Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 4
4 ALÞÝDUBLAÐI® út fjarska. Svo kom pögnin. Oft- «ar er það að mönnum verði að vakna við hávaða, en biskup vaknaði við þögnina. Hann rétti fir sér og augun leiftruðu á ný, — hann vildi ávaxta pundið fram tíl síðasta andartaks. „Sonur sæll!“ sagði biskup köstum rómi við klerkinn, „far f>ú og skipa séra Pétri Pálssyni cfficialis að hann gangi ‘þegar fyrir oss.“ Klerkur þaut af stað, hann þekti geðsmuni hans náðar, þar snátti ekki út af bera. En er lokusveinninn feldi hurðina á hæla klerki seig sama mókið yfir biskup. Séra Pétur officialis sat í þrestabúri er honum bárust boð biskups og var að borða skyr úr fjögurra marka aski. Hann þaut þegar upp, skelti aftur asklok- inu og hljóp svo hratt til par- lorsins, að strúturinn stóð beint aftur af höfði hans. Er inn kom var biskup m sama bragði og hann átti að sér að vera, en séra Pétur vaTpaði sér í auðmýkt til fóta honum. „Yðar herradómur hefir gert boð fyrir mig,“ sagði officialis. „Ris þú upp, sonut sæil!“ gegndi biskup. „Vér erum orð- ínn gamall maður og hljótum innan skamms að gera reiknings- skap af þeim pundum, sem oss hafa verið falin af sjálfum guði í vigslu vorri. Og nú höfum vér í dag rent augum vorum yfir hið liðna, og stendur oss enginn beygur af hinum fyrri árum. En svo virðist oss um þau hin síð- ari, að vér fyrir elli sakir ekki höfum gengið nógu stranjglega eftir rétti heilagrar kirkju, og þá ekki heldur þeir, er vér höfuro þar til sett fyrir vora hönd, offi- cialar vorir og prófastar. Þvj bjóðum vér þér föðurlega og undir heilaga hlýðni, að þú gæt- ir nú vendilega þess réttar, sero þú átt að geyma, svo að síðustu æfiár vor verði oss eigi til á- fellis." Séra Pétur laut enn og kysti hönd biskups og gekk þegjandj Út. Þegar útfyrir kom stóð séra Pétur hugsi um stund. Hann þekti biskup og vissi hvað orð hans þýddu. Nú varð að finna einhvern eða eitthvað, sem bisk- up gæti beitt við kirkjuaganuro og ávaxtað pund heilagrar Hóla- kjrkju á. SéTa Pétur kveið fyrir; hann þekti frá fornu fari hvað það gat verið erfitt að beita refsivendinum svona alveg fyrir- varalaust, og hvað oft hafði þurft að sækja tilefnið þangað, sem ekkert var. En þetta var boð herra biskups, svo ekki mátti sköpum Tenna, og séra Pétur gekk burtu svo hratt, að strút- urinn stóð beint aftur af höfðinu. Um þessar mundir bjó á Hofi i Goðdölum ríkur bóndi, er Ljót- ur hét og var hann göfugra manna. Hann hafði stórt bú og átti milda peninga í föstu og lausu. Hann var maður kvong- aður, en hvergl finst þess getið hvað kona hans hét, og fór þó mikið orð af atgervi hennar og fríðleik. Margra barna hafðj þeim hjónum orðið auðið, en engra þeirra getur nema Arn- gríms. Var hann þegar þessi saga gerðist milli tvítugs og þrítugs, og þótti afbragð annara manna. Hafði hann verið lengi erlendis Dg mannast mikið, enda hafði faðir hans , lagt honum riflegan farareyri og skotsilfur. Hann hafði og lengi verið í liði Steins Sture í viðureign hans við Krist- ján II. og getið sér þar bezta orðstir fyrir hreysti sakir og af- burða, en hafði nú snúið heim af því að faðir hans tók að eldast. Víðjines heitir 'bær í Hjaltadal sunnan árinnar og hefir hann orðið kunnastur af bardaga þeirra Guðmundar biskups góða og Kolbeins Tumasonar. Átti Hólastóll jörðina og bjó þar landseti hans, Jón Eyjólfsson. Var hann maður kvongaður, en ekki er frekar kunnugt um hver kona hans hafi verið, en um svo marg- ar aðrar konur frá, miðöldum. Nöfn þeirra hefir tímans sjór skolað burtu þótt þær væri engu ómerkari en karlarnir. Jón þessi var fátækur að, fé, en átti þó það, sem ekki allir geta veitt sér þótt auðugir séu. Það voru dæt- ur tvær, sem voru með fegurstu konum, sem