haldið veglegt samsæti í Þórshöfn. Hófið sátu um 200 manns. Kom þá fram í þeim ræðum er þar voru fluttar, hversu frábærra vinsælda þau Jaðarshjón hafa öðlast í sínu norðlæga héraði. „Fögur sál er ávallt ung, þótt aldurinn færist yfir“. Þakka ég svo Jaðarshjónum trausta og ein- læga vináttu fyrir mig og mína fjölskyldu. Óska ég þess að ævi’kvöld þeirra megi verða bjart og fag- urt. Óli P. Möller. „Hefur þú gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Þessi orð flugu mér í hug. þeg- ar ég minntist þess að vinur minn, Guðjón Þórðarson, hefur í dag 80 ára vegalengd að baki sér á okkar mælikvarða. Ekki þekki ég nema um 30 ára skeið þá vegalengd, sem Guðjón gekk. Hann bjó búi sínu að Jaðri, en eins var það, þótt bú hans léti ekki mikið yfir sér, fremur en húsbóndinn sjálfur mun samt öll um hafa fundizt hann gott heim að sækja og jafnan farið léttari úr hans garði, eða þeirra ágætu hjóna, Guðjóns og Kristínar. Leið Guðjóns var engin al- faraleið. Þótt í fljótu bragði sýn- ist svo. Guðjóni var ekki nóg að stunda sitt bú, heldur flaug hann fremur en gebk milli allra er til hans leituðu og þurftu á hjálp að halda .Vil ég þar nefna hans óþreytandi áhuga og heppni að hjálpa sjúkum málleysingjum. Því sem dýralæknis var Guðjóns jafnan leitað um héraðið og heyrðist hann aldrei kvarta um að starfið væri þreytandi og eril- samt, hvort sem hans var vitjað á nóttu eða degi. Eins ef einhver maður dó í sókninni, þurfti Guð- jóns við að útbúa hinstu hvíl- una því þann starfa hafði hann um mörg ár. Enginn sem nú sér þig Guð- jón minn getur skilið, hversu unglegur og ern þú ert eftir þinn erilsama vinnudag. Eða er svona létt að lifa fyrir það eina nauðsynlega Guð blessi ykkur hjónin og skyldmenni ykkar þennan dag og ævina alla. H. E. Skrifsfofusfúlka Þekkt gamalt fyrirtæki villi ráða AÐSTOÐAR- GJALDKERA (stúlku). Tilboð (ásamt meðmælum) er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins auðkennt: „Gjaldkeri". Fyrirliggjandi Trétex 270x120 cm. Harðtex 270x120 cm. Gips-þilplötur 260x120 cm. Þeir, sem eiga ósóttar pantanir vitji þeirra sem fyrst, annars seldar öðrum. MARS TRADING COMPANY HF. Klapparstíg 20. — Sími 1-73-73.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.