fæðst hafa á landi hér. Og þó að sú eldri væri ekki mema tvitug að aldri, voru nöfn þeirra beggja kunn landshom- anna milli fyrir fegurðar sakir. En þær höfðu þó annað og enn betra til að bera en fegurðina; það voru mannkostir og hvers kyns háttprýði. í fyrri daga var stofnað til hjúskapar með öðrum hætti en nú. Þá réð minstu hugur karla og kvenna hvorra til annarra, Einar Jónsson: Vökumaðurinn. en alt var undir því komið að ættar jafnræði og fjárhags væri með hjónaefnum. En þó að pær systur væru lítilla manna og fá- tækra, þá rendú margir auðugra og ættgöíugra manna syniT huga til þeirra, þótt sama yrði ekki alt af sagt um foreldra hinna ungu manna. Eldri systírin hét Heiga og þegar Arngrímur kom heim hafði hann verið seinni að frétta af sumu í Skagafirði og sjá það, en fegurð hennar. Þegar hann var kominn heim fór hann ásamt föð- ur sínum, sem var mjög guð- rækinn maður, á Maríumessu á langaföstu í pílagrímsferð til Hofsstaða í Blönduhlíð, eins og flestir aðrir Skagfirðingar, að vítja hins fræga líkneskis, sem kallað var Hofsstaða-María. Þar var og kominn Jón bóndi í Víði- nesi og Helga dóttir hans, og þarf ekki að orðlengja það, að þau Helga og Arngrímur sáust og lásu það þegar hvort í augum annars, sem þau vildu þar helzt sjá. Ljótur bóndi Álfsson var mað- ur dramblaus og frjálslyndur eft- ir því, sem hægt var að hættj þeirrar tíðar, og réðist hann því umyrðalaust í bónorðsför með Arngrími syni sínum fram í Víðines. Tók Jón bóndi vel f þá málaleitan, því honum þótti hefð í tengdum við jafn ríka menn, og Helga því betur, því henni þótti maðurinn hinn vænsti. Fóru festar fram á Svið- húnsmessu, og skyldi brúðkaupið vera að Marteinskirkju á Hofi í Goðdölum á sjálfa Marteins- messu. Séra Pétur officialis hafði verið hálfgert í öngum sínum síðan hann átti talið við herra Gott- skálk. Séra Pétur var maður heldur lítið röggsamur að eðlis- fari, og varð hún sízt meiri við það að þurfa að grípa upp til- efni til hennar upp úr þumi, enda lá þaö ekki á lausu í þetta sinn. Hann hafði því riðið al Hólum heldur kviðandi um sims hag, því að hann þóttist eiga von á illu ef ekki yrði að vilja bisk- ups. Séra Pétur átti svo sem ekkert erindi þar sem hann fór um, en hann ráfaði svona ríð- andi um sveitirnar í þeirri ó» vissu von, að mild forsjón legðí honum eitthvað til á því ferða- lagi- Það var á Marteinsmessuaftan að séra Pétur á þessu eirðar- Ieysisflakki sínu var kominn fram í Vesturdalinn að prests- setrinu Goðdölum, og hafði beiðst gistingar þar, og sat nú S skála með staðarpresti og ræddj um daginn og veginn. Bar þáf margt á góma, og þótti presti Pétur officialis mót vanda vera heldur daufur og ókátur. Sagði hann þá officialis af því, að hann ætlaði með morgunsárinu að riða á Hof og sitja þar brúðkaup Arngríms Ljótssonar og Helgu JónsdóttuT, og stakk upp á þVI að officialis slægist í förina, þvK honum þótti sem hann myndl hafa af því afþreyingu. Séra Pét- ur kannaðist við nöfnin og kann- aðist við Hofsauðinn. Hann vissi og að ekkert þýddi að bjóða biskupi Gottskálk neinn þann sökudólg, er fyrir fjárskorts sak- ir ekkert gæti greitt, ogþvíengin hegning væri í fjárútlátuln. En þarna voru peningar, og skyldl ekki þetta vera vísbending al himnum um að hér væri hægí að reka erindi heilagrar kirkjui svo að biskupi líkaði. Hann bað því prest aÖ vekja sig fyrir ótt« og syngja með sér óttusöngstið* og skyldi hann þá segja honum, hvort hann slægist í förina að Hofi. Eftir það las séra Pétus Maríusaltara og tók á sig náðir. Séra Pétri varð ekki svefnsamt þessa nótt, hann var að velta málinu fyrir sér, hvorl ekM skyldi nú vilja svo vel til a2> (Frh. á 9. sfðn.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.